Morgunblaðið - 04.02.1978, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 04.02.1978, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1978 Þannig ímyndar listamaðurinn Tom Stimpson sér að umhorfs hafi verið i farþegarýminu þegar neyðarástandið átti sér stað. Almáttugur - Við erum að hrapa... ÞOTAN sveif i loftinu með slokknaða hreyfla og i talstöðinni sagði rödd flugstjórans að vélin væri að steypast i Atlantshafið Þotan, af gerðinni Boeing 727 frá National Airlines, sveif niður um 8000 fet á tæpum fimm min- útum. en hún var á leiðinni frá Miami, Flórída, til Newark i New Jersey með 103 farþega innan- borðs. Flugstjóranum Reynalddo Anllo tókst á siðustu stundu að koma einum hreyfli af fjórum i gang og þotan hækkaði flugið skyndilega i eðlilega flughæð og lenti hálfri klukkustundu siðar heilu og höldnu i Jacksonville Í um hundrað kílómetra fjarlægð. „Athugaðu mælana" sagði Anllo flugstjóri við aðstoðarflugmanninn Arthur McNatt um leið og hann virti fyrir sér sjóndeildarhringinn fyrir utan Aðstoðarflugmaðurinn kvað allt vera i fínasta lagi og veðurútlit væri hið bezta Flórída- sólm skein inn um gluggana i flug stjórnarklefanum og fyrir hinum þaulvana og starfsreynda flugstjóra var þetta ósköp venjulegt flug, allt i ákjósanlegasta lagi Hann velti fyrir sér hvort ekki væri tilvalið að kalla á fyrstu flugfreyju og fá morgunkaff ið Anllo flugstjóri vissi ekki að ein hræðilegasta stund flugferils hans var að renna upp Það átti fyrir honum að liggja sem og öllum öðrum innanborðs og það. sem allir flughræddir farþegar óttast — að allir hreyflar vélarinnar stöðvuð- ust um leið og hún keyrði á sex hundrað milna hraða um háloftin Flugfreyjurnar fjórar i Ijósbleiku einkennisbúningunum sinum voru i þann mund að bera fram morgun- verðinn, eggjahræru og rúnstykki fyrir 103 svanga farþega um leið og vélin flaug yfir strandlengju Flórida. klifraði upp í 33 þúsund feta hæð og stefndi i átt til norðurs Nákvæmlega klukkan 10 13 þenn- an eftirminnilega laugardagsmorg- un hófst atburðarás sú, sem flug- heimurinn veltir enn vöngum yfir — hræðilegu flugslysi var afstýrt á ævmtýralegan hátt — frekar likara atriði úr ..stórslysamynd" en raun- veruleikanum. Rödd Anllo flugstjóra tilkynnti flugumferðastjórninni i Miami að einn hreyflanna hefði stöðvast Vis- ir á mælaborðinu sýndi að fyrsti hreyfillinn var á núlli Flugvélstjór- inn Dominic Fote ýtti á takka til að reyna að koma hreyflinum í gang aftur. þegar flugstjórinn æpti til hans og sagði honum að setja meiri hraða á hreyfla, tvö og þrjú og það strax Þeir farþegar, sem voru á varð bergi þegar þetta átti sér stað, urðu undir eins varir við minnkandi há- vaða frá hreyflunum og flugfreyj- urnar íitu óttaslegnar hver á aðra Með stökustu ró byrjaði flugstjór- inn að kanna mögulega flugvelli til nauðlendingar „Eg býst við því að við lendum i Jacksonville. ef við komum hreyfl- inum ekki i gang,” sagði flugstjór inn um leið og hann bað aðstoðar- flugmanninn að segja sér stefnuna En kl 10 15 tveimur mínútum síð- ar var hin stóiska ró flugstjórans horfin því vandræðin í sambandi við stöðvun hreyfilsins voru orðin að neyðarástandi Með hryllingi fylgdist vélstjórinn með stöðvun annars hreyfils á mælaborðinu — vísirinn datt niður á núll „Kapteinn við erum búnir að tapa öðrum hreyfli,” sagði hann og um leið og hann sleppti orðinu sýndi annar vísir að þriðji hreyfillinn var að missa kraft „Guð minn almáttugur — síðasti hreyfillinn hefur stöðv ast Við erum að hrapa!” í miklu fáti ýtti flugstjórinn é hvern takkann á fætur öðrum um leið og hann reyndi að tilkynna rólegri röddu í hátalarann hina venjulegu tilkynningu hristing á vélinni vegna ókyrrs lofts: „Góðir farþegar Við megum eiga von á smá ókyrrð í lofti og leggjum til að þið spennið saetisólarnar " Frú Goodwin, sem sat framar- lega í gluggasæti leit á manninn við hliðina á sér alls ókunnugan með angist í augum Sömu hugsanirnar hafa eflaust flogið gegnum huga þeirra og hófu þau samræður í því skyni að yfirvinna óttann Frá