Morgunblaðið - 04.02.1978, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR 1978
23
Greinargerð varðandi
rannsókn á skilum fyrr-
verandi borgarlögmanns
Hér fer á eftir greinargerð frá skrifstofu borgar-
stjóra varðandi rannsókn endurskoðunardeildar á
skilum Páls Líndals, f.vrrverandi borgarlögmanns, á
innheimtum bifreiðastæðagjöldum ogsamþykkt borg-
arráðs um málið. Þá fylgja og skýrsla stjórnar endur-
skoðunardeildar og bréf borgarendurskoðanda með
áritun kjörinna endurskoðenda ásamt tveimur fvlgi-
skjölum.
Aths.: Greinargerð sú, sem
vitqað er í birtist í heild í Mbl.
sl. fimmtudag.
I byrjun desember 1977 kom
upp grunur um, að í ákveðnum
tilvikum hafi ekki verið gerð
skil til borgarsjóðs á innheimt-
um bifreiðastæðagjöldum, sem
Páll Lindal, þáv. borgarlögmað-
ur, hafði veitt móttöku í marz
og október 1977. Eftir að hafa í
fyrstu neitað vanskilum greiddi
Páll Líndal föstudaginn 9. des-
ember umræddar fjárhæðir til
borgarsjóðs og sagði jafnframt
að af hans hálfu væri ekki um
frekari vanskil að ræða. Endur-
skoðunardeild hafði þá hafið
nánari athugun þessara mála
og strax mánudaginn 12. des-
ember kom fram grunur um
frekari vanskil. Þann dag sagði
Páll Líndal starfi sínu lausu.
Var honum þá jafnframt tjáð af
borgarstjóra, að endurskoðun-
ardeild óskaði eftir að gera leit
að skjölum í herbergi hans og
honum gefinn kostur á að vera
viðstaddur, sem hann afþakk-
aði. Um þetta efni fylgir
skýrsla borgarendurskoðanda.
Rannsókn endurskoðunar-
deildar sem nær allt aftur til
ársins 1965 hefur leitt í ljós, að
á árunum 1971—1977 hefur
Páll Líndal veitt móttöku bif-
reiðastæðagjöldum að fjárhæð
samtals kr. 5.069.729, sem ekki
verður séð að skilað hafi verið í
borgarsjóð. ínn á þessa fjárhæð
greiddi Páll Líndal 9., 14. og 15.
desember s.l. samtals kr.
1.973.704. Skýrslu endur-
skoðunardeildar fékk Páll Lin-
dal 31. janúar, en hefur síðan
ekki sinnt tilmælum endur-
skoðunardeildar um að koma
og gera grein fyrir málinu af
sinni hálfu.
Ekki verður hjá því komizt að
vekja athygli á, að í bréfi til
borgarráðs 31.1. 1978, sem birt
var í dagblöðum 2. þ.m., lætur
Páll Líndal að því liggja, að á
fundi borgarstjóra 12. desem-
ber s.l. hafi honum fyrst verið
sagt, að hann „væri borinn al-
varlegum sökum af borgarend-
urskoðanda". Þremur dögum
áður, 9. desember s.l., hafði
Páll Líndal þó greitt tæpl. kr.
775 þús., sem hann veitti við-
töku í marz og október 1977.
Aður hafði starfsmaður endur-
skoðunardeildar rætt nokkrum
sinnum við Pál Lindal um þessi
vanskil og leitað eftir skýring-
um hans.
Samtalið 12. desember s.l.
getur þvi ekki hafa komið Páli
Líndal á óvart.
I fyrrgreindu bréfi til borgar-
ráðs og í blaðaskrifum undan-
farna daga hefur Páll Lindal
ítrekað fundið að rannsókn
endurskoðunardeildar og jafn-
framt haft í frammi óljósar að-
dróttanir í garð borgaryfir-
valda.
Borgarráð hefur í dag ákveð-
ið að vísa málinu til frekari
meðferðar rannsóknarlögreglu-
stjóra ríkisins.
Reykjavík, 3. febrúar 1978.
Frá skrifstofu borgarstjóra.
