Morgunblaðið - 04.02.1978, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR 1978
11
Dr. Magni Guðmundsson:
F1 j ótandi
gengi
Ýmsar hliðar peningamála
hafa verið ræddar í greina-
flokki mínum hér í Morgun-
blaðinu. Vil ég ógjarnan vikja
frá því efni án þess að fara
nokkrum orðum um fljótandi
gengi.
Fljótandí gengi er aðferð til
að fást við vanda alþjóðlegrar
verðbólgu. Hugsum okkur
ríkisstjórn, sem náð hefir tök-
um á verðlagsþróuninni heima
fyrir. Með samræmdri stefnu
miðbanka og fjárlaga — og
e.t.v. að viðbættri tekjustefnu
— hefir henni lánazt að koma
almennu verðlagi niður fyrir
það, sem tíðkast í grannríkjun-
um. Hvernig getur slík ríkis-
stjórn varið land sitt gegn verð-
hækkunum í öðrum heimshlut-
um? Svarið er: Hún getur látið
gengi gjaldmiðilsins fljóta —
og þar með einangrað hagkerf-
ið frá verðþenslu að utan. Eftir
því sem verðlag ytra stígur í
samanburði við verðlag innan-
lands, mun gengið þá þokast
upp og þurrka út áhrif erlendu
vöruverðshækkananna.
Málið horfir að sjálfsögðu
öðruvísi við, ef verðlagsþróun-
inni er öfugt farið, eins og hjá
okkur. Verðbólga á Islandi er
mun meiri en í viðskiptalönd-
um okkar, og afleiðingin er
gengissig. Það leiðir til hækk-
unar á verði innfluttra vara og
á þátt í að magna verðbólguna
hér heima. Því má til sanns
vegar færa, að ekki hafi verið
timabært fyrir okkur að taka
upp fljótandi gengi svo
snemma. Bíða hefði mátt, unz
verðlag yrði stöðugra og tæki
að nálgast það, sem viðgengst í
nágrannalöndunum.
Nú fer því fjarri, að allir hag-
fræðingar aðhyllist fljótandi
gengi. Sumir óttast, að það
dragi úr einbeitni ríkisstjórna
og vilja þeirra til að standa
gegn verðbólgu og gera
nauðsynlegar ráðstafanir í þvi
skyni að stemma stigu við
henni. Þegar stjórnvöld vita, að
þau geta látið gengið síga og
þannig spornað við óhagstæð-
um greiðslujöfnuði, nægir þeim
það, og þau kunna að sofna á
verðinum. Vinningurinn við
fljótandi gengi í opnu hagkerfi
er einmitt sá, að það gerir unnt
að reka örvandi peninga-pólitík
til að tryggja fulla atvinnu, án
þess að eiga á hættu að valda
halla á utanrikisviðskiptum
vegna of mikillar eftirspurnar
eftir erlendum vörum. Gengis-
sigið sér við þvi.
Meiri hluti þeirra hagfræð-
inga, sem fylgja Chicago-
skólanum með Milton Fried-
man í broddi fylkingar (nefnd-
ir „monetarists"), hafa til
skamms tima verið hlynntir
fljótandi gengi einstakra landa.
Þetta er að vísu ekki samstæð-
ur hópur, og gætir töluv.erðs
skoðanamunar meðal þeirra.
