Morgunblaðið - 29.01.1978, Síða 24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANUAR 1978
23
Slysalanst ár væri
bezta afmælisgjöfin
- sagði Hannes Þ. Hafstein, framkvæmcSastjóri SVFÍ
— Það er vissulega margs að..
mínnast frá þeim árum sem ég hef
starfað hjá Slysavarnarfélagi ís-
lands, sagði Hannes Þ. Hafstein
skrifstofustjóri SVFÍ i viðtali við
Morgunblaðið. Upp í hugann koma
minningar bæði um sorglega at-
burði og eins gleðilega. Ef til vill
kynnist maður hvergi betur en í
þessu starfi að „andstæðurnar lífið
skapi".
Hannes Þ Hafstein er einn þeirra manna
sem segja má að hafi alist upp með slysavarn-
arhugsjóninni Faðir hans. Júlíus sýslumaður
Havsteen á Húsavik. var á sínum tíma kunnur
baráttumaður slysavarna og átti lengi sæti i
stjórn Slysavarnafélagsins sem fulltrúi Norð-
lendinga Hannes kom til starfa hjá félaginu
um mánaðamót október — nóvember 1964,
er hann axlaði pokann smn og fór i land eftir
fimmtán ára störf sem 1 stýrimaður og afleys-
ingaskipstjóri hjá Eimskipafélagi íslands h.f
Fyrst í stað var Hannes fulltrúi og erindreki
félagsins í slysavörnum á landi, en á haustnótt-
um árið 1 965 tók hann við málefnum sjóslysa-
v/arna, sá um þjálfun björgunarsveita og fl Þvi
starfi gegndi Hannes til ársins 1973 að hann
var ráðinn framkvæmdastjóri félagsins Á hon-
um mæðir þvi mest hinn daglegi rekstur
félagsins og vafalaust er sú reynsla og þekking
sem Hannes aflaði sér sem erindreki félagsins
honum dýrmætt veganesti í þessu starfi
Spjallað var við Hannes um ýmsa þætti i
starfi félagsins og bar þá skipbrotsmannaskýlin
fyrst á góma, en eitt af hlutverkum Hannesar
er hann var erindreki félagsins var umsjón með
þeim
Mikilvægur hlekkur
í keðjunni
— Skipbrotsmannaskýlin og heiðaskýlin
eru mikilvægir hlekkir í slysavarnakeðjunni,
sagði Hannes. — Upphaf þessa merka þáttar
má rekja til hörmulegs slyss er varð við Kálfa-
fellsmela í janúar 1903 er þýzki togarinn
Friedrich Albert strandaði þar 12 manna
áhöfn skipsins komst heilu og höldnu i land,
en miklar raunir biðu mannanna á eyðimörk
sandanna, þar sem 1 1 sólarhringir liðu frá því
að þeir komust i land unz þeir fyrstu komust til
byggða 3 mannanna urðu úti, og allir hlutu
meiri eða minni örkulma vegna hrakninganna
Þessi atburður varð til þess að D. Thomsen
kaupmaður og þýzkur konsúll í Reykjavík lét
résa á eigin kostnað skýli á Kálfafellsmelum og
bjó það vistum, skjólfatnaði og tjörukyndlum
til þess að skipbrotsmenn gætu gert vart við
sig Þetta skýli átti eftir að bjarga 1 2 mönnum
frá þeim hörmungum sem skipbrotsmennirnir
á Friedrich Albert lentu i. þar sem 1 2 menn af
þýzka togaranum Wúrtenberg sem strandaði á
svipuðum slóðum árið 1906 komust í skýlið
og gátu gert þar vart við sig. Næsti þáttur
sögunnar er svo sá, að útgerðarmenn í Hull og
Grimsby gáfu efni og útbúnað í skýli sem reist
var í Mávabót í V-Skaftafellssýslu árið 1911
og um 1920 var svo reist skýli í Ingólfshöfða
og var það Thomsen kaupmaður sem það
gerði Þrjú skipbrotsmannaskýli voru þvi fyrir
hendi er SFVI var stofnað, en félagið hóf strax
ráðagerðir um að bæta um betur og sérstak-
lega eftir að kvennadeildir voru stofnaðar, en
þær hafa frá upphafi lagt máli þessu gifurlega
mikið lið
Með Jón Bergsveinsson i fararbroddi var
siðan réist eitt skýli af öðru á söndunum, enda
fór svp að Jjón var oft kallaðu.c ..Gestgjafinn á
söndunum . og allt siðan hefur þarna verið um
mikinn þátt i starfi félagsins að ræða Nú
starfrækir SVFÍ 44 skipbrotsmannaskýli á
óbyggðum stöðum og emnig hafa verið reist
björgunarskýli á fjallvegum og fjölförnum en
erfiðum leiðum víða um land Ég tel, að
stórstigasta framfarasporið sem stigið hefur
verið i þessum málum að undanförnu sé er
stjórn félagsins hratt þvi i framkvæmd að búa
skýlin fjarskiptabúnaði, neyðp ialstöðvum eða
sima Þessi tæki eru eingönti'. ætluð til að nota
i neyðartilvikum og hafa mar^sannað gildi sitt
Vrði of langt mál að telja upp j\í þau atvik,
Svæðaskiptingin
eykur samvinr una
Hannes Þ Hafstein hefur innig haft mikil
Hannes Þ. Hafstein,
framkvæmdastjóri SVFÍ.
