Morgunblaðið - 29.01.1978, Page 21

Morgunblaðið - 29.01.1978, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANUAR 1978 21 Samhengið milli mataræðis og krans- æðastíflu er sannað mál (Sjá Krans- æðastíflu) STRIPALINGARI Kvenfrelsiskonur í samtökum nokkrum f Bretlandi, Lincoln Women’s Action Group“, voru orðnar langþreyttar á dagatölum þeim sem víða eru .gefin út með flennistórum myndum af nöktum konum í „óvirðulegum stelling- um“. Þær voru heldur vondaufar um það, að þær fengju þetta bannað. Þær tóku þvf til þess ráðs að reyna að jafna metin og gáfu út sitt eigið dagatal — með flennistórum myndum :f berum körlum. „Konum ber sami réttur og körlum til þess að geta keypt og skoðað kynæsandi myndir", sagði Emma de Winter, málsvari samtakanna. „Og myndirnar okk- ar taka hinum fram f þvf, að þær eru ekki óvirðulegar; við lftil- lækkum ekki fyrirsáta okkar eins Borgað í sömu mynt og oftast er farið með konur á nektarmyndum. Við höfum í rauninni ekkert við það að at- huga, að gefin séu út dagatöl með myndum af nöktum konum. Við erum bara á móti því, að þær séu rúnar allri virðingu, sýndar eins og gripir — söluvara". Ekki urðu allir jafnhrifnir af framtaki samtakanna. Konurnar urðu að fara f fjórar prentsmiðj- ur áður en þær fengu dagatalið prentað. A dagatali þessu eru sjö Ijósmyndir af berum körlum, þ.á.m. einum, sem situr og er að lesa opinbera skýrslu um jafn- réttismál, öðrum sem liggur á teppi, styður hendi undir kinn og hefur fjaðrakúst milli tannanna, og vöðvafjalli klæddu lauf- blaði... Emma de Winter kvað karlana hafa' verið óðfúsa að sitja fyrir. Hver þeirra fékk fimm punda þóknun. Þess er ekki getið hvern- ig konur hafa tekið myndunum. Aftur á móti tóku staðarblöðin þeim heldur illa. Kom þeim saman um það, að karlarnir á nektarmyndunum væru örugg- lega þess konar náungar, sem standa f húsasundum á sfðkvöld- úm og leysa niður um sig, þegar konu verður gengið fram hjá ... BLAÐAMENNSKAI Það líSur sjaldan langt milli þess, að bandarisku leyniþjónustunnar CIA er getið í fréttum. Nú siðast komst upp. að hún hafði lengi not- fœrt sér fréttamenn og fjölmiðla, bandariska og annarra þjóða, til þess að koma á flot röngum fréttum, fengið þvi framgengt að öðrum frétt- um var stungið undir stól o.s.frv. Þótti flestum Ijótt að heyra. Margir blaðamenn höfðu hörð orð um þá Njósnarar í hjáverkum félaga sina, sem gengið höfðu erinda leyniþjónustunnar og kváðu þeim sæmst að skammast sin en leyni- þjónustan ætti að hinu leytinu að skammast sin fyrir það. að hún leiddi þá á glapstigu. Fáir gerðust svo djarfir að mæla þessu bót. en til voru þeir þó. Þeirra á meðal uppgjafa- sendiherra bandariskur. sem komst svo að orði, að fréttamaður hefði fyrst og fremst skyldu að gegna við föðurtand sitt. en blaðið þvi næst. Væru fréttamennirnir. sem gengu er- inda CIA sannir föðurlandsvinir og ættu allan heiður skilinn. En Banda- riskjaþing stofnaði rannsóknarnefnd i snatri og hóf að yfirheyra CIAmenn. Það líður varla svo mán- uður nú orðið, að ekki sé stofnuð rannsóknamefnd til höfðus CIA, enda munu CIAmenn öfunda starfs- bræður sina austantjalds mjög. Þar eru ekki rannsóknarnefndirnar. . . Stanfield Turner. flotaforingi og yfirmaður CIA. brá við skjótt og lýsti yfir þvi, að leyniþjónustan mundi hætta að véla bandariska frétta- menn til undirfertis og svika. Aftur á móti fékkst hann ekki til þess að lofa neinu um erlenda fréttamenn. Þeir munu þvi þurfa að halda á öllum sinum siðferðisstyrk framvegis sem hingað til. að þeir láti ekki freistast þegar CIAmenn berja að dyrum og sýna þeim i veskið. En þeir eru fleiri freistararnir en CIAmenn einir. Sannleikurinn er nefnilega sá. að flestar leyniþjónust- ur i heiminum