Morgunblaðið - 05.02.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.02.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRUAR 1978 Það er mamma Skipsdrengur var að starfi á herskipi. Dag einn missti hann jakk- ann sinn í sjóinn, stökk fyrir boró og náði hon- um aftur. En þetta var ekki leyfilegt samkvæmt reglum skipsins. Það seinkaði skipinu tals- vert, þar sem stöðva varð vélina og bjarga drengnum um borð aft- ur. Hann var kallaður fyrir herforingjann, svo að dæmt yrði ímáli hans. „Hvers vegna gerðir þú þetta?“ spurði her- foringinn strangur á svip. Drengurinn leit niður og svaraði ekki. „Hvers vegna gerð- irðu þetta?“ Herforing- inn brýndi raustina. „Af þvi,“ svaraði drengurinn og tók upp mynd úr jakkavasanum. „Hver er þetta?“ spurði herforinginn. „Það er mamma.“ Þá gekk herforinginn til hans og lagði hendur á axlir honum. „Þessi drengur stökk fyrir borð til þess eins að bjarga myndinni af móð- ur sinni. Hann hlýtur að vera vel gerður,“ hugs- aði hann. En upphátt sagði hann: „Við skulum ekki gera meira úr þessu. Farðu til starfa þinna, drengur minn.“ Herforinginn hafði rétt fyrir sér. Drengur- inn var vel gerður, vann verk sín af samvizku- semi og dugnaði. Mynd- ina af mömmu ber hann alltaf á sér, því að hún minnti hann á allt sem mamma hafði kennt hon- um og varðveitti hann frá mörgum freisting- um. Svör við gátum ______._____'IIU^M £ _____________'3A3 z 'M-JOK' J uossppo JnSfajQ I Við bökum bollur Á MORGUN er bolludagur, svo að nú þurfum við að láta til skarar skrfða með bollu- baksturinn. Ef þið eigið ekki til pressuger má nota perluger f staðinn og hræra það út með volgu vatni. 150 g smjörlíki 2 msk sykur 2 dl mjólk 1 dl vatn 50 g pressuger 8 dl hveiti 1 tsk kardemomma (má sleppa) Smjörlíkið er brætt í potti, mjólk og vatni hellt út í. Pottur- inn tekinn af og þess gætt, að vökvinn sé nú aðeins volgur (30—40 stig). Gerið mulið í fat eða stóra skál og dálitlu af vökvanum úr pottinum hellt yf- ir. Gerið hrært út og siðan er afgnginum úr pottinum helit saman við, hrært. Hveitið er síðan sigtað saman við ásamt kardemommu, sem er bragð- efni. Þetta er svo hrært saman og hnoðað að lokum. Deigið má ekki vera mjög þurrt. Skiptið því í bita, hver biti sé tæpur dl á stærð, rúllið kúlur milli handanna og raðið svo bollunum á smurða bökunar- plötu. Bollurnar standa svo við stofuhita og lyfta sér í 10 mínútur, og bakist við 220 stig í u.þ.b. 10 min. Þær bragðast mjög vel með vanillukremi og rjóma á milli og brúnum glassúr ofan á. Bolludagur Margar bollur veróa sjálfsagt boröaðar á morgun, bolludaginn. Við skulum samt vona, aó þaö fari ekki eins illa fyrir ykkur og félögunum á myndinni! Öskudagur Allir hlæja á öskudaginn, ó, mér finnst svo gaman þá. Hlaupa lítil börn um bæinn, bera poka til og frá. Barna- Þórir S. Gudbergsson Rðna Gfsladöttir Þð á ám

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.