Morgunblaðið - 05.02.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.02.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRUAR 1978 Vinsældalistar og fréttir ðr poppheimirium. . .. • Nýlega veitti Hljómplötuútgáfan hf. þremur tónlistamönnum gullplötUr í verðíaun fyrir góða sölu platna sinna, en plöturnar seldust allar í meira en 5.000 eintökum á liðnu ári. Plöturnar sem verðlaunaðar voru, voru „Fyrr má nú aldeilis fyrrvera“ með Halla og Ladda, „Hana nú“ með Vilhjálmi Vilhjálmssyni söngvara og plata með Ruth Reginalds. Enn fremur veitti fyrirtækið þeim Magnúsi Kjartanssyni, Tómasi Tómassyni og Þórði Árnasyni gullplötur fyrir upptöku- stjórn. Hér á myndinni sjást gullplötuhafarnir ásamt eiginkonum sfnum og forráðamönnum Hljómplötuútgáfunnar. % Fyrir stuttu var tilkynnt að tveir nýir tónlistar- menn hefðu gengið í hljómsveitina Strawbs. Þeir eru þeir Tony Fernandez trommuleikari og hljómborðs- leikarinn Andy Riehards, en fyrir voru í hljómsveit- inni Dave Cousins, gítar og söngur, Dave Lambert gítar og söngur og Chas Cronk bassi. Á kyndilmessu (2. febrúar) kemur út ný plata með Strawbs og ber hún heitið „Deadlines“ og lítil plata hefur komið út og ber hún heitið „Joey and me“. Þá er hljómsveitin í þann veginn að halda í sína fyrstu hljómleikaferð um Bretland í tvö ár. Fugla- söngur • Roger McGuinn, Gene Clark og David Crosby komu fyrir nokkru fram saman á tónleikum f San Francisco þar sem hinir tveir fyrstnefndu höfðu haldið nokkra tónleika. Þeir voru allir þrír í hljóm- sveitinni Byrds sem átti miki- um vinsældum að fagna á sjö- unda áratugnum og hefur haft mikil áhrif á rokktónlist nú- tfmans. Þremenningarnir spil- uðu nokkur lög af gömlu lög- um Byrds og kunnu áheyrend- ur vel að meta þau. David Crosby kom að vísu fram sem gestur á hljómleikunum, og stagaðist hann á því, að hann gæti ekki neitt, hann væri búinn að gleyma textunum. Hann virðist þó hafa skemmt sér vel, þvi hann kom einnig fram á næstu tónleikum tví- menninganna. Hnefaleíkarinn Keith Moon 0 Við sögðum frá því á popp- síðunni i siðustu viku að Who hefði haldið hljómleika sem að dómi gagnrýnenda voru lélegir. Trommuieikari hljómsveitarinnar, Keith Moon, var alls ekki ánægður með gagnrýni eins brezku tónlist- arblaðanna og sendi þvi skeyti sem i stóð: „Ég Keith Moon skora gagnrýnandann á hólm i hnefa- leikum. Keppnin skal vera fimm lotur tvær minútur hver. Sá sem tapar (það hefur þegar verið ákveðið) biður hinn opinberlega afsokunar " Ekki varð gagnrýn andinn við beiðni Moons og varð þvi ekkert af hnefaleikunum. Keith Moon hefur löngum verið þekktur fyrir einkennileg uppá- tæki og það nýjasta i þeim efnum gerðist um jólin. Honum hafði ver- ið boðið i veizlu og mætti i hana með 32 litra af málningu. Gest- gjafinn þurfti að bregða sér frá, þegar veizlan stóð sem.hæst. og sá Moon þá sitt óvænna og málaði stofuna gráa og rauða. Vinsœldalistar... 