Morgunblaðið - 29.01.1978, Síða 23

Morgunblaðið - 29.01.1978, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1978 27 Háðfuglínn Ustinov Leiklistarklúbburinn Aristofanes: BETUR MÁ EF DUGA SKAL eftir Peter Ustinov. Þýðandi: ÆvarR. Kvaran. Leikstjóri: Sigurður Lyngdal. Leiklistarklúbburinn Aristofanes er til húsa í Fjöl- braulaskólanum í Breiðholti, en sýningar klúbbsins á Bet- ur má ef duga skal eftir Peter Ustinov eru í Breiðholtsskóla. Betur má ef duga skal er góðkunningi, leikritið sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum að höfundinum við- stöddum Leikhúsgestir fengu þá að njóta andríkis hans og ýmislegt hafði hann að segja um leiklist, bók- menntir og gagnrýni eins og Morgunblaðið frá þessum tíma vitnar um. Þótt leikrit Ustinovs sé ekki gamalt er það að mörgu leyti barn sins tima, háð þeirri stundu sem það var samið á Víetnamstríðið var i algleym- ingi og uppreisn æskunnar í brennidepli: stúdentamót- mæli, hippar. Það hefur að sjálfsögðu enn gildi þótt timanleg verk fyrnist ein- kennilega snemma eins og kunnugt er. Peter Ustinov er rithöfund- ur af þeim skóla sem við þekkjum varla hérlendis. Hann er fyrst og fremst full- trúi breskra gáfumanna og háðfugla í betri stétt og milli- stétt, þótt hann sé af rússneskum uppruna. Háð hans er beitt, kímnin leiftr- andi: Hann hefur næmt auga fyrir ýmsu grátbroslegu í fari manna og vill afhjúpa það sem hégómlegt er, falskt I Betur má ef duga skal kom- ast fáir undan beittum brandi Ustinovs, en verst leikur hann þá sem telja sig heið- virða fulltrúa ríkjandi sam- félags. Svo stutt er siðan skrifað var um Betur má ef duga skal hér í blaðinu að óþarft er að rekja efni þess. En þeir sem einhverra hluta vegna misstu af sýningu Þjóðleik- hússins ættu að bregða sér i Breiðholtsskóla á sýningu Aristofanesar. Þess er ekki að vænta að mikið sé um leikræn tilþrif í skólasýningu eins og þessari. Ég tel þó að leikstjóaranum, Pétur Eggerz Pétursson sem leikur Sir Mallalieu hershöfðingja. Sigurði Lyngdal, hafi tekist furðuvel að fá nemendur til að sýna hvað í þeim býr af leikrænni gleði Verkið er að vísu langt og það lýsir tölu- verðum metnaði að skólanemendur skuli ekki hika við þá erfiðu glímu sem túlkun slíks verks er. Heppi- legra hefði verið að velja auð- veldara verk til flutnings. En sumt tókst vel, annað miðuL í þessari sýningu. Þegar á heildina er litið var árangur- inn ekki sem verstur. Ég nefni leik Péturs Eggerz Péturssonar, en honum óx Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON ásmegin við túlkun Sir Mallalieu hershöfðingja, túlk- aði hann betur eftir umskipt- in. Karítas Skarphéðinsdóttir Neff lék Lafði Fitzbuttress af hógværð og þó nokkru ör- yggi. Sólrún Pálsdóttir var hressileg í hlutverki Helgu og féll vel inn í það. Robert Inga Þórs Hermannssonar var rétt lýsing á þessum uppreinar- unglingi sem i raun er ósköp borgaralegur. Grétar Rúnar Skúlason lék Lesley og Sóknarprestinn og var túlkun hans á prestinum með því athyglisverðasta í sýning- unni, markviss og fyndin. Edda Guðmundsdóttir var falleg og elskuleg Judy með hinn sígilda draum um frelsi i ástum. Túlkun Baldurs Ragnarssonar á Tiny Gilliant- Brown og Basil Utterwood Óskars Baldvins Haukssonar voru dæmi um skólaleik af betra taginu. Þeim tókst báð- um vel að ná til áhorfenda og miðla því skopi og þeirri meinfýsi sem i þessum hlut- verkum felst. Að öllum að- finnslum slepptum og með það i