Morgunblaðið - 04.02.1978, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 4 FEBRUÁR 1978
Hvers vegna
blómstra blómin?
Síðari grein
Sprengel skildi æ betur og betur hið fína og fágaða
samspil milli blóma og skordýra. Býflugur, fiðrildi,
flugur, — þessir ómeóvituðu ,,blómaræktendur“,
eru loðnir á fótum og búk og við þessa hærðu limi
loddi blómafrjóduftið. Þegr viðeigandi skordýrateg-
und kom og saug hunang átti gríðarleg krossfrjóvg-
un sér stað samtímis. Blómið og anganin voru kall-
merki náttúrunnar til skordýranna.
Sprengel varð alveg viss í sinni sök þegar hann
einnig gerói sér grein fyrir því hvernig fjóvgunin
átti sér stað hjá blómum sem voru óásjáleg og
ilmlaus. Þær tegundir höfðu þess í stað frjóhnappa
með óhemju miklu frjómagni og héngu þeir langt út
fyrir blómið, þannig að vindurinn skók þá og feikti
um leið frjóunum með sér langar leiðir.
í smáriti sínu gerði Sprengel í fyrsta skipti í
mannkynssögunni ljósa grein fyrir því af hverju
blómin blómstra, en vísindamenn þess tíma gáfu því
engan gaum. Það var aðeins hæðst að Sprengel og
hann gerður hlægilegur. Honum voru óspart sendar
háðsglósur. Slík voru viðbrögð samtíðar hans við
þeirri uppgötvun, sem hefði þá strax getað gefið
plöntukynbótum byr undir báða vængi. Særður og
leiður dró þessi afburðamaður sig í hlé. Hann hætti
að taka þátt í opinberu lífi og starfi. Síðustu áviárin
dró hann fram lífið með einkakennslu og bjó í
þakherbergi í bakhýsi í Berlin. Þar dó hann árið
1816.
Á sínum tíma kom þó viðurkenningin á
uppgötvunum Sprengels, en það var ekki fyrr en 50
árum seinna. Enski náttúrufræðingurinn Charles
Darwin las af hreinni tilviljun smárit Sprengels sem
gefið hafði verið út 1793 og orðið honum þyngst í
skauti. Þar fann Darwin alveg óvænta staðfestingu á
eigin athugunum sínum og hugmyndum (teoríum).
Svo hrifinn varð hann að hann gekkst fyrir því að
Sprengel varð viðurkenndur sem merkur vísinda-
maður fyrir snilldarathuganir sínar og færður inn á
skrá með öðrum mikilsvirtum vísindamönnum og
hugsuðum.
S.Á. þýddi.
P.S. Þau mistök urðu í síðasta garðyrkjuþætti,
laugard. 28. jan, þegar vitnað var í greinarkorn sem
birtist í garðyrkjuþætti norsks tímarits, að ártal
misritaðist. Sagt var: „Það var árið 1973 að smárit
var gefið út í Berlín ...“ en átti auðvitað að vera
1793.
Gestur
Ólafsson:
Hverjir
eru vinir
f ólksins ?
1 bráðfyndinni ályktun sem
stjórn „Torfusamtakanna" flutti
fjölmiðlum og almenningi fyrir
viku er lýst áhyggjum stjórnar-
innar vegna framkominna hug-
mynda um uppbyggingu við
,,HalIærisplan“.
Tildrög
Tildrög þessa máls eru eftirfar-
andi:
Með sýningu á tillögum að
endurskoðuðu aóalskipulagi
borgarinnar sem haldin var á
Kjarvalsstöðum haustið 1976 var
stigið nýtt spor f gerð skipulags
hér á landi. Þar voru sýndar f ram-
komnar tillögur að nýju aðal-
skipulagi borgarinpar og gagn-
gert óskað eftir ábendingum ein-
staklinga og félagasamtaka um
tillögurnar, áður en þær væru
teknar til endanlegrar afgreiðslu.
