Morgunblaðið - 29.01.1978, Side 26

Morgunblaðið - 29.01.1978, Side 26
MORGUNBLAÐIÐ, SÚNNUDAGUR 29. JANUAR 1978 25 Björn Pálsson — hann var brautryðjandi i sjúkraflugi hérlendis og starfaði i fjölmörg ár i samvinnu við SVFÍ stærsta átakið á næstu árum Slys í umferðinni eru orðin óhugnanlega tið hér á landi og krefjast jafnvel eins mikilla fórna, eins og sjórinn gerði á slnum tima. MERKIR ÁFANGAR Gunnar Friðriksson gat siðan um merka áfanga i starfsemi Slysavarnafélagsins og nefndi m.a. að á tiu ára afmæli félagsins hefði komið til landsins björgunarskip sem félagið hafði látið smíða í Danmörku. Var það björgunarskipið Sæbjörg, og á tuttugu ára afmæli félagsins var samið um smiði á öðru björgunarskipi, Mariu Júliu. Þá hefur félagið komið upp fjölmörgum skipbrotsmannaskýlum viða um land, svo og heiðarskýlum. — Þá má nefna sérstaklega sem merkan áfanga i sögu og starfsemi félagsins er það hóf sjúkraflug i samvinnu við Björn Pálsson flug- mann árið 1951, sagði Gunnar Friðriksson. — Björn Pálsson var ótrauður brautryðjandi í þeim þætti flugmála hér á landi og í samvinnu við SVFÍ hélt hann þeirri þjónustu uppi i 22 ár samfleytt eða allt fram til ársins 1973 Á þvi timabili voru fluttir 3 400 sjúklingar milli ýmissa staða á landinu. Á þessu sviði befur SVFÍ einnig haft samvinnu við Landhelgisgæzluna og keypti t.d. þyrluna TF Eir að hálfu á móti henni árið 1965. Árið 1972 eignaðist félagið tvær þyrlur að hálfu á móti Landhelgisgæzlunni. Var Björg- unarskútusjóði Austurlands m.a varið til kaupa á þyrlunni TF G ná Að lokum fjallaði Gunnar Friðriksson um til- kynningaskyldu íslenzkra skipa, þegar spjallað var um merka áfanga í sögu félagsins, en til hennar var stofnað með reglugerð frá sam- göngumálaráðuneytinu árið 1 968, á fjörutíu ára afmæli SVFÍ, og hefur félagið haft umsjón með henni allt frá upphafi. ÖFLUGT FÉLAGSSTARF FRÁ FYRSTU TÍÐ — Félagsstarf Slysavarnafélagsins hefur ver- ið mjög öflugt frá fyrstu tlð, og aldrei hefur orðið nein lægð í starfi þess, en slíkt vill oft henda I starfi flestra félaga, sagði Gunnar Friðriksson — Styrkur félagsins var tvímælalaust sá að þegar í upphafi gekk I félagið mjög áhugasamt fólk sem hafði slysavarnir sem hugsjón. Margt af þessu fólki hafði átt um sárt að binda vegna sjóslysa og þekkti þvi mikilvægi starfsins af eigin raun Slysavarnastarfið breiddist fljótlega út til allra hluta landsins, en til að byrja með fór þó starfið að mestu fram i tengslum við félagið í Reykjavik — deildirnar úti á landi voru meira umboðsaðili félagsins á viðkomándi stað Starf- semi félagsins var þannig skipulögð fram til ársins 1942 að félagið hafði 5 manna stjórn, en fulltrúar frá starfandi deildum komu til aðalfunda þess. Árið 1942 var svo gerð mikilvæg skipu- lagsbreyting hjá félaginu og deildirnar gerðar að sjálfstæðari áðilum innan þess. Jafnframt var stjórnun félagsins þánnig breytt að fjölgað var I aðalstjórninni í 11 manns, og höfð sú skipan á stjórninni voru fulltrúar landsfjórðunganna Þessi skipan hefur gefist það vel, að henni hefur ekki verið breytt síðan. Um aðild deildanna að hinum ýmsu stöðum á landinu að stjórnun SVFÍ sagði Gunnar Friðriks- son: — Landsþing Slysavarnafélagsins sem fer raunverulega með æðsta vald í félaginu var lengi vel haldið annað hvort ár Þvi hefur nú verið breytt þannig að þingið er haldið þriðja hvert ár, en árin milli þinga er haldinn aðalfundur til skiptis í landsfjórðungunum Rétt til setu á. aðalfundi eiga formenn slysavarnadeildanna, auk stjórnar félagsins Á landsþing eru hins vegar kjörnir fulltrúar, mismunandi