Morgunblaðið - 04.02.1978, Page 15

Morgunblaðið - 04.02.1978, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 4. FEBRUAR 1978 15 Jóhannes Helgi: Hann Sigurjón I Alþýðublaðinu birtist 19. jan. viðtal við Sigurjón Ölafs- son, stórmógúl í myndhöggi. Hörkuskemmtilegt viðtal, ef undan er skilin ein málsgrein. Ég hef alltaf haft gaman af Sigurjóni, hann lætur það flakka sem honum býr í brjósti, skefur ekki utan af hlutunum, lætur vaða á súðum — en nákvæm getur slik sigling um ólgusjó minninganna aldrei orðið — enda steytir Sigurjón á skeri þegar hann fjallar um Hafnarár sfn. Hann er enn með Jón heitinn Engilberts á heilan- um, kvartar sáran undan því að Jón hafi orðið honum dýr félagi í krónum talið, dönskum auðvitað. Annars væri þetta ekki tiltökumál. Jón hafi ærið oft þurft að fá lánað hjá sér á Hafnarárum þeirra félaga, sem út af fyrir sig sé ekkert við að athuga; námsmenn erlendis eru enn þann dag í dag að slá hver annan. Hitt er verra — og gremjan sýður f Sigurjóni. Hann segist hafa komist að því þegar Hús málarans, endur- minningar Jóns Engilberts eft- ir undirritaðan, kom út 1961, að Jón hefði verið búinn að erfa tólf þúsund krónur þegar þeir voru í Kaupmannahöfn á þriðja áratugnum og bætir við: „og var miklu fjáðari en ég, þótt hann væri að reyna að sölsa út úr mér þessar krónur. Seinni vetifrinn lokaði ég bókinni minni alveg fyrir honum, en þá bjargaði Krabbe mér um pen- inga.“ Hús málarans kom út 1961 eins og áður segir — og er Sigurjón því búinn að ala með sér þessa gremju í heil seytján ár. Er því ekki seinna vænna að létta þessari byrði af sál hans. Jón Engilberts fór ekki til Dan- merkur 1927 með tólf þúsund krónurnar hans Jóns frá Hjalla uppá vasann. Arfurinn var reiddur af hendi í smáslumpum á nokkrum árum — og það þurfti raunar ekki meira til en að Gullfossi gamla — sem flutti Hafnar-lslendingum póst og lff- eyri — seinkaði um nokkra daga. Fjöldi námsmanna varð þá fjárvana. Svona einföld er nú skýring- in. Sigurjón ætti fremur að vera hreykinn yfir því en gramur að hafa verið íslenskum lista- mönnum í Höfn samskonar líf- akkeri og Kristmann Guðmundsson var löndum sín- um f Osló um svipað leyti og frægt er. En hver skyldi hafa verið skýringin á því að menn leituðu svo mjög á náðir Sigur- jóns, þegar í harðbakka sló í Kaupmannahöfn kringum 1930? Svarið er að finna í ein- um kaflanum f.Húsi málarans. Ný jörð heitir hann — og í þeim kafla er Sigurjón á férðinni rétt einu sinni, frumkraftur, engum líkur. Eg verð ekki vændur um að vera að auglýsa Hús inálarans þótt ég birti úrdrátt úr kaflan- um til skýringar. Bókin er ófáanleg fyrir langalöngu: „Við Sigurjón teiknuðum saman anatómíuna á akademí- unni og ég hafði mikið gaman af honum, þess á milii sem hann velgdi manni undir ugg- um. Seinna hló maður að þvf. En hann hitaði manni oft. Stundum var það á morgnana þegar maður kom á akademf- una staurblankur, að mann langaði í kaffisopa og brauð- sneið, sem framreitt var í kjall- ara stofnunarinnar og kostaði 25 aura, það var stór bolli af kaffi og hnausþykk brauðsneið með osti, sigtibrauð minnir mig að það hafi verið, heill morgun- matur. Málarinn horfði ákafur á mig, hélt svo áfram og var skemmt: Sigurjón át á við tvo á akademíunni, allar máltíðir og fékk allt gratís. Og þegar ég, sem átti sæti