Morgunblaðið - 29.01.1978, Page 46

Morgunblaðið - 29.01.1978, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANUAR 1978 Líkan Þjóðarbókhlöðunnar skoðað. Næstir líkaninu standa frá vinstri: Guðlaugur Þorvaldsson, háskóla- rcktor, Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, Finnbogi Guðmundsson, landsbókavörður, Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra og Manfreð Vilhjálmsson annar arkitekta hússins. Kúbanskur fangi hitti blaðamenn Monadishu, Sómaiíu 28. jan. Reuter. “Þjóðarbókhlaða Framhald af bls. 48 safni á annað hundrað þúsund bindi. Þegar þessi' tvö söfn flytjast í húsið, verða því á sjötta hundrað þúsund bindi bóka. Finnbogi Guðmundsson kvað því húsið vel við vöxt, enda ekki hægt að tjalda til einnar nætur í slíku verki. Hann gat þess að þegar Landsbókasafnshúsið við Hverfis- götu var reist um aldamótin hefðu menn gert ráð fyrir að þaö nægði því og landsskjalasafni í 50 til 60 ár. Miðað við það átak, sem var að koma því húsi upp sagði Finnbogi að bygging þessa húss ætti ekki að vera mönnum ofviða. Á fjárlögum 1978 er ætlað í framkvæmdir 220 milljónir króna, en eftir stendur af fyrri fjárveitingum 44 milljónir. Sam- tals eru því til fjármunir til ráð- stöfunar að upphæð 264 milljónir króna. Fyrsti áfanginn, sem er girðing lóðar og gröftur, auk lagna að húsinu, hefur verið boð- inn út og sér Völur hf. um verkið. Tilboð Valar nam 24,5 milljónum króna, sem er mjög hagstætt byggingaraðilum, þar sem áætlun hljóðaði upp á um 50 milljónir króna. Frumáætlun gerir ráð fyr- ir því að Þjóðarbókhlaðan full- gerð kosti 2.090 milljónir króna og húsið uppsteypt 350 milljónir. Nánar er skýrt frá Þjóðarbók- hlöðunni á bls. 14 og 15 í Morgun- blaðinu í dag. Leiðrétting MISHERMT var i greinarstúf um leiklistarstarfsemi í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti, að Ieikritið „Á útleið“ eftir Sutton Wayne hefði verið sett á svið í Hóla- brekkuskóla. Ennfremur var sagt, að leikstjóri, „Betur má ef duga skal“ hefði sett leikrit upp á Borgarfirði eystra. Hið rétta er að „Á útleið“ var sett upp á vegum Aristofanesar, leiklistarklúbbs Fjölbrautaskólans, og að leik- stjórinn var einvörðungu leikari í leikritum á Borgarfirði. Leikrit Aristofanesar, sem nú er sett á svið, „Betur má ef duga skal“, verður sýnt í kvöld í næstsíðasta sinn, síðasta sýning Verður á þriðjudagskvöld. KÚBANSKUR hermaður sagður heita Orlando Carlos sem her- sveitir Sómalíu hertóku f Ogaden- eyðimerkurstrfðinu fyrir nokkr- um dögum skýrði erlendum blaðamönnum frá þvf f morgun að hann hefði verið í herdeild sem berðist með Eþíópum í grennd við fjallabæinn Harar sem er hernaðarlega mjög mikil- vægur staður. Hann sagði að sovézkir hermenn berðust einnig með Kúbönum við hlið Eþíópa. Carlos talaði spænsku og var mál hans túlkað er hann ræddi við blaðamenn frá V-Þýzkalandi, Bretlandi, Súdan og Skandinaviu í landamærabænum Wajale. Hann var tekinn til fanga í síð- ustu viku ásamt nokkrum fleiri Kúbumönnum. Sýndi hann blaða- mönnum skrásetningarnúmer sitt í hernum og sagði að hann og aðrir kúbanskir hermenn hefðu — Bátur Framhald af bls. 48 sú merking var enn á kinnungi bátsins. Varðskipsmenn fóru um borð í bátinn og kom þá í ljós að netin voru einnig með röngum merk- ingum, að hluta til merkt KE-3 og einnig GK-104. Að sögn talsmanns Landhelgisgæzlunnar verður við- komandi sýslumannsembætti send skýrsla um þetta mál en rangar merkingar á bátum og skipum og veiðarfærum eru refsi- verðar. — Endurtalning Framhald af bls. 2 „Þegar atkvæðin voru talin, átti hver talningahópur fyrir sig að útbúa fylgiskjöl með atkvæðun- um og síðan átti að stemma þau af, en svo virðist, sem einhver misbrestur hafi orðið á því. Það sem við ætlum að gera núna um helgina er að kanna öll fylgiskjölin og athuga, hvort þau passa við atkvæðaseðlana. Þar sem mistök hafa orðið munum við gera leiðréttingar, þannig að ná- kvæm niðurstaða ætti að liggja fyrir eftir