Morgunblaðið - 13.01.1978, Side 28

Morgunblaðið - 13.01.1978, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JANUAR 1977 Vl£? MORÖdN-^k’ KArFINU V " S—>. Ungi maðurinn frá bókasafninu og tveir lögreglumenn eru að spyrja um þig! Ég var orðinn hundleiður á búningnum! Ég er kominn á þá skoðun að þú sért að reyna að bola mér úr starfinu! Góð heimsókn að Hrafnistu Vistmaður á Hrafnistu hefur beðið Velvakanda fyrir eftirfar- andi. „Fimmtudaginn 5. jan. s.l. heimsótti Karlakór Reykjavíkur (eldri félagar) Hrafnistu og söng nokkur lög fyrir vistmenn undir stjórn Snæbjargar Snæbjarnar- dóttur. Hjálmtýr Hjálmtýsson söng einsöng. Einnig söng hann og kona hans, Margrét Matthías- dóttir, tvisöng. Undirleikari var Skúli Halldórsson tónskáld. Þá lét hin gamia söngkempa, Olafur Magnússon frá Mosfelli, heyra i sér með einsöng í laginu „Góða veislu gera skal“, sem vakti ákaf- an fögnuð. Það er skemmt frá að segja, að þessi heimsókn skildi eftir geysi- hrifningu og skulu hér til gamans tilfærð nokkur ummæli gamla fólksins að lokinni söng- skemmtun: „Snæbjörg Snæbjarnardóttir er greinilega mikilhæfur söngstjóri. Hún minnti mann á valkyrju frá liðnum öldum Það var hrein un- un að sjá hvernig hún togaði hina hreinu og fallegu tóna útúr þess- um öldruðu mönnum." „Mig var að dreyma þennan dá- samlega söng alla nóttina á eftir og enn hljómar hann í eyrum mér.“ „Einsöngur Hjálmtýs var mjög góður og ekki spillti tvísöngur þeirra hjóna. Mér kom til hugar að hjónaband þeirra hlyti að vera einstaklega farsælt ef þau væru svona samstillt á öðrum sviðum í átökunum við lífið." „Það hafa margir mjög góðir skemmtikraftar heimsótt okkur hingað á Hrafnistu um dagana, en ég man 'ekki eftir öðru mér minn- isstæðara en þetta innlit Karla- kórsins." „Ég segi það dagsatt, að mig langaði mest af öllu að faðma þau öll að mér í þakkiætisskyni. Þetta var stórkostlega skemmtilegt." BRIDGE Umsjón: P6H Bergsson Styrkur og reynsla andstæðinga getur haft mikil áhrif á úrspilaað- ferðir og meðhöndlun einstakra litá í viðkvæmum spilum. Spilið í dag er skemmtilegt dæmi um þetta. Lesendur ættu að byrja hendur austurs og vesturs áður en lengra er lesið. Gjafari suður, allir á hættu. Norður S. Á63 H.G7 T. 54 L. DG10743 Vestur S. D1094 H. K95 T. 87 L. K986 Austur S. 872 H. D843 T. DG1062 L. A Suður S. KG5 H. Á1062 T. ÁK93 L. 52 Suður opnar a einu grandi, sem norður hækkar umsvifalaust í þrjú. Vestur spilar út spaðatíu. Hvernig myndir þú haga úrspil- inu, lesandi góður, sé reiknað með bestu vörn? Rétt er það, sögn norðurs er vafasöm. En hann treystir greini- iega á, að þú misstigir þig ekki i úrspilinu. Gegn lítt reyndum andstæðing- um er auðvitað rétt og eðlilegt að spila laufi að blindum i öðrum slag. Komi smáspil frá vestri ætl- ar þú að láta drottninguna og treysta því, að austur taki slaginn. Þá verður auðvelt að fría litinn og spaða ásinn verður innkoman. En er þá ekki spilað laufi séu austurug vestur reyndir spilarar? Jú, en þá þýðir ekki að treysta á, að austur taki slaginn. Hann gef- ur örugglega drottninguna og af- leiðingarnar eru þær, að ekki er lengur hægt að fría litínn og ekki hægt að vinna spilið. Þýðir þá ekki að reikna með nema einum slag á laufið? Sex slagir á hina litina þýðir, að minnst þrír slagir verða að fást á laufið og til þess er aðeins einn möguleiki. Þegar vestur lætur smátt lauf í öðrum slag verður að láta