Morgunblaðið - 04.02.1978, Side 5

Morgunblaðið - 04.02.1978, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1978 5 Geta ekki bodid eins hag- stæð fargjöld og Útsýn — segir Ingólfur Guðbrandsson um hópferðir Norræna félagsins Snorri Öm Snorra- son og Södenberg á háskólatónleikum FERÐASKRIFSTOFAN Útsýn hefur mótmælt þvf, að Norræna félagið geti boðið upp á hagstæð- ustu fargjöld til Norðurlanda, en Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Útsýnar, segir að hann hafi feng- ið það staðfest hjá Flugleiðum, að engir sérsamningar hafi verið gerðir við Norræna félagið um fargjöld og það eigi þvf ekki kost á neinum öðrum fargjöldum en þeim, sem standa hvers konar félagasamtökum til boða, sé viss- um skilyrðum fullnægt. Ferðaskrifstofan Útsýn boðaði fréttamenn á sinn fund i gær og sagði I'ngólfur þar, að Norræna félagið gæti ekki boðið eins hag- stæð fargjöld til Norðurlanda og Útsýn. Sagði Ingólfur einnig: „Fréttir af ferðaþjónustu Nor- ræna félagsins I fjölmiðlum að undanförnu eru þess eðiis, að Ferðaskrifstofan Útsýn hlýtur að mótmæla þeim á opinberum vett- vangi. Formaður félagsins, Hjálmar Ölafsson, lætur hafa eftir sér í Þjóðviljanum hinn 29. jan. s.l. að með því að skipta ekki við ferðaskrifstofu hyggist Norræna félagið halda fargjöld- um eins lágum og unnt sé og að ferðir þeirra séu ódýrustu Norðurlandaferðir, sem völ er á. Fargjald það, sem tilgreint er í frétt þessari, er ekki I gildi og er löngu úrelt. Hér er því miðiað villandi upplýsingum, hvort sem um er að kenna fákunnáttu eða vísvitandi blekkingum. Hins vegar eru í gildi svonefnt _Topp- fargjald, sem er lægra en hóp- ferðagjald Norræna félagsins og auk þess hagstætt einstaklings- fargjald, sem gildir í 8—21 dag og er einnig mun lægra, þegar hjón eða fjölskylda ferðast saman. Þannig getur fargjald í vissum tilvikum lækkað um meira en helming frá skráðu fargjaldi, en slík fargjöld hafa ferðaskrifstofur einar rétt á að selja I umboði flugfélaganna". Þá greindi Ingólfur Guóbrands- son frá því, að Ferðaskrifstofan Útsýn hefði sent þeim viðskipta- minnum skrifstofunnar bréf, er ferðazt hafa á afsláttarfargjöld- um í nafni Norræna félagsins, og boðið þar upp á áframhaldandi þjónustu með sama hætti og verið hefur, þó að þátttöku Norræna félagsins sé lokið, en félagið hafði ritað Útsýn bréf og tilkynnt að það ætlaði ekki að notfæra sér þjónustu skrifstofunnar við Norðurlandaferðir í nafni félags- ins. Segir í þvi bréfi m.a., að Út- sýn hafi sjálfstæða deild og sér- hæft starfsfólk til að annast þessa þjónustu og veitir Útsýn hana þessum viðskiptavinum að kostnaðarlausu, þ.e. að ekki er tekið sérstakt afgreiðslugjald fyrir þessa þjónustu. Þá var frá því skýrt á fundinum að samvinna hefði tekizt milli Út- sýnar og Félags fsl. bifreiðaeig- enda um að gefa félagsmönnum F.Í.B. kost á ferðum til Norður- landanna. Verður félagsmönnum gefinn kostur á allmörgum ferð- um til Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs og verða menn að ferðast út í hóp, en geta ráðið heimferðar- degi og dvalið erlendis allt að þrjá mánuði. CAMILLA Söderberg blokk- flautuleikari og Snorri Örn Snorrason gftar- og lútuleikari leika saman á Háskólatónleikum laugardaginn 4. febrúar. A efnisskrá eru renaissance- dansar fyrir blokkflautu og lútu eftir Bossinensis, Jacob van Eyck, Caroso og Dowland, fantasía fyrii*' blokkflautu eftir Telemann og sónata fyrir blokkflautu og gítar eftir sama. Einnig verða flutt verk eftir 20. aldar tónskáld, Nocturnal op. 70 fyrir gitar eftir Benjamin