Morgunblaðið - 04.02.1978, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR 1978
21
t>A'P VttffeWR Aí> BANNA N\FTEÍHt>*SPKENó3UWA»,
HWN ÓSNUN VÍO BEÍN'Sf1i‘l&ÍNN •
f .)
Wæ
v- v ''JM mm
mm
7 ^ ~~r ^
Óréttmætar dylgjur
Rússa á Norðmenn
— segir Whiteley hershöfðingi —
Kaupmannahöfn, 3. feb. AP.
YFIRMAÐUR herafla Atlants-
hafsbandalagsins á N-
Atlantshafi, Sir Peter Whiteley,
sagði á föstudag að gagnrýni
Sovétmanna á Norðmenn væri
ósanngjörn en Sovétmenn hafa
veizt að Norðmönnum fyrir að
leyfa bandalaginu að stunda her-
æfingar á landi sfnu.
A fundi forsætisráðherra
Norðurlanda f Helsinki f desem-
ber s.l. snupraði Alexei Kosygin,
forsætisráðherra Sovétrfkjanna,
Norðurlöndin fyrir að láta
Atlantshafsbandalaginu eftir að-
stöðu á svæðum nærliggjandi
Sovétríkjunum. Skýrði danski
forsætisráðherrann, Anker
Jörgensen, svo frá að viðræðurn-
ar hefðu verið mjög harðorðar á
köflum. Sovéskum fjölmiðlum
hefur einnig orðið tfðrætt um
veru v-þýzka hersveita f Noregi.
A blaðamannafundi í Kaup-
mannahöfn kallaði Whiteley hers-
höfðingi árásir Sovétmanna
„frekar ósanngjarnar". Hann
sagði að sú stefna Norðmanna að
leyfa ekki erlendum hersveitum
að hafast við í landinu á friðar-
timum væri óbreytt. Hann bætti
hins vegar við að nauðsynlegt
væri að sýna hverju og einu
aðildarlandi bandalagsins að
bandamenn eru reiðubúnir og
gætu komið skjótt til hjálpar, ef
þörf krefði. Kom fram hjá honum
að v-þýzkar hjálparsveitir hefðu
tekið þátt i æfingum bandalagsins
í Noregi um árabil. Hann kvað
hjálparsveitir hafa skipulagt
sjúkraskýli og merkjakerfi en
hins vegar hefði það aldrei verið
ætlunin að leyfa v-þýzkum her-
sveitum að þjálfa þar. Einnig
benti Sir Peter Whiteléy á að
erlendar hersveitir hefðu aldrei
æft í Finnmerkurhéraðinu, en
þar liggja saman landamæri
Sovétríkjanna og Noregs.
A fundinum lagði hershöfðing-
inn áherzlu á að Atlantshafs-
bandalagið væri í eðli sinu varna-
bandalag, byggt upp sem mótvægi
við hernaðarmætti Varsjárbanda-
lagsins, en hann yxi nú hröðum
höndum á Eystrasalti, á Kola-
eyjaklasanum og í Múrmansk,
sem ekki er alls fjarri Noregi.
Hann sagði að Sovétmenn ógnuðu
nú jafnvæginu með því að hafa
flutt tvær vel útbúnar sveitir til
Kola, en við norska jaðarinn beint
á móti væri aðeins einni norskri
sveit til að dreifa. Kom fram hjá
honum að samstarf Noregs og
bandalagsins hefði batnað mjög á
síðastliðnum þremur árum og
hefðu Norðmenn gefið ríflegan
tíma og land til æfinga. Varðandi
ástæður þessa kvaðst hann ekki
efast um að aukinn þrýstingur
Sovétmanna ætti hér hlut að máli.
Af öðrum atriðum er Sir Peter
Whiteley gerði skil má nefna
nifteindasprengjuna. Sagði hann
að vanræksla Vesturveldanna við
að tryggja varnir sínar hefðu
orsakað ójafnvægi gagnvart herj-
um Varsjárbandalagsins og væri
smíði nifteindasprengjunnar leið
til að jafna vogarskálarnar á ný. I
máli sinu vék hann að Eystrasalti
og kvað Atlantshafsbandalagið
hafa á prjónunum „dugandi
áform“ til að hefta útþenslu
sovéska flotans og siglingar hans
út og inn á Eystrasalt.
Haldeman rýf-
ur loks þögnina
New Y’ork, 3. febrúar. Reuter.
FYRRUM yfirmaður starfs-
mannahalds Hvíta hússins,
Haldeman, er I þann mund að
rjúfa fjögurra ára þögn.
Að. sögn útgefanda hefur hann
nýlokið við bók sem svara munu
öllum spurningum f sambandi við
Watergate-hneykslið, sem ekki
hefur verið svarað hingað til.
Varaforseti Times fyrirtækisins
segir að bókin, „The Ends of Pow-
er“, sem er að koma út þessa
dagana sé svo spennandi og mikil-
væg að hún sé meðhöndluð eins
og bókmenntaperla. Utgefandinn
segir að upplýst sé i bókinni hvað
hafi verið á hinni 18 mínútna
eyðu, sem þurrkuð var út af einni
af hinum frægu segulbandsspól-
um og enn fremur hver hina dul-
arfulli heimildarmaður „Deep
Throat'* sé.
