Morgunblaðið - 29.01.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.01.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANUAR 1978 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 1700.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90.00 kr. eintakið. Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Frá öndverðu hafa óblíð náttúruöfl sett svip sinn á lífsbaráttu þjóð- arinnar — bæði til sjós og lands. Annálar geyma sagnir um stórtæka slysa- daga í sögu forfeðra og mæðra okkar, er tugir og jafnvel hundruð einstakl- inga týndu lífi í hamförum böfuðskepnanna. Þannig drukknuðu 132 íslendingar 9. marz árið 1685 og 136 manns fórust 8. marz árið 1700, svo dæmi séu nefnd frá löngu liðinni tíð. Snjó- flóð, skriðuföll og torfærar ár og vötn hjuggu þau skörð meðal fámennrar þjóóar, er stundum skyldu eftir sig sár sem settu mörk á heilu byggðarlögin. Auk þessa vóru jarðhrær- ingar, eldgos og hafískom- ur a.m.k. ívaf margra þeirra kapítula þjóðarsög- unnar, er kynslóðirnar skráðu á bókfell tímans. Þjóðin er í dag betur bú- in í lífsbaráttunni, bæði til sjós og lands, en fyrrum. Farkostir hennar og vinnu- tæki hafa gjörbreytt þjóð- lífsmyndinni. Engu að síður setja náttúruöflin enn stór strik í þjóðar- reikninginn. Og tæknin og tillitsleysi mannsins hafa getið af sér nýjan skaðvald, sem e.t.v. er miskunnar- lausari og stórtækari tjóna- örkumla- og dauðvaldur en sjálfar höfuðskepnurn- ar. Hér er að sjálfsögðu átt við umferðarslys líðandi stundar. ,,í þessu tilfelli stafar manninum mest hætta af sjálfum sér,“ seg- ir Gunnar Friðriksson, for- seti Slysavarnafélags ís- lands, í viðtali við Mbl. í dag. Slysavarnafélag íslands var stofnað fyrir 50 árum, 29. janúar 1928. Unnið hafði verið að undirbún- ingi félagsstofnunar um langt skeið. Og löngu fyrr höfðu ýmsir eldhugar og framfaramenn bent á nauðsyn skipulegra slysa- varna í landi sem okkar. Má þar m.a. nefna eld- klerkinn Jón Steingríms- son, Þórð Jónsson, hrepp- stjóra á Bakka á Seltjarn- arnesi séra Odd V. Gísla- son, prest í Grindavík og Guðmund Björnsson land- lækni, svo enn sé vitnað til samtals Mbl. við forseta SVFÍ. Sá síðast nefndi vakti þjóðarathygli á því, árið 1912, að tólffalt fleiri fórust í sjóslysum hér við land en í Noregi á þeirri tíð. Kveikjan að stofnun SVFÍ var að sjálfsögðu slysatíðnin hérlendis. Framtakið að stofnun fé- lagsins var hins vegar hjá Fiskifélagi íslands, sem réð Jón E. Bergsveinsson sem erindreka sinn í björg- unarmálum. Kynnti hann sér tilhögun björgunar- mála í Noregi, sem síðan leiddi til stofnunar SVFÍ, sem fyrr segir, í janúar- mánuði 1928. Stofnun þessa félags var mikið gæfuspor. Hér verður ekki rakin starfssaga SVFÍ enda er það gert í tilefni 50 ára afmælis þess á öðrum stað í Mbl. í dag. Þess skal aðeins getið, að það er eitt allra fjölmennasta félag hér- lendis — með um 30.000 meðlimi. Slysavarnadeildir eru starfræktar víða um land. Um 2.500 manns eru í sérstökum björgunarsveit- um, sem stöðugt eru viðbúnar kalli. 13.000 kon- ur í sérstökum kvenna- deildum hafa unnið þrek- virki í sjálfboðastarfi, m.a. í fjáröflun til starfseminn- ar. SVFÍ á í dag 98 hús eða björgunarskýli um gjör- vallt landið, þar af 25 sem telja má félagsheimili við- komandi deilda og björg- unarsveita. ÖIl starfsemi SVFÍ er ólaunuð, utan sú, er til- heyrir skrifstofu þess í Reykjavík. Erfitt er að meta til fjár þá óhemju vinnu, sem lögð hefur ver- ið fram í sjálfboðastarfi, við byggingu björgunar- skýla, í félagsstarfi, við þjálfun og hjálparstörf. Frjáls fjárframlög til fé- lagsins á þessu ári eru áætluð um 40 m.kr. en framlag á fjárlögum er 38 m.kr. Þessar fjárveitingar, bæði á fjárlögum og frá almenningi, eru mikils virði. Þær næðu þó skammt ef ekki kæmi til það geysimikla sjálfboða- starf, er SVFÍ virkjar til góðs í alþjóðarþágu. — SVFÍ hefur unnið mörg björgunarafrekin. Hér verður aðeins getið eins þeirra, sem athygli hefur vakið víða um veröld, m.a. vegna kvikmyndar Óskars Gíslasonar. Hinnar fræki- legu framgöngu slysa- varnadeildarinnar