En æ fleiri í hópnum hneigjast
nú til fylgis við breytta útgáfu
af gamla gull-fætinum. Prófess-
or vqn Hayek hefir í nýlegu riti
(1975) mælt kröftuglega með
föstu gengi milli þjóða, sem
eiga viðskipti. Hans megin rök-
semd er sú, að fast gengi skapi
stjórnmálamönnum strangan
aga í efnahagsmálum, en þeim
hætti annars — þrátt fyrir góð
áform — til að láta undan síga
fyrir þrýstihópum og leiðast út
i verðbólgumyndandi opinber-
ar framkvæmdir. Þegar þeir
hafi vissu fyrir því, að gengis-
sig geti hindrað greiðsluhalla
við útlönd, Iinist þeir í viðnám-
inu gegn auknu peningafram-
boði. Aðrir höfundar í þessum
flokki (monetarists) vilja lög,
sem taka ákvörðunarvald um
peningamagn i umferð úr hönd-
um ríkisstjórnar og ríkisbanka
(Rowley & Peacock, 1975). Enn
aðrir hafa stungið upp á nefnd
eða ráði, er skv. sérstöku laga-
boði sé falið að stjórna vexti
peningaframboðs, og megi
framboðið ekki á einu ári víkja
meira en 2% frá lang-tíma
aukningu þjóðarframleiðslunn-
ar, eins og hún er metin af
ráðs-mönnum eða hagfræðing-
um, sem þeir tilnefna (Jay,
1976). Þessa er getið hér til
fróðleiks.
Skal nú litið hratt yfir það,
sem sagt hefir verið um banka-
vexti, verðtryggingu sparifjár
og gengissig í fjórum blaða-
greinum.
íslendingar hafa um áratugi
þekkt kaupgjalds- og verðlags-
skrúfu. Hún varð til þegar á
stríðsárunum, er verð landbún-
aðarafurða og kaupgjald á eyr-
inni hækkuðu á víxl.
Þegar ákveðið var nýlega að
láta vexti fylgja verðbólgunni,
hófst vaxta- og verðlagsskrúfa.
í nútíma þjóðfélagi tækniþró-
unar eru framleiðslutækin
óhóflega dýr. Fiskiskip eða
verksmiðja kostar hundruð
milljóna króna. Með aukinni
sjálfvirkni . fækkar starfsliði
fyrirtækja. Af þessu leiðir, að
vextir verða jafnvel enn stærri
þáttur í framleiðslukostnaði en
sjálf vinnulaunin. Vaxta- og
verðlagsskrúfan getur orðið
enn aðsópsmeiri en kaupgjalds-
og verðlagsskrúfan varð
nokkru sinni.
Með fljótandi gegni á tíma,
þegar verðlag heima fyrir er
hærra en erlendis og hrað-
hækkandi, kemur nýr verð-
bólguvaldur til sögunnar. Það
er gengissig, er blæs upp verð
innfluttra vara. Innfluttar vör-
ur nema hvorki meira né minna
en þriðjungi þjóðarteknanna.
Má af því ráða umfang verð-
hækkana af þessum sökum og
víxlverkana í öllu kerfinu.
Við höldum þannig þrem
verðbólguskrúfum gangandi.
Við erum ekki á leið út úr vand-
anum, heldur sogumst dýpra í
hringiðu verðbólgunnar. Við
búum okkur undir að lífá við
verðbólgu til frambúðar, en
ekki að losna við hana. Ég hefi
gert mér far um að skýra þetta
fyrirbæri og lagt á fáein ráð,
m.a. til að tryggja hag sparifjár-
eigenda, og vænti ég mér þó
ekki neins árangurs. Of margir
menn í ábyrgðarstöðum á Is-
landi eru orðnir verðbólgu-
blindir, ef svo mætti segja.
Það er fullkomlega ljóst, að
peningamálin eru veikasti
hlekkurinn í hagstórn hérlend-
is. Með gjörbreyttri stefnu á því
sviði einvörðungu má valda
straumhvörfum. Lagfæring
skattalaganna, sem þarf þó ekki
að leiða til skattahækkana, mun
geta hjálpað mikið.
„Vettvangur”, nýtt frétta
blað á Sauðárkróki
VETTVANGUR, nýtt blað,
hefur hafið göngu sina á
Sauðárkróki. Kom fyrsta
tölublaðið út 20. janúar s.l.
