Morgunblaðið - 04.02.1978, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR 1978
Þjóðaratkvæði um prestskosningar:
Almenningur kveði
sjálfur upp úrskurðinn
Þingræða Þorvalds G. Kristjánssonar
FORSETAR Alþingis: Asgeir
Bjarnason, Ragnhildur Helga-
dóttir og Þorvaldur Garðar
Kristjánsson hafa flutt tillögu til
þingsálvktunar — svohljóðandi:
Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að láta fara fram
þjóðaratkvæði jafnhliða næstu al-
þingiskosningum um það, hvort
afnema skuli beinar og almennar
prestskosningar. t greinargerð
með tillögunni segir m.a.:
„Hinar siendurteknu samþykkt-
ir Kirkjuþings og endurflutning-
ur frumvarpsins um afnám
prestskosninga sýna svo glöggt
sem verða má, hver alvara fylgir
máli þessu og hve illa Kirkjuþing-
ið unir þvi, að það skuli eigi fá
framgang. Afdrif frumvarpsins
sýna og glögglega, hve mjög skort-
ir á, að sannfæring og samviska
þingmanna leyfi stuðning við af-
nám prestskosninga. Málið er því
í sjálfheldu. I raun og veru er það.
lítt viðunandi ástand, að Kirkju-
þing og Alþingi skuli vera svo
mjög á öndverðum meiði í máli,
sem varðar svo mjög starfsemi
þjóðkirkjunnar. Þessu ástandi
þarf því að ljúka sem fyrst.
Hér er um að ræða ágreining
um grundvallaratriði. Annað-
hvort eru prestskosningar beinar
og almennar eða ekki. Lausnar
þessa ágreinings þarf samt að
leita eftir leiðum, sem líklegastar
eru til niðurstöðu, sem báðir aðil-
ar ættu að geta sætt sig við, hvort
heldur það yrðu beinar og al-
mennar prestskosningar eða af-
nám þeirrar skipunar. Til þess að
svo megi verða, er nauðsyn að
málið skýrist betur en orðið er.
Það er nauðsyn að draga fram
staðreyndir til að byggja á ákvarð-
anatöku í málinu. Hvorki Kirkju-
þingi né Alþingi er ætlandi sá
vanþroski að neita staðreyndum.
Nú er það svo, að ágreiningur
er um það, hve mikil brögð eru að
gagnrýni og óánægju með beinar
og almennar prestskosningar,
bæði innan einstakra félagsein-
inga þjóðkirkjunnar og einkum
meðal hinna almennu félaga þjóð-
kirkjunnar, almennings í landinu.
Það verða og naumast fundin
haldgóð rök gegn réttmæti þess,
að fólkið í landinu, sem þjóðkirkj-
unni er ætlað að þjótia, sé spurt
um álit þess um það, hvort það
vilji áfram beinar og almennar
prestskosningar eða afnám
Þorvaldur G. Kristjánsson, forseti
efri deildar.
þeirra. Til þess að fá sem gleggsta
mynd af skoðunum og vilja al-
mennings á máli þessu er lagt til í
tillögu þessari til þingsályktunar,
að Iátið verði fara fram þjóðarat-
kvæði um það, hvort afnema skuli
beinar og almennar prestskosn-
ingar.“
Agreiningur er um þessa til-
lögu. Ýmsir þingmenn vilja að
Alþingi sjálft taki afstöðu til
málsins, án þjóðaratkvæðis. Aðrir
eru andvígir tillögunni einfald-
lega sökum þess, að þeir vilja
enga breytingu á varðandi kjör
presta. Hér fer á framsaga 1. flm.
Þorvaldar Garðars Kristjánsson-
ar.“
„Tillaga sú sem ég hér mæli
fyrir var fíutt á síðasta þingi, en
var ekki útrædd. Ég stííli því í hóf
framsögu að þessu sinni.
Tillagan mælir svo fyrir, aó
ríkisstjórnin láti fara fram
þjóðaratkvæði jafnhliða næstu al-
þingiskosningum um það hvort
afnema skuli béinar og almennar
prestskosningar.
Það er ekki að ófyrirsynju að
tillaga þessi er fram borin. Á síð-
ari árum hefur komið fram ákveð-
inn vilji af hálfu forystumanna
þjóðkirkjunnar að beinar og al-
mennar kosningar skuli ekki fara
fram um veitingu prestakalla svo
sem lög nr. 32/1915 um veitingu
prestakalla kveða á um. En málið
hefir ekki náð fram að ganga.
Engin ríkisstjórn hefur sýnt því
áhuga, að alþingi ekki fallist á
það.
Frá árinu 1962 hefur fjórum
sinnum verið lagt fram á Alþingi
frv. til laga um veitingu presta-
utan
Pálmi Jónsson alþingismaður:
Stórvirkjun
eldvirknisvæða
— þegar orkueftirspurn og arðsemi fara saman
STJÓRNARFRUMARP um Blönduvirkjun var enn til
fyrstu umræðu í neðri deild Alþingis sl. miðvikudag. Páll
Pétursson (F) deildi hart á frumvarpið. Þórarinn
Þórarinsson (F) lét í ljós ýmsar efasemdir um ágæti
þess. Gunnar Thoroddsen orkuráðherra og Pálmi Jóns-
son (S) brugðu rösklega við til varnar. Hér verður
lítillega rakinn efnisþráður umræónanna.
Efnahagsvandi og
iðnaðarráðuneyti
Páll Pétursson (F) taldi að
efnahagsvanda þjóðarinnar mætti
að hluta til rekja til iðnaðarráðu-
neytisins. Hann drap á Kröflu,
stækkun álvers, járnblendiverk-
smiðju og fyrirhugaða Blöndu-
virkjun í því sambandi. Blöndu-
virkjun væri það stór og fjárfrek
að hún byði upp á frekari stór-
iðjuframkvæmdir. PáPé taldi
orkuspár sýna fram á að fyrirhug-
uð Blönduvirkjun væri ótímabær.