hreyflunum heyrðist nú ekk- ert hljóð og farþegarýmið tók að hallast ískyggilega Flugvélin sveif i loftinu og stefndi næstum lóðrétt niður Eldri kona kallaði á hjálp, barns- grátur heyrðist og titrandi rödd flugfreyjunnar sagði' í hátalarann „Góðir farþegar Við undirbúum lendingu á sjó " Þrjár flugfreyjur gengu eftir farþegarýminu og tóku fram björgunarvesti Um leið duttu súrefnisgrimur niður úr loftinu Óp farþega urðu hærri. skelfing flug- freyjanna augljósari og vélin stefndi óðfluga niður Frú Goodwin, sem áður var minnst á sagði síðar að á þessari stundu hefði hún hugsað um af- mæli sextán ára sonar sins, sem haldið var daginn áður Þann dag hafði hún talað við flesta sína ætt- mgja og nánustu vini Sagðist hún jafnframt hafa kvatt alla með hinum mestu innileikum, eins og hún hefði skynjað einhvern fyrirboða Eins og flestir hinna farþeganna var hún sannfærð um að hinsta stundin væri runnin upp og á þeirri stundu vildi hún vita af einhverjum öðrum nálægt sér Þegar hún leit i augu ókunna mannsins við hlið sér, sá hún sama óttann Hræðsluna við að vera einn Þau tókust i hendur og maðurinn, sem er sölumaður i New York. sagði henni frá trú sinni Hún sagðist trúa á Guð þótt hún sækti ekki kirkju reglulega og mað- urinn sagði að þau skyldu biðja um fyrirgefningu synda sinna Þau skyldu einnig biðja um lif Rólegt yfirbragð hans fékk frú Goodwin til að halda stillingu sinni Allt i kring- um þau voru farþegar að berjast við að troða sér i björgunarvestin og flugfreyurnar hlupu fram og aftur eftir farþegarýminu til að aðstoða þá, sem átti/ í erfiðleikum Gömul kona á þriðja farrými brotnaði niður þegar henni varð það á að toga i streng þannig að björgunarvestið þandist út Tvær flugfreyjanna hálf báru hana inn i fyrsta farrými og reyndu að róa hana Grátur kvað viða við og fátið var óskaplegt í flugstjórnarklefanum var enn ýtt á takka til að reyna að koma Framhald á bls. 24 • • Sendiráðs- maður flýr London, 3. febrúar. AP. SENDIMAÐUR a-þýzku stjórnarinnar í London hefur flúið til V- Þýzkalands að því er áreiðanlegar heimildir hermdu á föstudag. Sagt er að a-þýzkir embættismenn hafi hins vegar hindrað konu hans og dóttur frá því að fara á eftir honum. Starfsmaður v-þýzka sendiráðs- ins í Löndon staðfesti í gær að Bernhardt Weiske, aðstoðarmað- ur í a-þýzka sendiráðinu, hefði á þriðjudag farið fram á tilskilin skilríki til að fá að fara til V- Þýzkalands. Einnig hefur verið frá þvf skýrt að tveir starfsmenn a-þýzka sendiráðsins hafi farið með eiginkonu Weiskes og dóttur, sem er sjö ára gömul, til flug- vallarins með það fyrir augum að „snara þeim til Prag“. Þetta varð þó ekki úr þar eð brezka lög- reglan bjó svo um hnútana að öll fjögur misstu af vél sinni eftir að hafa setið í yfirheyrslum á flug- vellinum. Þá greindi brezka dagblaðið „Daily Mail“ frá því i dag að þær mæðgur væru í haldi í a-þýzka sendiráðinu og væru starfsmenn þess að reyna að telja konuna á að kalla mann sinn aftur. Sagði blað- ið að búist væri við að flogið yrði með þær mæðgur til A-Berlínar í dag. Nýjustu fréttir herma hins vegar að flugvél þeirri, er flytja átti þær til A-Berlínar, hafi verið snúið til Varsjár sökum óhag- stæðra veðurskilyrða. Ekki tókst að fá opinbera aðila í viðkomandi sendiráðum til að tjá sig um málið í dag og skýrði „Daily Mail“ frá því að það hefið hvorki verið viðurkennt né því neitað að Weiske hefði flúið til V-Þýzkalands. Ástmögur íra úr heimi hallur Dyflinni. 