Morgunblaðið - 13.01.1978, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JANUAR 1977
Fram vann
landsliðið!
FRAMARAR héldu glæsilega upp á
70 ára afmæli sitt í gærkveldi í
Laugardalshöll- Meðal atriða var
leikur Fram og landsliðsinsi f hand-
knattleik og sigruðu Framarar með
29 mörkum gegn 28 eftir að hafa
verið yfir allan leikinn.
— GG
— Kortsnoj
Framhald af bls. 32.
mennskuna í einvíginu, svaraði
hann „Ég er ánægður með mína
taflmennsku, þegar á allt er litið. Ég
tel mig hafa sýnt fram á það, að ég
var bæði betur undirbúinn fyrir ein-
vígið og sterkari skákmaður, þegar á
hólminn var komið En harkan var
ofsaleg Það var barizt í hverri ein-
ustu skák
Kortsnoj sagði, að hann myndi nú
síðar í mánuðinum tefla á skákmóti í
Hollandi og eftir það á öðru'móti í
ísrael, „en svo einbeiti ég mér að-
eins að undirbúningnum fyrir ein-
vígið við Karpov, sem ég vona að
fari fram í ágúst '
„Karpov er sterkur skákmaður og
hann er ungur. Ég get ekki á þessari
- stundu fullyrt það að ég vinni hann.
en ég er viss um, að einvigi okkar
verður mjög hörð viðureign,” svar-
aði Kortsnoj. þegar Mbl spurði
hann, hvað hann teldi um heims-
meistaraeinvígið „Ég er þeirrar
skoðunar, að einvígið verði 1 7 skák-
ir og því Ijúki með 6 vinningum
gegn fjórum.
Aldurinn er vissulega minn vandi
Svona einvígi útheimtir mikið þrek
og það bilar með aldrinum En hins
vegar er Karpov ekkert ofurmenni.
Ég er ekki hræddur við hann. en ég
viðurkenni að hann er ungur og
sterkur og að hann hefur verið í
framför. En ég tel nú sjálfan mig
hafa verið í framför líka og það er
enginn vafi á því, að þegar áhrifin af
þessu taugastríði hér í Belgrad eru
gengin yfir, þá stend ég eftir bæði
harðari og betri skákmaður en
áður "
Kortsnoj sagði, að hann hefði
heyrt um áhuga á heimsmeistaraein-
víginu víða; Filipseyjum, Ítalíu,
Sviss, V-Þýzkalandi og Hollandi „og
svo auðvitað íslandi, sem ég hefði
gaman af að gista " En hæst sagði
hann bera sameiginlegt tilboð BBC
og norður-þýzka sjónvarpsins, sem
byðu 700 000 þýzk mörk, eða jafn-
virði 70 milljóna íslenzkra króna, í
verðlaun Fyrir sigurinn yfir Spassky
hlaut Kortsnoj 1 5 000 dollara, eða
3.2 milljónir króna og bifreið, en í
hlut Spasskys komu 1 0 000 dollar-
ar, eða rösklega 2 milljónir króna
LOKASTAÐAN í 18. einvígis-
skákinni. Biðleikur Spasskys
var drottning frá c4 til c3, en
hann gafst svo strax upp án
frekari taflmennsku. Að sögn
Kortsnojs hefði- Kel verið
sterkasti ftikurinn og gefið
möguleika til jafnteflis.
Spassky hugsaði sig aðeins um í
10 mfnútur áður en hann lék
biðleikinn.
— Loðnuverðs-
deilan
Framhald af bls. 32.
fyrst, hvað fram hafi farið á fund-
inum.
Morgunblaðið náði einnig tali
af Birni Þorfirinssyni og Björgvin
Gunnarssyni, sem voru fulltrúar
sjómanna ásamt Magna Kristjáns-
syni en Mbl. náði ekki tali af
honum. Báðir vildu bíða með að
láta nokkuð uppi um viðræðurnar
fyrr en þeir hefðu greint frá þeim
á fundi sjómanna á Akureyri.
Komið hefur fram að loðnusjó-
menn draga í efa þær upplýsingar
varðandi afkomu fiskmjölsverk-
smiðjanna sem lagðar hafa verið
til grundvallar við verðákvörðun-
ina á loðnunni í yfirnefnd Verð-
lagsráðs sjávarútvegsins.