Útgefandi blaðsins er Vett-
vangur á Sauðárkróki en
Hreinn Sigurðsson er
ábyrgðarmaður. Þetta fyrsta
tölublað er 8 blaðsíður, og
Hreinn Sigurðsson, sem fylg-
ir blaðinu úr hlaði, segir m.a.:
„Á undanförnum árum hefur
þeirri hugmynd margoft verið
hreytt að stofna til blaðaútgáfu
á Sauðárkróki. Var þá rætt um
þetta sem nokkurs konar
héraðsblað, sem flytti fréttir og
greinar um skagfirzk málefni.
En einhverra hluta vegna
komst þessi mhugmynd aldrei í
framkvæmd Vafalaust má
ýmsu þar um kenna og þá ekki
sízt aðstöðuleysi til prentunar.
Nú þegar prentsmiðja er á
staðnum hafa viðhorf breytzt til
hins betra og nú með útkomu
þessa 1. tölublaðs hefur Vett-
vangur göngu sína. Blaðinu er
ætlað að koma út á þriggja
vikna fresti eða oftar ef ástæða
þykir til.
Því er ætlað að vera
vettvangur fyrir frjáls skoðana-
skipti, en ekki flytja harðsoðin
sjónarmið einhvers ákveðins
stjórnmálaflokks" Að lokum
segir Hreinn Sigurðsson að
skagfirzk mé'efni muni
væntanlega verða uppistaðan i
fréttum þess
Innflutningur á iðnaðar-
vörum verði gefinn frjáls
Hin árlega fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags kvenna verður í
Betaníu, Laufásvegi 13, I kvöld og hefst kl. 8.30. Þar verður fluttur
kristniboðsþáttur, happdrætti, einsöngur og hugleiðing. Allir eru
velkomnir á skemmtun þessa.
Fasteignasalan
EIGNABORG sf.
Hamraborg 1 • 200 Kópavogur • Símar 43466 & 43605
Höfum til sölu:
2ja herbergja ibúð við Hliðaveg. Verð 7.5 — 8 M.
2ja herbergja einstaklingsibúð i kjallara við Njarðargötu verð 5.5 M
Útb. 3.5 M.
3ja herb. ibúð við Melgerði i tvibýlishúsi. Verð 8.5 til 9 M.
3ja herbergja ibúð við Kársnesbraut. Mjög góð ibúð. Verð 1 1 .5 M
3ja herbergja ibúð við Borgarholtsbraut. Góð íbúð með bílskúrsrétti.
Verð 10 M.
3ja herbergja ibúð við Furugrund. Verð 10.5 M. óskar eftir skiptum á
gömlu húsi eða sérhæð, má þafnast viðgerðar
3ja herbergja íbúð Skálaheiði. Verð 9 M.
3ja herbergja ibúð i kjallara við Kvísthaga. í góðu standi. Verð 9 —10
M. Makaskipti í vesturbæ i Rvk. koma til greina.
3ja herbergja ibúð við Laugarveg. Þarfnast viðgerðar. Gamalt hús.
Verð 5.5 M.
4ra herbergja ibúð á jarðhæð við Kópavogsbraut. Góð íbúð. Verð
1 1.5 — 12 M.
4ra herbergja sérhæð við Fifuhvammsveg ca. 110 ferm stór bilskúr.
Sunnan megin i Kópavoginum. Verð 1 4.5 M.
4ra herbergja ibúð við Asparfell með bilskúr 1 20 ferm góð ibúð. Verð
16 — 16.5 M.
4ra herbergja ibúð við Asparfell. Mjög góð ibúð. Verð 1 5 — 1 5.5 M.
4ra herbergja sérhæð við Kársnesbraut. Verð 9 M.
4ra herbergja ibúð á jarðhæð við Digranesveg. Verð 1 1 —1 1.5 M
4ra herbergja íbúð við Grenigrund i Kópavogi. Gamalt hús. Verð 12
M.
5 herbergja góð sérhæð með stórum bílskúr við Melgerði. Glæsileg
eign. 1 35 ferm. Verð 1 6 — 1 7 M Skipti á stærra einbýlishúsi með risi
kemur til greina.
