Morgunblaðið - 04.02.1978, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR 1978
29
hún gæti ef til vill bjargað
Vesturveldunum út úr þeim
efnahagsörðugleikum sem þau
eiga við að stríða. Lönd þriðja
heimsins hafa mikilvægu hlut-
verki að gegna i stjórnmálabar-
áttunni sem er og mun verða i
framtíðinni milli Vesturveld-
anna og kommúnista.
Ný utanrfkis-
málastefna
Carters
Mörg lönd ráða yfir kjarn-
orkusprengju, eða vinna að
gerð hennar, en þrátt fyrir það
eru Bandarikin og Sovétrikin
enn öflugustu kjarnorkuveldi
jarðarinnar, og valdajafnvægið
í heiminum er grundvallað á
stöðu risaveldanna. Afvopnun
var mikið til umræðu á siðasta
ári og þó ekki hafi náðst sam-
komulag i þeim efnum frekar
Kreppan f stáliðnaðinum fyrir sjö árum fór illa með efnahag margra rfkja þriðja heimsins.
en fyrri daginn, miðaði þó i
samkomulagsátt.
Carter, Bandarikjaforseti,
mótaði nýja stefnu í utanríkis-
málum lands sins og er hún
fólgin i meiri umhyggju fyrir
öðrum þjóðum en tíðkazt hefur
hingað til. Mannúðarmál, af-
vopnunarstefnan og stuðningur
Bandarikjanna við baráttu
blökkumanna i Suður-Afríku,
voru þau mál, sem honum voru
hjartfólgnust, og lét hann mik-
ið til sín taka í þeim efnum.
Jafnframt vann Carter ötullega
að þvi að móta nýja stefnu i
utanríkismálum Bandarikj-
anna. Hann hefur neitað Sómal-
iu um hernaðaraðstoð og virðist
sem hann sé staðráðinn i að
blanda Bandaríkjamönnum
ekki i strið á erlendri grundu
eins og gerðist i Vietnam.
Utanrikisstefna Carters sá
dagsins ljós á sama tima og
eykst sifellt hættan á að fleiri
riki smíði kjarnorkuvopn og
yrði það enn til að raska stöðu
stórveldanna. Carter hefur lát-
ið í ljós áhyggjur sínar yfir
dreifingu kjarnorkuvopna og
hefur hann þegar hafið viðræð-
ur við Sovétmenn um leiðir til
að hindra að fleiri lönd eignist
kjarnorkuvopn. Viðræðurnar
munu halda áfram á nýbyrjuðu
ári, en þær eru þáttur í viða-
meiri áætlun um afvopnun og
banni við vopnasölu. Reyndar
mun Carter ekki aðeins eiga
viðræður við Sovétmenn um
þessi mál, heldur einnig við hin
Vesturveldin, þó búizt sé við að
þær viðræður muni ganga mun
betur en við Sovétrikin. Af-
vopnun verður auk þess aðal-
mál aukafundar Allsherjar-
þings Samcinuðu þjóðanna
næsta vor.
Annar þáttur í viðræðum
Bandarikjanna og Sovétrikj-
anna um vopnamál eru SALT-
viðræðurnar svonefndu. Þær
verða hafnar að nýju á þessu
ári, og mun þar verða tekið
tillit til nýrra vopna, svo sem
Cruise-flugskeytisins. Þá halda
samningaviðræður NATO og
Varsjárbandalagsins um gagn-
kvæma fækkun i herjum
bandalaganna áfram i ár.
Horfur
í málefnum
Miðausturlanda
Miðausturlönd eru nú sem
oftar i brennidepli, og horfir
þar til vandræða fyrir bæði
risaveldin. Samkeppni þeirra
þar fer sífellt harðnandi, og
ekki er aðeins um að ræða
hernaðarsamkeppni, heldur
einnig samkeppni i efnahags-
málum. Olíuauðæfi Araba-
landa, útflutningsmarkaður og
leyfi til skipasiglinga um Súez-
skurð eru allt mál sem varða
framtið risaveldanna miklu.