helgina." — Fæðingar Framhald af bls. 48 ar tölur saman í ljósi þessara nýju upplýsinga sem við höfum um fæðingatíðnina á síðasta ári,“ sagði Gunnlaugur enn- fremur. „Hvað dánartöluna snertir þá hefur hún mörg undanfarin ár verið svipuð hér á landi og reyndar annars stað- ar á Norðurlöndum eða 6,8—7,0 dánir miðað við hverja 1000 íbúa á ári og reyndar verður að teljast ólíklegt að unnt verði að ná þeirri tölu neðar. Hvað fæð- ingatöluna snertir, þ.e.a.s. fjöldi lifandi fæddra barna miðað við hverja 1000 íbúa, þá hefur island haft mjög háa fæð- ingatölu mörg undanfarin ár miðað við t.d. nágrannalöndin. Allan áratuginn 1950—60 var t.d. fæðingatalan jafnan í kringum 27 miðað við hverja verið sendir til Eþíópíu að skipan kommúnistaflokks Kúbu en ríkis- stjórn Eþíópíu greiddi þeim laun. Hersveitir Sómaiíu hafa lagt undir sig megnið af Ogadeneyði- mörkinni síðustu sex mánuði. Eþíópar segja að gagnáhlaup af þeirra hálfu sé á næstu grösum. 1000 íbúa, þannig að á þessum árum fjölgaði íbúunum um sem næst 2% á ári.“ Gunnlaugur kvað þessa þró- un hafa haldizt að mestu fram til 1964 en upp úr þvi hafi fæð- ingum farið að fækka, þannig að undanfarinn áratug hafi þjóðinni ekki fjölgað nema um 1.5% á ári. „Ef við síðan lítum á lifandi fædda á sl. ári, drögum frá börn fædd á Keflavíkur- flugvelli, þá kemur í ljós að lifandi fædd börn á árinu 1977 eru um 3917 og ef við síðan berum þá tölu saman við frétt Hagstofunnar í Morgunblaðinu um að íslendingar hafi verið um 222 þúsumd hinn 1. desem- ber sl. þá sýnir það sig að fæð- ingatíðnin er orðin um 17,6 sem samkvæmt framansögðu gefur til kynna að fólksfjölgunin sé komin niður i 1 % á ári og hefur aldrei áður verið svo lítil miðað við þær upplýsingar sem við höfum að minnsta kosti tvær síðustu aldir. Gunnlaugur var að því spurð- ur hvort hann og aðrir sérfræð- ingur og læknar Fæðingar- deildarinnar kynnu nokkrar skýringar á þessari þróun. „Við höfum velt þessu töluvert fyrir okkur undanfarið," svaraði Gunnlaugur, ,,og athygiin beinzt að auknum fóstureyðing- um en bráðabirgðatölur hvað þær snertir benda til að fóstur- eyðingar hér á landi séu um 100 fleiri en áðið þar á undan. Hins vegar held ég að ástæðunnar sé ekki að leita þarna eingöngu heldur sé þetta hluti af þjóðfé- lagsþróuninni — að hér sé að komast á „2ja barna tízka“ ef ég má nefna það svo, þ.e. að hjón eignist ekki nema 2 börn nú i stað þess að þau áttu 3 og jafnvel 4 börn áður. Að ein- hverju leyti er þessi þróun líka velmegunarfyrirbæri og einnig stafar hún vafalaust að hluta af því að ungar konur eru i sí- auknnum mæli farnar að vinna úti. Ef til vill má þannig snúa dæminu öllu við og álykta að þetta sama fyrirbæri sé líka ástæðan fyrir því að fóstureyð- ingum fer fjölgandi.“ Gunnlaugur vakti einnig athygii á því til að sýna þróun- ina, að á árunum í kringum 1920 hafi barneignin verið 5.20 börn miðað við hvert hjóna- band en árið 1976 var samsvar- andi tala orðin 2.3 börn miðað við hvert hjónaband. „Ef við höldum áfram að velta þessum tölum fyrir okkur og gerum ráð fyrir að nú væri sama fæðinga- tíðni og var á áratugnum 1950—60, þá hefðu átt að fæð- ast hér 5.300—5.400 börn á ári en ekki liðlega 3.900 börn eins og raunin varð á,“ sagði Gunn- laugur að Iokum. Bílmotta sem heldur þurru og hreinu Hvernig er það nú hægt? Jú — í vætu og snjó lætur þú hliðina með kantinum snúa upp. Vatnið safnast í botninn á mottunni en skórnir hvíla þurrir á upphleyptu munstr- inu. Hellt úr eftir þörfum. í þurrkatíð lætur þú hina hliðina snúa upp og sandur og aur, sem berst inn í bílinn, safnast í vöfflumunstraðan botn mottunnar. Stærðir: 40 x 51 cm. og 46 x 57 cm. Margir litir. Fástá bensínstöðvum Shell. Olíufélagið Skeljungur hf ii Afmælis- og minningargreinar Að marggefnu tilefni skal athygli vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Sé vitnað til ljóða eða sálma skal höfundar getið. Greinarnar þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.