Morgunblaðið - 05.02.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.02.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1978 A NÆSTUNNI AUSTURBÆJARBÍÓ: DOG DAY AFTERNOON 1 stuttu máli sagt er hér á feröinni ein umræddasta og best sótta myndin á síðari árum. Hún fjallar um makalaust bankarán kynvillinga, en féð hyggjast þeir nota til að gera „kærustu“ eins þeirra að kynskipting. Myndin er byggð á sönnum atburði, sem átti sér stað í New York síðsumars fyrir fáeinum árum. Myndinni leikstýrir Sidney Lumet, en með aðalhlut- verkið fer A1 Pachino, en þeir félagar gerðu garðinn frægan í myndinni SERPICO, sem sýnd var hér fyrir skömmu. IMINNINGU HOWARD HAWKS SEINNIHLUTI Sp: Þú laöaðir fram einn besta leik sem John Wayne hefur sýnt í myndinni RED RIVER. HH: Ég taldi að Wayne yrði góður. Ég vissi það ekki. Hafði aðeins séð hann í nokkrum myndum. Og reyndar, meðan á kvik- myndatökunni stóð um- skrifaði ég mörg atriði sem hann kom fram í — af því að mér vajð það ljóst að hann stóð sig miklu betur en ég hafði ímyndað mér. Þegar John Ford sá RED RIVER, sagði hann: „Það flaug aldrei að mér að þessi tröllvaxni tíkarsonur kynni að leika.“ Svo Ford lét hann fá hlutverk í nokkrum myndum þar sem hann þurfti raunverulega á leikhæfileikum að halda, og áður en leið á löngu var Wayne orðinn ein skær- asta stjarnan. Það tók al- menning langan tíma að gera sér grein fyrir að Wayne gat leikið, að hann var í rauninni góður leik- arí. Þegar við hófum kvik- myndatökuna hvíldi tals- verður þrýstingur á Wayne. Hann gerði sér grein fyrir því að hér beið hans stærra tækifæri til að sýna hvað í honum bjó en áður. Ég vék mér að hon- um og sagði: „Vertu ekki svona áfjáður, Duke. Ef þú átt þrjú mjög góð atriði I þessari mynd og styggir ekki áhorfendurna í hin- um, þá ertu orðinn stór- stjarna. En ef þú reynir að setja eitthvað það inn í at- riðin sem á þar ekki heima, þá verða gestirnir leiðir og vita ekkí hvernig á því stendur." Nú, hann tók þetta svo nærri sér að skömmu síðar, við kvikmyndatökuna, kom hann til mín og svaraði: „Er þetta einn af þeim hlutum sem ber að var- ast?“ og ég svaraði um hæl: „Vissulega, hættu við þetta strax.“ Hvað hann og gerði. Sp: Motgomery Clift var nýliði í kvikmyndaleik þegar hann lék í RED RIVER, hvernig var sam- komulagið á milli hans og gamalreynds leikara eins og Wayne? HH: Wayne rétt leit á Monty sem var ósköp ungl- ingslegur, og sagði: „Kem- ur þessi drengur að ein- hverju gagni?“ Ég svaraði: „Því tökum við ekki fyrsta atriðið og sjáum hvernig gengur?“ Og í þessari fyrstu upptöku sagði ég Monty hvað hann ætti að gera. Hann átti að drekka kaffibolla. Ég sagði: „Lyftu bollanum svo hátt að rétt sjái í augun á þér. Fylgstu svo aðeins með Duke, og gefðu honum ekkert eftir.“ Og loks þeg- ar töku atriðisins var lokið sagði Duke: „Þessi strákur verður i lagi.“ Sp.: Fjölmargir hlutir gerast i einu, upphafsmín- útur RED TIVER — manni er fleygt í ána, það eru slagsmál og indíánarnir koma á vettvang. Þú sóaðir ekki tímanum í að koma atburðarásinni i gang. HH: Já, og þegar eitt- hvað er um að vera yfir- leitt, þá gerast hlutirnir hratt. Eg þoli ekki hæga- gang. Ég hitti Marlon Brando einhvern timann, það er virkilega þægilegur náungi, og hann sagði: „Því höfum við aldrei gert mynd í sameiningu?“ Ég svaraði: „Þú ert alltof :nd- skoti rólegur. Þú þyrftir á ljúka atriði á einum þriðja þess tíma sem þú notar venjulega, ef þú ættir að gera það fyrir mig. Ef þú getur ekki lokið því af á þeim tíma, þá áliti ég þig til lítils nýtan.“ Hann tók þessu vel. Sp.: Þú hefur látið svo ummælt að um það leyti sem þú gerðir RED RIVER, hafi engir aðrir leikstjórar verið færir um Cary Grant og Kathanne Hepburn i Bringing up Baby John Wayne og Montgomery Clift í Red River að gera vestra. Hvað um John Ford? HH: Rétt. Við Ford vor- um mjög góðir vinir; hann er sá eini sem gat gert góð- an vestra. Það er ærið langt sfðan, en við vorum þeir sem kunnum best til verka. Reyndar kom Ford hingað niður eftir til að deyja. Eg var vanur því að spila golf, skreppa síðan í heimsókn til hans og taka með honum glas. Eitt sinn þegar ég kom f heimsókn til hans fór hann að skelli- hlæja og ég spurði hann af hverju hann væri að hlæja. Hann svaraði: „Ég fór allt f einu að hugleiða allt það sem ég hef stolið frá þér.