Britten og Musica da Camera eftir Hans Martin Linde, sem er fæddur 1930. Camilla Söderberg og Snorri Örn Snorrason stunda framhalds- nám í Basel. Þau komu fram nokkrum sinnum á tónleikum f Skálholtskirkju í fyrrasumar og vakti leikur þeirra mikla athygli. Tónleikarnir verða haldnir í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut og hefjast þeir kl. 17. Aðgangur er öllum heimill og kostar 600 kr. Píanótónleikar á Akranesi Akranesi, 3. febrúar. PÍANÓHLJÓMLEIKAR verða í sal fjölbrautaskól- ans á Akranesi á þriðjudag- mn. Brezki píanóleikarinn Philip Jenkins leikur verk eftir Mozart, Faure, Alvin, Chopin og Sjymanovsky. Þetta verður f fyrsta skipti, sem Jenkins leikur á Akranesi, en tón- leikarnir hefjast klukkan 20.30. Þetta eru aðrir tónleikar Tónlist- arskólans á þessu starfsári. Júitus. Fyrirlestur í Norræna húsinu KLUKKAN 17 f dag verður fyrir- lestur f Norræna húsinu á vegum Kristilegs stúdentafélags. Flytur sr. Heimir Steinsson rektor Skál- holtsskóla fyrirlestur er hann nefnir Á tæpu vaði og ræðir þar um skólaskipan og menningar- mál. Fyrirlesturinn hefst sem fyrr segir kl. 17 og er öllum opinn. Fyrrverandi borgarlög- maður krefst rannsóknar á meðferð á hirzlum sínum PALL Lfndal, fyrrverandi borgar- lögmaður, hefur farið þess á leit við rannsóknarlögreglustjóra að hann láti rannsaka, hvort Bergur Tómasson borgarendurskoðandi hafi gerzt sekur um refsivert at- ferli „með þvf að brjóta upp læst- ar hrizlur f skrifstofu minni Austurstræti 16, hinn 12. des. s.l., þ.e. á þeim tíma, sem ég gegndi starfi borgarlögmanns". Bréf Páls til rannsóknarlögreglustjóra fer hér á eftir: Til rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Hér með fer ég þess á leit við yður, herra rannsóknarlögreglu- stjóri, að þér látið rannsaka, hvort Bergur Tómasson borgarendur- skoðandi hafi gerzt sekur um refsivert atferli með þvf að brjóta upp læstar hirzlur í skrifstofu minni Austurstræti 16, hinn 12. des. s.l., þ.e. á þeim tíma, sem ég. gegndi starfi borgarlögmanns. Virðist mér, að atferli Bergs brjóti í bága við 228. gr. 1. mgr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 66. gr. stjórnarskrár- innar nr. 33/1944. Enginn dóms- úrskurður, skv. 48. sbr. 51. gr. laga um meðferð opinberra mála hefur verið kveðinn upp, svo að mér sé kunnugt, þannig að veitt geti honum eða öðrum heimild til að leita í hirzlum mínum, hvað þá að brjóta þær upp. Eins og fram kemur í hjálagðri greinargerð var ekki einu sinni farið fram á það við mig af borg- arendurskoðanda, að ég afhenti lykla að skrifborðinu, sem brotið var upp. Fæ ég því ekki séð, á hvaða heimild umrætt atferli hef- ur byggzt. Ég álft, að svonefnd „stjórn endurskoðunardeildar", sem ég tel, að varla sé til að lögum, sbr. lög nr. 58/1961 og samþykkt um stjórn borgarmálefna Reykjavík- ur 10. ág./1964 gr. 35, beri ábyrgð á þessu, þar sem hún hefur látið þetta óátalið svo og borgarstjór-. inn f Reykjavík svo og aðrir við- staddir borgarfulltrúar, er sam- þykktu þetta háttalag með þögn sinni á borgarstjórnarfundi 2. febrúar s.l. Ljósrit af greinargerð minni til borgarráðs frá 31. janúar 1978 fylgir hér með. Virðingarfyllst, Páll Lfndal. Bíllinn ffyrir islcmd Peugeot hefur oröiö sigurvegari í erfiöustu þolaksturskeppnum veraldar oftar en nokkur önnur gerö bíla. Þetta sýnir betur en nokkuð annað, að Peugeot er bíllinn fyrir íslenzka staðhætti. HAFRAFELL HF. VAGNHÖFÐA7 SÍMI: 85211 UMBOÐIÐ Á AKUREYRI VÍKINGUR SF. FURUVÖLLUM Í1 SÍMI: 21670

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.