Björgvin Gunnarsson sagði t.d. i
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi að bæði í viðræðunum við
oddamann yfirnefndar og forsæt-
isráðherra hefðu þeir skipstjór-
arnir bent á þó nokkra pósta í
forsendum verðlagningarinnar
sem sjómenn væru óánægðir með
og teldu bæði óæskilega og órétt-
láta. Sjómenn hefðu þó hvorki
verið með ofsa né öfgar í þessu
máli, enda leiddist öllum sjó-
mönnum stapp af þessu tagi og
gæti hver sagt sér að út í aðgerð
sem þá að hætta loðnuveiðum
væri ekki farið nema sjómenn
teldu alvarlegt mál á ferðum.
Hins vegar kvaðst hann ekkert
geta sagt um það hver frekari
framvinda málsins yrði, það yrði
fundur sjómanna á Akureyri að
ákveða.
Athuga á með flug til Akureyr-
ar þegar um kl. 8 árdegis í dag.
— Afkoma
ríkissjóðs
Framhald af bls. 32.
skuldin við bankann nam 15,3 millj-
örðum króna í árslok 197 7
Enda þótt ekki hafi náðst sá árangur
í fjármálum ríkisins á árinu 1 977, sem
gert var ráð fyrir í fjárlögum. urðu
frávik útgreiddra gjalda og innheimtra
tekna frá fjárlögum mun minni en á
undanförnum árum Tekjur fóru um
6% umfram fjárlög eða 5,6 milljarða
króna og gjöld 10% fram úr tölum
fjárlaga eða 9,2 milljarða króna, eink-
um vegna hækkana á launum og fram-
laga til almannatrygginga
Endanlegar niðurstöðutölur fyrir A-
hluta ríkisreiknings fyrir árið 1977
liggja ekki fyrir, en allt bendir til þess,
að rekstrarjöfnuður muni ekki verða
hagstæður á árinu 1977, m a vegna
gjaldfærslu fasteignakaupa Munar þar
mest um kaup ríkisins á Landakotsspit-
ala að fjárhæð 1,2 milljarðar króna, en
á árinu voru aðeins greiddar 70 millj-
ónir króna upp í kaupverðið og eru
þær meðtaldar í framangreindum
greiðslutölum gjalda
Á árinu 1976 var rekstrarafgangur
hjá ríkissjóði að fjárhæð 0,8 milljarðar
króna, á árinu 1975 var halli á rekstr-
arreikningi að fjárhæð 7,5 milljarðar
króna og á árinu 1 974 var hallinn 3,3
1 milljarðar króna
— Loðnuskip
fyrir hnjaski
Framhald af bls. 32.
bátaröð og slógut hverjir utan
í aðra. Um leið og veðrið skall
yfir reyndu bátarnir að fara
frá bryggju en tókst ekki, þrátt
fyrir að allir eru búnir öflug-
um hliðarskrúfum og varð að
draga þá frá til að þeir kæmust
út á pollinn. Vindur var af
hásuðri og stóð þvert á bryggj-
una. Mun vindhraðinn hafa
komizt upp í 10—11 stig þegar
veðrið var verst.
r
— Israelsmenn
Framhald af bls. 1
samningsaðila .við upphaf við-
ræðnanna í gær þegar áherzla var
lögð á ágreiningsatriði.
Tillögur Egypta eru svar við
friðaryfirlýsingu sem Israels-
menn lögðu fram þegar
viðræðurnar hófust í gær. ísraels-
menn tiltóku ekki hvaða tiliögur
það væru sem þeir hreyfðu ekki
mótbárum gegn, en að sögn blaðs-
ins A1 Ahram eru tillögurnar í sjö
liðum og svohljóðandi:
0 Alger brottflutningur Israels-
manna frá Siani á 18 mánuðum.
0 Shram El-Sheikh, þar sem
stjórna má innsiglingunni í
Aqaba-flóa verði ekki undir sam-
eiginlegri stjórn, en kveðið verði
á um siglingafrelsi á flóanum eða
staðsetningu friðargæzlusveita
SÞ á þessu svæði í friðarsamn-
ingi.
0 Vopnlausa svæðið á Sinai verði
stækkað þannig að öryggi Israels
verði tryggt eftir brottflutning-
inn.
0 Ekkert landnám Gyðinga eftir
undirritun friðarsamnings.
0 Brottflutningur frá þremur
flugvélastöðvum ísraelsmanna á
Sinai.
0 Vopnlaus svæði beggja vegna
landamæranna en ekki aðeins
Egy ptalandsmegi n.
0 Reistar verði viðvörunarstöðv-
ar sem verði ekki mannaðar
ísraelskum hermönnum.