En risaveldin mega ekki
gleyma þvi að vaxandi sam-
keppni þeirra i Miðausturlönd-
um getur mjög sprllt öllum frið-
arhorfum þar. Svo kann að fara
að vinaþjóðir þeirra vilji að þau
sýni stuðning sinn í verki, svip-
að og Bandarikin gerðu í októ-
berstyrjöldinni 1973, þegar þau
voru með mikinn kjarnorkuvið-
búnað. Það getur oft verið erf-
itt fyrir risaveldin að ákveða
hvað samkeppni þeirra’eigi að
gaiiga langt.
1 yfirlýsingu, sem Bandaríkin
og Sovétrikin gáfu út fyrsta
október, viðurkenndu < Banda-
rikjamenn að Sovétmenn hefðu
Framhald á bls. 27
Sovétrikin unnu að því með
ráðum og dáðum að koma sér
upp her, svipuðum að styrk-
leika og tækni og Bandaríkin
hafa yfir að ráða.
Bandaríkin, Sovétríkin og
bandamenn þeirra hafa yfir-
leitt látið hernaðaraðstoð til
þriðja heimsins nægja, en ekki
sent her og sérfræðinga til
þeirra landa, þó svo að nú séu i
Angóla kúbanskir hermenn og
brezkir i Oman. I þakkarskyni
fyrir veitta aðstoð hafa lönd
þriðja heifnsins leyft risaveld-
unum að nota herflugvelli og
flotastöðvar viðkomandi landa,
í sumum .tilfellum hafa risa-
veldin jafnvel fengið að koma
sér upp sinum eigin herstöðv-
um í löndunum.
En reynslan hefur sýnt að
þegar mikið liggur við láta risa-
veldin ekki hernaðaraðstoð
nægja, heídur senda heri og
sérfræðinga til hættusvæð-
anna, eins og þau hafa gert í
Israel, Indlandi, Egyptalandi
og tran.
Valdatafl risaveldanna hefur
leitt til þess að þau hafa stund-
um neyðzt til að koma fyrir
kjarnorkuvopnum utan landa
sinna og bandamanna sinna.
Með aukinni dreifingu kjarn-
orkuvopna um allan heim,
Utbreiðsla kjarnorkuvopna f heiminum veldur Carter miklum
áhyggjum. bessi mynd var tekin þegar Frakkar sprengdu sfna
fyrstu kjarnorkusprengju fyrir nærri tfu árum.
75 áraídag:
Ólöf Þorleifsdóttir frá
Hömrum Grundarfirði
í dag, sunnudaginn 5. febrúar,
verður sómakonan Ölöf á Hömr-
um í Eyrarsveit, sjötíu og fimm
ára gömul. — Þearian dag árið
1903 fæddist Ólöf í Stykkishólmi,
dóttir hjónanna Önnu Guðmunds-
dóttur og Þorleifs Jóhannssonar,
sem þar bjuggu. Enda þótt örlög-
in hafi hagað því þannig, að Ólöf
hefur alið megin hlúta aldurs sins
í öðru sveitarfélagi en fæðingar-
bæ sinum, eru henni svo minnis-
stæð æsku- og unglingsárin á
fyrri hluta þessarar aldar í Stykk-
ishólmi að með ólíkindum er. —
þegar Ólöf er rúmlega tvítug, eða
13. sept. 1924 gengur hún að eiga
Pál bónda og skipstjóra Þorleifs-
son frá'frá Hömrum i Grundar-
firði og þangað flytur hún og býr
góðu búi allt til þess, að þau flytja
útí Grundarfjaðarþorp um 1950.
Páll gerðist þá verzlunarstjóri
Sigurðar Agústssonar síðar al-
þingismanns, en með þeim hafði
verið náið samstarf og vinátta um
langt skeið. Sá, sem þessar línur
skrifar, sá aldrei Pál Þorleifsson,
en honum nákunnugir hafa sagt
mér frá honum, dugnaði hans og
harðfylgi. En Páll varð ekki lang-
lífur, því að skömmu eftir að þau
fluttust frá Hömrum, andast hann
á sóttarsæng, öllum harmdauði.