Virkjun Blöndu á næstu árum
væri umfram orkuþörf og fjárráð
þjóðarinnar.
PáPé sagði frumvarpið um
Blönduvirkjun stefna að því að
setja eina fegurstu og blóm-
legustu afrétt landsins undir
vatn. Vatnið yrði 3ja stærsta vatn
á íslandi. Landssvæðið, sem undir
það færi, væri stærra en öll rækt-
uð tún í Húnavatnssýslu.
Fyrirhyggja og framsýni
Pálmi Jónsson (S) vék m.a. að
orkuspá, sem hinir hæfustu menn
hefðu unnið fram í tímann. Gert
væri ráð fyrir 9% aukningu orku-
neyzlu á ári fyrst um sinn, síðan
smá drægi úr henni. Kunnugt
væri að orkuneyzla hefði vaxið
undanfarið um allt að 15—20% í
sumum landssvæðum hin síðari
®r- PJ sagði að ef allt stæðist, þ.á
m. að Kröfluvirkjun kæmi í gagn-
ið með fullum afköstum, mætti til
sanns vegar færa, að ný stórvirkj-
un þyrfti ekki að vera tilbúin fyrr
en 1987. Sigölduvirkjun yrði hins-
vegar fullnýtt 1980—81. Augljóst
er að orkumarkaðurinn þarfnast
nýrrar stórvirkjunar á síðari
hluta næsta áratugar — og fyrr ef
Krafla nýtist ekki að fullu.
Spurníngin er því sú: viljum við
halda áfram að nýta innlenda
orkugjafa til að fullnægja inn-
lendri orkuþörf komandi ára? Ef
svo er: eigum við þá að halda
áfram að virkja einvörðungu á
eldvirknisvæðum, s.s. á Þjórsár-
svæði, eða eigum við að byggja
stórvirkjun utan eldvirknisvæða
— og þá er Blanda tiltækastur
valkostur, m.a. vegna þeirra rann-
sókna og undirbúnings, er þegar
hefur verið lagt í. Mitt mat er að
hagkvæmt sé að dreifa stór-
virkjunum um landið, auk þess
kosts og öryggis, sem fylgja mun
stórvirkjun utan eldvirknisvæða.
PJ vitnaði í yfirverkfræðing
Landsvirkjunar varðandi orku-
forða þjóðarinnar (Jóhann M.
Máríusson, ræða á miðsvetrar-
fundi SÍR):
„Áætlað hefur verið, að
virkjanleg vatns- og jarðgufuorka
til raforkuframleiðslu hér á landi
geti numið a.m.k. 50 þús. giga-
wattstundum á ári, þar af um það
bil helmingur í vatnsorku. Ef
reikna má með, að íslendingar
væru orðnir 700 þús. manna þjóð í
lok 21. aldar og þá verði beislun
þessarar orku orðin að veruleika,
munu menn hafa til ráðstöfunar
um 70 þús. kw-5tundir af raforku
á hvern einstakling á ári. Til
samanburðar má geta þess, að í
dag notum við um 11 þús. kw-
stundir af raforku á hvern ein-
stakling og t.d. Norðmenn sem
nota mest allra í heimi, hafa í dag
um 17 þús. kw-stundir til ráðstöf-
unar á hvern einstakling. En þeir
hafa þegar fullnýtt meiri hlutann
af sinni vatnsorku. Jarðgufu hafa
þeir enga umtalsverða eftir því
sem best er vitað.
Hér er ekki um spá að ræða í
neinum skilningi, en það virðist
nokkuð ljóst, að búast má við því
að þrátt fyrir mannfjölgun á ís-
landi ræður þjóðin yfir möguleik-
um til að stórauka raforkufram-
leiðslu á hvern einstakling og það
með þeim verðmætu orkulindum,
sem stöðugt endurnýjar sig fyrir
tilverknað náttúruaflanna
sjálfra.'1
MYND
Þórarinn Þórarinsson Gunnar Thoroddsen.
PJ gerði hagkvæmnissaman-
burð á virkjun Blöndu annars
vegar og virkjun við Villinganes
og í Bessastaðaá hinsvegar, sem
eru smærri virkjunarvalkostir.
Virkjun Blöndu, með 135 Mw„
800 gigawst., kosti 17 milljarða.
Villinganés/Bessastaðaá, með 86
mw. samtals, kosti tæpa 18
milljarða. Þá skorti enn 49Mw. til
að ná orkuframleiðslu Blöndu.
PJ sagði rétt vera að Blöndu-
virkjun fylgdu landsspjöll. 49,7
f.km. (ekki 60 eins og PáPé sagði)
færu undir vatn. Tilraunir
Rannsóknastofnunar landbúnað-
arins hefðu sýnt að græða mætti
UIIIVIIIJII
VATNAJ0KUL4
Hér að ofan sést orkuöflunar-.
svæði Landsvirkjunar, þar sem
allar tiltækar stórvirkjanir á
íslandi eru staðsettar — og
Hrauneyjarfossvirkjun verður
reist. Spurningin er, hvort sé
hagkvæmt að dreifa stór-
virkjunum á fleiri landshluta
— og byggja a.m.k. eina stór-
virkjun utan eldvirknisvæða,
ef öryggis- og arðsemisjónar-
mið fara saman. Þessi spurning
var m.a. ívafið í ræðum þing-
manna um Blönduvirkjun, sem
hér á sfðunni eru lauslega rakt-