Morgunblaðið - 13.01.1978, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1977
13
Vilja að endæúeg ákvörð-
un verði tekin um varð-
veizlu Bernhöftstorfu
Frá adalfundi Torfusamtakanna
Bernhöftstorfan
Aðalfundur Torfusamtakanna
var haldinn f Iðnó, sunnudaginn
4. desember 1977, og sátu fundinn
um 70 manns. Á fundarstað voru
til sýnis, auk Ifkans af Torfunni,
myndir, bréf og blaðaúrklippur,
er smerta starfsemi samtakanna.
Formaður samtakanna, Guðrún
Jónsdóttir arkitekt setti fundinn.
Vigdís Finnbogadóttir leikhús-
stjóri var kjörin fundarstjóri en
Örn Erlendsson trésmiður, fund-
arritari.
Hörður Agústsson listmálari
flytti ítarlegt erindi um húsin á
Torfunni og stöðu þeirra í bæjar-
myndinni í fortið og nútíð og
sýndi myndir til skýringa.
Guðrún Jónsdóttir gerði grein
fyrir framvindu mála undapfarin
ár, viðræðum við stjórnvöld og
stöðu mála nú. Einnig gerði hún
grein, fyrir fjármálum samtak-
anna.
Fyrir fundinum lá tillaga að
nýjum lögum fyrir samtökin og
var hún samþykkt með óveruleg-
um breytingum.
Þá fór fram stjórnarkjör og var
Guðrún Jónsdóttir endurkjörin
formaður samtakanna. Við at-
kvæðagreiðslu um aðra stjórnar-
menn hlutu þessir kosningu:
Hörður Agústsson, Drifa
Kristjánsdóttir, Sigurður Harðar-
son og Guðrún Auðunsdóttir.
Endurskoðendur voru kosnir
þeir Gísli B. Björnsson og Vil-
hjálmur Kjartansson.
Eftirfarandi ályktun var sam-
þykkt samhljóða:
„Bernhöftstorfan og húsaröðin
austan Lækjargötu er elsta sam-
fellda húsaröðin í Reykjavik um
það bil 150 ára gömul. Þessi húsa-
röð hefur áratugum saman verið
baksvið margs hins helsta í borg-
arlífi Reykjavíkur. Allt frá þjóð-
fundinum 1851 til okkar daga.
Þær eru ófáar myndirnar sem
teknar hafa verið af þessari húsa-
röð við margvíslegustu tækifæri.
Hún er hluti af ásýnd Reykjavik-
ur fyrr og síðar.
Á undanförnum árum hefur
með ýmsu móti verió reynt að
vinna að þvi að fá ráðamenn til að
taka ákvörðun um að hefjast
handa um viðreisn Torfunnar.
Ekkert hefur áunnist í þessu
máli. Viðbrögð rikisstjórnarinnar
við margvíslegum ábendingum og
uppástungum hafa allar verið á
einn veg — engu svarað, ekkert
gert. Á síðastliðnu vori kom upp
eldur i Torfunni, eins og mönnum
er i fersku minniþ
Tvö húsanna sem tilheyra
Bankastræti 2 stórskemmdust
auk þess sem hús við Skólastræti
brunnu til kaldra kola.
Enn er þó hægt að snúa vörn í
sókn þegar haft er í huga að í
nýlegri samþykkt borgarstjórnar
um skipulag Reykjavíkur er
ákveðið að einungis verði þarna
leyfður þriðjungur þess bygging-
armagns miðað við það sem eldra
skipulag gerir ráð fyrir; af þvi
leiðir að útilokað er að leysa á
nokkurn hátt byggingarmál
stjórnarráðsins á þessum stað. Þvi
hefur það ekki lengur fjárhags-
lega þýðingu að láta húsin vikja
fyrir nýju húsi álíka stóru. Niður-
rif húsanna getur þvi úr þvi sem
komið er ekki talist neitt annað
en fullkomið sinnuleysi um varð-
veislu menningarverðmæta ef
ekki hreinn menningarfjandskap-
ur.
Aðalfundur Torfusamtakanna
haldinn 4. desember 1977 beinir
því til stjórnvalda, ríkisstjórnar
og borgaryfirvalda að taka nú
endanlega ákvörðun um varð-
veislu Bernhöftstorfunnar. Húsin
verði hið fyrsta lagfærð og tekin
til notkunar."
Merktu viö
umboós
manninn þinn
<3
Gjöf til styrkt-
arfélags
vangefinna
t FRÉTT frá Styrktarfélagi van-
gefinna segir, að föstudaginn 6.
janúar s.l. hafi komið maður, sem
ekki vill láta nafns sfns getið, á
skrifstofu Styrktarfélags vangef-
inna og fært félaginu 200 þúsund-
ir króna að gjöf.
Gjöfin er gefin til minningar
um bóndann og hákarlaformann-
inn Guðmund Pétursson í Ófeigs-
firði, f. 6. janúar 1853, d. 16. maí
1934, og konu hans, Sigrúnu As-
geirsdóttur, f. 15. ágúst 1869, d.
22. des. 1902, svo og látin börn
þeirra. Þennan dag voru liðin 125
ár frá fæðingu Guðmundar.
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
Umboðsmenn HH( eru ágætt fólk, sem keppist við að veita
viðskiptamönnum okkar alla þá þjónustu, sem hægt er að veita.
