Morgunblaðið - 13.01.1978, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.01.1978, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JANUAR 1977 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar R itstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100, Aðalstræti 6, simi 22480 Áskriftargj?ld 1500.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80.00 kr. eintakið. Lægri gatnagerðar- gjöld — Iðngarðar Borgarstjórinn i Reykjavik, Birgir ísleifur Gunnars- son, hefur lagt fyrir borgarráð gagnmerka tillögu um at- vinnustefnu borgarstjórnar Meginmarkmið hennar er að tryggja atvinnuöryggi borgarbúa i framtiðinni með þvi að efla framleiðslugreinar staðbundíns atvinnulifs, einkum á sviði iðnað- ar og sjávarútvegs. Ennfremur að búa þann veg að ýmiss konar þjónustu, verzlun og viðskiptum, að Reykjavík haldi forystuhlut- verki, sém hún hefur gegnt í þessum greinum Þetta eru timabær viðbrögð, bæði vegna hlutfallslegs samdráttar framleiðslugreina i atvinnulifi höfuðborgarinnar og stöðnunar í ibúatölu Reykjavikur Gatnagerðargjöld hafa verið um eitt þúsund krónurá rúmmetra i atvinnuhúsnæði og geta þvi orðið um 1 0% byggingarkostnaðar. Þetta hefur orðið mörgum aðilanum þungur baggi, sem byggt hefur atvinnuhúsnæði í borginni og getur dregíð úr framtaki til atvinnuuppbyggingar eða stækkunar fyrirtækja Nú er lagt til að lækka gatnagerðargjöld verulega og lengja greiðslutíma þeirra, sem hvort tveggja ætti að stuðla að betri vaxtaraðstöðu fyrir atvinnurekstur i borginni Jafnframt er rætt um hækkun á lóðarleigu, sem þýðir, að atvinnureksturinn greiðir svipað til borgarinnar og áður, þegar til lengri tima er litið, þó öðru visi komi niður og á viðráðanlegri hátt Þá er jafnframt gert ráð fyrir þvi að borgin taki upp samstarf við samtök iðnaðarins um byg-gingu iðngarða, þar sem iðnfyrirtækj- um gefist kostur á að taka húsnæði á leigu, fyrir starfsemi sina, m a með leigukaupasamningum Úthlutun stærri byggingarsvæða Annað atriði í tillögum borgarstjóra er úthlutun stærri svæða til byggingaraðila og að samtök bygging- ariðnaðarins fái skipulag slikra svæða til umsagnar Þetta þýddi í raun að byggingaraðilar fengju samfelldari verkefni til lengri tima og myndí skapa aukið öryggi í byggingarframkvæmd- um og i atvinnu byggingarmanna Slik ráðstöfun myndi og stuðla að aukinni . hagkvæmni í byggingarframkvæmdum. Gunnar Björnsson, formaður Meistarafélags byggingarmanna, segir m.a i viðtali við^Mbl í gær, að tillögur borgarstjóra séu mjög athyglisverðar og til bóta og með þeim sé gengið til móts við sjónarmið þess fólks, sem starfi i byggingariðnaði i höfuðborg- inni Borgin og iðnaðurinn r Itillógum borgarstjóra er m a gert ráð fyrir þvi að borg- in og borgarstofnanir beini viðskiptum sinum eins og unnt er til islenzkra fyrirtækja, bæði um kaup á rekstrar- og fjár- festingarvörum Innkaupastofnun Reykjavikurborgar er heim- ilað að taka tilboði innlends framleiðanda fram yfir erlenda vöru, þótt verð hinnar innlendu vöru sé allt að 1 5% hærra, enda sé um sambærilega vöru eða þjónustu að ræða Við ákvörðun um afgreiðslufresti og stærð eininga beri jafnan að hafa i huga. að unnt verði að kaupa vörur og þjónustu af innlendum aðilum Teknar verði upp viðræður við samtök iðnaðarins um framan- greind atriði og komið á gagnkvæmri upplýsingamiðlun Davið Sch Thorsteinsson, formaður Félags isl iðnrekenda, segir i viðtali við Mbl i gær: ,,Ég fagna þvi að Reykjavikurborg hefur tekið frumkvæði í þessum málum og væntum við iðnrek- éndur góðs af þessum tillögum fyrir borgarbúa og fyrir iðnaðinn i heild Þessar tillögur eru m.a samdar í samvinnu við fulltrúa iðnaðarins og er ég mjög ánægður með þær Samvinna í þessum málum hefur verið mjög góð og vona ég að sú ágæta samvinna haldi áfram Það sem vekur sérstakan áhuga okkar í tillögum borgarstjóra er, hvað segir um innkaup og útboð á vegum borgarinnar, iðngarða og gatnagerðargjöld Tillögur borgarstjóra mæta jákvæðum undirtektum þeirra, sem gerst þekkja til mála, enda liklegar til að stuðla að jákvæðri atvinnuþróun i Reykjavik og bættu samstarfi borgarinnar og einstakra atvinnugreina Þær auka sýnilega á aðdráttarafl borgar- mnar fyrir hvers konar framleíðslu- og þjónustustarfsemi, sem ætti að vera samverkandi þáttur þeirrar viðleitni, að tryggja atvinnu- og afkomuöryggi Reykvikinga, bæði til skemmri og lengri tima litið „Maður býst ekki vid neinu moki” Það var hálf kuldalegt um að litast í Grindavfk er blaðamenn Mbl. voru þar á ferð 1 fyrradag, næðingur og frost og fáir bátar f