Bræðra- bandsins í Rauðasands- hreppi, en hún bjargaði 12 af 15 manna áhöfn brezka togarans Dhoon við Látra- bjarg í desember 1947. Það afrek var og er táknrænt fyrir starfsemi SVFl. Talað er um auðlindir láðs og lagar: gróðurmold, búsmala, fallvötn, jarðvarma og fiskstofna. Allt eru þetta lífgjafar þjóðarinnar. Sú auðlindin er þó ekki minni, sem felst í framtaki, samstarfi og velvilja mannfólksins, þeg- ar það er virkjað til góðra og þarfra hluta. SVFÍ er nokkurs konar orkuver þar sem hið góða í manneskj- unni, hugur og hönd, er virkjað til hjálpar og varn- ar gegn vá umhverfis og mannlífs. Félagið mun starfa á sömu starfssviðum framvegis sem hingað til. Fimmtugt heitirþað auknu starfi í baráttu gegn um- ferðarslysum, sem eru stærs^ur slysavaldur á líðandi stund. Mbl. árnar SVFÍ fimmtugu heilla í fram- tíðarstarfi. Þakkar því í alþjóðarnafni farsælt starf. Megi það um langa framtíð vera lýsandi dæmi um kosti frjáls félagastarfs i þjóðfélaginu. Megi það ná sem mestum árangri í fyrirbyggjandi slysavörn- um og björgunarstarfi í framtíðinni. Farsælt starf SVFÍ Rey kj avíkurbréf ■Laugardagur 28. janúar 1978« Við höfum aldrei fyrr haft það svona gott Viö íslendingar höfum aldrei fyrr haft það jafn gott og nú, a.m.k. ef við notum efnalega velgengni sem mælikvarða á vel- sæld. Langflestir eiga sitt eigið húsnæði, sem skapar þeim öryggi og tryggir þeim í raun góða af- komu, þegar frá líður og húsnæð- ið er að mestu orðið skuldlaust. Mikill meirihluti þjóðarinnar á bifreið eða hefur afnot af bifreið, sem telst ekki lengur munaður heldur nauðsyn. Það er til marks um velsæld, að tveggja bíla eign í sömu fjölskyldu virðist orðin tals- vert útbreidd. Utanferðir á ári hverju eru ekki ,,Iúxus“ í augum fólks heldur sjálfsagðar og stuttar ferðir til nágrannalanda að verða jafn algengar og flugferðir til Akureyrar fyrir aldarfjórðungi. Kaup á litasjónvarpstæki eru nýj- asta tákn velmegunar og nú þegar munu um 15% sjónvarpsnotenda hafa eignast slík tæki. Húsbúnað- ur verður stöðugt myndarlegri og fullkomin heimilistæki sjálfsagð- ur þáttur i búnaði heimila. Við höfum því aldrei fyrr í sögu okkar haft það jafn gott og nú og engin ástæða til óánægju og ólundar. Hún grípur hins vegar gjarnan um sig, þegar fólk fer að bera lífskjör sin saman við lifs- kjör nágrannans og telur, að hann hafi það betra. En velsældin er orðin svo mikil og almenn hér, að ekki dugar lengur að líta til nágrannans í næsta húsi til þess að verða sér úti um tilefni til óánægju með eigin kjör. Þess vegna hefur það tíðkazt í vaxandi mæli hin síðari ár að horfa til nágrannalanda og telja, að frænd- ur okkar og nágrannar í öðrum löndum hafi það betra en við. í fyrra var það t.d. mjög í tizku að bera saman lífskjör hér og í Dan- mörku eða Svíþjóð til þess að sanna hvað afkoma okkar væri léleg. Sjálfsagt eru þeir ekki margir, sem vilja halda þeim samanburði áfram öllu lengur. I Danmörku ríkir mikið atvinnuleysi og svo er einnig i Finnlandi. Vilja menn skipta á því og nægri atvinnu hér? í Svíþjóð er nú við mikla efnahagsörðugleika að glíma. Sví- ar hafa í raun falið atvinnuleysi þar í landi. Fyrir þremur árum fór að draga úr sölu á sænskum framleiðsluvörum á heimsmörk- uðum vegna þess samdráttar, sem þá varð í efnahagsmálum flestra auðugustu ríkja heims og vegna þess að Svíar höfðu skammtað sjálfum sér svo góð kjör, að færri og færri höfðu efni á að kaupa framleiðsluvörur þeirra á því verði, sem þeir þurftu að fá fyrir þær til þess að halda þessum kjör- um. 1 von um, að þetta yrði stund- arfyrirbrigði ákváðu sænsk stjórnvöld að halda uppi fullri framleiðslu með alls kyns styrkj- um frá sænska ríkinu. Þess vegna hafa Svíar framleitt á „lager“ hin seinni ár og nú er svo komið, að allar vöruskemmur þar í landi eru fullar af óseldum vörum. Hin efnahagslega uppsveifla, sem sænskir sérfræðingar töldu að mundi koma varð ekki næg'ilega sterk til þess að hreinsa út vöru- birgðir Svía. Þess vegna standa þeir nú frammi fyrir miklum vanda í efnahagsmálum og vinnu- veitendur