Morgunblaðið - 05.02.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.02.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRUAR 1978 47 Kína ogEBE undirrita bráðabirgðasamning Brusel, 4. febrúar. AP — Reuter. FULLTRUAR Kfna og Efnahags- bandalags Evrópu undirrituðu f gærkvöldi til bráðabirgða, eða með upphafsstöfum sfnum ein- um, fimm ára viðskiptasamning milli EBE og Kfna. Fulltrúi EBE Sir Roy Denman sagði á blaða- mannafundi eftir að lokið var löngum viðræðum um málið að þessi samningur hefði mjög merka pólitfska þýðingu. Sam- komulag þetta sem tengir stærsta viðskiptabandalag heims við fjöl- Breiðablik heldur hlutaveltu kökubazar og happdrætti í dag HANDKNATTLEIKSDEILD Breiðabliks f Kópavogi heldur í dag hlutaveltu, happdrætti og kökubasar f Vfghólaskóla í Kópa- vogi. Er þetta ein af fjáröflunar- leiðum deildarinnar og fer ágóð- inn til styrktar starfi deildarinn- ar. Hlutaveltan, kökubasarinn og happdrættið hefjast klukkan 14.00 fdag. Bollusala í Garðabæ KVENFÉLAG Garðabæjar verð- ur með bollusölu f barnaskólan- um f dag. Ekkert bakarf er f Garðabæ og er þetta f annað skipt- ið, sem kvenfólagskonurnar halda uppi bollusölu. Ágóðinn rennur f kirkjubyggingarsjóð. Chicagoblað í erfiðleikum Chicago, 4. febrúar. — AP. LtKUR eru á að dagblaðið „Chicago Daily News“ muni stöðva útgáfu sfna.hinn 4. mars hk. ef ekki verður gerð gangskör að þvf að lagfæra fjárhagslega afkomu blaðsins. Kom þetta fram hjá útgefanda blaðsins, Marshall Field, á föstudag. Utgefandinn sagði starfsfólki sínu að engin ákvörðun hefði enn verið tekin um að loka skrifstof- um blaðsins en varaði það við of mikilli bjartsýni um að úr rættist í málefnum þess. Orðspor hafði verið á kreiki í tvo daga um að dagblaðið, sem er 102 ára gamalt, myndi hætta að koma út vegna mennustu þjóð heimsins mun koma í staða tvfhliða samnings milli Kfna og EBE sem rann út f árslok 1974. Sir Roy sagði að Kínverjar féll- ust á það í þessum samningi að íhuga aukinn innflutning frá EBE-löndum af fullri velvild og gæti þetta haft umtalsverð áhrif á viðskipti milli þessara tveggja að- ila. Búizt er við að samningurinn verði síðan formlega undirritaður í marz. samdráttar í útbreiðslu og lágra auglýsingatekna. Hætti blaðið út- gáfu verða aðeins tvö dagblöð fréttalegs eðlis eftir i þessari há- borg markaðssamkeppninnar. Rúmlega þrjú ár eru nú síðan eini keppinautur „Chicago Daily News“ í hópi síðdegisblaða, „Chicago Today", hætti að koma út. Sonur Sakharovs til ísraels Moskvu, 4. febr. AP. SOVÉZKI vfsindamaðurinn og andófsmaðurinn Andrei Sakharov sagði á föstudagskvöld að sovézk stjórnvöld hefðu veitt stjúpsyni sfnum Alexei Simonov, sem er 21 árs gamall, leyfi til að flytjast búferlum til Israels. Simonov var tekinn úr Lenin- kennaraskólanum í Moskvu f nóvembermánuði fyrir að hlfta ekki settum reglum um að taka þátt f sérstakri herþjálfun sem er skylda í skólanum. Sakharov sagði þá að hann liti á aðgerðirn- ar gegn stúpsyni sfnum sem enn eina tilraun til að brjóta sig á bak aftur. Sakharov sagði að Simonov mætti sækja vegabréfsáritinum sína á mánudag og myndi hann fara úr landi hið bráðasta. Kona Simonovs og ung dóttir verða eft- ir í Sovétríkjunum að sögn Sakharovs, þar sem eiginkonan neitaði að fara úr landi með manni sínum. — Véfengja útgáfurétt Framhald af bls. 2 ógildanlegir eftir atvikum. Þá er einnig rökstutt, að hafi Bragi h.f. eignast réttinn, þá hafi hann misst hann, m.a. vegna þess að þeir hafa framselt rétt til út- gáfu ljóða Einars, sem kom út hjá ísafoldarprentsmiðju h.f. Sömu sögu er að segja um lausamál Ein- ars, sem kom út í tveimur bind- um. Hins vegar hefur Bragi h.f. gefið út ljóðmæli Einars Bene- diktssonar í afmælisútgáfu. Því éru ljóð Einars alls ekki aðgengi- leg á íslenzkum bókamarkaði venjulegu fólki. Afmælisútgáfan fæst í bókaverzlun — sagði Ragn- ar og kostar tæplega 18 þúsund krónur. Slíkar bækur kvað hann venjulegt fólk ekki kaupa, enda kvað hann Sigurð heitinn Nordal segja í ritgerð um Einar, sem upp- haflega var skrifuð fyrir Braga í afmælisútgáfuna, en endiírprent- uð var hjá Heglafelli — en þar hnýtir Sigurður mjög í Braga- menn. Verði samningurinn ógilt- ur — sagði Ragnar — þýðir það einfaldlega að rétturinn fellur til erfingja Einars. 2 Tepphlrno flytur rf ií Tepprlrnd er staðsett *’ í verslunarhjarta borgarinnar við GRENSÁSVEG Um 30000 fm birgðir ávallt fyrir- liggjandi í tollvöru- geymslu og íversluninni. Það er því stuttur tími sem líður, frá því þér pantiðog þartil teppið^ er komið á gólf hjá yður. \ gólfteppin inn milliliða- laust frá helstu fram- leiðendum í Evrópu. Þannig tryggjum við yður hagkvæmasta verð og áreiðan- lega þjónustu_ '\ 'V\l ^ Tepprlrnd' fylgist regluleaa með stærstu gólf- 'teppasýningum í Evrópu^ og gerir innkaup sín á þeim. Teppaúrvalið i TEpprlhndi er því ávallt t sambærilegt við það, sem best gerist erlendis. Viö bjóðum hvort sem er greiðsluskilmála eða staðgreiðslu- afslátt. Ennþá stækkum við 900 fenm. gólfflötur á 2 hæðum manna serhæft starfslið er yður " -; ávallt til þjónustu. Reyndir fagmenn annast lagnir teppanna. Sölumenn með góða vöruþekkingu aðstoða yður við teppavalið. Verið velkominí TEPPOLÓND Grensásvegi 1 3—Símar 83577 og 83430 (Stærsta sérverzlun landsins með gólfteppiji Stórkostleg rýmingarsala á íslenzkum| JT m u HLJOMPLOTUM Rýmingarsalan stendur aðeins yfir í örfáa daga og er í Vörumarkaðnum, Ármúla. sc-hijómpiötur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.