notfæra sér fjölmiðla og fréttamenn. þegar þær geta. Það hefur lengi verið á vitorði, að margir sovézkir fréttamenn erlendis eru starfsmenn sovézku leyniþjónust- unnar KGB. Aftur á móti mun það ekki jafn kunnugt, að margar aðrar leyniþjónustur. sú brezka til dæmis að nefna. hafa lengi haft fréttamenn á mála. Að visu er frægt dæmið af Framhald á bls. 37. Hættulegasti óvinur hjartans i kólesterinið, sem fyrst og fremst kemur i likamann með dýrafitu. Aukamagnið af kólesterini sezt að i hinum örsmáu kransæðum hjart- ans og þrengir þær meir og meir. Þegar siðan litið blóðrennsli lokar algerlega leiðinni, nær ekkert blóð lengur til hjartavöðvans. Eftir ör- skammta stund — en það getur verið um minútu að ræða — deyja frumur hjartavöðvans vegna skorts á súrefni. Likaminn þarf daglega 500 til 1000 milligrömm af kólesterini — og þetta magn framleiðir hann sjálfur. 300 milligrömm af kólesterini i viðbót úr fæðunni getur likaminn einnig ráðið við. En flest fólk gengur lengra með mat- aræði sinu. Gotthard Schettler. prófessor i hjartasjúkdómum. Heidelberg. segir: „900 milli- grömm eru alls ekki sjaldgæf". 300 milligrömm af kólesterini — hið daglega hámarksmagn — fást i: 100 grömmum af smjöri — 300 grömmum af svinafeiti — einu hænueggi — 400 grömmum af hænsnakjöti — 70 grömmum af lifur — 10 grömmum af heila — 400 grömmum af svinakjöti (mögru) — 400 grömmum af nautakjöti — 1000 grömmum af ýsu — 350 grömmum af 45% osti — 1000 grömmum af 30% osti. Sem sagt: Margt fólk getur meðtekið meira en 300 milli- grömm af kólesterini daglega. án þess að kólesterin-innihald blóðs- ins aukist. Likaminn framleiðir þá minna af sinu eigin kólesterini. En hjá fimmta hverjum Þjóðverja bregzt þetta jöfnunarkerfi, án þess að menn viti nákvæmlega ástæð- una til þess. Hægt er að ganga úr skugga um. hvort kerfið sé i lagi, með þvi að kanna kólesterin-innihald blóðsins. en það er auðgert nú á dögum. Með magninu allt að 200 milligrömm (i 100 millilitrum af blóði) er ekki um aukna hættu á kransæðastiflu að ræða. Upp að 250 milligrömmum eykst hættan nokkuð. en eftir það verulega. Og við magnið frá 300 milligrömmum er hættan um fimmföld miðað við hið eðlilega. Það sem ennfremur getur aukið á hættuna á kransæðastiflu, er: 0 Sigarettureykingar 0 Sykursýki 0 Of mikill likamsþungi. En þó eru menn ekki öruggir gegn kransæðastiflu, þótt ofan- greind hættuatriði séu ekki fyrir hendi. Flugmaðurinn hjá Luft- hansa. Hans-Oieter Gades og fimmtarþrautarkempan Wolfgang Köpke reyktu hvorugur og höfðu ekki meira kólesterin i blóði en eðlilegt er. En — þeir störfuðu undir þrýst- ingi. i spennu („stressi"). Eins og féhirðir Sósialdemókrataflokksins. Wilhelm Dröscher, en um hann Framhald á bls. 37. gerðist líks .... Hinir fordæmdu RICHARD Arens, kunnur bandarískur lögfræðingur, sem mikil af- skipti hefur haft af mannúðarmálum, hefur lýst yfir opinberlega að stjórnvöld í Paraguay stefni að þvi leynt og ljóst að gjöreyða indíánum landsins. Þessi ásökun kemur fram i skýrslu til „Survival International", sem eru samtök með bækistöð I London sem gera sitt itrasta til að hjálpa hinum svokölluðu „lituðu” kynþáttum, sem nú er svo komið fyrir víða um heim að þeir eru nánast útlagar i sínum eigin heima- löndum. Arens, sem er prófessor í al- þjóðarétti við Temple háskóla í Philadelphiu, var í Paraguay í ágúst og september s.l. að kynna sér hagi frum- byggjanna. Hann segir í skýrslu sinni að allskonar skæðir sjúkdómar herji þessar manneskjur, sem auk þess sé ýmist hreinlega slátrað ellegar misk- unnarlaust þræikaðar og jafnvel hnepptar í ánauð. Hinn bandaríski prófessor telur sem fyrr er sagt að stjórnvöld standi á bak við þétta, en nefnir að auki „framkvæmdamenn” ýmiskonar