Weizman sagði eftir viðræðurn-
ar i dag að brúa mætti biiið í
deilunni um byggðir Gyðinga á
Sinai. Egypzki hermálaráðherr-
ann, Mohammed Gamassi, sagði
að raunverulega bæri ekkert á
milli og að með góðum vilja og
jákvæðum umræðum yrði árangri
náð.
Nefnd ísraelsmanna verður
kyrr í Kairó eftir brottför Weiz-
mans og Avraham Tamir hers-
höfðingi tekur við formennsku
herinar. Weizman er væntanlegur
aftur til Kaíró eftir nokkra daga.
1 Kaíró er sagt að góð vinátta hafi
tekizt með Weizman og Gamassi
og að þeir hafi gert gys að mistök-
um og baráttuaðferðum i fjórum
styrjöldum Araba og ísraels-
manna.
— Skattrann-
sóknarstjóri
Framhal’d af bls. 3.
er um óverulegar upphæðir að
ræða hjá fáum aðilum, en að svo
stöddu er ekki unnt að gefa upp
nöfn þeirra banka, því að við höf-
um ekki kannað framtöl þeirra
aðila sem eiga þar peninga.
í framtíðinni munum við einnig
fá um hver áramót upplýsingar
um vaxtagreiðslur til islenzkra að-
ila sem eiga reikninga í dönskum
bönkum.“
Nýlegar upplýsingar
frá Bandarikjunum
kannaðar
„Hvað með upplýsingar frá t.d.
Bandarikjunum og Vestur-*
Þýzkalandi sem islend hefur tví-
sköttunarsamning við?“
Við fengum nýlega upplýsingar
frá Bandaríkjunum um alls kyns
greiðslur íslenskra aðila, en þau
gögn er verið að athuga hjá ríkis-
skattstjóra og við höfum ekki tek-
ið nein mál þaðan til meðferðar."
Söluskattsmálin
æ stærra hlutfall
„Hve mörg mál hefur embættið
tekið til athugunar á sl. ári?“
„Á síðustu 14 mánuðum hafa
verið tekin fyrir um 500 mál.
Stærstu málin eru líklega skipa-
kaupamálið, erlendu bankamálin
og söluskattsmál sem eru stöðugt
að vera stærra hltrffall i rann-
sóknarmálum.“
Aðspurður um nokkur mál
sagði Garðar að embættið hefði
aðeins fylgst með bilainnkaupa-
málinu svokallaða, ekkért unnið í
því. Antikmálinu var vísað til sak-
sóknara frá skattrannsóknadeild
til gagnaöflunar í október 1976 en
það hefur ekki komið aftur,“
sagði Garðar. Þá svaraði Garðar
aðspurður að Alþýðubankamálið
hefði ekki komið til rannsóknar
hjá skattrannsóknadeild og ekki
heldur læknasvikamálið sem
skattrannsóknastjóri kvaðst ekki
vita til að hefði farið í neina rann-
sókn. Pundsmálið var tekið til
meðferðar hjá embættinu, en
skattrannsóknastjóri kvaðst ekki
geta svarað hvort því væri lokið.
Möguleikar á umboðs-
launaupplýsingum á
Norðurlöndum
Þá var skáttrannsóknastjóri
spurður að því hvort embættið
gæti fengið upplýsingar um um-
boðslaun fyrirtækja á Norður-
löndum til islenzkra aðila?
„Við fáum slikar upplýsingar
ekki reglulega, en það eru mögu-
leikar á að fá slíkar upplýsingar.
Hins vegar á eftir að kanna nánar
hvað unnt er að fá af upplýsing-
um og hvernig fyrirkomulag á
slikri upplýsingamiðlun verður
háttað. Samningar um gagn-
kvæmar uppiýsingar á þessum
sviðum voru gerðir veturinn 1977
og enn er margt óreynt i þessum
efnum.“
„Hve margir starfa hjá skatt-
rannsóknadeild?“
„AIls starfa 15 í rannsóknum og
tveir ritarar."
— Dómur í
hæstarétti
Framhald af bls. 2
nóv. 1973. Voru þetta samtals
krónur 517.924.
Kaupandinn neitaði algerlega
að greiða þetta vísitöluálag og
sagði að samningsákvæði
kaupsamningsins hvað varðaði
vísitöluna bryti í bága við lög nr.
71 frá 1966 um verðtryggingu
fjárskuldbindinga. Þessu mót-
mælti seljandinn og kvað ekki um
fjárskuldbindingu að ræða i
þessu tilfelli.