Samkvæmt ísl. skipulagslögum er
slík kynning ekki nauðsynleg, en
bæði þótti þessi tilhögun horfa til
meira lýðræðis í skipulagi og geta
leitt til betri niðurstöðu en ella.
Ekki sáu ,,Torfusamtökin“ né
önnur samtök húsverndunar-
manna í Reykjavík þá neina
ástæða til að koma skoðunum sín-
um eða ábendingum á framfæri
við skipulagsmenn viðvíkjandi
framlögðum tillögum. Gegnir
þetta mikilli furðu, ef sámtökin
hafa ekki verið sammála tillögun-
um, því þau eiga forsvarsmenn
sem bæði eru ráðgjafar Reykja-
víkurborgar í skipulagsmálum og
eiga sæti í nefndum borgarinnar
sem fjalla um þessi mál, og ættu
því að hafa þekkingu og mögu-
leika til að gera sér fulla grein
fyrir því f hverju þessar skipu-
lagstillögur eru fólgnar.
Framlag Torfusamtakanna
til endurskoöunar
aðalskipulagsins
Nú fyrst, rösku ári eftir að
endurskoðað skipulag af gamla
borgarhlutanum i Reykjavík var
lagt fram á Kjarvalsstöðum til
kynningar, sér stjórn „Torfusam-
takanna" ástæðu til að álykta um
þetta mál. Ekki um endurskoðað
skipulag borgarhlutans í heild,
sem er þó það sem mestu máli
skiptir — ekki um Bernhöftstorf-
una sem samtökin hafa ekki borið
gæfu til að geta verndað Og
endurhæft á 6 ára starfsferli
heldur um drög að hugsanlegri
uppbyggingu við „Hallærisplan-
ið“ — og þá fyrst rösku hálfu ári
eftir að þær hugmyndir voru fyrst
kynntar, og óskað var eftir ábend-
ingum um þetta skipulag frá ein-
staklingum og félagasamtökum.
Það skyldi aldrei vera að
væntanlegar kosningar hefðu nú
allt í einu hleypt kappi í kinn
forvígsmanna þeirra. Ef svo er,
þá er það miður, því margir sem
hafa stutt þessi samtök eru ein-
lægir í afstöðu sinni til verndunar
á byggingarlist og eiga skilið betri
og jákvæðari forystu. Eitt er vist
— þetta er ekki heppilegasta leið-
in til þess að hafa jákvæð áhrif á
gerð skipulags.
Raunhæfar aðgerðir
til verndunar
En hvert er stærra samhengi
þessa máls. í þeim tillögum sem
samstarfsmenn mfnir og ég höf-
um gert til Þróunarstofnunar
borgarinnar um framtíðarþróun
gamalla hverfa er leitast við að
fjalla um fjölmarga þætti skipu-
lagsmála í samhengi. Verndun
byggingarlistar er einn þeirra
þátta, sem við tókum til meðferð-
ar, en því einungis er raunhæft að
tala um að vernda byggingar og
umhverfi þeirra að aðgerðir nái
til fieiri atriða en bygginganna
t.d. skipulags umferðar, og að-
liggjandi svæða, fasteignaskatta,
— lána, — notkunar o.fl. Með
þetta í huga lögðum við til þá
breytingu frá núgildandi aðal-
skipulagi að afmörkuð yrðu sér-
stök svæði, VERNDUNAR-
SVÆÐI — þar sem m.a. væri gert
Skipting gamla borgarhlutans í svæði, með tilliti til verndunar, endurnýjunar og
uppbyggingar.
TG. 17
J|[ verndunarsvœ&i
■ endurnýjunarsvœbi
[ [ framkvœmdasvœbi
Jg verd. einst. mannvirkja
r,"","! ibú&arsvœbi sem hlift er
viÍ ógangi miSbœjarstarf
semi