margir frá félögunum Þannig fær hvert félag einn fulltrúa fyrir hverja 150 félaga Það er landsþingið sem * eitt hefur vald til þess að breyta lögum félagsins, og það kýs einnig stjórnina til þriggja ára I senn. ÞÁTTTAKA I ALÞJÓÐLEGU SAMSTARFI__________ — Slysavarnafélag íslands hefur verið aðili að alþjóðasamtökum slysavarnafélaga frá árinu 1936 sagði Gunnar, þegar hann var að þvi spurður hvaða samvinnu SVFÍ hefði við erlend félög af svipuðu tagi. — Alþjóðaþing eru haldin Guðmundur Björnsson landlæknir — fyrsti formaður SVFÍ. Jón E. Bergsveinsson — hinn ötuli brautryðj- andi. Henry Hálfdánarson — gegndi framkvaemda- stjórastöðu hjá félaginu í langan tima og vann þvi mikið starf. fjórða hvert ár og höfum við jafnan sent fulltrúa til þeirra. Á þingum þessum skiptast menn á skoðunum og reynslu og þar eru kynntar nýj- ungar í björgunarmálum. Þess má geta að það hefur vakið mikla athygli á þingum þessum, að I sland er eina landið sem sent hefur kvenfulltrúa til þeirra. Frú Gróa Pétursdóttir sótti þingið 1 948 og á síðasta þing fór frú Hulda Sigurjóns- dóttir með okkur Hannesi Hafstein á þingið i Helsinki Þetta hefur þótt undirstrika hversu konurnar eru sterkar i islenzkum slysavarnasam- tökum. BYGGT Á GÍFURLEGU SJÁLFBOÐALIÐASTARFI Það gefur auga leið að starfsemi Slysavarnafé- lags íslands kostar mjög mikla fjármuni, bæði rekstur félagsins og allur sá búhaður sem þarf til slysavarnastarfsins. Þvi var Gunnar Friðriksson spurður að þvi hvernig félagið fjármagnaði starf- semi sina — Slysavarnafélag íslands hefur frá fyrstu tið notið opinbers styrks, svaraði Gunnar. — Nefna má sem dæmi að árið 1 928 var félaginu veittar 10 þúsund krónur á fjárlögum, en sama ár var söfnunarfé félagsins svipuð upphæð Árið 1 978 var framlag rikisins til félagsins um 38 milljónir króna, og munu frjáls framlög á þessu ári verða yfir 40 millj Þetta eru að visu allháar fjárupp- hæðir, en hætt er við að félagið væri vanmátt- ugt, jafnvel þótt það hefði yfir þessari fjárupp- hæð að ráða, ef ekki kæmi til geysilega mikið starf sjálfboðaliða. Öll starfsemi félagsins, nema sú er lýtur að rekstri skrifstofu þess i Reykjavik, er ólaunuð og þær milljónir sem lagðar eru fram í vinnu eru ótaldar. Björgunarsveitarmenn innan SVFÍ sem eru nú hálft þriðja þúsund vinna árlega glfurleg störf án þess að fá nokkur laun fyrir og í kvennadeildum félagsins eru nú um 13.000 konur sem leggja fram ótrúlega mikla sjálfboðaliðsvinnu, sérstaklega til fjáröflunar fyr- ir félagið Án þessa starfs myndi félagið ekki vera eins vel búið nú og það raunverulega er Þannig á það t.d 98 hús með ýmsum búnaði úti um allt land og þar af eru 25 hús sem teljast mega félagsheimili viðkomandi deilda og björg- unarsveita — þar sem deildirnar hafa aðstöðu til þess að halda fundi sina og æfingar, auk þess sem búnaður þeirra er geymdur í þeim. Er með ólíkindum sá dugnaður sem margur hefur sýnt við að koma upp þessum húsum og get ég nefnt dæmi, sem er mér ofarlega ! huga, að búið er að koma upp slíku húsi á Höfn i Hornafirði. Öll vinna við byggingu þess var sjálfboðaðsvinna og konurnar i deildinni unnu við að steypa það upp og innrétta það, ásamt mönnum sínum. Flest fólkið sem vann að þessu var ungt fólk — fólk sem var að byggja húsnæði yfir sjálft sig og var önnum kafið við vinnu sína. Eigi að siður gaf það sér tima til þes$ að drifa þetta hús upp. Slikt framtak sem þetta, sem hefur viða verið sýnt, er afskaplega gleðilegt og sýnir að unga fólkið gleymir ekki skyldu sinni og er tilbúið að hefja upp merki þeirra sem teljast