Morgunblaðið - 04.02.1978, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 04.02.1978, Qupperneq 42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR 1978 Heimsmeistaramóti skíðamanna lýkur f Garmisc Partenkirchen f V-Þýzkalandi á sunnudaginn. Þessi mynd er hins vegar frá setningarathöfninni, sem fðr fram um sfðustu helgi. Læknar ráölögöu henni að keppa ekki á skíðum Þrjár ánægðar skfðakonur að lokinni svigkeppninni á þriðjudaginn, Lise Marie Morerod frá Sviss varð í þriðja sæti, Hanni Wenzel frá Liechtenstein sigraði og brosir blftt fyrir miðri mynd og lengst til hægri er Fabienne Serrat frá Frakklandi, sem varð önnur. 1 gær urðu þær að sætta sig við óvæntan en glæsilegan sigur Soelckner frá Austurrfki og sjálfsagt hefur sigur hennar komið þeim eins mikið á óvart og öllum öðrum. ÖLLUM á óvart varð Lea Sölckner frá Austurrfki sigurvegari f svigi Heimsmeistaramóts skíðamanna f Garmisch Partenkirchen f gær. Þessi 19 ára gamla skfðakona fékk beztan tfma f fyrri ferð og f þeirri sfðari gaf hún ekkert eftir og náði öðrum bezta tfma. Þetta var þriðji sigur Austurríkis á HM, Josef Walcher og Annemarie Moser-Pröll unnu brunið, en Ingemar Stenmark stórsvigið. Pamela Behr frá V-Þýzkalandi fékk silfrið og Monika Kaserer frá Austurríki varð í þriðja sæti. Tímar stúlknanna f efstu sætun- um voru 1:24.35 á Sölckner, Behr fékk tímann 1:25.33 og Kaserer 1:25.37. Brautin var 390 metra löng og snjókoma gerði skíða- konunum erfitt fyrir, hliðin vora'' 50 í fyrri ferð og 51 í seinni ferð- inni. — Ég tók þessa keppni bara eins og hverja aðra. Það var ekki fyrr en á marklínunni að lokinni seinni ferðinni að ég gerði mér grein fyrir því að þetta var ekki nein venjuleg keppni, sagði Lea Sölckner að keppninni lokinni. Það sem gerir sigur Sölkner enn merkilegri en ella er að vinstri fótur hennar er 1.7 sm styttri en sá hægri og hefur það verið svo frá upphafi. Læknar ráðlögðu stúlkunni að keppa ekki á skíðum vegna þess, að hún gæti skaðazt á hrygg vegna aukins álags á mjaðmagrind vegna styttri fótarins. Fyrir þremur árum skrifaði faðir íiennar undir skjal þar sem hann féll frá hugsanleg- um skaðabótakröfum vegna meiðsla, sem rekja mætti til þessarar fötlunar hennar. Þannig fékk hún leyfi til að æfa og keppa með austurríska landsliðinu. Urslit í keppninni urðu þessi: Lea Sölckner, Austurríki, 1:24.85 Pamela Behr, V-Þýzkalandi, 1:25.33 Monika Kaserer, Austurríki, 1:25.37 Perienne Pelen, Frakklandi, 1:25.67 .Fabienne Serrat, Frakklandi, 1:25.75 Hanni Wenzel, Liechtenstein, 1:26.09 Mise-Marie Morerod, Sviss, 1:26.59 Claudia Giordani, ítalíu, 1:26.87 I 19. sæti varð Annemarie Moser-Tröll á 1:31.60, en það nægði henni til að taka forystuna í alpaþrikeppninni. Hanni Wenzel er í öðru sæti í þeirri keppni, en úrslitin ráðast ekki fyrr en í stórsvigskeppni stúlkn- anna á sunnudaginn. Margar þeirra beztu áttu í erfiðleikum í keppninni í gær. Þannig varð Cindy Nelson í 30. sæti og banda- rísku stúlkurnar náðu ekki að sýna sitt bezta í keppninni í gær. STEINUNN í 29. SÆTI STEINUNN Sæmundsdóttir var meðal keppenda í Heims- meistaramóti skíðafólks f V-Þýzkalandi í gær. Varð Steinunn í 29 sæti í sviginu á tfmanum 1:35.86. 41 skíðakona lauk keppninni í gær. Eins og kunnugt er hefur Steinunn æft með norska landslið- inu að einhverju leyti f vetur og f sætunum rétt á undan henni urðu beztu skíðakonur Noregs, Bente Dahlum á 1:33.19 og Torill Fjeldstad á 1:33.19. SIGRAÐIÖLLUM ÁÓVARTÍSVIGI KVENNA í GÆR Islandsmótiðíknattspyrnuinnanhúss: 32 lið berjastf tveimur deildum VlKINGAR urðu íslandsmeistarar f knattspyrnu innanhúss í fyrsta skipti á síðastliðnum vetri og eflaust hafa þeir í hyggju að endurtaka þann leik á Islandsmótinu nú, en mótið fer fram um helgina. Það er þó vitað mál fyrirfram að róðurinn verður erfiðari hjá liðinu og líklegri sigurvegarar eru lið Fram, Vals og KR. Mótið hefst klukkan 14 í dag og verður