Morgunblaðið - 04.02.1978, Síða 31

Morgunblaðið - 04.02.1978, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR 1978 31 kalla, þar sem gert var ráð fyrir afnámi beinna og almennra kosn- inga. Frumvarp þetta hafði verið undirbúið og samþykkt af kirkju- þingi. I þrjú skipti komst frv, þetta ekki nema til 1. umræðu. En í fjórða skiptið sem frv. var lagt fram á Alþingi 1973—1974 fékk það loks afgreiðslu. Frumvarpið var tekið til alvarlegrar meðferð- ar í menntamálanefnd efri deild- ar. Nefndin leitaði umsagna um frv. hjá Guðfræðideild Háskólans, Prestafélagi Islands, Félagi guð- fræðinema og próföstum með ósk um að þeir kynntu málið í söfnuð- unum í prófastsdæmunum. Umsagnir bárust aðeins frá Guðfræðideild Háskólans og Prestafélagi íslands, sem mæltu með samþykkt frumvarpsins, og frá aðeins átta prófastsdæmum, þar sem fram komu meðmæli og þó ekki síður andmæli. Virtist svo, sem ,ekki væri almennur áhugi fyrir afnámi prests- kosninga og ekki jafnmikii eining innan þjóðkirkjunnar og af hafði verið látið. Menntamálanefnd efri deildar taldi eðlilegt, að gerðar yrðu breytingar á 1. nr. 32/1915 um veitingu prestakalla með hliðsjón af óánægju með prestskosningar, sem virtist vera ríkjandi meðal presta, guðfræðinema og ýmissa Prestur við Guðsþjónustu. kirkjunnar manna. Hins vegar gat nefndin ekki fallist á það skipulag, sem fólst í frumvarpi kirkjuþings að afnema beinar og almennar prestskosningar. í trausti þess að ríkisstjórnin legði fram frv. um breytingar á lögum um veitingu prestakalla að höfðu samráði við kirkjuþing og bisk- upsembættið og að fengnu áliti almennra safnaðarfunda lagði menntamálanefnd til, að frum- varpinu yrði vísað til ríkisstjórn- arinnar. Þessi tillaga mennta- málanefndar var samþykkt sam- hljóða vorið 1974. Ekki gat það verið óeðlileg af- greiðsla alþingis að vísa málinu til ríkisstjórnarinnar með fram- angreindum rökstuðningi. Engin ríkisstjórn hafði tjáð sig fylgjandi afnámi beinna og almennra prestskosninga. Engin ríkisstjórn hafði léð máls á því að gera frum- varp kirkjuþings að sinu máli með því að flytja málið sem stjórnarfrumvarp. 1 öll skiptin hafði þess verið farið á léit við menntamálanefnd viðkomandi þingdeildar að flytja frumvarpið án skuldbindingar um stuðning við það. Það var augljóslega ekki þing- fylgi fyrir þvi að afnema prests- kosningar. Spurningin var sú hvort rikisstjórninni mætti takast að endurskoða lögin um veitingu prestakalla að höfðu samráði við kirkjuþing og biskupsembættið en á grundvelli beins og almenns kosningaréttar. í trausti þessa var málinu vísað til ríkisstjórnarinn- ar. Annað mál er það, að ríkis- stjórnin hefir ekki treyst sér til að flytja frumvarp um þetta mál og segir það sína sögu. Það er þvi eðlílegt að leita nýrra leiða í mál- inu. Mál þetta kom næst fyrir á Al- þingi 1975—1976 í formi tillögu til þingsályktunar um nefnd til að endurskoða lög um veitingu prestakalla. Var þar lagt til að Alþingi kysi nefnd prestakalla. Tillaga þessi hlaut ekki afgreiðslu og var endurflutt á síðasta þingi, en var þá ekki heldur