5 herbergja góð sérhæð við Skólagerði. Stór bilskúr Verð 1 7.5 M. ca.
145 ferm. Skipti á minna húsnæði austarlega i Kópavogi koma til
greina.
5 herbergja litið einbýlishús við Digranesveg Gamalt en litur vel út.
Verð 8.5—9 M.
5 herbergja stórglæsileg íbúð með vönduðum innréttingum. Stór
bílskúr. Útsýni afburða fallegt. Á Kópavogsbraut. Sunnan megin í
Kópavogi. Verð 20 M
Raðhús við Arnartanga Mosfellssveit. Timburhús 100 ferm. Verð 14.5
M.
Iðnaðarhúsnæði af ýmsu tagi i Kópavogi. Upplýsingar aðeins á
skrifstofunni. Ekki i síma.
Tilbúið undir tréverk.
— I smíðum.
2ja og 3ja herbergja ibúðir á miðbæjarsvæði Kópavogs. Afhendast
tilbúnar undir tréverk i maí á þessu ári. Sameign verður öll frágengin.
Verð 8.8 — 10 M.
2ja 3ja og 4ra herbergja ibúðir á M.iðbæjarsvæði Kópavogs. Afhendast
í maí 1979. Skemmtilegur og hagstæður staður. Sameign verður öll
fullfrágengin. Yfirbyggð bilastæði. Allar frekari upplýsingar á skrifstof-
unni.
Einbýlishús i Mosfellssveit við Helgaland. Stærð 196 ferm Seljast
fokheld í lok júní á næsta ári. Brennt stál á þaki Tvöfalt gler i gluggum.
Útihurð og svalahurð. Lóð sléttuð. Verð 1 3 M.
Raðhús í smiðum í Mosfellssveit selst fokhelt. Verð 9 M.
íbúð á efstu hæð — Topp ibúð — i miðbæ Kópavogs. Stærð 130
ferm stórar suðursvalir. Stórkostlegt útsýni. Selst tilbúin undir tréverk.
Sameign fullfrágengin. Yfirbyggð bilastæði. Afhent i mai á þessu ári.
Verð 1 5.5 M.
Vilhjálmur Einarsson, sölustj.
Pétur Einarsson, Lögfr.
FRAMKVÆMDASTJÓRN Vcrzl-
unarráðs Islands samþykkti á
fundi slnum nýverið eftirfarandi
um innflutning á sælgæti, kex,
brauðvörur, kaffi og smjörlfki:
Á árinu 1960 var mörkuð sú
stefna að gera utanrikisverzlun-
ina frjálsari og afnema innflutn-
ingshöft. Stærstur hluti innflutn-
ings er nú orðinn frjáls til mikilla
hagsbóta fyrir þjóðarheildina.
Enn er þó nokkur hluti innflutn-
ings háður leyfum, jafnvel þrátt
fyrir gagnstæðar skuldbindingar i
samningum okkar við aðrar þjóð-
ir. Verzlunarráðið telur, að efna-
hagslegur ávinningur af frjálsum
utanríkisviðskiptum sé óumdcil-
anlegur og hvetur stjórnvöld þvi
til að halda áfram á markaðri
braut og gefa innflutning frjálsan
á þeim iðnaðarvörum, sem eru
enn háðar innflutningsleyfum.
“ Kaupendaþjónustan
Benedikt Björnsson Igf
Jón Hjálmarsson sölum. i.
Til sölu
Höfum í einkasölu 3ja herb. velendurnýjaða ibúð í háhýsi við Hátún.
Höfum kaupanda að 4ra til 5 herb. íbúð i Háaleiti eða á Stóragerðissvæði. íbúðin borgast upp á mjög
skömmum tima 0pið i dag frá kl. 2-6. Þingho.tsstr*ti 1 5
Kvöld- og helgarsími 30541., SííTlÍ 10 2 20