Morgunblaðið - 29.01.1978, Síða 48

Morgunblaðið - 29.01.1978, Síða 48
nrjfítwMafoifo SUNNUDAGUR 29. JANUAR 1978 Mistök í útgáf u fasteignaseöla — stafa af ónákvæmni í undir- búningi tölvukeyrslu, segir forstödumadur fasteignamatsins „ÞAÐ tná segja að þessi mistök í sambandi við fasteignaseðlana stafi af því, að undirbúningurinn fyrir tölvukeyrsluna hafi ekki verið nógu nákvæmur. Þetta er keyrt á nafnnúmerum og þar má ekki skeika einum tölustaf svo ekki sé komin ný manneskja og varðandi skiptinguna í blokkun- um, þá eru íbúðirnar keyrðar eft- ir ákveðinm töluröð og skeiki ein- um staf þar, þá getur íbúð i kjall- ara lent á efstu hæð. Einnig eru þess dæmi, að mönnum eru ætlað- ar til gjalda fasteignir, sem þeir hreint ekki eiga. Allt eru þetta byrjunarörðugleikar og reyndar eru mistökin ekki fleiri en við áttum von á miðað við að þetta er allt keyrt i nýju kerfi. Við beinum þeim tilmælum til fólks að það skoði fasteignaseðlana sína nákvæmlega og komi til okkar með sínar athugasemdir, því allt eru þetta hlutir sem auðvelt er að leiðrétta, ef menn sýna nokkurt umburðarlyndi," sagði Guttormur Sigurbjörnsson, forstöðumaður Fasteignamats ríkisins, í samtali við Mbl. í gær, en talsverð brögð eru að því, að fólk reki sig á Lyftur fyrir almenning í öllum skíða- löndunum ALLGOTT skíðafæri mun vera víðast í skíðalöndunum í nágrenni höfuðborgarinnar. Auk Bláfjalla- svæðisins eiga skíðaiðkendur kost á skíðabrekkum með lyftum í Hveradölum, sem eru orðnir hluti af skíðasvæði Reykjavikurborgar, en einnig i skíðalöndum einstakra íþrottafélaga þar sem lyftur eru opnar almenningi, eins og t.d. hjá KR-ingum í Skálafelii og hjá ÍR- ingum og Víkingum í Skarðs- mýrarfjalli ofan við Kolviðarhól. ýmsar villur á fasteignagjalds- seðlum, sem þvi hefur borizt. Guttormur sagði að i Reykjavík einni væru nú gefnir út um 50 þúsund seðlar og er byggð upp ný skrá yfir fasteignaeigendur, en nú nær fasteignamatið til dæmis til einstakra íbúða í fjölbylishús- um í stað þess að áður var bara einn seðill gefinn út á hverja húseign. „Það er vitað mál, að ýmis mistök eiga sér stað, þegar farið er yfir svona nýtt kerfi,“ sagði Guttormur, ,,og einnig kemur til, að ýmis gögn, sem til grundvallar eru lögð um eignar- aðild manna, eru ekki nægilega nákvæm, þannig að útkoman verður röng þess vegna." Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra tekur fyrstu skóflustunguna að Þjóðarbókhlöðinni á horni Hringbrautar og Birkimels í gærmorgun. — Ljósm.: RAX. Hálfnað er verk þá hafið er 99 99 — sagði Vilhjálmur er hann tók fyrstu Hjálmarsson menntamálaráðherra, skóflustunguna að Þjóðarbókhlöðu Sjá bls. 14 UK 13. „N(J HEFST bygging Þjóðarbók- hiöðu. Eg bið þvf verki blessunar og óska velfarnaðar öllum þeim, sem hönd munu leggja á verkið. Ég vona að það verði unnið af þeirri forsjá og því kappi, sem forðum varð kveikjan að máls- hættinum: „Hálfnað er verk þá hafið er“.“ Svo mæltist V'ilhjálmi Hjálmarssyni menntamálaráð- herra, er hann hafði tekið f.vrstu skóflustunguna að Þjóðarbók- hlöðunni klukkan rúmlega 10 I gærmorgun. Um leið og mennta- niálaráðherra hafði þetta mælt var vélgrafa ræst, sem hóf að grafa grunn væntanlegrar Þjóðar- bókhlöðu. Viðstaddir þessa stuttu athöfn á lóð Þjóðarbókhlöðunnar, sem fram fór í köldu en fögru veðri, voru Geir Hallgrimsson, forsætis- ráðherra, byggingarnefnd bók- hlöðunnar, Finnbogi Guðmunds- son landsbókabörður, Guðlaugur Þorvaldsson háskólarektor og Garðar Halldórsson arkitekt í for- föllum Harðar Bjarnasonar húsa- meistara ríkisins, arkitektar húss- ins þeir Manfreð Vilhjálmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson og Ein- ar Sigurðson háskólabókavörður, svo að nokkrir séu nefndir. Siðan var boðið til kaffidrykkju að Hót- el Sögu. Á Hótel Sögu flutti Finnbogi Guðmundsson stutt ávarp. Hann þakkaði öllum þeim sem hlut hefðu átt að undirbúningi bygg- ingarframkvæmda og árnaði verktökum allra heilla. Finnbogi sagði að þegar hann hefði rætt um það fyrir nokkru við menntamála- ráðherra, hvort hann hefði liðuga stund laugardaginn 28. janúar til