Seljandinn höfðaði mál á hend-
ur kaupandanum haustið 1975
fyrir bæjarþingi Reykjavíkur og
krafði hann um greiðslu á vísi-
töluálaginu, krónum 517.924. Var
dæmt í málinu 18. september 1975
og komst dórnurinn að þeirri
niðurstöðu að fallast bæri á þá
skoðun kaupandans að skuldbind-
ing hans væri fjárskuldbinding í
skilningi laganna nr. 71 frá 1966
og samkvæmt þeim sé óheimilt að
stofna til fjárskuldbindinga með
ákvæðum þess éfnis að greiðslur
skuli breytast i hlutfalli við breyt-
ingar vísitölu nema til komi leyfi
Seðlabanka Islands og það hafi
ekki legið fyrir i þessu tilviki. Var
kaupandinn sýknaður af kröfum
seljandans og seljandinn dæmdur
til aó greiða kaupandanum 50
þúsund krónur i málskostnað.
1 dómi Hæstaréttar segir svo:
„Eins og segir í hinum áfrýjaða
dómi, gerðu aðilar máls þessa með
sér samning 4. apríl 1973, þar sem
ibúðaval h/f lofaði að selja og að
kaupa hús við Hlíðabyggð í Garða-
bæ. Hús þetta var þá í byggingu.
Greiðslur kaupanda skyldu inntar
af hendi við lok tiltekinna bygg-
ingaráfanga fram að afhendingu
og á öðrum tilteknum timum, allt
þar til 6 mánuðir væru frá af-
hendingu og tiltekið lán fengið.
Aðilar deila um, hvort vísitölu-
ákvæði í samningi þeirra sé ógilt.
Ákvæði 1. og 2. mgr. 1. gr. laga
nr. 71/1966 um verðtryggingu
fjárskuldbindinga verður að
skýra svo, að þau ógildi eigi for-
takslaust vísitöluákvæðin i samn-
ingi aðila sem felur í sér þá skuld-
bindingu, að þeir inni báðir fram-
lög af hendi á tilteknu tímabili
eftir samningsgeró með þeim
hætti, er í samningnum greinir. í
málinu er ekki krafist verðbóta á
greiðslur stefnda, sem voru
inntar af hendi eftir afhendingu
hússins, og ekki er þvi haldið
fram, að um drátt af hálfu stefnda
hafi verið að ræða á þeim greiðsl-
um, sem hann átti samkvæmt
framansögðu að inna af hendi í
lok tiltekinna byggingaráfanga.
Ber því að taka kröfur áfrýjanda
til greina að öðru leyti en því, aó
rétt er, að málskostnaður falli
niður.
Dómsorð:
Stefndi, greiði áfrýjanda,
ibúðavali h/f, 517,924 krónur
með 9% ársvöxtum frá 10.
febrúar 1974 til 15. júlí 1974 og
13% ársvöxtum frá þeim degi til
greiðsludags.
Málskostnaður i héraði og fyrir
Hæstarétti fellur niður.
Dómi þessum ber að fullnægja
að viðlagðri aðför að lögum.
Mál þetta dæmdu í Hæstarétti
hæstaréttardómararnir Björn
Sveinbjörnsson, Logi Einarsson
og Þór Vilhjálmsson og prófessor-
arnir Arnljótur Björnsson og
Gaukur Jörundsson. Dóminn í
bæjarþingi Reykjavíkur kvað upp
Hrafn Bragason borgardómari.
— Hannibal
75 ára
Framhald af bls. 2
hans 1938—54. Hannibal Valdi-
marsson var formaður Verkalýðs-
félags Álftfirðinga 1930—31,
Verkalýðsfélagsins Baldurs á Isa-
firði 1932—39 og stofnaði ýmis
verkalýðsfélög á Vestfjörðum.
Hann var formaður Alþýðusam-
bands Vestfjarða 1934—54 í
stjórn Alþýðusambands islands
1940—42 og forseti þess var hann
1954 til 1971. Hann var bæjarfull-
trúi á isafirði 1933—49 og átti
sæti í bæjarráði. 1 stjórn Alþýðu-
flokksins var hann 1943—54 og
formaður hans, og landskjörinn
þingmaður frá 1946—52, þing-
maður isfirðinga 1952—53 og aft-
ur landskjörinn frá 1953—56.
Árið 1954 féll hann við formanns-
kjör í Alþýðuflokknum og 1956
var hann i framboði fyrir Alþýðu-
bandalagið í Reykjavík. Vorið
1959 er hann aftur í framboði
fyrir Alþýðubandalagið i Reykja-
vik, en I haustkosningunum það
ár var hann í framboði í Vest-
fjarðakjördæmi. 1967 er hann aft-
ur í framboði í Reykjavík á sér-
stökum lista og 1971 er hann f
framboði fyrir Samtök frjáls-
lyndra og vinstri manna á Vest-
fjörðum, en formaður þeirra varð
hann^við stofnun 1969.
