Morgunblaðið - 04.02.1978, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1978
41
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—11
FRÁ MANUDEGI
„Kæri Velvakandi.
Mig langar til þess að fara
nokkrum orðum um tillit það, eða
réttara sagt tillitsleysi, sem sam-
borgarar okkar sýna náunganum.
Þar er víða pottur brotinn, og
kannski á ég þar einhvern hlut að
máli, þótt ég geri mér ekki grein
fyrir því sjálf.
Ég ætla að segja þér frá einu
sliku atviki, og til þess að vera
sanngjörn geri ég þvi skóna, að
viðkomandi hafi alls ekki gert sér
grein fyrir því sjálf, hverjar af-
leiðingar tillitsleysi hennar hafði.
Eg er ung móðir og hef nýlega
eignazt mitt fyrsta barn. 1 annað
skipti, sem ég fór út með það i
vagni, átti ég leið um Suðurgöt-
una. Þennan dag var mikið slabb
á götunum og ég hélt mig innar-
lega á gangstéttinni. Margir bilar
óku um götuna og urðu mér ekki
til ama þar til einn kom á mikilli
ferð. Vissi ég ekki fyrr til en
krapa- og aursletturnar skvettust
yfir mig og vagninn. Um leið rak
barnið upp mikið öskur. Þegar ég
gáði betur að hafði skvetzt inn í
vagninn og barnið fengið iskalda
forarslepju framan í sig.
Sennilega hef ég fengið snert af
taugaáfalli, því að ég sneri strax
við og vissi raunar ekki af mér
fyrr en ég var komin heim, og þá
jafnaði ég mig fyrst.
0 Vil forða öðrum
frá því sama
Það var svo ekki f.vrr en sfð-
ar um daginn að ég veitti því
athygli, hvernig vagninn og káp-
an mín voru útleikin. En i minum
huga var það smámál. þar sem öll
hugsunin beindist að barninu.
Vel getur verið að einhver segi
að ég sé bara taugaveikluð að
vera að fárast yfir þessu. Mér er
alveg sama, hvað menn kalla það,
en einhvern veginn fannst mér að
barnið mitt væri í hættu. Og þetta
bréf skrifa ég, ef það gæti orðið
til þess að aðrar mæður yrðu ekki
fyrir svipaðri reynslu. Ég skora á
bilstjóra að sýna vegfarendum lil-
litssemi, og þá sérstaklega við að-
stæður sem þessar. Nú veit ég að
hver er sjálfum sér næstur. Vildir
þú, bilstjóri góður, fá aurslettur
yfir þig, þegar þú ert gangandi
vegfarandi? Hugsaðu um það, að
ef allir keyrðu eins og þú, gætirðu
sjálfur orðið næsta fórnarlambið.
Og það sakaði ekki, þótt þú hugs-
aðir lika til barnsins þins.
Móðir f Vesturbænum."
Þessir hringdu . . .
# Kaffiverðið
Arndis hringdi og sagðist
hafa verið að lesa það i Morgun-
blaðinu að Brasilíumenn hafi enn
lækkað kaffið J kjölfar mikillar
lækkunar í desember, en hér á
landi hækkaði kaffiverð. Nú spyr
hún, hvernig á þessu standi.
Segja má að kaffi sé þjóðar-
drykkur lslendinga og þvi eðli-
legt að aimenningur láti sig varða
verð þess.
Samkvæmt þessu virðist Vel-
vakandi óþjóðlegur, þvi hann
drekkur litið kaffi og fylgist ekki
með verði þess, en það er ósk hans
að einhver, sem er þessum málum
kunnugur, svari fyrirspurn Arn-
dísar.
^ Enn eru það
hundar
Bréfið um hundana i Lækja-
hverfinu hefur hleypt af stað
skriðu-. Enn hringdi kona, sem
kvartaði undan hundagangi.
Verst þykir henni, þegar hundar
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
U <;n siN<; \
SÍMINN KR:
22480
eru látnir út á nóttunni eða mjög
seint að kvöldi, eða þegar þeir
koma margir saman og láta til sín
heyra. Þá sagðist hún vorkenna
hundunum, þeir væru oft hafðir
inni meiri hluta dagsins. „Ég er
fædd og alin upp i sveit," sagði
hún, „og þekki hunda vel. Ég hef
oft séð hunda við glugga ibúða
bókstaflega grátandi. Svo vill
verða, þegar þeir eru skildir eftir
einir heima.“
„Þá hef ég tekið eftir þvi,“
sagði konan, „að það er eins og
hundarnir geri allt til þess að
vingast við ketti, sem verða á vegi
þeirra úti. Þetta sá ég aldrei i
sveitinni. Þar rifust þeir eins og
hundur og köttur, eins og sagt er.