huga að um skólaleik er að ræða er hér að ferðinni sýning sem ég vil ráðleggja fólki að sjá. Karítas Skarphéðinsdóttir Neff og Edda Guðmundsdóttir í hlutverkum sinum í Betur má ef duga skal. málum, sem búast má við að ríkis- stjórnin beiti sér fyrir. Það er ekki talað um aðgerðir til kjaraskerðingar. Þvert á móti er talað um aðgerðir til þess að tryggja þann kaupmátt launa, sem við nú búum við. Við getum hins vegar ekki búizt við því, að kaupmáttur launa aukist að nokkru marki á þessu ári. Til þess eru heldur engin rök. Við höfum ekki orðið aðnjótandi nokkurs bú- hnykks, sem gerir okkur kleyft að bæta kjör okkar enn á þessu ári. Verðlag á afurðum okkar erlendis hefur ekki hækkað stórkostlega og við höfum orðið að takmarka þorskveiðar okkar verulega. Þess vegna verðum við að gera okkur ánægð með óbreytt lífskjör á þessu ári, að viö getum notið þeirra lífskjara í ár, sem við nú búum við. Er það til of mikils mælzt, að þjóðin láti sér nægja þau lífskjör út þetta ár með sama hætti og nágrannaþjóðir okkar búa að langmestu leyti við óbreytt lifskjör? Ekki verður því trúað, að nokkur telji það sér eða öðrum til byrði að njóta óbreyttra lffs- kjara næstu 12 mánuði. Þær aðgerðir í efnahagsmálum, sem nauðsynlegt er, að ríkis- stjórnin beiti sér fyrir miða því ekki að kjaraskerðingu heldur að þvi að tryggja þann kaupmátt, sem við nú búum við. En til við- bótar hljóta þær einnig að stefna að því að tryggja næga atvinnu í landinu á þessu ári. Kannski finnst einhverjum það vera að mála skrattann á vegginn að tala um hættu á atvinnuleysi. En við verðum að horfast í augu við þá staðreynd, að svo mikil verðbólga og hér hefur ríkt árum saman, leiðir að lokum til atvinnuleysis. Og nú má sjá ýmis merki þess, að atvinnuleysi gæti verið í nánd. Fiskvinnslan var yfirleitt rekin með tapi á siðasta ári og sú fisk- verðshækkun, sem samþykkt var á dögunum eykur enn á þann hallarekstur. Þetta þýðir, að þau fiskvinnslufyrirtæki, sem verst eru sett munu stöðvast á næstu mánuðum, ef ekkert verður að gert. Þetta dregur úr þeirri spennu, sem verið hefur á vinnu- markaðnum. Kannski getur hann enn um sinn staðið undir tölu- verðum samdrætti i vinnu án þess, að atvinnuleysi skapist. Engu að síður mundi slík stöðvun fiskvinnslufyrirtækja leiða til staðbundins atvinnuleysis á ein- staka stöðum. En til viðbótar er það nú almennt mat manna, að samdráttur sé að verða í bygging- ariðnaðinum. Hann segir mjög fljótt til sin og hefur keðjuverk- andi áhrif í ýmsum þjónustu- greinum byggingariðnaðarins. Þegar þessi viðhorf eru höfð i huga verður væntanlega ljóst hversu mikilvægt það er, að ríkis- stjórnin stefni ekki einungis að því að tryggja þau lífskjör, sem við nú búum við heldur einnig að sjá til þess, að næg atvinna verði I landinu á þessu ári. Að þessum tveimur höfuðmarkmiðum þarf að vinna á næstu vikum. Eru efnahagsað- gerðir áfall fyrir ríkisstjórnina? Einhverjum kann að þykja, sem nauðsyn efnahagsaðgerða nú sé umtalsvert áfall fyrir núverandi ríkisstjórn, að i þvi felist þungur áfellisdómur yfir stefnu hennar í efnahagsmálum á þessu kjörtima- bili, sem hafi ekki verið markviss- ari en svo, að nú nokkrum mánuð- um fyrir kosningar sé nauðsyn- legt að grípa enn til „ráðstafana“. Við skulum huga að þessu sjónar- miði. Rikisstjórnin hefur náð veru- legum árangri í efnahagsmálum. Þegar hún tók við völdum haustið 1974 var gjaldeyrisstaðan komin langt niður fyrir núll. Á