islenzk skip höfðu komið fram löngu áður en
veruleg hreyfing komst á málið til fram-
kvæmda, sagði Hannes. — Það var einn
atburður öðrum fremur sem beinlinis hvatti til
ákvarðana
í júlimánuði 1967 fórst sildveiðiskipið Stig-
andi frá Ólafsfirði á miðunum við Jan Mayen
Áhöfn skipsins. 12 menn, komust i tvo
gúmmibjörgunarbáta og höfðu verið á hrakn-
ingum i fjóra sólarhringi og 1 7 tima áður en
Snæfell frá Reyðarfirði fann bátana — að
kvöldi sama dags og leit hófst. Það voru
sannkölluð gleðitiðindi þegar sú tilkynning
barst um Raufarhafnarradió að bátarnir væru
fundnir og mennirnir heilir á húfi Strax eftir
þennan atburð tóku skipstjórar sildveiðiflotans
á þessum slóðum upp tilkynningaskyldu sin á
milli og þá um haustið unnu fulltrúar ýmissa
stofnana og félagasamtaka að lausn þessa
máls Fulltrúar SVFÍ i því starfi voru forseti
félagsins'. Gunnar Friðriksson og Ingólfur
Þórðarson, kennari við Stýrimannaskólann
Þetta mál fékk farsælan endi, á þann veg, að
Tilkynningaskylda íslenzkra skipa var stofnuð
með reglugerð er gefin var út i mai 1 968 og
var SVFÍ falin skipulagning hennar og fram-
kvæmd
Samæfingar bjorgunarsveitanna er nú orðinn fastur þáttur i starfi SVFÍ. Mynd þessi var
tekin er slik æfing var að hefjast i Öræfum og er það Gunnar Friðriksson, forseti SVFÍ, sem
er að ávarpa björgunarsveitamenn.
afskipti af þeirri nýbreytni sem tekin hefur
verið upp hjá SVFÍ, að skipta landinu í björg-
unarsvæði Um þetta sagði hann m a
— Á landsþingi SVFÍ árið 19 76 var sam-
þykkt að hrinda í framkvæmd umdæmaskipt-
ingu fyrir björgunarsveitir Slysavarnafélagsins,
en þær eru nú 87 talsins. Þessar sveitir
skiptast í þrjá flokka í fyrsta lagi eru sveitir
sem vinna bæði að sjó- og landbjörgunacmál-
um, í öðru lagi þær sem vinna eingöngu að
sjóbjörgun og í þriðja lagi þær sem vinna
eingöngu að landbjörgun. Með umdæmaskipt-
ingunni gafst tækifæri til þess að koma við
nánari samstarfi og tengslum milli björgunar-
sveitanna í hverju og einu umdæmi. en öllum
er Ijóst mikilvægi slíks samstarfs. t d ef fleiri
en ein björgunarsveit er kölluð út i einu í
hverju umdæmi er kjörin ákveðinn umdæmis-
stjóri og er hann samnefnari þeirra björgunar-
sveita er starfa i umdæmi hans og tengiliður
við aðalstöðvar SVFÍ Samæfingar Björgunar-
sveitanna hafa einnig átt mikinn þátt j,i. að efla
störf þeirra og auka kynningu meðal björgun-
arsveitarmanna. Fyrsta samæfingin $f þessu
tagi fór fram í ágúst 19.66 við Seyðisárrétt á
Kili og siðan hafa slikar samæfingar verið
árviss viðburður i starfinu, en aldrei hafa þær
verið jafnmargar né fjölmennari en á s I ári Er
í þvi samband
Landinu er skipt í alls 10 umdæmi og réðu
heimamenn sjálfir skiptingunni. enda eðlileg-
ast að slikt sé i höndum þeirra sem gleggst
þekkja til að hverjum **tað
Tilkynningaskyldan
mikilvæg
Hannes hefur einnig frá upphafi unnið mikið
við Tilkynningaskyldu islenzkra skipa og var
hann fenginn til þess að segja frá þeim hætti
slysavarnastarfsins.