Utgefandinn hefur það eftir
Kissinger fyrrum utanríkisráð-
herra að aðeins einn maður þekki
Watergatehneykslið 90 prósent.
Það sé Haldeman. Hin tíu pró-
sentin liti ef til vill aldrei dagsins
ljós.
Þetta gerðist
4. febrúar
1977 — Starfsmenn bandarísku
upplýsingaþjónustunriar skýra
frá þvi að Sovétmenn og Banda-
rfkjamenn séu að reyna að
framleiða geisla, sem tortimt
geti kjarnorkueldflaugum á
lofti.
1966 — Japönsk farþegavél
hrapar I Tokýóflóa og láta 133
farþegar lifið.
1961 — Hryðjuverkamenn
hefja árásir i Angóla, sem er
nýlenda Portúgala.
1945 — Roosewelt, Churchill og
Stalin koma saman á Yaltaráð-
stefnunni.
1938 — Adolf Hitler tekur að
sér ráðuneyti hermála i Þýzka-
landi og skipar Ribbentrop
utanríkisráðherra.
1904 — Stríð Rússa og Japana
brýzt út, er Japanir gera umsát-
ur um Port Arthur.
1901 — Bandariskí herinn und-
ir forystu Willíams C. Gorgas
hefst handa við að útrýma gulu-
veiki á Kúbu.
1874 — Brezkir herir undir for-
ystu Garnet Wolseley brenna
borgina Kumasi i Ghana og
binda enda á Ashanti-striðið.
1789 — Georg Washington er
kjörinn fyrsti forseti Banda-
ríkjanna.
1783 — Stríð Englendinga og
Bandaríkjamanna endar.
Afmæli eiga f dag: George Lioo.
brezkur leikritahöfundur
(1693—1739), Carl Michqel
Bellman, sænskt Ijóðskáld
(1740—1795), Friedrich Ebert,
þýzkur stjórnvitringur
(1871—1925), Charles A.
Lindberg, bandariskur flug-
methafi (1902—1974), Betty
Friedan, bandarísk kvenrétt-
indakona (1921— ), Ida
Lupino, leikkona fædd i
London (1918— ).
Hugleiðing dagsins: Sagan er
satt að segja litið annað en skrá
yfir glæpi, ógæfii og axarsköft
mannkyns" Edward Gibbon,
enskur sagnfræðingur
(1737—1794).
Dýr myndi Hafliði allur
llullinKun. Finnlamli. 3. fcb. AP.
HÉRAÐSDÓMUR í Finniandi úrskurðaði nýlega að
málmiðnaðarfyrirtæki bæri að greiða 10,500 finnsk mörk
(u.þ.b. 580,000 ísl. kr.) í skaðabætur til starfsmanns er
missti tvo fingur við vinnu sína. Sagði í úrskurðinum að
slysið hefði átt sér stað vegna ófullkomins öryggisútbún-
aðar. Samkvæmt mati þessu er þvi jafnvirði eins fingurs
um 290,000 isl. kr.
VEÐUR
víða um heim
Amstcrdam 2 skýjad
Aþcna 12 sólskin
Rcrlín 2 snjór
Brússcl 8 heiðskfrt
<hioago -9 snjór
Frankfurt 4 ngning
<*onf 5 skijaó
Helsinki 0 bjart
Jóhanncsarb. 26 sólskin
Kaupmannah. 0 snjór
Lissabon 16 sólskin
l.ondon 7 sólskin
Los Angeles 19 heidskfrt
Madrid 16 heiðskfrt
Málaga 16 skýjað
Miami 24 skijað
Moskva •10 bjart
New York ■3 hjart
Ósl6 -2 snjór
Palma 10 léttskijaó
París 7 léttskýjaó
Róm 6 sólskin
Stokkh. 0 skýjaó
Tel Avtv 18 skíjaó
Tokfó 6 heióskfrt
Yancouver 2 rigning
Yfnarborg 2 snjór
FLUGLEIÐIR HF.
J
Flugleiðir h.f., v/Loftleiða h.f. ætla frá og með
maimánuði 1978 að ráða ailmargar nýjar flug-
freyjur og flugþjóna til starfa. í sambandi við
væntanlegar umsóknir skal eftirfarandi tekið
fram:
1 Umsækjendur séu á aldrinum 20—26 ára Þeir
hafi góða aimenna menntun. gott vald á ensku
og öðru erlendu tungumáli, helzt þýzku, frönsku
eða norðurlandamáli.
2. Umsækjendur séu reiðubúnir að sækja kvöldnám-
skeið i febrúar/marz n k. (3—-4 vikur) og ganga
undir hæfnispróf að þvi loknu
3. Á umsóknareyðublöðum sé þess greinilega getið.
hvort viðkomandi sæki urrr ktaifið til lerrgri eða
skemmri tima
4. Umsóknir um endurráðningu flugfreyja, sem áður
hafa starfað hjá Loftleiðum h f , skulu hafa borizt
starfsmannahaldi fyrir 1 0 þ.m
5. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannahaldi
félagsins á Reykjavíkurflugvelli og Lækjargötu 2
og skulu umsóknir hafa borizt starfsmannahaldi
félagsins fyrtr 10 þ m