verða brautryðjend- ur starfsins AFMÆLIÐ — Hvernig hyggst Slysavarnasélagið minn- ast þessara tímamóta i sögu sinni? — Við höfum ákveðið að efna til hátíðarþings næsta vor, sagði Gunnar. — Til þess þings verður boðið fulltrúum viðs vegar að af landinu, svo og frá einu deildinni sem starfandi er erlendis. Gefion i Kaupmannaöfn, en sú deild heldur upp á 25 ára 7afmæli sitt úm þessar mundír. Þá hefur verið ákveðið að endurprenta allar árbækur félagsins, en margar þeirra eru löngu uppseldar Auk þess er verið að vinna að kvikmynd um starfseml félagsins og á hún að vera tilbúin fyrir hátiðarþingið i vor Gefið verður út frimerki, tileinkað félaginu, og 'platti með mynd úr björgunarsögunrti En umfram allt erum við ákveðnin að minnast afmælis félagsins á þann hátt að stíga á stokk og strengja þess heit að halda eftirleiðis sem hingað til uppi þrótt- miklu starfi i félaginu. FRAMTÍÐARMARKMIÐIN í framhaldi af þessu var Gunnar Friðriksson spurður að þvi hvort starfsemi Slysavarnafélags- ins kæmi ekki til með að breytast i náinni framtíð Þvisvaraði hann: — Slysavarnafélag íslands á nú færar, dug- miklar og þjálfaðar björgunarsveitir víða um land, sem fullfærar eru til þess að gegna hinum erfiðustu verkefnum við björgunarstörf Þarna má auðvitað aldrei bregða vökunni, og ég er þess fullviss að það verður ekki gert. Að þessu leyti verður ekki breyting á starfi félagsins á næstunni En það liggur hins vegar fyrir að nú er nauðsyn að félagið sem og allir aðrir skeri upp herör gegn aðalógnvaldi dagsins i dag — slys- um í umferðinni. Þar er baráttan komin inn á annað svið en var i upphafi Þá var barist við náttúruöflin en baráttan í umferðarslysavörnum beinist að öðru. I þessu tilfelli stafar manninum mest hætta af sjálfum sér, og ef til vill er þetta. enn erfiðara verkefni þess vegna — Eins og ég sagði áðan hóf Slysavarnafé- lagið starf að umferðarslysavörnum þegar árið 1937 og hefur unnið ötullega að þeim síðan. Kjarni málsins er samt sá að viðhorfin eru að breytast — þjóðfélagið er að breytast og menn virðast ekki hafa lengur tima til skynsamlegrar yfirvegunar og mats á öllum aðstæðum Þetta hefur boðið hættunni heim Við gerum okkur Ijóst að átak verður ekki unnið á þessu sviði með boðum og bönnum stjórnvalda, heldur þarf fyrst og fremst að breyta almenningsálitinu og koma þjóðinni allri i skilning um að hér er þörf stórátaka — og það fyrr en siðar Við höfum fyrir okkur dæmi um hvað unnt er að gera. Árið 1968 var umferðinni á Islandi breytt i hægri umferð. Þá störfuðu hér umferðaröryggisnefndir um land allt Þær voru samtals 98 og var þetta veigamikla starf unnið af Slysavarnafélagi ís- lands i umboði framkvæmdanefndar hægri um- ferðar Árangur af starfi nefndanna var sérstak- lega giftudrjúgur og sýndi okkur flestu öðru betur, hve miklu er unnt að áorka með samstilltu átaki, þegar áhugi er fyrir hendi Þetta ár fórust 5 manns i umferðarslysum á íslandi, en á siðasta ári fórust 39 manns af völdum umferðar- innar, auk þess sem tugir annarra hlutu margvis- lega áverka af sömu orsökum og sumir verða örkulma til ævilok,a. Það er bjargföst skoðun mín að á þessum vettvangi verður slysavarnafólk um land allt að hafa forystu i harðri baráttú sem hefja verður ti! úrbóta Félagar innan vébanda SVFÍ eru nú um 30.000 talsins og félagið þvi fjölmennustu félagasamtök á þessu sviði i land- inu, og félagið hefur þegar sýnt að það getur lyft grettistökum. Það hefur gert það á sviði slysa- varnamála á og við sjó og ég er þess fullviss að það getur það einnig á sviði umferðarmála Eins og málin horfa