Morgunblaðið - 04.02.1978, Page 28

Morgunblaðið - 04.02.1978, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LÁUGARDAGUR 4. FEBRUAR 1978 Fá mál vöktu meiri athygli i iok siðasta árs en staða Banda- rkjadollars og horfur í málefn- um Miðausturianda og Afríku. Mikil hreyfing var í þessum málum og þær breytingar sem urðu munu án efa hafa áhrif á þróun þeirra i ár. Athyglisverðasti og jafn- framt mikilvægasti þáttur þess- ara breytinga var vaxandi dreifing valds i heiminum, bæði hervalds og efnahags- valds. Valddreifingin hefur margbreytileg áhrif á stöðu risaveldanna, Bandaríkjanna og Sovétrikjanna, innbyrðis sem og afstöðu þeirra til lepp- rikja sinna og bandamanna. En mestar munu breytingarnar í framtíðinni verða í þeim heims- hluta, sem oft hefur ranglega verið kallaður þriðji heimur- inn. Enginn vafi leikur á að vald- dreifingin hefur orðið mest í þriðja heiminum, en til hans teljast flest lönd Suður- Ameriku, Afríku og Asiu. Þau eiga það sameiginlegt að vera Jólaviðræður Sadats og Begins lofuðu góðu en framhaldið hefur ekki verið eins gott og vonazt var til. hafa sótt um inngöngu i banda- lagið. En áhrifa þjóðernisstefnunn- ar gætti víðar én innan Vestur- Evrópu. Þegar kreppa varð i stáliðnaði fyrír skömmu urðu lönd þriðja héimsins verst úti, og svo færi einnig ef þjóðernis- stefnan yrði alls ráðandi í Vest- ur-Evrópu. Um Iangt árabil hef- ur Japan verið eitt af mestu iðnveldum Asíu. Nú eru önnur lönd, svo sem Suður-Kórea, Ir- an, Indland og Formósa að taka við þvi hlutverki. í öllum þess- um löndum er vinnuaflið ódýrt og skilyrði góð til iðnaðar, en sá er hængur á, að framleiðsla þeirra er aðallega seld til Vest- ur-Evrópu. Lokist sá markaður er i ekkert annað hús að venda, og mikið hrun yrði fyrirsjáan- legt í efnahag þeirra. Þjóðern- isstefnan gerði því lítið úr þeim fullyrðingum Vesturveldanna að þau veiti löndum þriðja heimsins efnahagslegan og tæknilegan stuðning. Þjóðernisstefnan yrði þvi mjög óviturleg stefna, þó svo Friðarhorfur í Miðaustur- löndum og fall dollarsins fyrrum nýlendur Evrópulanda og eru yfirleitt hlutlaus. En þriðji heimurinn er að klofna í tvo ólíka hluta, annars vegar þau lönd þar sem iðnvæð- ing er vel á veg komin og mikl- ar náttúruauðlindir eru, og hins vegar þau lönd sem styttra eru komin i iðnvæðingunni og hafa yfir engum náttúruauð- lindum að ráða. Má þvi með sanni segja, að innan þriðja heimsins sé að myndast nýr heimur, — fjórði heimurinn. Á síðustu árum hefur orðið mikil breyting á afstöðu landa þriðja heimsins til risaveld- anna og þeirra bandalags sem þau eiga aðild að. Mörg lönd, sem hingað til hafa verið hlut- laus, hafa neyðzt til að ganga vesturveldunum eða kommún- istum á hönd, vegna eigin vig- búnaðar eða nágrannaríkjanna. Taka ríki Vestur-Evrópu upp þjóðernisstefnu? Fall dollarans hefur grafið mjög undan trausti annarra landa á Bandarikjunum og sýnt svo ekki verður um villzt að Vestur-Þýzkaland og Japan eru á góðri leið með að taka við af Bandarikjunum sem mestu iðn- veldi veraldar. Þá hafa oliuauð- æfi Saudi-Arabiu skotið þeim í fremstu röð efnahagslegra stór- velda. Fall dollaran^ var einnig ábending til ríkja Vestur- Evrópu um að reyna að forðast viðskiptaetríð, þegar þau reyna að stemma stigp við vaxandi atvinnuleysi og verðbólgu i löndunum. Ef Vestur-Evrópa tæki upp þjóðernisstefnu með verndar- stefnu i huga, tjg gengi gjald- miðla hennar yrði fellt eða látið síga, gæti svo farið að stjórn- málaleg eining hennar brysti. Ef svo yrði myndu áhrifin verða hrikaleg, því Evrópu- kommúnisminn. á nú vaxandi fylgi að fagna í löndum Vestur- Evrópu. Ofan |á allt saman kæmi sú staðreynd að EBE á erfitt tímabil framundan, því Grikkland, Portúgal og Spánn Cruise-flugskeytið er eitt þeirra atriða sem SALT-viðræðurnar stranda á. Bandaríkjamenn tóku flugskeytið í notkun á síðasta ári, en þeir kusu frekar að notast við