Ólöf og Páll eignuðust fimm börn,
Sigriður býr í Kópavogi, Leifur í
Svíþjóð, Hörður bóndi á Hömrum,
Jarþrúður í Ameríku og Pálmi
skipstjóri i Reykjavík, allt hið
ágætasta fólk. — Þegar undirrit-
aður fluttist hingað fyrir rúmlega
25 árum ásamt fjölskyldu sinni,
var Ólöi fyrsta konan sem við
kynntumst, fluttumst í hennar
húsakynni og ég að taka við störf-
um, sem áður hafði eiginmaður
hennar gegnt. Vinátta Ólafar hef-
ur svo flutzt til barna okkar og
barnabarna og ennþá finnst mér
Ólöf alveg eins og ég sá hana
fyrst. Skömmu eftir að hún missti
mann sinn, kom hún sér upp húsi
hér í þorpinu, þar býr hún enn og
hefur að minni hyggju alltaf verið
veitandi fremur en þiggjandi. —
Ólöf er hreinn hafsjór af fróðleik
um heimabyggð sína og nágrenni,
sögu þess og þróun mannlifsins i
gegnum tíðina. Hún hefur tekið
virkan þátt í félagsskap kvenna
hér á staðnum og var þar lengi í
forystusveit. Þegar konur hafa
farið hópferðir til sögufrægra
staða hér i nágenninu, t.d. í Dala-
sýslu, þá talar Ólöf af svo miklum
kunnugleik um konur liðinna
alda, að sumum finnst sem þær
Auður Djupúðga, Guðrún Ósvíf-
ursdóttir og Auður Vésteinsdóttir
hafi allar komið í kaffi til Ólafar i
gær eða fyrradag.
Síðan Ólöf hætti að ganga til
vinnu í fiskverkunarstöðvarnar,
svo sem hún gerði til skamms
tíma, hefur hugur hennar einkum
beinst að því áhugamáli, sem ég
held að henni sé hjartfólgnast.
Það er ræktun og hirðing blóma
ogtrjáa, úti bæði sem inni. Stund-
um hefur mér dottið í hug, þegar
ég heyri Ólöfu tala um blóm, að
það sem hún ekki viti á þeim
vettvangi, sé nánast ekki þess
virði að vita það.
Enda þótt hún Ólöf á Hömrum
hafi ekki haldið að sér höndum
um dagana og lengstan hluta æv-
innar lítt þekkt til þeirra þæg-
inda, sem nútima húsmóðirin hef-
ur í kringum sig, þá hefur hún
hreint ekki látið mikið á sjá i
útliti eða fasi. Þessu til staðfest-
ingar skal sagt hér frá eftirfar-
andi atviki. — Það var sl. sumar,
að maður úr ná^rannasveit okkar
kom í verzlunina til min og var ég
þá að afgreiða lágaxna, eldri
konu, ljósa á hörund og hár. Þeg-
ar hún hvarf frá afgreiðsluborð-
inu, gaf maðurinn sig á taí við mig
og spurði hvaða konu ég hefði
verið að afgreiða. Ég tjáði honum
að hún héti Ólöf Þorleifsdóttir og
væri ekkja Páls heitins á Hömr-
um, en það nafn þekkja allir Snæ-
fellingar, sem slitið hafa barns-
skónum. Nei, nú trúi ég mátulega,
sagði maðurinn, er hún ekki orðin
meiri kerling en þetta. Ég sagði.
Heyrðu vinur minn, komdu hérna
eftir tuttugu ár, þá verð ég sjötiu
og fimm ára en Ölöf níutíu og
fimm. Ef til vill verð ég hérna þá
og ekki kæmi mér það neitt á
óvart, þótt ég þá alveg einsog nú,
væri að rétta Ólöfu duggunarlít-
inn kjötfarsböggul yfir borðið og
Framhald á bls. 27
Okkur vantar sjómann á þing
fyrir Reykjaneskjördæmi
KJÓSUM
HELGA HALLVARÐSSOM
í öruggt sæti í prófkjörinu
Stuðningsmenn.