Morgunblaðið - 04.02.1978, Side 32
32
— ., .j ; ■- „ .— ■ ■• ——— -- ■ 3 • ’ —
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR 1978
• • _
Orn Asmundsson:
Vil fá Rínarvín, en
banna sterka drykki
„ÞAÐ hefur komið í ljós að
Islendingar eru að eyðileggja í
sér iifrina með því að drekka of
sterka drykki. Því vil ég láta
banna alla sterka drykki,
sterku vinin, en ég tel að bjór-
inn eigi fullan rétt á sér. Hann
verður engum til skaða ef hann
er drukkinn i hófi og það hef ég
t.d. eftir erlendum læknum að
bjór þyki góður handa fólki
sem af einhverjum ástæðum
þarf að fita sig.
Af þessum ástæðum tel ég
ástæðu til að íhuga að banna
sterk vín, því þó mér sé illa við
boð og bönn, þá held ég að það
sé rétt að prófa þetta í nokkur
ár. Það væri bezt að leyfa Rín-
arvin og bjór, en banna allt sem
er sterkara. Eg er kominn af
þeirri skoðun að leyfa eigi bjór-
krár, en bjórinn á samt rétt á
sér. Hér á landi neyta langflest-
ir áfengis, en þar sem við erum
að eyðileggja í okkur lifrina tel
ég þessum málum bezt komið á
þennan hátt, sem ég hef nú
Iýst.“
/
Berglind Asgeirsdóttir:
Bjórdrykkja mikil
þó ólögleg sé
Ástæðurnar fyrir þvi að ég er
hlynnt því að við leyfum „opin-
bera“ bjórneyslu eru aðallega
tvær:
1. Eins og ástandið er varð-
andi áfengismál í dag getur
bjór ekki annað en verkað til
bóta. Ölvun og slagsmál eru
daglegt brauð á öllum veitinga-
húsum landsins. Ástæðan oftast
sú að viðkomandi hefur hallað
sér um of að þeim sterku
drykkjum sem Islendingum er
leyft að kaupa. Neysla sterku
drykkjanna einkennir mjög ís-
lenskt þjóðfélag og íslendingar
halda því oft fram sjálfir, að
þeir séu feimnír og óframfærn-
ir þangað til nokkur glös eru
búin. En þá eru menn hins veg-
ar mjög oft orðnir óhæfir til
eins eða neins, sem setur svip
sinn á alla svokallaða
„skemmtistaði” sem ég held að
sé hreint öfugmæli.
1 þeim löndum þar sem ég
hef haft tækifæri til að fylgjast
með drykkjuvenjum fólks á
krám hefur það verið alger og
einstök undantekning ef vín
hefur sést á nokkrum manni.
Ég vil einnig nefna að t.d. í
Englandi hafa bjórkrárnar
stærra hlutverki að gegna í
þjóðlífinu en margan grunar.
2. Önnur ástæðan fyrir því að
ég vil að við lögleiðum bjór er
sú hræsni og sjálfsblekking
sem birtist i núverandi reglum.
Islendingar mega ekki kaupa
bjór en þeim er heimilt að
kaupa allt til ölgerðar. Bruggun
í heimahúsum er orðin það mik-
ii að maður hálfkímir þegar töl-
ur um að við drekkum manna
minnst í Evrópu eru birtar.
Þá hefur sumum Islending-
um, en ekki öðrum, verið leyft
að eiga bjór. Þar á ég við flug-
áhafnirnar. Sá þjóðfélagshópur
uppfyllir einhver skilyrði sem
„Iýðurinn“ gerir ekki. Hins
vegar telja flugáhafnir ekkert
eftir sér að selja þeim, sem ekki
eru í náðínni, eitthvað af guða-
veigunum.
Nei, það er kominn tími til að
hætta að stinga hausnum í
sandinn og horfast í augu við
það að bjórdrykkja er mikil á
íslandi þótt hún sé ólögleg.
KRINGUM
AFENGISGLASIÐ
í ÞESSUM síöasta þætti Morgunblaðsins um áfcngis-
mál vcrður leitað eftir viðhorfum til bjórs, þess hvort
leyfa beri sölu og/eða framleiðslu áfengs bjórs hér-
lendis. Eru þetta svör þriggja Reykvíkinga, sem náð-
ist til í fljótu bragði, en til að fá heildarmvnd skoðana
landsmanna á þessu máli þyrfti að sjálfsögðu að leita
til mun fleiri.
Hrafn Gunnlaugsson:
r --------------------
Afengislögin
eru sjúk
„I norrænni könnun sem
gerð var á notkun geðlyfja á
Norðurlöndum og skýrt var frá
í sumar kemur fram að Islend-
ingar eigi metið í pilluáti'. Við
notum mun meira af róandi
Iyfjum en aðrir Norðurlanda-
búar. Þessar staðreyndir koma
ftam í „Tímariti um lyfja-
fræði" og eru niðurstöður
könnunar sem samstarfsnefnd
Finnlands, Noregs, Svíþjóðar
og íslands gerði, en Almar
Grímsson og Ölafur Ólafsson
skrifuðu um málið. Ef þetta er
haft í huga og sú staðreynd og
fimmti hver karlmaður á aldr-
inum 25—50 ára misnotar
áfengi skv. niðurstöðu könnun-
ar er gerð hefur verið á áfengis-
drykkju hér á landi af dr.
Bjarna Þjóðleifssyni, þá blasir
við heldur hryggileg mynd.