Upplýsingar um númer, flokka, forgangskaup, trompmiða og
raðir eru ávallt til reiðu. Umboðsmenn okkar vita líka að Happ-
drætti Háskólans er þó nokkuð meira en venjulegt happdrætti.
Þrátt fyrir það að HHl sé með hæsta vinningshlutfall í heimi,
greiði 70% veltunnar í vinninga, stendur það einnig undir mik-
ilsverðum tækjakaupum og byggingaframkvæmdum Háskóla
Islands. HHl leggur þannig stóran skerf til menntunarmögu-
leika okkar sjálfra og barna okkar.
Merktu við urríboðsmanninn þrnn, eða þann sem þú gætir
hugsað þér að rabba við um miðakaup. Þeir kalla okkur ekki
„Happdrættið" fyrir ekki neitt!
Vestfjörðum
Halldór D. Gunnarsson
Anna Stefanía Einarsdóttir Sigtúni sími 1198
Ásta Torfadóttir Brekku sími 2508
Guðmundur Pétursson Grænabakka 3 sími 2154
Margrét Guðjónsdóttir Brekkugötu 46 sími 8116
Guðrún Arnbjarnardóttir Hafnarstræti 3 sími 7697
Sigrún Sigurgeirsdóttir Hjallabyggð 3
Guðríður Benediktsdóttir
Gunnar Jónsson Aðalstræti 22 sími 3164
Áki Eggertsson sími 6907
Baldur Vilhelmsson
Sigurbjörg Alexandersdóttir
Umboðsmenn á
Króksfjarðarnes
Patreksfjörður
Tálknafjörður
Bíldudalur
Þingeyri
Flateyri
Suðureyri
Bolungarvík
ísafjörður
Súðavík
Vatnsfjörður
Krossnes
Árneshreppi
Hólmavík
Borðéyri
Umboðsmenn á
Hvammstangi
Blönduós
Skagaströnd
Sauðárkrókur
Hofsós
Haganesvík
Siglufjörður
Ólafsfjörður
Hrísey
Jón Loftsson Hafnarbraut 35 simi 3176
Þorbjörn Bjarnason Lyngholti sími 1111
Norðurlandl
Sigurður Tryggvason sími 1301
Ebba Jósafatsdóttir sími 4110
Guðrún Pálsdóttir Röðulfelli sími 4772
Elínborg Garöarsdóttir öldustíg 9 simi 5115
Þorsteinn Hjálmarsson sími 6310
Haraldur Hermannsson Ysta-Mói
Aðalheiður Rögnvaldsdóttir Aðalgata 32 simi 71652
Brynjólfur Sveinsson sími 62244
Elsa Jónsdóttir Norðurvegi 29 sími 61741
Dalvík Jóhann G. Sigurðsson Skíðabraut 2 sími 61159
Grenivík Brynhildur Friðbjörnsdóttir Ægissíðu 7 simi 33100
Akureyri Jón Guðmundsson Geislagötu 12 sími 11046
Mývatn Guðrún Þórarinsdóttir Helluhrauni 15
Grimsey Ólína Guðmundsdóttir sími 73121
Húsavík Árni Jónsson Ásgarðsvegi 16 sími 41319
Kópasker Óli Gunnarsson Skógum sími 52120
Raufarhöfn Ágústa Magnúsdóttir Ásgötu 9 sími 51275
Þórshöfn Steinn Guðmundsson Skógum
Umboðsmenn á Austfjörðum
Vopnafjörður Þuríður Jónsdóttir sími 3153
Bakkagerði Sverrir Haraldsson Ásbyrgi sími 2937
Seyðisfjörður Ragnar Nikulásson Austurvegi 22 sími 2236
Norðfjörður Bókhaldsstofa Guðm. Ásgeirssonar sími 7677
Eskifjörður Guðgeir Björnsson Strandgötu 73 sími 6203
Egilsstaðir Aðalsteinn Halldórsson Laufási 10 sími 1200
Reyðarfjörður Bogey R. Jónsdóttir Mánagötu 23 sími 4210
Fáskrúðsfjörður Stefán Garðarsson Búðavegi 64 sími 5191
Stöðvarfjörður Magnús Gíslason Samtúni
Breiðdalur Ragnheiður Ragnarsdóttir Holt
Djúpivogur María Rögnvaldsdóttir Prestshúsi simi 8814
Höfn Gunnar Snjólfsson Hafnarbraut 18 sími 8266
Umboðsmenn á Suðurlandi
Kirkjubæjarklaustur Birgir Jónsson sími 7024
Vík i Mýrdal
Þykkvibær
Hella
Espiflöt
Biskupstungum
Laugarvatn
Þorbjörg Sveinsdóttir Helgafelli sími 7120
Hafsteinn Sigurðsson Smáratúni sími 56'40
Verkalýðsfélagið Rangæingur sími 5944
Eiríkur Sæland
Þórir Þorgeirsson sími 6116
Vestmannaeyjar Sveinbjörn Hjálmarsson Bárugötu 2 sími 1880
Selfoss Suðurgarður hf. Þorsteinn Ásmundsson sími 1666
Stokkseyri Oddný Steingrímsdóttir Eyrarbraut 22 sími 3246
Eyrarbakki Pétur Gíslason Gamla Læknishúsinu sími 3135
Hveragerði Elín Guðjónsdóttir Breiðúmörk 17 sími 4126
Þorlákshöfn Ingibjörg Einarsdóttir C-götu 10 sími 3658
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
Hæsta vinnincshlutfall í heimi!