Hannibal Valdimarsson var fé-
lagsmálaráðfierra 1956 til ársloka
1958 og samgöngu- og félagsmála-
ráðherra 1971 þar til hann lét af
ráðherradómi 1973.
Þegar Hannibal hætti þing-
mennsku 1974, fluttist hann alfar-
inn að Selárdal i Arnarfirði, en
þar lét hann af búskap sl. vor.
Hann var í forföllum skólastjóri
gagnfræðaskóla Isafjarðar frá
áramótum 1975 og frapi á vor.
Hannibal Valdimarsson býr nú
í Reykjavík. Hann er formaður
stjórnarskrárnefndar.
Kona Hannibals er Sólveig Sig-
ríður Ölafsdóttir og eiga þau
fimm börn.
— Carterstjórnin
Framhald af bls. 1
sagði i yfirlýsingunni.
I yfirlýsingunni var staðhæft að
engin breyting hefði orðið á af-
stöðu Carters-stjórnarinnar til
kommúnistaflokka Vestur-
Evrópu og þessi staðhæfing varð
tilefni fjölda spurninga frá blaða-
mönnum. Þeir sögðu að Carter-
stjórnin hefði nú í fyrsta skipti
hvatt til þess að dregið yrði úr
áhrifum kommúnista í Vestur-
Evrópu og spurðu hvað Bandarík-
in hefðu í huga.
John Trattner, talsmaður ráðu-
neytisins, var hvað eftir annað
spurður að því hvernig Bandarík-
in hefðu komizt að þeirri niður-
stöðu að italski kommúnista-
flokkurinn væri andlýðræðisleg-
ur. Hann kvaðst aðeins getað vís-
að til yfirlýsingarinnar.
Hann sagði einnig aðspurður að
Bandaríkin teldu yfirlýsinguna
ekki vera tilraun til afskipta af
itölskum innanríkismálum. Talið
er að yfirlýsingin verði öðru vísi
túlkuð á ítalíu og bandarískir
embættismenn viðurkenna það.
í Róm er talið að minnihluta-
stjórn kristilegra demókrata und-
ir forsæti Giulio Andreotti segi af
sér eftir nokkra daga. ítalskir
kommúnistar ítrekuðu kröfu sína
um stjórnaraðild í dag, en hingað
til hefur Andreotti vísað á bug
kröfum kommúnista um myndun
þjóðareiningarstjórnar.
— Fárviðri
Framhald af bls. 1
hús hennar á Austur-Englandi.
Vegir lokuðust í Suður-Sviss og
járnbrautarlínur rofnuðu. Víða
varð rafmagnslaust og skólum var
lokað vegna mikillar snjókomu,
hinnar mestu í 40 ár.
I Cambridgeshire á Englandi
voru 1.000 manns flutt frá heimil-
um sinum vegna flóða. Átta lok-
uðust i 12 tíma inni í krá sem
flæddi inn í i bænum Deal á Suð-
austur-Englandi.
— Ashkenazy
Framhald af bls. 3.
boðið. Það var auðvitað sjálf-
sagt mál og nú kemur hann sem
sagt á hátiðina i vor.“
„Hvað er að frétta af foreldr-
um þínurn?"
„Fyrir um það bil viku stakk
ég upp á því að þau kæmu og
heimsæktu okkur hér á þessu
ári, og ég býst við því að þau
sæki fijótlega um ferðaleyfi til
sovézkra yfirvalda. Nei, ég vil
engu spá um það hvort leyfið
fæst. Sovézk yfirvöld eru óút-
reiknanleg. En með tilliti til
þess að þau fengu fararleyfi
hér um árið og þess að Helsinki-
sáttmálinn hefur þrátt fyrir allt
sitt að segja, held ég að ástæða
sé til að gera sér vonir um að
leyfið verði veitt. Ég vil enn
taka fram að á sínum tíma var
það án efa íslenzka ríkisstjórn-
in, sem hafði úrslitaáhrif um,
að foreldrar minir fengu farar-
leyfi."
„Engar áætlanir um að þú
farir til Sövétríkjanna á næst-
unni?“
„Nei. Mér hefur ekki verið
boðið að koma þangað og ég
þekki SoVétríkin svo vel að ég
hef engan áhuga á að fara þang-
að sem ferðamaður."