síðustu 12 mánuðum batnaði gjaldeyris- staðan um rúmlega 6000 milljónir króna. Það er árangur. Þegar ríkisstjórnin tók við völdum nam viðskiptahallinn út á við um 11—12% af þjóðarframleiðslu. Hann er nú kominn niður í rúm- lega 2%. Þetta er árangur. Þegar ríkisstjórnin tók við var stórfelld- ur hallarekstur á ríkissjóði. Hann er nú nálægt jöfnuði. Þetta er árangur. Þegar ríkisstjórnin tók við völdum var verðbólgan um 54%. Hún var á miðju síðasta ári komin niður í 26%. Það er árang- ur. Þannig mætti lengi halda áfram að rekja tölur sem sýna, að sú efnahagslega endurreisn, sem núverandi ríkisstjórn hét þjóð- inni, hefur tekizt. Hvers vegna er þá þörf að- gerða? Vegna þess að þær ákvarð- anir sem teknar voru i launamál- um á síðasta ári allt frá samning- um vinnuveitenda og ASÍ til samninga ríkisstjórnar og BSRB og ríkisbanka og bankastarfs- manna og til ákvöröunar þing- manna um eigin kjör voru rangar. Þær ákvarðanir þýða, að hin efna- hagslega endurreisn, sem tekizt hefur á þessu kjörtímabili getur farið út um þúfur ef ekki verða þegar í stað gerðar ráðstafanir til þess að koma framvindu efna- hags- og atvinnumála í réttan far- veg á ný. Ekkert. efnahagskerfi stenzt 60—80% kauphækkun á 12 mánuðum. Það vita allir. Það er óþarfi að hefja deilur um það, hver eigi sökina á þessari óhagstæðu þróun launamála. All- ir eiga þá sök saman. Vinnuveit- endur skrifuðu undir þessa samn- inga, ASÍ krafðist þeirra, opin- berir starfsmenn heimtuðu enn meira, ríkisstjórnin skrifaði sjálf undir slika samninga og þing- menn skömmtuðu sjálfum sér jafn mikið og þeir höfðu fengið, sem lengst komust í kröfugerð. Þegar þessar aðstæður eru hafðar í huga verður ljóst, að nauðsyn efnahagsaðgerða nú er ekki áfall fyrir ríkisstjórnina. Þvert á móti sýnir staðföst ákvörðun hennar að beita sér fyrir Ieiðréttingu á þeim röngu ákvörðunum, sem bæði hún og aðrir tóku á síðasta ári, að enn er mikill kraftur og þróttur i þvi samstarfi um landsstjórnina, sem tókst fyrir tæpum fjórum árum milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Með samstarfi sín á milli hafa þessir tveir flokkar náð mjög góðum árangri í efnahagsmálum en verð- bólgan er enn mikil og mun fara vaxandi, ef ekkert verður að gert. Ríkisstjórnin er bersýnilega stað- ráðin í að koma í veg fyrir það. Nauðsyn efnahagsaðgerða nú er því ekki áfellisdómur yfir stefnu stjórnarinnar í efnahags- málum heldur visbending um, að hún sé staðráðin í að halda áfram því verkefni að endurreisa ís- lenzkt efnahags- og atvinnulif úr rústum vinstri stjórnar samstarfs. Hins vegar er nauðsyn aðgerða auðvitað áfellisdómur yfir þeim ákvörðunum, sem teknar voru í launamálum á siðasta ári. Við höf- um ekki lengur nokkra afsökun fyrir þvi að taka slíkar ákvarðan- ir, þegar allar upplýsingar liggja fyrir frá sérfræðingum, sem báðir samningsaðilar hafa á sinum snærum og auðvelt er að segja fyrir um, hver áhrif hverrar ákvörðuhar verða langt fram í timann. Þegar ástæðurnar fyrir þeim aðgerðum, sem ríkisstjórnin mun væntanlega beita sér fyrir eru hafðar i huga er þess að sjálf- sögðu að vænta, að bæði verka- lýðssamtökin og vinnuveitendur muni ljá stjórnvöldum liðsinni sitt vegna þess, að hér er ekki um annað að ræða en að tryggja þann kaupmátt, sem við nú búum við og næga atvinnu i landinu og væntanlega eru það markmið, sem báðir þessir aðilar vilja stuðla að.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.