nú er þetta næsta stórverkefni SVFI, sagði G unnar Friðriksson að lokum Það hala margir þurít að bíða 16. desember árið 1924 varð ungum drenghnokka sem átti heima á Látrum I Aðalvtk, einni afskekktustu byggð tslands, ttðlitið út um gluggann. Úti var hið versta veður, f júk og frost og úti á vfkinni svarraði brimið við ströndina. Héla settist innan á rúðurnar f bænum en drengurinn reyndi að þýða hana með tófum sfnum og sjá út. Hendurnar urðu loppnar en hann lét það ekki á sig fá. Dagur leið að kveldi og enn virtist veðrið færast f aukana. Svo kom að háttatfma drengsins, án þess að hann yrði þess var sem hann væri að bfða eftir, — bátsferða á vfkinni. Sjálfsagt hefur honum ekki gengið vel að sofna um kvöldið. 1 marga daga hafði hann hlakkað til þessarar stundar — hlakkað til þess að tveir eldri bræður hans kæmu heim og dveldu heima um jólin. Þeir voru orðnir fulltfða menn, og höfðu, eins og margir aðrir ungir með frá bæjunum f Aðalvfk um þessar mundir, farið til tsafjarðar og fengið þar pláss á „stóru bátunum" sem gerðir voru þar út. I fásinninu var það meira en lftið tilhiökkunarefni fyrir drenginn að fá bræðurna heim — þeir höfðu sjálfsagt frá mörgu að segja. Bátur þeirra hafði farið f róður um morguninn, og ákveðið var að hann kæmi við á Aðalvík þegar hann kæmi úr róðri og skildi bræðurna þar eftir. Ekki kom báturinn heldur daginn eftir og taldi heimilisfólkið á Látrum þá vfst að einhverra hluta vegna hefði þeirri ákvörðun verið breytt að báturinn kæmi með bræðurna til Aðalvfkur. Var það ekki fyrr en nokkrum dögum síðar að frétt barst frá tsafirði að báturinn hefði ekki komið þangað. óttast væri um afdrif hans og leit hafin. Sú leit bar ekki árangur, og það voru þvf dapurleg jól sem fjölskyldan á Látrum átti, eins og margar f jölskyldur vestra, þar sem óveðrið hafði ekki orðið þessum eina báti að grandi, heldur öðrum og nokkru áður hafði farist stór bátur frá lsafirði með 12 manna áhöfn. Drukknuðu af bátum þessum samtals 38 menn, flestir f blóma lífsins, þannig að nærri má geta hversu mikið áfall þetta var, og ekki sfzt byggðinni f Aðalvfk, en þaðan voru 8 menn á bátum þessum. Þegar Slysavarnafélag Islands var stofnað 29. janúar 1928 komst Guðmundur Björnsson landlæknir meðal annars svo að orði, að þegar allir þeir tslendingar sem ættu um sárt að binda vegna sjóslysa væru gengnir í samtökin, þá gætu þau framkvæmd þau vcrkefni, sem til væri ætlast af þeim. Og víst er að drengurinn sem forðum daga þýddi hélaðar rúður á Látrum og svipaðist um eftir bræðrum sfnum, hefur gert sitt til þess að draumsýn Guðmundar Björnssonar rættist, en maður sá er hér um ræðir er Gunnar Friðriksson, núverandi forseti Slysavarnafélags tslands. Gunnar hefur verið f framvarðasveit félagsins allt frá árinu 1956, er hann var kosinn í stjórn þess, og nú sfðustu átján ár, eða frá árinu 1960, hefur hann verið forseti þess. — Þessi bernskuminning mfn grópaðist f huga mér og sú breyting sem varð á högum okkar, eftir að bræður mfnir drukknuðu, sagði Gunnar Friðriksson, er Morgunblaðið fékk hann til viðtals um málefni Slysavarnafélags tslands sem í dag heldur upp á fimmtfu ára afmæli sitt. — Það varð ntér keppikefli að leggja félaginu lið, sagði Gunnar, — og þótt ég hafi á þessum árum fórnað félaginu meginhluta frftfma mfns og jafnvel betur, þá sé ég ekki eftir því. Bæði er að ég hef kynnst stórum hópi af merku ágætisfólki f þessu starfi, og eins er það að mfnu mati gott þegar menn eignast áhugamál sent er til góðs fvrir santfélagið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.