þessa tegund flugskeyta en að smíða nýja tegund langdrægra sprengjuflugvéla. Kemur Sihanouk prins aftur til valda? Getur verið að Norodom Sihanouk prins, fyrrverandi þjóðhöfðingi Kambódíu, sé um það bil að stíga upp úr sinni pólitísku gröf? Þessi spurning sýnir hversu fullkomlega landamærastríð Kambódíu og Vietnam hefur riðlað allri reglu sem menn þóttust vissir um að væri að komast á í Indó- kína eftirstríðsáranna. Lítið hefur heyrzt af Sihan- ouk frá því að Rauðu khmer- arnir ráku hann úr embætti í apríl 1976. Er álitið að honum sé haldið í stofufangelsi í Phnom Penh, en af og tij heyr- ast yfirlýsingar í Phnom Penh- útvarpinu sem eiga að vera frá honum komnar og lýsa á hjart- næman hátt stuðningi hans við hina nýju stjórnarherra. Ástæðan fyrir því að hann er yfirleitt nefndur á nafn hefur verið rakin til landamærastríðs- ins og til þess, að með því vilji stjórnin friða ráðamenn í Pek- ing. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er þriðji hluti 90 þúsund manna hers Kambódíu fallinn eða hefur verið hand- tekinn af fjandmönnunum. Herbúnaður landsins er í mol- um. Rauðu khmerarnir hafa nú gfipið til þess ráðs að safna leifum hersins í 30—40 manna flokka, sem er ætlað það hlut- verk að hrjá innrásarliðið, sem er mun sterkara á velli, með skæruhernaði. Af fréttum má ráða að þessi baráttuaðferð hafi reynzt þeim nokkuð vel, sérstaklega syðst í Mekong-óshólmunum. En stjórnin í Hanoi hefur gefið þeim alvarlega viðvörun: „Ef þeir (Kambódíumenfi) halda áfram þessari glæpsamlegu starfsemi sinni og neita að ganga til samninga eru afleið- ingarnar á þeirra ábyrgð." I útvarpi víetnamska hersins heyrast nú skipanir um að hann eigi að „berjast af afli og eyða“ kambódíska hernum, en áður voru þeir ekki eins harðir í fyrirskipunum sínum. Fulltrúar Víetnams hjá Sam- einuðu þjóðunum og á öðrum áhrifamiklum stöðum eins og í Delhi og París hafa þar náð þegjandi samþykki við þessum aðgerðum sínum. Akalli Kambí- díumanna um hjálp frá óháðum rikjum þriðja heimsins hefur e.kki verið svarað. Það er einmitt á þessum punkti sem Sihanouk prins gæti komið inn i myndina. Hann gæti vakið traust leiðtoga Víetnama, sem hann hefur áður átt saman við að sælda, endur- reist álit Kambódíu út á við (sem grimmdarlegt framferði Rauðu khmeranna hefur eyði- lagt) og komið því til keiðar að landamæri landsins verði virt. (Jrslit þessa máls geta ráðizt af afstöðu frú Teng Ying-chao, ekkju Chou En-lais, fyrrver- andi forsætisráðherra, en hún á sæti í miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins og er varaformaður á þingi fólksins. Það er vart hægt að leggja mikið upp úr þeim ræðum sem fluttar voru við komu hennar til Phnom Penh, þar sem bræðraþjóðir hittust. Hún hefur án efa hvatt Kam- bódíumenn til að ganga til samninga við Vietnama svo þessu stríði lyki. En Kínverjar hafa á augljósan hátt sýnt fram á óánægju sina með meðferð Kambódíustjórnar á Sihanouk prins. Stjórnin í Peking velur af nákvæmni þá sem hún send- ir, hvert hún sendir þá og hven- ær, en kynni Chous og Sihan- ouks voru svo náin, að þegar þeir hittust í fyrsta sinn á Bandung-ráðstefnunni í Indó- nesíu fyrir 23 árum sagði prins- inn það hafa verið ,,ást við fyrstu sýn“. Þessi heimsókn ekkjunnar sýnir að Peking hefur ekki i hyggju að snúa baki við Kambó- díu og til eru ýmis ráð, eins og að koma Sihanouk--prins aftur til valda til að binda endi á landamærastríðið. Aðeins svartsýnustu menn eru þeirrar skoðunar að leiðtogar Rauðu khmeranna muni, vegna þeirr- ar hugmyndafræði sem þeir að- hyllast, fremur taka þann kost að her landsins verði brytjaður niður og þeir e.t.v. líka sjálfir, en að þeir láti striðinu lokið á þann veg sem við blesir. BRIANEADS Bankok 23. jan. 1978. && THE OBSERVER THEOBSERVER áSfck THE OBSERVER éáfo THE OBSERVER iSáte THE OBSERVER oSfcfe.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.