Morgunblaðið - 29.01.1978, Síða 35

Morgunblaðið - 29.01.1978, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANUAR 1978 35 Fjórar sögur frá lesendum blaðsins verða birtar á næstunni á Barna- og fjölskyldusíð- unni. Skrifið stutt — um hvað, sem ykkur dettur í hug: skemmtilegt eða sorglegt, fræðandi eða frá eftirminnilegum at- vikum. Ef ykkur sýnist svo, getið þið sent teikningar með. Mörg ykkar geyma sitt af hverju tagi í poka- horninu. Setjist nú niður litla stund og skrifið sögu, sem sendist: Barna- og fjölskvldusíða Morgunblaðsins, Morgunblaðshúsinu, Aðalstræti, Reykjavík Skrffið Sögur Vagn frá 1770: Nicolaus Cugnols. Gufuvagn frá 1803: Richard Trevithiks. „Strætisvagn“ frá 1828: Gurney. Gufuvagn frá 1675. Smíðaður í Peking: Ferdinand Verbiest. 1895 Vegur og vél húsið og festu við undirvagninn með sterkum ólum, og tóku þær því hörðustu höggin. En sagan um „vagn, sem ekur af sjálfu sér“ og hugmyndin um hann hefur lengi verið til. Og menn vita með nokkurri vissu, að hún var þegar tekin að mót- ast um 100 f. Kr. — og hinn mikli hugs- uður og vísindamað- ur, Leonardo da Vinci, velti þessu vandamáli mikið fyrir sér. Á 17. öldinni setja menn svo fast sæti í vagnana og smíða fyrstu rúðurnar — en það var ekki fyrr en eftir að gufuvélin var smíðuð, að lif fór að færast í tuskurn- ar og verulegar framfarir verða í smíðum þessarra farartækja. Of langt yrði að rekja þessa sögu hér, en viðbirtum hér til gamans fáein- ar myndir með ártöl- um, sem gaman er að velta fyrir sér og virða. 1880 1880 1817 Allt frá því að fyrstu stríðs- og ferðavagnarnir voru smíðaðir, hafa frum- reglur þær, sem gilda í smíði slíkra farartækja ekki breytzt. Menn létu sér nægja hestvagna án fjaðraútbúnaðar allt fram á miðaldir. Og það reyndist einnig svo, að á mörgum stöðum vildu menn heldur ferðast á fráum 1868 hestum, en hossast og hristast í ein- hvers konar vögnum á fjórum hjólum. Saga bifreiðarinn- ar er löng og spenn- andi, og hefur ef til vill byrjað löngu fyrr en menn ætla. Það var loks á 15. öld, sem mönnum tókst að finna ein- hvers konar fjaðra- útbúnað á hestvagn, þar sem þeir hengdu 1868 Uppeldis- og kennslumál Fuglinn á rúðunni Kennarinn kom inn í bekkinn. Hann sagSi öllum að setjast. „Takið upp nátt úruf ræðina," sagði hann. „Flettið upp á blað síðu 27. Takið vel eftir, blaðsíðu 27! Öll samtaka." Flest börnin gerðu eins og kennarinn sagði. „Hvernig er þetta eiginlega?" hugsaði Bjössi þó og gleymdi sér. „Taka upp náttúrufræðina! Var kannski öll náttúrufræðin i töskunni? „Hann teygði höfuðið í áttina að glugg- anum til þess að fylgjast með fuglunum. „Bjössi minn!" kallaði kennar inn. „Fylgstu með. Náttúrufræð- in, blaðsíðu 27, á miðri síðu — um snjótittlingana!" Bjössi tók bókina úr töskunni. „Nú, kannski var náttúrufræðin um fuglana á bls. 27, á miðri síðunni, " hugsaði hann, en teygði sig enn betur til þess að fylgjast með snjótittlingunum, sem settist á gluggakistuna. „Bjössi minn!" andvarpaði kennarinn. „Við megum ekki slóra svona lengi. Við verðum bara að Ijúka þessu í næsta mánuði. Hafa allir fundið bls. 27?". Flestir svöruðu játandi, sumir svöruðu alls ekki. Bjössi fann ekki blaðsíðu 27, hann hafði fundið snjótittling á rúðunni. Hann stóð upp, læddist að rúðunni og gleymdi sér. alveg. Hann heyrði hvorki né sá annað en þennan fallega fugl, sem kominn var í heimsókn. Hann hrökk í kút, þegar kennar- inn kallaði: „Bjössi minn! Hvað er þetta eiginlega með þig, drengur? Látið ekki fuglana trufla ykkur í náminu. Farðu í sætið þitt, vinur minn, og flettu upp á blaðsíðu 27, um snjótittlingana!" Bjössi gekk hægt og rólega í sætið sitt. Hann reyndi að finna svart letrið á hvitum pappírnum á bls. 27, miðri blaðsiðunni. Og hann velti því fyrir sér, hvort snjó- tittlingurinn mundi ekki fljúga frá honum á meðan. Hann rýndi niður á blaðsiðuna, en hugur hans var allur hjá fallega vinalega fugl- inum, sem kom eins og sendur, þegar náttúrufræðitiminn hófst. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.