gegnt honum, sett- ist og sagði: Heyrðu Sigurjón, þú lánar mér nú fyrir kaffi- bolla og brauðsneið, þetta eru nú ekki nematuttugu og fimm aurar, — þá var ekki við það komandi, ef sá gállinn var á honum. Hann margpantaði bara á borðið fyrir sjálfan sig, naut þess alveg, drakk þrjár og fjórar könnur af kaffi og át fjórar og fimm brauðsneiðar, sat bara svona framan í manni, svona sjáðu. Málarinn laut ákafur fram, sló handleggjunum utan um ímyndað kaffi og sigtibrauð aFademfunnar, skáskaut pírð- um augum, og sönglaði: Eg á líka gott, en þú færð ekki neitt. Málarinn rétti úr sér og sagði: Eg sé að þér finnst þetta hlægilegt. Það er það núna, en það var það bara ekki þessa morgna fyrir þrjátíu árum. Sigurjón hefur fjandakornið ekki sagt þetta: Eg á líka gott, en þú færð ekki neitt. Málarinn sló á tókbas- dósirnar og svaraði harðákveð- inn: Jú — með tilburðunum. Svona var nú Sigurjón þegar verst lét, svona mikill prakkari, en þess á milli var hann manni hjálplegúr, og átti til dreng- skap, ef því var að skipta. En hvernig stóð á því að Sig- urjón borðaði gratís á akademí- unni og átti alltaf peninga og meira að segja buddu? Málarinn greip andann á lofti: Buddu! Hann átti meira en buddu, hann átti lfka- það sem ég veit ekki til að nokkur listamaður á akademíunni hafi átt fyrr né siðar, hann átti bankabók — og það voru peningar í þeirri bók. Og hann fékk alltaf frítt af því að Jón Krabbe, Sveinn heitinn Björns- son og allir þessir menn gengu í eldinn fyrir Sigurjón eftir að hann hlaut gullmedalíu Aka- demíunnar. Þeir héldu sig vera að eignast nýjan Thorvaldssen. Það var misskilningur sem bet- ur fer. Sigurjón er honum meiri. En nú skyldi ekkert til sparað og lokur dregnar frá öllum sjóðum. Og Sigurjón var ekki seinn á sér, hann átti jú til íslenskra að telja. Snarræðið hafði alltaf verið hans sterka hlið. Hann seildist ekki með aðralúkuna i þessar fjárhirzlur. Nei, Sigurjón bretti upp ermarnar eins og slátrari sem er að fara í frystinn sinn, og um það bil sem Sigurjón kvaddi Danmörku var hann búinn að fara í hvern einsta sjóð sem til greina gat komið og fjölmarga sem útilokað var að mynd- höggvari ætti að fá úr — og vist var hann margra peninga mak- legur sem listamaður, ekki þar fyrir. Sigurjón átti nefnilega hauk í horni þar sem Utzon Frank var, kennari hans á aka- Framhald á bls. 25. fullra réttinda. Timabundin fækkun brautskráninga úr Kenn- araháskóla Islands. En þess ber raunar að geta, að aðeins 55,5% kennara sem útskrifast hafa síð- ustu 10 árin eru í kennslu í vetur. Kennaramenntað fólk er því í raun til í landinu. Miklu hærra hlutfall er i kennslu af síðustu árgöngum. Og miklu meiri aðsókn nú að Kennaraháskóla Islands svo ætla má að ástandið lagist veru- lega á næstu árum. Varðandi hæfni kennara án fullra réttinda er vert að íhuga, að liðlega 9% eru sérmenntaðir í kennslugrein sinni, en. skortir próf í uppeldis- og kennslufræði. Dæmi: Háskólapróf í tungumál- um og fleiri greinum, próf frá tækniskólum og iðnskólum, lista- skólum, verslunarskólum o.fl. VilhjálmurHjálmarssonmenntamálaráðherra: Menntun kennara A þriðjudaginn var svaraði ég spurningum á Alþingi um mennt- un kennara. Fjölmiðlar sögðu frá málinu. Ég sé ástæðu til að árétta örfá meginatriði. Það sem einkum brennur á okk- ur í dag, er