útrædd. Í bæði skiptin, sem tillaga þessi kom til umræðu á Alþingi snérust umræður ekki fyrst og fremst um nefndarskipunina sjálfa, heldur hverja efnisbreytingu ætti að AIÞinGI gera á lögunum um veitingu prestakalla. Menn deildu um hvort halda ætti beinum almenn- um prestskosningum, sem við höf- um búið við eða afnema þessa skipan, eins og frumvarp Kirkju- þings gerði ráð fyrir. Þetta var ekki óeðlilegur umræðugrund- völlur, því að mergurinn málsins er, hvort hafa skuli beinar og almennar prestskosningar eða ekki. AÍlar breytingar á lögum um veitingu prestakalla hljóta að mótast af því hvaða leið er valin í þessum efnum og breytinga virð- ist þörf hvor leiðin sem valin er. Það verður ekki séð að nein nefnd verði þess umkomin að skera úr þeim djúpstæða ágreiningi, sem hefir verið milli Kirkjuþings og Alþingis undanfarin 15 ár um gildi prestskosninga. En þegar úr þessum ágreiningi hefir verið skorið er þess að vænta að enilur- skoðunarnefnd laga um veitingu prestakalla geti unnið verk sitt, en s.l. sumar skipaði ríkisstjórnin slíka nefnd. Þetta mál er þvi í sjálfheldu nú á sama hátt og var á síðasta þingi, þegar þessi þingsályktunartillaga var lögð fram í hið fyrra sinn. Við flutningsmenn þessarar tillögu, ég ásamt 1. þm. Vesturlands og 5. þm. Reykvikinga endurflytjum því nú tillöguna í trausti þess, að hún nái nú fram að ganga.“ Þingmenn deila um Blöndu- virkjun upp nýtt land á þessari afrétt. Fullar bætur að öðru leyti hlytu og að koma fyrir aðstöðumissi. PJ sagði Blönduvirkjun stór- mál, ekkí einungis fyrir byggðir nyrðra, heldur þjóðina í heild. Við megum ekki láta þröngsýni og óraúnhæfar úrtölur spilla því að stórmál nái fram að ganga, sem vinna þarf að með rúmum aðdrag- anda og yfirvegun — með lang- tímasjónarmið byggðanna i huga. Fullnaðarrannsókn fyrst — heimildarákvæði síðar. Þórarinn Þórarinsson (F) taldi rétt að fuílrannsaka valost um virkjun Blöndu 'áður en Alþingi samþykkti virkjunarheimild. 1 því efni mætti Alþingi gjarnan draga lærdóma af Kröfluvirkjun. Núverandi orkuráðherra mætti ekki um of feta i fótspor fyrir- rennara sins í embætti (Magnús- ar Kjartanssonar). ÞÞ taldi rétt að fela rikisstjórninni að vinna áfram að hönnun Blönduvirkjun- ar og rannsóknum í þvi sambandi. Þegar þvi væri lokiö væri hægt að samþykkja málið i heild, ef niður- stöður vísuðu þann veg. ÞÞ vék að framkvæmdaaðila Blönduvirkjunar. Norðurlands- virkjun væri ekki á fót komin. Hann benti á Landsvirkjun sem beztan framkvæmdaaðila, ef til kæmi, og æskilegt væri að nefna hann í frumvarpinu. Annars væri það stefna Framsóknarflokksins að stofna bæri landsfyrirtæki, er annast ætti alla orkuöflun í land- inu. Svar orkuráðherra. Gunnar Thoroddsen orkuráð- herra mælti nokkur orð til and- svara. Hann drap á þá starfsvenju Alþingis varðandi allar stærri virkjanir, að fyrst færu fram for- rannsóknir, sem leiddu í Ijós hag- kvæmni valkosts, þann veg að hægt væri að átta sig á stærð virkjunar, stofnkostnaði og ekki sízt orkutilkostnaði á framleiðslu- einingu. Síðan væri fengin þing- heimild til virkjunar áður