— Hugmyndir um tilkynningarskyldu fyrir
— Vissulega hefur mikið breytzt og mótast
á þeim árum sem siðan eru liðin, sagði Hann-
es. — Þar má til nefna að sólarhringsvarð-
stöðu var komið á veturinn 1973 og er hún
viðhöfð nú i sjö mánuði ársins. en hina fimm
mánuðina er 1 6 tima varðstaða
Hannes sagði ennfremur. að hjá Tilkynn-
ingaskyldunni væri stjórnstöð hinna margþátta
verkefna er SVFÍ þyrfti að leysa af hendi í
sambandi við leitir. björgunarstörf, hjálp og
aðstoð. — Af hinum frjálsu félögum er SVFÍ
eina félagið sem starfrækir ákveðna varðstöðu
allan sólarhringinn. sagði Hannes — og hjá
félaginu er ávallt einhver sem gegnir bakvakt,
ef á þarf að halda Það fer ekki á milli mála að
Tilkynningaskyldan er eirin mikilvægasti þátt-
urinn í öryggi sjómanna, jafnframt sem hún er
sjálfsögð upplýsingamiðstöð fyrir aðstandend-
ur sjómanna og útgerðarmanna Að sjálfsögðu
eru ýmis verkefni óleyst enn á þessum vett-
vangi, sérstaklega hvað varðar betri móttöku
tilkynninga skipanna og verður því fylgt fast
eftir ajð úr því verði bætt
Eftirminnilegar
stundir
Hannes Þ Hafstein var beðinn að segja frá
eftirminnilegum stundum í starfi sínu hjá
Slysavarnafélaginu.
— Það er vissulega margs að minnast sagði
hann. — Það má t.d. nefna að frá þeim tíma
sem ég kom til félagsins fram til þessa dags
hafa björgunarmenn félagsins dregið i land
samtals 233 menn af 22 strönduðum skipum
138 íslendinga, 75 Breta. 10 Dani og 9
Norðmenn. Hér með eru þó ekki talin ýmis
önnur skipströnd sem félagið hefur haft af-
skipti af á þessum árum. né heldur sú marg-
þátta aðstoð sem SVFÍ og björgunarsveitir hafa
veitt strandmönnum.
— En hvaða einstakir atburðir eru þér
minnisstæðastir, var Hannes spurður?