3. feb. AP. HAMLET, eða „Ástmögur Ir- lands“ eins og aódáendum hans var tamt að kalla hann, er nú horfinn á braut. Ifann var sjö ára gamall og þó eitt kynsael- asta kynbótanaut, er Irar hafa átt. Þessi ágæti graðungur fannst örendur á bás sfnum i sæðingarstöð f Dyflinni á föstu- dag. Álitið er, að afkomendur Hamlets telji nú um 75000 vítt og breitt um heiminn. Hann varð eitt sinn tilefni illvigra deilna i irska þinginu, er upp- víst varð að mjólkurbú eitt skattlagði bændur óhóflega fyr- ir þjónustu hans. Að sögn starfsmanns mjólkurbúsins var banamein Hamlets hjartaáfall —“ en það vill bera við með starfskrafta á hans sviði," bætti hann við. „Setja verður lög gegn Christianíu sem hundaæðinu” Einkaskoyti til Mbl. HÆSTIRÉTTUR Danmerkur hef- ur staðfest að „frfborgin" Christfanfa í Kaupmannahöfn skuli rýmd fyrirvaralaust, 1 úr- skurði réttarins segir að Christ- fanfa hafi sfðan 1. aprfl 1976 ekki haft nokkrun lagalegan rétt til að nota sér landsvæði landvarnar- ráðuneytisins, en að hæstiréttur geti aðeins metið lagalegan til- verurétt Christfanfu. Segir að hann geti af þeim sökum ekki sagt til um hvort Christíanía á sér einhvern til- verurétt frá félagslegu eða mann- úðlegu sjónarmiði. Um hið siðar- nefnda beri þingi og ríkisstjórn að taka ákvörðun. Engin hefur hug á að i odda skerist með Christíaníu og lög- gjafarvaldinu. „En i okkar lýð- ræðislandi verðum við að hafa svigrúm til að stöðva tilrauna- starfsemi" segir háskólafyrir- lesarinn J.T. Kejding. „Þegar við fengum hundaæðið inn í landið settum við lög gegn því. Það verð- um við líka að gera með tilliti til Christíaníu“. Meira af eitruðum ávöxtum finnast Mannskaði í Olpunum af völdum skríðufalla París, Genf, Cervinia, 3 feb AP SNJÓSKRIÐUR, sem ruddust niður úr Ölpunum á föstudag, grönduðu að minnsta kostí 10 manns auk þess sem 4 er saknað og samgöngur tepptar við fjallaþorp i þremur að- liggjandi löndum Talið er að öflugir stormar hafi hrundið skriðunum af stað. en þeim fylgdi mikil snjókoma í fjöllum Frakk lands, Italíu. Austurríkis og Sviss. Lausasnjór tók að renna fyrirvaralaust um nóttina og æddi hann yfir vegi og járnbrautarteina auk þess sem bifreiðar og þorp uröu viöa hart úti Margir útivistarstaðir í fjöllunum, smábæir og þorp eru emangruð af völdum flóð anna ítalskar hjálparsveitir með sér- þjálfaða hunda fundu tvo ítala, 1 5 ára gamla stúlku og 51 árs gamlan mann á lífi sem höfðu þá venð i 24 klukku- stundir undir snjófargi nærri Cervina og fengið taugaáfall Hins vegar er víst talið að sex aðrir, þrir belgiskir ferða menn og þrir ítalir hafi látið lifið i skriðu sem féll á fimmtudagskvöld Þorp eitt í Frakklandi, nærri Cham- onix, varð illa úti af völdum snjóskriðu og fórust þar fjórir i trékofa að sögn björgunarmanna Þeir bættu við að fjögurra ferðamanna, sem fóru frá hót- eli við Le Lavancer i grenndinni, væri enn saknað í Cervina grófust nokkrir bilar undir snjónum og var svipaða sögu að segja á útivistarstað nærri Innsþruck, en þar hvarf vöruflutninga- bíll undir snjóinn Þar munu þó ekki hafa orðið meiðsli á mönnum í Sviss meiddust hins vegar vagnstjóri og þrir farþegar. er lest fór af teinum þar sem skriða hafði fallið yfir Þá hefur verið skýrt frá þvi að nokkur þorp i austur- hluta Sviss hafi orðið sambandslaus við umheiminn um stundarsakir I Be- dretto-dalnum aðstoðuðu þyrlur hers- ins v.ð að flytja konur, aldraða og börn úr fjallakofum eftir að skriður höfðu slitið rafmagnslínur Einnig voru nokkr- ir staðir á Alpahálendi Frakklands sem urðu rafmagnslausir og margir vegir, sem að skiðabúðum liggja, lokuðust Björgunarlið frá Chamonix flutti brott hóp unglinga frá París, er var við skiðaæfmgar i Frasserands Af þeim sex, er létu lifið, var þriggja manna belgísk fjölskylda Haag, 3 febrúar. AP APPELSÍNUR með kvikasilfurs- snnihaldi fundust víðsvegar I Hol landi i dag og hert var á eftirliti þar og í fleiri londum Hollenskir leyni- lögreglumenn fóru i dag til Wiesbaden til þess að hafa samráð við þýzku lögregluna, sem einnig rannsakar mengaða ávexti, sem fundist hafa i V Þýzkalandi. Hollenska dómsmálaráðuneytið seg- ir að Interpool hafi verið beðið um aðstoð tií að ganga úr skugga um hvort beint samband sé á milli ávaxtanna sem fundist hafa i löndunum í Brússel sagði talsmaður fyrirtækis sem flytur inn israelska ávexti að eitrunin í hollensku appelsinunum hefði dregið úr sölu á öllum appelsín- um, jafnvel frá öðrum löndum en ísrael í Bremen i V-Þýzkalandi veiktist tólf ára gömul stúlka i dag þar sem hún hafði borðað eitraða appelsínu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.