en lagt væri í lokakostnað könnunar og hönnunar, sem væri nokkur. Þannig hefði verið að farið varðandi allar stærri virkjanir. — Hins vegar er mér ljúft, sagði GTh., að íhuga ábendingu ÞÞ um aó feta ekki um of 1 fótspor fyrri orkuráðherra (MKj), frá tíð vinstri stjórnar, þvi þar talar ÞÞ af reynslu og þekkingu. En þær rannsóknir, sem eftir er að gera við Blöndu hafa engin áhrif á hagkvæmniniðurstöðu virkjunar- innar, sem var sérdeilis jákvæð. Rannsóknir, sem eftir eru, snerta m.a. boranir varðandi staðsetningu stöðvarhúss. GTh. ræddi um framkvæmda- aðilá ef til kæmi. Ef Norðurlands- virkjun yrði ekki stofnsett mætti hugsa sér Rafmangsveitur rikis- ins sem framkvæmdaaðila. Lands- virkjun væri helmingafélag Reykjavikurborgar og ríkis um orkuöflun á Suðvesturlandi. Vafamál væri, hvort fyrirtæki, sem Reykjaviurborg væri helmingseigandi að, ætti að standa að framkvæmdum í öðrum landshlutum. Ef tilgreina ætti annan framkvæmdaaðila en Norðurlandsvirkjun teldi hann eðlilegt að huga að RARIK. — En sjálfsagt er að íhuga málefnaleg- ar ábendingar ÞÞ varðandi Blönduvirkjun i iðnaðarnefnd deildarinnar, sagði ráðherra að lokum. Ragnar Arnalds: Hærri sköttun á atvinnu- rekstur Ragnar Arnalds (Abl) hefur lagt fram tillögu til þings- álykítunar um endurskoðun skattalaga. Tillagan felur í sér að atvinnureksturinn i landinu „greiði skatta af tekjum sínum og veltu með eðlilegum hætti“. Að óbeinir skattar verði lækkaðir. Að skattur þyngist á „háum tekjum og miklum eignum“ en „léttist" af láglaunum. Að skattkerfið sé einfaldað og innheimta og eftirlit hert. í þessu skyni kjósi Alþingi 7 manna nefnd til „að undirbúa fr-umvörp um breytingar á skatta- lögum. Alagning á fyrirtæki verði þyngd með breytingu á fyrningar- reglum, sérstökum veltuskatti á allan atvinnurekstur. Tekjur ein- staklinga verði „skattlagðar jafn- óðum og þær verða til. Sjúkra- tryggingargjald afnumið og sölu- skattur lækkaður. Fleiri viðmið- anir eru nefndar sem vegvisir fyr- ir nefnd þá, er tillagan gerir ráð fyrir að kosin verði. Albert Guðmundsson: Verðlagshömlur hafa ekki leitt til stöðugs verðlags Stöðugleiki einkennir hinsvegar verðlag í frjálsu markaðskerfi Framsaga fyrir frumvarpi Verzlunarráðs ísl. ALBERT Guðmundsson (S) mælti i n.d. Alþingis sl. miðvikudag fyrir frum- varpi, sem hann flytur að beiðni Verzlunarráðs ís- lands um „Samkeppni, verðmyndun og samruna fyrirtækja“. AG gat þess að í stjórnarsáttmála núv. ríkisstjórnar væri ákvæði um löggjöf af þessu tagi en mál hefðu þokazt mjög hægt áfram. Af þeim sök- um hefði hann orðið við beiðni Verzlunarráðsins um flutning þessa frum- varps, er unnið hefði verið á þess vegum. Forsaga málsins væri sú, að Verzlunarráð Islands hefði haldið viðskiptaþing í máímánuði 1975. Á þing- inu voru haldin nokkur fræðileg erindi um hlut- verk verzlunar og verð- myndunar í frjálsu mark- aðskerfi og þær rangsnúnu verðlagshömlur, sem hér væru við lýði. Viðskipta- þingið hefði komizt að þeirri niðurstöðu, að nauðsynlegt væri að stuðla að markaðsverðmyndun í stað nefndaverðmyndunar, sem svo hefur verið kölluð. Semja þyfti löggjöf, sem hefði þann tilgang að efla samkeppni, banna sam- keppnishamlandi við- skiptahætti og veita mark- aðsráðandi fyrirtækjum aðhald í verðlagningu og fjallaði um samkeppnis- hætti og samruna fyrir- tækja. 