Reykjavík, 30. jan. 1978.
1 byrjun desembermánaðar
1977 kom upp grunur um, að I
ákveðnu tilviki hafi ekki verið
gerð skil til borgarsjóðs á inn-
heimtum bifreiðastæðagjöld-
um.
Hóf endurskoðunardeildin
þegar rannsókn á máli þessu og
hefur verið rannsökuð inn-
heimta bifreiðastæðagjalda frá
því að þau voru ákveðin með
byggingarsamþykkt Reykjavík-
urborgar frá 24/3. 1965 og til
loka árs 1977.
Rannsókn þessi Ieiddi eftir-
farandi f ljós:
1. Samkv. 25. gr. byggingar-
samþykktarinnar, getur borgar-
stjórn heimilað, að í þeim til-
vikum, þar sem ekki verður
komið fyrir á lóð, nægilegum
bifreiðastæðum, leyst lóðarhafa
undan þeirri kvöð, ef hann
greiðir andvirði þess lóðar-
hluta, sem á vantar. Skal þá
andvirðið miðað við verðmæti
þeirrar lóðar, sem byggt er á.
2. I ljós hefur komið, að þá-
verandi borgarlögmaður Páll
Líndal sá um samninga þessa
við viðkomandi húseigendur
um greiðslu bifreiðastæðagjald-
anna og virðist sem að greiðslur
þessar hafi verið inntar af
hendi I formi peninga, víxla og
í nokkrum tilvikum skulda-
bréfa. Skuldabréfin hafa þá
borið vexti, en ekki vfxlar.
Einnig hefur komið í ljós að
Páll Líndal hefur í mörgum til-
vikum sjálfur tekið við pen-
ingagreiðslum og víxlagreiðsl-
um.
Eftirfarandi greiðslum hefur
ekki, svo séð verði, verið skilað
til borgarsjóðs:
A. 30/6. 1971 greiðir Magnús
Þorgeirsson vegna húseignar-
innar nr. 7 við Bergstaðastræti
Kr. 131.750.- með ávísun á Ut-
vegsbanka Islands. Avfsunin er
framseld af Páli Líndal án
framsals borgargjaldkera
(Flskj. 1, 1A, 1B, 1C og 1D).
B. 6/10. 1971 greiðir Guðjón
Andrésson vegna húseignarinn-
ar nr. 17 við Fálkagötu Kr.
52.000,- (Sbr. yfirlýsingu Páls
Lindals Flskj 2).
C. 25/5. 1973 gengur borgar-
lögm. frá samkomul. við Sam-
vinnubanka íslands varðandi
húseignina nr. 7 við Banka-
stræti. 30/4. s.á hafði hann sent
kröfubréf til bankans um gjald,
sem næmi alls Kr. 8.750.000.—
(Flskj. 3). Samkomulagið við
Samvinnubankann er munn-
legt og á þá leið að þeir greiði
samsvarandi upphæð og Lands-
banki tslands greiddi árið 1967
(Flskj 3A).
Þessi ákvörðun er ekki borin
undir aðra stjórnendur borgar-
innar svo vitað sé. Samkv.
henni er svo Samvinnubankan-
um gert að greiða alls Kr.
3.500.000,- (Flskj 3B). Upp-
hæðin er greidd með tveimur
ávísunum, önnur að upphæð
Kr. 3.000.000.— sem framseld er
af Páli Lfndal og borgargjald-
kera og er henni skilað f borg-
arsjóð. Hin ávísunin Kr.
500.000.- er framseld í Landsb.
tsl. 29/5. af Páli Líndal en ekki
af borgargjaldkera (Flskj. 3C,
3D og 3E).
D. 22/10. 1974 greiðir Pétur
Eyfeld vegna húseignarinnar
nr. 65 við Laugaveg með ávísun
á Verzlunarbanka íslands að
upph. kr. 100.000,- Ávísunin er
frams. af Páli Líndal án fram-
sals borgargjaldkera (Flskj 4
og 4A).