þess að taka fyrstu skóflustungu að Þjóðarbókhlöðu — hefði Vil- hjálmur Hjálmarsson haft á orði, að um merkilegan dag væri að ræða í sínu lífi. Þessi dagur, 28. janúar, væri einmitt dagurinn, sem sólin kæmi fyrst upp fyrir fjallsbrúnina í Mjóafirði og sendi geisla sína að Brekku. Kvað hann ávallt þennan dag, vera drukkið sólarkaffi á Brekku í Mjóafirði. Finnbogi kvaðst vonast til að þetta væri góðs viti. Byggingarnefnd og arkitektar hússins sátu síðan fund með blaðamönnum, er gestir voru farnir. Á blaðamannafundinum kom fram, að gert væri ráð fyrir, að Þjóðarbókhlaðan gæti rúmað 1 milljón binda af bókum, en í dag eru í Landsbókasafni um 340 þúsund bindi og í Háskólabóka- Framhald á bls. 46. íslendmgum fjölgar aðeins um 1% á ári Fæðingum hér á landi fækkaði um liðlega 300 á síðasta ári FÆÐINGUM á íslandi fækkaði um 308 á tslandi á síðasta ári miðað við árið á undan, og hef- ur fa‘ðingum fækkað löluvert meira milli þessara ára en sér- fræðingar áttu von á. að sögn dr. Gunnlaugs Snædals yfir- læknis. Haldi þessi þróun áfram næstu árin má telja fvr- irsjáanlegt að allar spár um íhúafjölda raskist meira eða minna og þar með forsendur ýmissa þeirra áætlana sem nú þegar liggja fyrir. Morgunblaðið sneri sér til Gunnlaugs Snædals í tilefni af frétt frá Hagstofunni um mann- fjöldann 1. desember og spurð- ist fyrir um hvort fyrir lægju tölur um fæðingatíðnina á sl. ári miðað við fæðingatilkynn- ingar sem Fæðingardeild Land- spítalans fær reglulega frá öll- um fæðingarstöðum í landinu og frá ljósmæðrum úr héruð- um. Þar fer síðan fram úr- vinnsla þessara gagna fyrir Heilbrigðisskýrslur landlæknis en notkun þessara fæðingatil- kynninga var jafnframt í upp- hafi þáttur f alþjóðlegri könn- un á vegum Heilbrigðisstofnun- ar Sameinuðu þjóðanna. Gunnlaugur Snædal sagði þegar hann var spurður um þetta atriði að samkvæmt þvf bráðabirgðauppgjöri sem nú lægi fyrir hjá Fæðingardeild- inni, þá hefðu fæðingar á síð- asta ári verið 4036 talsins miðað við 4344 á árinu 1976, þannig að fæðingum fækkaði þarna milli ára um 308. Kvaðst Gunnlaugur ekki geta neitað því að það hefði komið mönnum nokkuð á óvart hversu fækkunin varð þarna mikil á milli ára. Hann kvaðst vilja taka fram til að fyrirbyggja misskilning, að fæðingatölur Fæðingardeildar- innar og tölur Hagstofunnar væru aldrei nákvæmlega hinar sömu, þar sem Hagstofan teldi aðeins fæðingar íslenzkra kvenna en í fæðingatölum Fæð- ingardeildarinnar væri um að ræða allar fæðingar á íslenzkri grundu, þar með talinn Kefla- víkurflugvöllur, þar sem verið hefðu liðlega 100 fæðingar í fyrra. Gunnlaugur kvað einnig athyglisvert, að samkvæmt fæð- ingatilkynningum sl. árs hefði heimafæðingum fækkað tölu- vert og verið aðeins um 40 á móti 56 árið þar á undan, en nokkur árin áður hefðu heima- fæðingar jafnan verið í kring- um 90. „Eins og flestir vita eru fæð- ingatölur og dánartölur í opin- berum skýrslum jafnan miðað- ar við 1000 íbúa, og það er þess vegna forvitnilegt að bera þess- Framhald á bls. 46. Loðnan; 18 skip með 7000 lestir ÁTJÁN skip höfðu tilkynnt loðnu- nefnd um afla á hádegi í gær, samtals rösklega 7000 tonn. Fóru skipin ýmist til Raufarhafnar eða Siglufjarðar, en þróarrými á Raufarhöfn fylltist í gær. Aflann fengu skipin 20—30 milur aust- ur af Kolbeinsey. um 45 milur norður af Rauðanúp. Skipin sem tilkynnt höfðu um afla, voru: Huginn 580 lestir, Óskar Halldórsson, 320, Hrafn Sveinbjarnarson 280, Grindvik- ingur 620, Örn 540, Arney 200, Faxi 240, Gullberg 460, Afbert 440, Þorsteinn 340, Gjafar 170, Stapavik 470, Pétur Jónsson 440, Guðmundur Kristinn 260, Rauðsey 500, Gisli Árni 550, Víkurberg 40 og Kap II 530 lest- Bátur með rangar merkingar LANDIIELGISGÆZLAN þurfti í fyrradag að hafa afskipti af báti út af röngum merkingum bæði á kinnungi bátsins og nctum. Báturinn sem þarna var um að ræða er Eldhamar og skráður GK- 72 en báturinn var keyptur á síð- asta ári og umskráður um áramót- in. Hét hann áður Brynjólfur Sveinsson og þá skráður VE-22 en Framhald á bls. 46.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.