ófullnægjandi mennt- un hluta grunnskólakennara. Veit sú hliðin að nemendum'. Hinsveg- ar er svo stéttarlegur réttur kenn- arasamtakanna og ónógir mögu- leikar kennara án réttinda að afla sér viðbótarmenntunar og fullra réttinda. Skýrsla um menntun kennara á grunnskólastigi 1976—’77 var gerð og birt í „Fréttabréfi” i vet- ur leið. Samskonar uppgjöri er að ljúka fyrir yfirstandandi skólaár. Helsta breyting milli ára er sú, að hlutfall kennaraprófsmanna lækkar úr 77,7 í 74,7%. Jafnframt hækkar hlutfall annarra kennara, einkum stúdenta. Sambærileg „Uttekt" til langs tíma hefur ekki farið fram. En vart virðist ástæða til að reikna með langtimaþróun í þessa stefnu. Orsakir kennaraskortsins eru m.a. þessar: Öánægja með Iauna- kjör. Kennaramenntun nýtist vel til fleiri starfa en kennslu. Al- menn tregða fólks i sumum starfs- greinum að fara „út á land“. Auk þess eru skólar þar stundum styttri og laun þá lægri af þeim sökum. Önógir möguleikar fyrir eldri kennara réttindalausra að afla sér viðbótarmenntunar og Ætla má, að þetta fólk sé allvel i stakk búið að kenna sin fög. Þess ber og að geta, að fullur helming- ur þeirra 90 kennara sem aðeins tóku landspróf eða gagnfræða- próf hefur kennt 5 ár eða lengur, þar af 25 í meira en 10 ár. Reynsla þessara manna ásamt viðbótar- fræðslu á námskeiðum hjálpar mikið. Þetta ber að hafa í huga þegar rætt er um hæfni þessa fólks, enda þótt markmiðið sé, að sjálfsögðu að allir kennarar hafi hlotið tilskilda menntun. Enn er rétt að geta þess, :ð reynt er að auka og efla kennara- námskeið i ýmsum greinum. Eru þau haldin bæði í Reykjavik og víðar á landinu. í tvö sumur hafa staðið yfir í Reykjavik námskeið fyrir háskólamenntaða kennara (og raunar fleiri) í uppeldis- og kennslufræðum. Nú verða lögð fram á Alþingi frv. um embættisgengi kennara og um kennaraháskóla. Þar verð- ur að finna ákvæði, sem greiða eiga fyrir réttindalausum eldri kennurum að afla sér fræðslu og fullra réttinda. Tel ég nauðsyn- legt að lögfesta slíkt ákvæði. Leit- ast hefur verið við að samræma sjónarmið menntamálaráðuneyt- isins og kennarasamtakanna og er líklegt að það takist. Gæti þá svo farið, að a.m.k. frv. um embættis- gengi kennara eigi greiða leið gegnum Alþingi. í dag er framboð í kennarastöð- Framhald á bls. 25. Húsið opnað kl. 19 1 Hlaðin borð af kræsingum þjóðlegra rétta. Veislumatarverð aðeins kr 2 850 — 2. Stutt ferðakynning. Sagt frá fjölbreyttum og spennandi ferðamöguleikum í Sunnuferð- um 1978 til SPANAR, GRIKKLANDS, ÍTALÍU, PORTÚGAL, NORÐURLANDA og AMERÍKU. 3 Litkvikmyndasýning. 4. Tískusýning. Fegurðardrottning 1977 og ungfrú Reykjavik 1977 ásamt sýningarfólki frá Tískusýningarsamtökunum KARON sýna glæsilegan tiskuklæðnað m.a frá MOONS í ítaliu 5. Fegurðarsamkeppni íslands Keppt um titilinn ungfrú Reykjavik, 1 978. Forkeppni. Atkvæðagreiðsla 6 Hinir óviðjafnanlegu skemmtikraftar HALLI og LADDI 7 Bingó. Vinningar: GlæsMegar sólarlandaferðir, og rétturinn H til þess að keppa um aukavinninginn á Sunnukvöldum vestrar- Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar ásamt söngkonunni Þuriði Aðgangur öllum frjáls og ókeypis nema rúllugjald. Missið ekki af glæsilegri skemmtun og pantið borð í tíma hjá yfirþjóni í síma 20221 eftirkl. 16daglega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.