Misnotkun deyfilyfja og
sterkra drykkja er miklu hrika-
legri á íslandi en hinum Norð-
urlöndunum. Það er alls ekki
sama hvernig áfengis er neytt á
sama hátt og það er ekki sama
hvort borðað er 1 kg af salti í
einu eða því stráð í mat í eðli-
legum hlutföllum. Megin-
ástæða þess að íslendingar
skaða sjálfa sig meira en aðrar
þjóðir á lyfjaáti og sjálfsmorðs-
drykkju, er öðrum fremur sú
staðreynd að bjór er bannaður
á íslandi, nema fyrir útvaldar
stéttir. Forkólfar í þessum mál-
um hafa gleymt, að það eru
neyzluvenjurnar sem skipta
sköpum, því áfengi verður aldr-
ei bannað með öllu.
Vmsir aðilar sem fjalla um
áfengismál halda að það sé ein-
hver lausn að banna bjór sér-
staklega, en ástandið er samt
hvergi verra en á Islandi. Pillu-
ofátið er bein afleiðing þess að
bjór er bannaður. Lausnin á
vandanum er ekki að banna
bjór, heldur þarf að breyta
áfengislögunum. Það er hægt
að koma í Veg fyrir umferðar-
slys með því að banna bíla, en
það er engin lausn. Leiðin til að
skapa eðlilega umferð er að
Framhald á bls. 25.
Fáein atríði
af dökkri
hlið öls
SALA bjórs eða milliöls,
eins og það er kallað, var
leyfð í Svíþjóð 1965. Var
hugmyndin sem þar lá á bak
við, að ölneysla drægi úr
neyslu sterkra drykkja. En
reynslan hefur orðið þver-
öfug. Unglinga- og barna-
drykkja jókst gífurlega
þannig að sænska þingið
ákvað að banna framleiðslu
og sölu milliöls frá 1. júlí
1977.
I Finnlandi var sala
áfengs öls leyfð 1968. Um
það leyti var áfengisneysla
Finna minni en annarra
Norðurlandaþjóða, að Is-
lendingum undanskildum.
En síðan ölið var leyft má
segja að drykkjan hafi keyrt
um þverbak. Drekka nú
Danir einir Norðurlanda-
þjóða meira áfengi en Finn-
ar.
Danir eru mestu bjór-
drykkjumenn á Norðurlönd-
um. Þar eykst neysla sterkra
drykkja einnig jafnt og þétt.
Drekka þeir allt að þrisvar
sinnum meira en Islending-
ar, enda eru drykkju-
sjúklingar þar í landi hlut-
fallslega miklu fleiri. Of-
drykkja skólabarna er einn-
ig stórkostlegt vandamál í
Danmörku og meðalaldur
við upphaf áfengisneyslu
þar u.þ.b. 4 árum lægri en
hérlendis.
V-Þjóðverjar ásamt Tékk-
um neyta bjórs í rikari mæli
en aðrar Evrópuþjóðir. Hjá
þeim jókst heildarneysla
áfengis á árunum
1950—1967 um 196%. A
sama tíma jókst neyslan
hérlendis um 70% og þótti
flestum meira en nóg.
Háskólarnir i Hamborg,
Frankfurt og Mainz rann-
sökuðu fyrir nokkrum árum
áfengisneyslu ökumanna og
ölvun við akstur í Þýzka-
landi. Leiddi rannsóknin i
ljós að aðalskaðvaldurinn er
bjórinn. Mátti rekja um
helming allra umferðar-
óhappa til hans. Ef við
bætast hins vegar tilvikin,
þar sem bjór var drukkinn
með vini eða sterkari
drykkjum, hækkar hlutfall-
ið í 75%.
Öldrykkjumenn og
unglingar nota öl sem vímu-
gjafa. Ef áhrif af þvi eiga að
verða jafn mikil og af sterku
víni þarf helmingi meira
magn af hreinu áfengi.
Fíkniefnastofnun Ontarío-
fylkis bendir á að af því leiði
að vínandinn er helmingi
lengur í líkamanum og vinn-
ur enn meira tjón.
Formaður samtaka æsku-
lýðsheimilaforstjóra segir:
„öldrykkja er mesta og
alvarlegasta vandamál
æskulýðsheimilanna.
Auðveldara hefur verið að
fást við vandamál af völdum
ólöglegra fíkniefna.“
Upplýsingar frá
Afengisvarnaráði.
Þegar gerð eru
reikningsskil...
Eins og fram kom á töflu
yfir áfengisneyslu í ýmsum
löndum drekka Frakkar
manna mest. Á síðasta ári
var haldin ráðstefna á veg-
um IOGT í Frakklandi og
urðu af því tilefni umræður
og greinaskrif, er leiddu
athyglisverðar upplýsingar í
Ijós France Soir .birti til
dæmis niðurstöður nýrrar
rannsóknar, sem benda til
þess að í Frakklandi séu nú
um 5 milljónir drykkjusjúkl-
inga, þar af 2 milljónir í
læknisfræðilegum skilningi.
Af því er talið að um fjórð-
ungur, að minnsta kosti, séu
konur.
Samkvæmt rannsókninni
eru fjórir af hverjum tfu
sjúklingum á sjúkrahúsum f
Frakklandi ofneytendur
áfengis. Afengi kemur við
sögu f 40% allra umferðar-
óhappa og á sök á viðlíka
hluta vinnuslysa í landinu.
Dauðsföll vegna drykkju-
sýki eru talin vera u.þ.b.
23.000 á ári, en útreikningar
eru til, sem segja að talan sé
40.000. Bein útgjöld ríkis-
sjóðs af völdum tjóns vegna
áfengisdrykkju eru 10 millj-
arðar franka (meira en 450
milljarðar ísl. kr.), en þjóð-
hagslegur kostnaður er tal-
inn vera 740 milljarðar
franka, eða meira en 33 þús-
und milljarðar ísl. kr. Marg-
ar þjóðir þættust auðugar af
færri aurum.
Tölur frá Áfengisvarnaráði.
gp