E. 11/8. 1975 greiðir Islensk
endurtrygging vegna hús-
eignarinnar nr. 6 við Suðurl.br.
með ávísun á Landsbanka ts-
lands að upph. Kr. 540.000,-
Ávísunin er framseld af Páli
Lfndal án framsals borgargjald-
kera (Flskj. 5, 5A og 5B).
F. 13/8. 1975 greiðir Bygg-
ingarfélagið Búr h/f. vegna
húseingarinnar nr. 39 við
Sólvallág. samkv. kvittun Páls
Lfndals (Flskj 6) Kr. 170.000.U
G. 24/6. 1976 er gengið frá sam-
komulagi við sameignarfélagið
Skólavörðustfg 16 vegna hús-
eignarinnar (Flskj. 7) á
heildarupph. Kr. 3.000.000.-.
Greiðslur fóru þannig fram:
24/6. 1976 gr. með ávísun á
Alþýðubankann Kr. 450.000.U
Avísunin er framseld af Páli
Líndal án framsals borgargjald-
kera25/6. (Flskj 7A).
24/6. 1976 gr. með ávfsun á
Alþýðubankann Kr. 550.000.U
Avísunin er framseld af Páli
Lfndal án framsals borgargjald-
kera 16/7. (Flskj. 7B)
30/9. 1976 gr. með ávísun á
Alþýðubankann Kr. 200.000.-
Avísunin er framseld af Páli
Lfndal án framsals borgargjald-
kera 1/11. 1976 (Flskj. 7C).
5/11. 1976 gr. með ávísun á
Alþýðubankann Kr. 300.000.U
Ávfsunin er framseld sama dag
af Páli Líndal án framsals
borgarlögmanns (Flkj. 7D).
Eftirstöðvar Kr. 1.500.000.-
voru greiddar með sýningar-
vfxli, sem ekki var fyrir hendi f
vörslu borgarsjóðs, en Páll Lín-
dal skilaði honum til borgar-
stjóra, þegar hann var inntur
eftir honum f lok desember
1977.
H. 28/12. 1976 er gengið frá
samkomulagi við Guðmund
Axelsson vegna húseignarinnar
nr. 71 við Laugaveg að heildar-
upphæð Kr. 1.473.704 (Flskj.
8). Greiðslur fóru þannig fram,
að upphafl. var gr. með reikn.
Kr. 400.000.U, sem færður er f
borgarsjóð 28/12. 1976, óg
eftirst. með víxlum. Hluti af
vixlunum er greiddur þannig:
31/3. 1977 með ávísun á Utvegs-
banka tslands er framseld er af
Páli Lfndal án framsals borgar-
gjaldkera (Flskj. 8A) Kr.
373.704.U
24/10. 1977 gr. með ávísun á
Útv.b. tsl. sem framseld er af
Páli Lindal án framsals borgar-
gjaldkera (Flskj. 8B) Kr.
400.000.U Sýningarvíxill Kr.
300.000.U fannst við athugun í
skrifborði Páls Lindals 12/12.
1977.
I. 14/2. 1977 er gengið frá sam-
komulagi v. Þorsteinn
Kristjánsson vegna húseignar-
innar nr. 14 við Skólavörðustfg
að upphæð Kr. 1.235.250.— Þar
af er greitt með ávísun á Lands-
banka tslands Kr. 635.250.-
Avisunin er framseld af Páli
Lindal án framsals borgargjald-
kera (Flskj.9og 9A).-
Vfxill f gjaldd. 25/2. 1978
fannst við athugun í skrifborði
Páls Linsals 12/12. 1977 að
upph. Kr.600.000,—
J. 15/2. 1977 gr. Karl Stein-
grímsson vegna húseingarinnar
nr. 39—41 v. Bræðraborgarst.
m. áv. á Sparisj. Pundið og er
0- 5t>y+*yS. 'fy/. ’?-?■ /ÍV. J7£>P.D£>£>
'//r.
* %. '?s Árt £>/>0. —1
''■y'/Z ?? Ár. 6 £>£>.000. „
■ý/i?. ?P Á. &£>£>. O£>0.