smátt frá blindum og vona að austur eigi ás eða kóng einspil. Og eftir það leikur allt í lyndi. HUS MALVERKANNA Framhaldssaga eftir ELSE FISCHER Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 45 Hafði hann ienl 1 gildru sem fuglavinir höfðu sett upp fyrir hann. Hékk þarna og var svo ræki- lega dauður. Og hún vissi að hún átti aðgera eitthvað. Skera hann niður ... og grafa hann ... gera eitthvað. Én hún hafði lagt á flótta yfir garðinn og reynt að gleyma þessari sjón. Og sfðan hafði hún lagt fæð á ketti. Sök hinna fullorðnu varð hennar sök. Hún hafði hatað ketti vegna þess þeir höfðu mjúkar loppur sem þeir teygðu fram í áttina til hennar. Vegna þess að þeir dóu. Hún hafði aldrei setið uppi 1 þessu tré sfðan og þegar hún hugsaði sig um rann það upp fyrir henni að hún hafði heldur ekki bragðað kirsuber sfðan þann dag. Hún hataöi kirsuber og hún hataði dauða ketti. En umfram allt hataði hún dauða köttinn sem lá þarna á rúminu hennar. Blá ábreiðan hafði verið tek- in tii hliðar og kettinum komið vendilega fyrír á koddanum hennar. ’ Honum hafði.ekki verið kast- að þarna eins og dauðum hjut heldur hagrætt og púði studdi við hausinn á honum. Og svo þessi hryllilegu hvftu blóm bak við hvort eyrað. Hún beit á vör sér og starði á bröndóttan köttinn. Hann hefði átt að fá að lifa og leika sér og veiða mýs f ná- grenninu. Hún þekkti að blómin bak við eyru hans hafði hún sjálf tínt um morguninn. Hún hafði ekki tfnt mörg blóm, en þó nógu mörg til að þau pössuðu í Iftinn vasa sem hún setti á skrifborð- ið sitt. „Mér fannst ég sjá einhvern snuðra kringum húsið.“ Hún heyrði aftur rödd Mortens... en Morten hafði verið hræddur um að einhver fengi þá hug- mynd um að hún lúrði á fjár- fúlgu. Morten hafði verið hræddur um að brotist yrði inn f húsið. En hér hafði ekkert innbrot verið framið. Nú var þetta f annað skipti sem einhver hafði verið í hús- inu hennar meðan hún var f burtu. Fyrst þetta smáatriði með valsinn á ritvélinni hennar og ritvélarblaðið ... og nú dauður köttur með blóm á bak við eyr- un á koddanum hennar. Hún lagðí dyrnar gætilega á eftir sér og gekk aftur inn í stofuna, hellti sér f glas og sett- ist niður. Var þetta sjúklegt spaug, eða var þetta tilraun til að hræða hana á brott? Löng leið var að næsta mannabústað. líún þekkti ekki fólkið sem bjó þar. Og hver vissi nema þar byggi einhver sérvitringur. Einhver furöufugl sem væri á móti sakamálasögum, stúlkum með Ijóst hár eða eitthvað svo- leiðis. Hún strauk hárið frá enninu. Auðveldasta lausnin væri auðvitað að flýta sér brott. Pakka saman og fara f skynd- ingú aftur til Kaupmannahafn- ar. En hún vissi Ifka að þangað færi hún ekki af fúsum vilja fyrr en hún væri búin að skrifa bókina sfna. Hún tók hressilegan sopa af viskfinu sfnu. t nótt gæti hún neglt aftur dyrnar á húsinu sfnu og í fyrramálið gæti hún svo sent eftir lásasmið og látið hann ganga kyrfilega frá úti- dyrunum. En fyrst varð hún auðvitað að losa sig við bansettan köttinn. Hvernig átti hún að fara að því... ganga bara eins og ekk- ert væri inn f svefnherbergið, lyfta kettinum upp og leggja hann út f garðinn. Kaldan stirðnaðan kött. Köttinn sem horfði galopnum steindauðum augum á hana. Köttinn með þessi hvftu blóm á bak við eyrun. Andúð hennar á að fara aftur inn í svcfnherbergið jókst æ meira. Einhver þorpssérvitringur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.