keppt á tveimur stöðum, a-flokkur, eða 1. deild, leikur í Laugardalshöll og sömulciðis kvenfólkið, cn b-flokkur eða 2. deild leikur í Iþróttahúsinu í MosfeUssveit. Allir úrslitaleikir fara sfðan fram í Laugardalshöllinni á morgun og hefjast úrslitaleikirnir klukk- an 15.20. Lið Fram varð Reykjavikur- meistari í innanhússknattspyrnu á dögunum, en Asgeir Eliasson og félagar hans unnu þá KR á hlut- kesti eftir hörkuleik. Akurnesing- ar héldu innanhúsmót i knatt- spyrnu um síðustu helgi og mættu Jón Indriðason eða Jóló eins og hann er oftast kallaður leikur með félögum sfnum f Þór gegn efsta liði 1. deildar, UMFN„ f dag kl. 13.00. Hér sést Jón skora í leik Þórs gegn IS. (Ljósm. ÁG). þar til leiks flest af beztu liðunum að Frömurum undanskildum. Þá fengu KR-ingar nokkra uppreisn æru, en þeir unnu Val í úrslita- leik. Hafa þeir spjarað sig vel að undanförnu og ættu að geta náð langt í þessu móti, en keppnin verður erfið og Fram og Valur trúlega erfiðastir andstæðinga þeirra. Leikið verður í tveimur flokk- um eða deildum eins og áður sagði og eru 16 lið í hvorum flokki. Færast tvö lið á milli þann- ig að fyrirkomulagið er eins og venjulegri deildakeppni. Er þátt- taka í þessu móti meiri en áður i innanhússmóti og er áhugi greini- lega að vaxa á íþróttinni. Auk liðanna 32 í flokkunum tveimur höfðu fleiri lið áhuga á að vera með, en sendu þátttökutilkynn- ingar of seint. Þá eru fjögur kvennalið með í mótinu. I a-flokki er riðlaskiptingin þessi: 1. riðill: Vikingur, Afturelding, KR, Fram 2. Riðill Þróttur, R, Þróttur, N, FH, Haukar 3. riðill ÍA, Njarðvík, UBK, Týr, Vm. 4. riðill Valur, Armann, Fylkir, ÍBK I b-flokki leika eftirtalin lið saman f riðium 1. riðill Víðir, Hekla, UMFG, Léttir 2. riðtll Selfoss, Skallagrímur, KS, Oðinn 3. riðill ÍBÍ, USVS, Stjarnan, ÍK 4. riðill Þór Vm, Einherji, Reynir S, ÍR. í kvennaflokki leika Valur, Fram, FH og Breiðablik. KRMÆTIRIR í KÖRFUNNI ÞRÍR leikir verða í 1. deild íslandsmótsins í körfuknatt- leik um helgina, Þór — UMFN í dag og Valur — Fram og KR — ÍR á morgun. i dag fer toppliðið í deildinni, UMFN, til Akureyrar og leikur við Þór. Verður fróðlegt að sjá hvort Þórsarar verða Njarðvík- ingum einhver hindrun, en það er alls ekki ólíklegt, ef Þór nær góð- um leik í dag. Leikurinn hefst kl. 13.00. Á morgun, sunnudag, verða tveir leikir í Iþróttahúsj Haga- skólans. KI. 15.00 leika Valur og Fram og að þeim leik loknum eða kl. 16.30 leika KR og ÍR. Báðir þessir leikir ættu að geta orðið spennandi, þó svo að Valur og KR séu sigurstranglegri og megi ekki tapa til þess að missa ekki af iestinni í baráttunni um ísiands- meistaratitilinn. Hins vegar hafa Fram og ÍR staðið sig ágætlega að undanförnu og tapað með litlum mun fyrir toppliðunum. Fram með þriggja og fimm stiga mun fyrir UMFN og KR, ÍR með fimm og tíu stiga mun fir Val og ÍS. Þá verða þrír leikir i 2. deild um helgina. 1 Vestmannaeyjum leika IV og Snæfell tvo leiki, kl. 14.00 á laugardag og sunnudag og í Njarðvík leika UMFG og Breiða- blik kl. 14.00 á sunnudag. I þriðja sæti íþriðja sinn íþriðju greininni WILLI Frommelt frá Liechten- stein vann sérstakt afrek f stór- svigskeppni heimsmeistara- keppninnar f V-Þýzkalandi f gær. Þessi 25 ára stórsnjalli skfða- maður varð f þriðja sæti og sama númer fékk hann einnig f bruni f HM f St. Moritz f Sviss 1974 og á ÖL f Innsbruck varð hann þriðji f' svigi. Skyldi manninum ekki vera farið að þykja vænt um hronzin sfn? Odermatter efsturmeðal atvinnumanna JOSEF Odermatt frá Sviss hefur tekið forystuna f keppni atvinnu- skfðamanna f Bandarfkjunum. I gær vann hann Ed Reich frá Austurrfki f „samsfða — stór- svigi“ og færði sigurinn honum 6.750 dollara f vasann og 20 stiga forystu f kcppninni. Odermatt varð annar f þessari keppni f fyrravetur, en hefur f vetur sýnt mikinn styrk og þénað 48.150 dollara á skfðamótum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.