0 Jamaikustúlkurnar Althea og Donna eru sem fyrr f efsta sæti brezka vinsældalistans, en þær voru með öllu óþekktar áður en lag þeirra „Up town top rankjng“ komst á blað. „Up town top ranking" er reaggae-lag, og þykir furðu gott. Wings eru sem fyrr f öðru sæti, en plata þeirra „Mull of Kintyre" hefur nú náð þeim merka áfanga að vera söluhæsta litla plata sem gefin hefur verið út af brezkum tónlistarmönnum, og hefur hún selst í langt yfir milljón eintaka. Aðeins eitt nýtt lag er á brezka listanum, „If I hand words“, flutt af þeim Scott Fitzgerald og Yvonne Keely. Bee Gecs eru aftur komnir f fyrsta sætið f Bandarfkjunum, en ú með nýtt lag „Stayin’ alive“, en hitt lag þeirra „How deep is your love“ er nú fallið út. Þar eru einnig fáar breytinga, tvö ný lög „Emotion" með Samantha Sang og „Dance, dance, dance“ með Chic, eru að vísu meðal þeirra tfu efstu, en hin lögin hafa aðeins skipt um sæti. Einkennilegum nöfnum á hollenska listanum hefur enn fjölgað og þrjú ný lög hafa bætzt á listann. Það eru „Tingelinge- ling tingelingeling” með Andre van Duin, „Is ie moeder niet thuis“ með Nico Haak og „I can’t stand the rain“ með Eruption. Kfnverjarnir í Hong Kong halda eins og fyrri daginn mikið upp á Bee Gees og eru þeir enn efstir þar. Flest lög fyrri viku eru enn á listanum, en eitt nýtt er komið inn, „Emotion” með Samantha Sano. Engar stórvægilegar breytingar eru heldur á vesturþýzka listanum, en þó eru tvö ný/gömul lög komin þar á blað, „Lady in black” með Uriah Heep og „Muli of Kintyre” með Wings. Tfu vinsælustu lögin (Staða þeirra f sfðustu viku f sviga). LONDON 1. (1) Up town top ranking — Althea og Donna 2. ( 2) Mull of Kintyre/Girls School — Wings 3. ( 6) Figaro — Brotherhood of man 4. ( 8) Lovely day — Bill Withers 5. ( 4) Native New Yorker — Odyssey 6. (15) If I hand words — Scott Fitzgerald/Yvonne Keely ( 3) Love’s unkind — Donna Summer 8. ( ) It’s a heartache — Bonnie Tyler 9. ( 9) Jamming/punky reggae party — Bob Marley and the Wailejc* 10. (12) Galaxy — War Tvö lög jöfn f öðru sæti og tvö lög jöfn f sjötta sæti. NEW YORK 1. ( 4) Stayin’alive — Bee Gees 2. ( 1) Short people — Randy Newman 3. ( 2) Baby come back—Player 4. ( 6) Just the way you are — Billy Joel 5. ( 3) We are the champions—Queen 6. ( 5) You’re in my heart — Rod Stewart (10) Sometimes when we touch—Dan Hill 8. (11) Dance, dance, dance—Chic 9. ( 4) Desiree — Neil Diamond 10. (13) Emotion—Samantha Sang Tvö lög jöfn í sjötta sæti. AMSTERDAM 1. (1) If I hand words — Yvonne Keely/Scott Fitzgerald 2. ( 2) Mull of Kintyre — Wings 3. ( 1) Tingelingeling tingelingeling — Andre van Duin 4. ( 7) Lailola — Jose v los Reves 5. ( 3) Egyptian reggae—Jonathan Richman 6. ( 6) She’s not there — Santana ( 4) Singing in the rain—Sheila and black devotion 8. ( 5) It’s a heartache — BonnieTyler 9. ( 2) Is ie moeder niet thuis — NicoHaak 10. (28) I can’t stand the rain—Eruption Tvö lög jöfn í sjötta sæti. BONN 1. (1) Surfin’USA — Leif Garrett 2. ( 2) Needles and pins — Smokie 3. ( 3) Rockin’ all over the world — Status Quo 4. ( 4) Don’t stop the music — Bay City Rollers 5. ( 5) Don’t let me be misunderstood — Leroy Gomez 6. ( 7) Black is black—BelIeEqoque ( 6) The name of the game — ABBA 8. ( 8) We are the champions — Queen 9. (15) Ladyinblack—Uriah Heep 10. (14) Mull of Kintyre — Wings Tvö lög jöfn f sjötta sæti. Enn á ný eru Bee Gees komnir f efsta sæti banda- rfska vin- sælda- listans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.