og átelur trúboðana á þessum slóðum fyrir slælega frammistöðu. Þá fer hann þungum orðum um þátt ianda sinna, Bandaríkjamanna, sem styðji einræðisstjórn Alfredos Strössners með fjárframlögum og vopnasendingum og leggi meira upp úr verslunarhagsmunum sinum í Paraguay en almennum mannréttindum. Og meira af svo góðu Embættismenn i Ástralíu, sem eiga að stuðla að hnökralausri sambúð frumbyggja og hvítra manna þar í landi, hafa nú vaxandi áhyggjur af þessum málum. I skýrslu, sem þeir hafa tekið saman og birt opinber- lega, lýsa þeir yfir þeirri skoðun að ef ekki verði hér breyting á, hljóti jafnvel að skapast samskonar ástand i álfunni og nú er í Suður-Afríku. Hinir svörtu frumbyggjar Ástralíu telja nú um 110.000 sálir, og hefur afstaða hvítingjanna til þeirra síst skánað síðustu árin. I skýrslu embættismannanna eru tíunduð óhugnanleg dæmi um þetta. í Suður- Astralíu leiddi könnun til dæmis í ljós, að þar þykja kynþáttafordómar ekki einasta sjálfsagðir heldur „eðlilegir" með hvítu íbúunum. í skýrslunni segir orðrétt um afstöðu þeirra hvítu í suðurhéruðunum: „Sú skoðun var iðulega látin í ljós að einfaldasta lausnin væri að smala frumbyggjunum saman á einhverju útskerinu og varpa að þeim sprengjum”. Skáldin og hugmyndafrædin Ritstjórn sovéska bókmenntaritsins „Literaturnaya Rossia" tilkynnti fyrir skemmstu, að henni hefði borist „opinber fyrirmæli” um að birta fleiri sögur eftir erlenda höfunda — „og fletta þannig ofan af miskunnarleysi hins svokallaða frjálsa heims“. Þá hefur stjórnendum ritsins ennfremur verið uppálagt að eigin sögn að „bregðast harðar við og vera einarðari í fordæmingu sinni á þeim verkum innlendra höfunda sem skortir hugmyndafræðilegan þroska”. „Literaturnaya Rossia” er málgagn Sovéska rithöfundasambandsins, og fylgja fyrrver- andi boð í kjölfar herferðar á hendur öðru bókmennariti sovésku, Novy Mir, sem i síðastliðnum mánuði hlaut opinberar ákúrur fyrir það hátterni meðal annars að birta ljóð „með röngurp pólitískum og hugmyndafræðilegum blæ“! Sitt lítid af hverju Hjá spilavítinu í Monte Carlo hafa menn hvorki fengist til að játa því né neita að argentiskur stóriðjuhöldur hafi nýlega unnið sem svarar 540 milljónum króna á einni nóttu. „Við værum ekki það sem við erum ef við svöruðum svona fyrirspurnum,” er viðkvæðið hjá ráðamönnum þarna þá þeir eru spurðir.. . Sovéskur hótelstjóri, sem varð uppvis að því að úthýsa gestum nema þeir greiddu honum mútur fyrir gisting- una, hefur verið dæmdur til átta ára fangabúðavistar að Pravda upplýsti á dögunum... Sænskum foreldrum, sem þóttust vera að gefa börnum sinum tónbönd úr Disney-myrid i jóiagjöf, brá heldur en ekki í brún þegar mergjaðir klámsöngvarar byrjuðu að berast útúr herbergj- um blessaðra rollinganna. Mistökin höfðu orðið hjá norsku fyrirtæki, sem sér Sviunum líka fyrir músikinni í klámmyndir þeirra. .. Edward Koch, hinn nýi borgarstjóri í New York, hefur lýst yfir að kynvillingar hafi jafnan rétt við aðra til vinnu hjá borginni. Koch, sem er piparsveinn, var sakaður um kynvillu í magnaðri óhróðursherferð sem hafin var gegn honum þegar baráttan um borgarstjóra- embættið stóð sem hæst. Hann þverneitaði áburðinum. Hinn frjálsi fimmtungur Einungis þriðjungur allra þjóða má heita frjáls, er niðurstaða óháðra mannréttindasamtaka i Washington sem kalla sig „Freedom House" Þau telja að mjög hafi þokast í frelsisátt á nýliðnu ári á Indlandi og Spáni, en á hinn bóginn hafi ástandi hrakað á sama tímabili í að minnsta kosti níu iöndum, sem telja samtals 124 milljónir íbúa. Samkvæmt könnun „Freedom House“ býr einungis naumur fimmtung ur allra jarðarbúa við þokkalegt frelsi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.