þar í landi og verka- lýðssamtök deila um þaó, hvort kaupið skuli ekkert hækka á þessu ári eða hvort það skuli hækka um 2% eins og krafa verkalýðssamtakanna hljóðar upp á! Viljum við skipta við Svía? Samanburður við Norðmenn er augljóslega ósanngjarn af þeirri einföldu ástæðu, að þeir eru að byrja að njóta góðs af olíuauðnum í Norðursjó og það skapar þeim sérstöðu, sem ekkert grannríki getur keppt við. En Norðmenn hafa einnig ,kynnzt vandamálum af ýmsu tagi. Þeir eiga mikinn flota kaupskipa og olíuflutninga- skipa. Heimsmarkaðurinn fyrir skipaflutninga hefur verið mjög erfiður hin seinni ár og fjölmörg stærstu útgerðarfyrirtæki Norð- manna hafa rambað á barmi gjaldþrots og raunar einungis verið bjargað með íhlutun opin- berra aðila. Eigum við að bera okkur saman við Breta? Fjölmarg- ir Islendingar koma til Bret- lands á ári hverju, sumir oft á ári til þess að verzla eins og greini- lega kom fram í útvarpsþætti frá London fyrir nokkrum vikum, þar sem flutt voru viðtöl við Is- lendinga sem voru á ferð í London og höfðu heldur viljað gera jólainnkaupin þar en hér! Þeir sem koma til Bretlands kynnast því vel, að lífskjör í Bret- landi eru svo langt fyrir neðan þau lffskjör, sem við höfum búið við mörg undanfarin ár, að eng- inn Islendingur mundi í dag láta bjóða sér þau lífskjör, sem Bretar verða að sætta sig við. Bret- land hefur stöðugt verið á niður- leið efnalega frá strfðslokum og það er fyrst nú síðustu mánuði, sem einhver merki sjást um það, að þeir séu komnir í botn og ferð- in upp úr öldudalnum sé hafin, fyrst og fremst vegna olíunnar f Norðursjó. Að auki rikir mikið atvinnuleysi i Bretlandi. Þar eru töluvert á aðra milljóna manna atvinnulausir. Þurfum við að vera óánægðir íslendingar vegna sam- anburðar við lífskjör í Bretlandi? Þá er það Þýzkaland — ríkasta land í Evrópu. Þjóðverjar hafa það gott. Þýzkur gjaldmiðill er sterkur og efnahagur Þjóðverja byggir á traustum grunni. Verð- bólga er þar í algeru lágmarki. Hins vegar er atvinnuleysi mikið. En á það er að iíta, að Þýzkaland er eitt af auðugustu rikjum heims. Við — fámenn eyþjóð norður í Atlantshafi getum tæp- ast búizt við því að geta keppt í lífskjörum við eina af ríkustu þjóðum heims. Samt er það svo, að það er engan veginn vfst, að hinn almenni launþegi í Þýzka- landi hafi það betra en hér. Höf- undur þessa Reykjavíkurbréfs var á ferð í Þýzkalandi sl. haust og lausleg könnun á neyzluvöru- verði og launum benti ekki til þess að lífskjör væru í raun betri þar en hér. Kaupmáttur og atvinna Ef við með þessum hætti lítum til nágrannans og berum saman lífskjör okkar og þeirra verður ljóst, að við þurfum ekki að öf- undast yfir því, að aðrir hafi það betra. Það er einfaldlega ekki svo. Og okkur er þá væntanlega lfka IjóSt, að nágrannaþjóðir okkar sigla ekki hraðbyri til betri lffs- kjara. Þvert á móti eiga þær flest- ar við veruleg vandamál að striða í efnahags- og atvinnumálum og telja sig verða að leysa þau áður en áfram er haldið á leiðinni til bættra lifskjara. Ef við viljum endilega bera okkur saman við aðra ættum við þvf að geta látið okkur nægja um sinn þau lífskjör, sem við nú búum við. Nú er mikið rætt um horfur í efnahagsmálum og að Tíkisstjórn- in hyggist beita sér fyrir einhverj- um aðgerðum á því sviði. I þvi sambandi er nauðsynlegt að hafa f huga, að þar er ekki talað að aðgerðir til að skerða kjör laun- þega. Fyrir tveimur :rum voru aðstæður þær f efnahags- og at- vinnumálum, að óhjákvæmilegt var að þjóðin tæki á sig kjara- skerðingu. Nú er því ekki til að dreifa. Verðlag á afurðum okkar er hátt erlendis. Söluaðstaða er yfirleitt góð, þótt erfiðleikar hafi komið fram á sölu skreiðar til Nlgeriu og vissar blikur séu á lofti í sambandi við saltfisksölur til Portúgal. Þess vegna er engin þörf á kjaraskerðingu nú eins og stundum áður, þegar rætt hefur verið um aðgerðir í efnahagsmál- um. Það er höfuðnauðsyn, að al- menningur átti sig áþessum eðlis- mun þeirra aðgerða í efnahags-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.