En sennilega eru þessi gre.v svo
ánægð yfir að hitta fyrir annan
ferfætling.
— Nei, hundar eiga ekki heima
i borgum."
HÖGNI HREKKVÍSI
.22 ©1978
' McNaught Synd„ lae.
JLúé/rtsin - wuéwfémyœjMxi
í3
Hann er að undirbna ja/zhátíð á baklóðunum.
SKÁKSTYRKIR ERU SKATTFRJÁLSIR
SKÁKSAM BAIMD
GIRO 625000 ÍSLANDS
í
Í
VIÐTALSTÍMI
Alþingismanna og
borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík
Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins verða til viðtals í Sjálf-
stæðishúsinu Háaleitisbr 1 á laugardög-
um frá klukkan 1 4:00 til 1 6:00 Er þar
tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og
ábendingum og er öllum borgarbúum
boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa
Laugardaginn 4. febrúar verða til viðtals Pétur
Sigurðsson, alþingismaður,
Ólafur B. Thors borgarfulltrúi,
Hilmar Guðlaugsson, varaborgarfulltrúi.
Reykjaneskjördæmi
Prófkjör um val frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins
við næstu alþingiskosningar i Reykjaneskjördæmi, fer
fram laugardaginn 4. og sunnudaginn 5. febrúar.
Kosningin stendur yfir frá kl. 10 til kl 22 báða dagana
og fer fram á eftirtöldum stöðum:
Kjalarnes og Kjósarhreppur Kjörstaður Fólkvangur. Kjalarnesi.
Mosfellshreppur KjörstaSur Hlégarður, Mosfellssveit.
Seltjarnarnes KjörstaSur Anddyri íþróttahussins Seltjarnarnesi.
Kópavogur Kjörstaður Sjálfstæðishúsið, Kópavogi.
Garðabær Kjörstaður Barnaskólinn v/Vifilsstaðaveg, inng. um norðurdyr.
Hafnarfjörður Kjörstaður Sjálfstæðishúsið, Hafnarf irði.
Vogar Kjörstaður Glaðheimar, Voqum
Njarðvík Kjörstaður Sjálfstæðishúsið, Vogum.
Keflavik Kjörstaður S jálf stæðishúsið, Keflavík
Garður Kjörstaður Dagheimilið Gefnarborg, Garði.
Sandgerði Kjörstaður Leikvallarhúsið Sandgerði
Hafnarhreppur Kjörstaður Skólahúsið, Höfnum.
Grindavík Kjörstaður Félagsheimilið Festi, Grindavík.
Kosningin fer þannig fram, að kjósandinn kýs ákveðinn
mann i ákveðið sæti framboðslistans til Alþingis. Skal
þetta gert með því að setja tölustaf fyrir framan nöfn
manna á prófkjörseðlinum og tölusetja i þeirri röð, sem
óskað er, að þeir skipi framboðslistann Enginn prófkjör-
seðill er gildur nema merkt sé við 5 menn á kjörseðli
Heimilt er að hver kjósandi i prófkjöri megi kjósa 2
menn, sem ekki eru i framboði með því að rita nöfn
þeirra og heimilisföng á prófkjörseðillinn.
Ef þátttaka i prófkjörinu nemur Vh eða meira af fylgi
Sjálfstæðisflokksins við siðustu Alþingiskosningar í
Reykjaneskjördæmi, er kjöfnefnd skylt að gera þá tillögu
til kjördæmisráðsfundar um skipan framboðslista flokks-
ins við kosningarnar, að í þrjú efstu sæti listans skuli
skipa þeim frambjóðendum, sem í þau voru kosnir Sá
maður hlýtur efsta sætið í prófkjörinu, sem flest atkvæði
fær í það sæti. Annað sæti hlýtur sá, sem ekki hefur
hlotið efsta sætið, en hefur flest atkvæði, þegar saman
eru lögð atkvæði hans í 1. og 2. sæti Þriðja sæti hlýtur
sá, sefn ekki hefur hlotið 1. eða 2. sæti, en hefur flest
atkvæði, þegar saman eru lögð atkvæði hans í 1 2 og
3. sæti. Siðan hljóta menn önnur sæti í prófkjörinu með
sama hætti.
Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins
í Reykjaneskjördæmi.