&■. 2. /££>. />&£>-
Kvittun innheimtudeildar
skrifborði Páls Lindal.
fyrir fjórum vixlum varðandi bifreiðastæðagjöld sem teknir voru úr
hún framseld af Páli Líndal í
maí (Flskj. 10) án framsals
borgargjaldkera Kr. 67.025.-
K. 5/7. 1977 gr. Bernhard
Petersen h.f. vegna húseignar-
innar nr. 12 v. Holts-
götu/Ananaust á Landsbanka
ísiands Kr. 600.000.— Ávísunin
er framseld af Páli Líndal án
framsals borgargjaldkera
(Flskj. 11 og 11A)
Tveir víxlar f gjalddaga 15/12.
1977 og 1/10. 1978, hvor að upp-
hæð Kr. 600.000.— fundust við
athugun í skrifborði Páls Lín-
dals þann 12/12. 1977.
Samtals eru þannig Kr.
5.069.729.-, sem vantar skil á í
borgarsjóð þann 8/12.1977.
Þann 9/12. greiddi Páll Lín-
dal í borgarsjóð m. ávfsun Kr.
773.704,- þann 14/12. voru
greiddar f. hans hönd í borgar-
sjóð Kr. 600.000.— og þann
15/12. voru greiddar f. hans
hönd í borgarsjóð Kr.
600.000.-.
Þannig vantar nú þann 30/1.
1978 skil á Kr. 3.096.025,-
Endurskoðunardeildin mun
gera könnun á þeim þætti þessa
máls, sem snýr að því, hvort
farið hafi verið eftir reglum
byggingarsamþykktar Reykja-
víkurborgar um útreikninga á
upphæðum bifreiðastæðagja-
deildarinnar hélt fyrst fund um
þetta mál 7“12. 1977 og hefur
alls haldið átta fundi um málið.
I stjórn endurskoðunardeild-
ar.
Bergur Tómasson,
Bjarni Bjarnason,
Hrafn Magnússon.
Reykjavfk, 2. febrúar 1978.
BT/hg.
I byrjun rannsóknar á máli
Páls Lindals, varðandi meðferð
innheimts fjár vegna bifreiða-
stæðagjalda, kom fram, að ekki
voru nein gögn fyrir hendi um
greiðslumáta, samkomulag eða
útreikninga á því tilviki, sem
varð upphaf að rannsókn þess-
ari, svo og sfðari mála, sem upp
komu. Páll Lindal hafði verið
inntur eftir gögnum f ssum oft-
ar en einu sinni og kvað hann
engin gögn um þetta vera í sín-
um fórum og gæti hann engar
upplýsingar gefið.
Þegar svo Páll segir starfi
sinu lausu 12.12. 1977, skýrði
borgarstjóri Páli frá þvf, að
borgarendurskoðandi teldi
nauðsynlegt að hirzlur Páls
yrðu skoðaðar til þess að ganga
úr skugga um að ekki væru þar
gögn til upplýsingar f málinu.
Borgarstjóri spurði Pál hvort
har.n vildi vera viðstaddur, en
hann kvað nei við. Að svo búnu
fór Páll af skrifstofu sinni en
borgarendurskoðandi ásamt
Birni Kristjánssyni, starfs-
manni endurskoðunardeildar,
og skrifstofustjóra deildarinn-
ar, Kjartandi Gunnarssyni,
könnuðu gögn í skrifborði Páls
með vitund borgarstjóra og
skrifstofustjóra borgarstjóra.
Teknir voru úr skrifborðinu
fjórir vfxlar varðandi bifreiða-
stæðagjöld samkvæmt með-
fylgjandi kvittun innheimtu-
deildar, en innheimtudeild
voru afhentir víxlarnir til varð-
veislu og innheimtu. Ennfrem-
ur gögn um þær greiðslur er
þeir þrir aðilar, sam samþ. vixl-
ana, áttu að greiða fyrir bif-
reiðastæðagjöld.
Að öðru leyti varðandi atvik
þennan dag vegna þessa máls,
vísast til minnisblaðs Björns
Kristjánssonar, sem fylgir hér
með.
Það er rangt, að ég hafi nokk-
urn tíma sakfellt Pál Líndal
Framhald á bls. 24