— í því sambandi er mér efst i huga er v.b
Gjafar strandaði við Grindavik 22. febrúar
1 973 og björgunarsveitin Þorbjörn i Grindavik
bjargaði 12 manna áhöfn bátsins í land í
björgunarstól Þessi björgun fannst mér kom
sem lýsandi geisli eftir þá erfiðu daga og
nætur er á undan höfðu gengið vegna tveggja
sjóslysa — fyrst er vélbáturinn Maria fórst
með 4 mönnum við Eldeyjarhöfða og siðar, en
þegar áhöfnin af Gjafari bjargaðist hafði leitin
að fólkinu af Sjöstjörnunni staðið i langan tíma
við erfiðari aðstæður en orð fá lýst
— Mér liða sennilega heldur aldrei úr
minni siðustu dagar janúarmánaðar og tvær
fyrstu vikur febrúarmánaðar 1968, sagði
Hannes. — Þessir dagar voru samfelldir sjó-
slysa- og leitardagar Siðdegis 29 janúar barst
SVFÍ orðsending um að gúmmibát hefði rekið
á fjörur við Kópasker og mikil oliubrák væri
þar á sjónum Þessari frétt fylgdi. að engar
merkingar væru á bátnum Þegar um kvöldið
fól Henry Hálfdánarson sem þá var fram-
kvæmdastjóri félagsins mér að kanna þetta
mál, og þegar við höfðum tekið ákvörðun um
að fljúga yfir þetta svæði, þá barst okkur
tilkynning um að brezka togarans Kingston
Peridot frá Hull væri saknað og jafnframt, að
síðast hefði verið haft samband við skipið 26.
janúar Um likt leyti barst svo frétt frá Kópa-
skeri um að merki væru á bátnum sem rekið
hafði i land, og sönnuðu þau að hann var fra
togaranum Þar með hófst viðtæk leit sem ekki
bar annan árangur en þann að merki sáust um
að skipið hefði farist með allri áhöfn, 20
mönnum
Dagsetningin 26 janúar leiðir lika hugann
að öðru atviki, en þá var ég um borð i
varðskipinu Albert, þar sem Helgi vinur minn
Hallvarðsson var skipherra Skipið var á leið
frá Bildudal til Patreksfjarðar þegar við fundum
gúmmibát með fimm manna áhöfn vélbátsins
Vers frá Bildudal sem farist hafði úti af Kópa-
skeri, án^þess að mennirnir gætu sent út
neyðarmerki. Þetta var i vitlausu veðri, 8
vindstig og norð-austan bræla, haugasjór og
stórhrið Höfðu mennirnir verið 5 klukkustund-
ir i björgunarbátunum þegar við fundum þá
— Næst er svo til að taka, sagði Hannes.
— þegar félagi minn, Guðmundur Guðmunds-
son, formaður slysavarnadeildarinnar á ísa-
firði, hringdi til min og tilkynnti um 3 sjóslys
sem orðið höfðu með 10 minútna millibili
skömmu fyrir miðnætti sunnudaginn 4 febr-
úar. en þau voru er vélskipið Heiðrún II frá
Bolungarvik fórst undan Bjarnarnúpi. brezki
togarinn Ross Cleveland frá Hull hvolfdi vegna
yfirisingar á ísafjarðardjúpi og annar brezkur
togari, Notts Country, strandaði við Snæfjalla-
strönd Á þessum skipum voru samtals 44
menn. 25 þeirra fórust en 19 björguðust.
Varla hafði leit verið hætt að týndu skipunum
er tilkynning barst um að danska flutningaskip-
ið Hans Sif hefði strandað við Rifstanga Á þvi
skipi var 1 1 manna áhöfn sem bjargaðist um
borð i varðskip og tveimur dögum eftir þann
atburð var svo enn eitt sjóslysið við Vestfirði er
vélbáturinn Trausti frá Súðavik fórst með 4
mönnum Þetta gerðist allt á svo skömmum
tíma En síðar á þessu sama ári gerðist svo enn
atburður sem mér er minnisstæður — þegar
togarinn Surprise frá Hafnarfirði strandaði við
. Landeyjarsahd, en þá tókst að bjarga allri
áhöfn skipsins, 28 mönnum
Slysalaust
afmælisár
Að lokum sagði Hannes Þ Hafstein
— Ég vil nota þetta tækifæri til þess að
koma á framfæri þökkum til stjórnarfólks i
SVFÍ og allra minna góðu vina i slysavarna-
deildum og björgunarsveitunum Þá má heldur
ekki gleyma þeim fjölmörgu einstaklingum og
félagasamtökum sem ég hef átt samstarf við
gegnum árin Ég vil heita á þetta fólk, svo og
alla landsmenn að sameinast i því :ð gefa
SVFÍ þá kærustu og beztu afmælisgjöf sem
félaginu gæti auðnast Slysalaust afmælisár
Það á að vera kjörorð okkar allra á þessum
merku timamótum i sögu félagsins