1 október 1975 ákvað Verzlunar- ráð islands að skipa 5 manna nefnd undir forystu "Þorvarðar Albert Guðmundsson. Elíassonar, viðskiptafræðings, tíl að semja frumvarp um þetta efni. I nefndinni voru auk hans: Sveinn Snorrason hrl., Halldór Jónsson, verkfræðingur, Jón J. Ólafsson, lögfræðingur og Krist- mann Óskarsson frá Kaupmanna- samtökunum. Auk þess störfuðu tveir starfsmenn Verzlunarráðs- ins: Sigvaldi Þorsteinsson, lögfr., og Árni Arnason, rekstrarhagfr., með nefndinni. AG sagði 40 ár siðan verðlags- nefnd var skipuð. Síðan hafi ís- lendingar upplifað samfellt verð- bólguskeið: meðalhækkun verð- lags 14% á ári. A sfðari árum, þegar farið er að beita verðstöðv- unum árum saman, keyri þó fyrst um þverbak. Verðmynddunarhöft og verðstöðvanir hafi ekki leitt til stöðugs verðlags nema síður væri. Verðmyndunarhöftin hafi að auki slævt verðskyn almennings og leitt til óhagkvæmni í atvinnu- rekstri, dregið úr samkeppni, inn- leitt ófrelsi og boðið heim spill- ingu. Tími sé því til kominn að innleiða hliðstætt verðmyndunar- kerfi og sannað hafi gildi sitt hvarvetna um Vesturlönd með hófsamari verðþróun og stöðug- leika gjaldmiðils. Samanburður verðmyndunarkerfa þar og hér, sem og verðþróunarárangur, segi allt sem segja þarf í þessu efni. AG gerði síðan grein fyrir hvern veg Vesturlönd héldu á þessum málum með samkeppnis- löggjöf, er tryggði eðlilega sam- keppni, og Verðmyndunarlög- gjöf, sem hindraði óeðlilegar hreyfingar verðlags og hamlaði gegn verðbólgu. I því efni ríkti sá skilningur víðast að sá aðili, er þolir tap eða ber hagnað af rekstri, verði að bera ábyrgð á verðákvörðunum. Fjallaði AG um lögg'jöf ýmissa landa, i Norður- og Vestur-Evrópu, Bandarikjunum og Kanada og Japan um þetta efni, í samanburði við fyrirkomu- lag hér. AG sagði að í tillögum frum- varpsins væri að hluta til stuðzt við nýleg v-þýzk lög Megin- áherzla er lögð á að skapa þær markaðsaðstæður sem líklegastar .eru til að fóstra eðlilegt og æski- legt viðskiptalíf með þjóðarhags- muni i huga. í frumvarpinu er þó ekki tekið tillit til sérhæfðra hópa, sagði hann, stétta eða land- svæða. Við samningu þeirra er heldur ekki tekið tillit til þess, hvað ætla mætti að væri pólitísk málamiðlun, heldur eingöngu sett fram þau sjónarmið, sem talin voru réttust. Þó má nefna undan- tekningu um meðferð verðlags- mála landbúnaðarafurða og sjávarafla, en ekki þótti fært að breyta meðferð þeirra mála. Smá- söluveró landbúnaðar er að vísu fært frá 6-manna nefnd en fyrir- komulag ákv. heildsöluverðs land- búnaðarafurða og sjávarafurða er óbreytt. Þetta táknar þó ekki að núverandi fyrirkomulag sé æski- legt. Að lokum rakti AG einstakar frumvarpsgreinar og lét i ljós þá von að frumv. fengi skjóta og góða meðferð i nefnd og meðför- um þingsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.