höfn. Menn sem við hittum á förnum vegi sögðu okkur að Ift- inn afla væri að fá, helst að menn væru að kroppa eitthvað á línuna, en nær steindautt f netin, 2—4 tonn eftir tvær nætur. Aðeins væri þó Ijós punktur f tilverunni, að ifnubátarnir hefðu verið að fá dálftið af góðum þorski á grunn- slóð og komist þetta upp í 7.7 tonn á 35 bjóð eftir nóttina. Hvort þetta væri einhver vertíð vildu menn ekki fullyrða, en þá væri ekki að vita nema 200 mflna út- færslunnar færi eitthvað að gæta í vetur, þótt f litlum mæli yrði. Okkur var sagt að vel stæði með mannskap á bátunum og í vinnslustöðvum og töldu menn að þvi réði einhver samdráttur í öðr- um atvinnugreinum og svo það, að sjómenn fengju nú uppgert mánaðarlega. Einnig væri alltaf nokkur ævintýraljómi yfir vertíð og það enn í dag, þrátt fyrir gifur- legan samdrátt vertíðaraflans við suðurströndina á undanförnum árum. Á sl. vertíð náði hæsti bát- ur í Grindavík ekki 900 tonna afla og hann var langt fyrir ofan þá, sem á eftir komu, á vertíð þar sem gæftir voru einhverjar þær beztu í manna minnum. Engan þarf að undra þótt slík þróun hafi sett ugg í menn. En þótt ekki hafi verið annað fyrir hendi, hafa sjó- menn og útgerðarmenn löngum gert út á vonina eina, það fiskar enginn, sem ekki rær og kannski kemur hrotan í ár, sem ekki kom í fyrra eða hitteðfyrra. Þeir taka það rólega fyrstu daga vertíðarinnar, netabátarnir eru með 6—7 trossur og vitja um ann- an hvern dag, en línubátarnir róa daglega, er gefur. Þeir hafa verið með gamalbeitu, en verið að kanna möguleika á að fá nýja loðnu að norðan, þegar loðnuflot- inn fer aftur á miðin. Klukkan var að ganga sex er fyrsti línubáturinn kom úr róðri, var það Hrafn Sveinbjarnarson II. Bílarnir biðu á bryggjunni og mannskapurinn skellti sér strax í löndun. Skipstjórinn, Pétur Guðjónsson, fór upp á bil til að losa málin, en tók vel í að spjalla svolítið við okkur að löndun lok- inni. Þeir voru með 4 tonn af góðum fiski, mest þorski. Pétur sagði okkur að fara aftur í eldhús og fá okkur kaffisopa, sem þar væri á brúsa og þegar í ljós kom að brúsinn var tómur, en sjóðandi vatn I potti hættum við á að hella uppá. „Maður hefur fengið verra kaffi, þið hafið einhvern ~tíma hellt upp á áður,“ sagði Pétur er við vorum búnir að koma okkur fyrir upp í brú. „Ekkert verra en hefur verið“ — Það er nú ekki mikið hægt að segja um vertíðina, við erum svo nýbyrjaðir, búnir að fara 4 róðra. Aflinn hefur verið þetta 4—6 tonn í róðri af ágætisfiski og þeir hafa komist upp í tæp 8 tonn. Þetta er ekkert verra en það hef- ur verið hér á grunnslóð, en þar er þó nokkuð af góðum þorski, sem ég held að sé dreifður um stórt svæði. Við verðum eitthvað með línuna áfram, ég veit ekki hve lengi, það fer eftir afla og það er ekkert að hafa í netin. — Hvernig leggst vertíðin í Þig? — Ekkert verr en hefur verið, maður býst ekki við neinu moki. Það er í það fyrsta að maður geti átt von á að friðunaraðgerðir 200 mílnanna fari eitthvað að segja til sín. Eg er heldur svartsýnn á að þeir hækki fiskverðið, ætli þeir iækki það ekki, það kæmi manni ekki á óvart. Ég veit ekki hvort sjóménn grípa til aðgerða, það er ekki nógu góð samstaða, eins og t.d. nú hjá loðnusjómönnunum. — Hvernig hefur gengið með mannskap? — Það hefur gengið sæmilega, en það er nú oft svo, að þegar línubátar skipta yfir á net nást ekki nema 7—8 menn á bátinn. — Ráðstafanirnar á netavertíð- inni? — Mér lízt ekker á það að fara að taka upp net á miðri vertíð. Það getur verið erfitt fyrir bátana að ná trossunum upp og koma þeim í land, einkum minni bát- ana. Ég held að það hefði verið skynsamlegra að stoppa þetta allt 15. maí eða jafnvel fyrr og hleypa ekki togurunum inn á friðaða svæðið. Menn eru yfirleitt hressir — Hvernig er hljóðið í körlun- um í talstöðinni? — Menn eru yfirleitt hressir, en þó heyrist alltaf einhver bar- lómur, það er nú eins og gengur og gerist. Við erum óánægðir með hve litlu hærra verð er greitt fyr- ir línufiskinn, þetta er langbezta hráefnið. — Hvað sækið þið langt? — Við voruum úti á hálftíman- um núna, en sumir stíma allt að 2 tíma. Við erum með 35 bjóð og beitum síld og smokkfiski. Við þökkum Pétri fyrir rabbið og héldum I land og sáum þá að Már GK var að leggja að. Haukur Guðjónsson skipstjóri sagði okkur að þeir væru að koma úr 4. róðrin- um með um 4 tonn af góðum fiski, það sem það væri. Hann spurði á hvaða ferð við værum og sagði svo að sjómönnum fyndist þeir fyrir sunnan vera lengi að koma meó fiskverðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.