“ Og ég svaraði: „Ég hugsa að ég hafi stolið öllu meira frá þér en þú frá mér.“ Sfðan áttum við langt og gott tal saman um margt það sem við höfðum stolið hvor frá öðrum, og hvor okkar um sig var harla ánægður yfir því að annar hefði stolið frá hinum, því við vorum þeirrar skoðun- ar að hinir náungarnir kynnu ekki að búa til vestra. Sp.: Þeir gera ekki marga vestrana þessa dag- , ana. Heldurðu að það verði hætt að framleiða þá fyrir fullt og allt? HH: Nei, þeir þurfa að- eins að finna mannskap sem er fær um að búa þá til. Mér hálf-býður við þessum New York-búum sm koma til mín og biðja mig um að gera einhverja sálfræðivellu líkt og THE LEFT HANDED GUN. Þeir þekkja ekkert til sögu Vestursins. Mér þótti lítið koma til Wayne- myndarinnar BIG JAKE. Um nautgripabónda sem á son sem þeysir um á mótor- hjóli. Að mínu áliti er það ekki Vestrið. Árið 1958 spurði Jack Warner (einn Warner- bræðra) mig að því hvað ég vildi helst gera, og ég sagði vestra. Honum leist ekkert á það. Þá sagðist ég gera hann i einhverju öðru kvikmyndaveri. „Nei gerðu hann hér,“ sagði Jack, „en heldurðu að hann blessist?" Ég svaraði: „Ég ætla að gera hann al- veg öfugt við þá vestra sem gerðir eru í dag.“ Þá voru allir á kafi í gerð vestra eins og HIGH NOON með Gary Cooper. Hann leikur lögreglustjóra sem hleypur um líkt og nýhálshöggvin kjúklingur, reynandi að fá alla sér til hjálpar, og í lokin er það kvekarakonan hans sem að bjargar hon- um. Þetta er enginn lög- reglustjóri. Ef lögreglu- stjóri er til einhvers nýtur og einhver kemur til hans og spyr hvort þeir geti að- stoðað, þá segir hann: „Hversu góður ertu? Treystirðu þér á móti þeim besta þeirra?^ Og hann svarar: „Nei“, þá segir lög- reglustjórinn: „Komdu þér heim. Eg þyrfti að halda á þér.“ Sp: Hvernig heldurðu að standi á því að John Wayne heldur enn vin- sældum sfnum? HH: Of margir leikarar reyna að gera meira úr atriðunum en þau bjóða uppá. Þeir eiga bara að ljúka þeim af og búið. Wayne hefur alltaf haft í huga það sem ég sagði hon- um, og ég álít að það talsvert að ser';.. varðandi allt uthald. Bogart kunni sama lagið á hlutun- um, sama máli gegnir um Cary Cooper. Þetta eru líka meðfæddir hæfileikar. Þeir gátu þetta án umhugs- unar. Jafnvel framsögn Wayne er mjög einkennandi fyrir hann. Wayne stoppar í miðri setningu. Hann stoppar þar sem hans betri vitund segir honum hvar hann á að stoppa- til að koma setningunni vel frá sér. Og þetta er atriði sem er erfitt að kenna. Ég kenndi Lauren Bacall. Nálægt 1940 gerði einkaritarinn minn þá vit- leysu að senda eftir henni hingað vestur. Allt sem ég vildi vita var hvar hún hefði gengið í skóla og hvað hún hafði haft fyrir stafni. En allt í einu var hún komin inn á mitt gólf, í peysu og gaberdínpilsi, mjóróma og nefrödduð. Ég kom boðum til einka- ritarans. „Útvegaðu henni bíl og sendu hana í fjögur, fimm kvikmyndaver. Hún Framhald á bls. 21 Kvikmyndahátíð 1978 — veislan er hafin OG ÞA er búið að setja Kvikmyndahátíðina í Reykjavík annó 1978 með tilheyrandi pomp og prakt. Hinn margumræddi draumur um íslenska kvik- myndahátíð er orðinn stað- reynd. Og flestir töluðu fjálg- lega um lítiðsem ekki neitt rétt eins og venja er undir kringumstæðum þessum. Menntamálaráðherra lofaði jú (eða svona allt að því) auknum ríkisstyrk til handa kvikmyndagerðar- mönnum. Voru það orð í tíma töluð og réttlættu þau og miklu meira en það til- urð veislu sem þessarar. Einhverjum aðstoðar- manni tókst síðan að draga okkur talsvert á því að fá vitneskju um hver hlyti viðurkenningarstyrk Menntamálaráðs til kvik- myndagerðar á þessu ári. Og það kom sjálfsagt eng- um á óvart að það var hinn ungi og efnilegi kvik- myndagerðarmaður Agúst Sigurðsson sem hlaut þau í ár fyrir handritið LlTIL ÞÚFA. Það er verst hvað tvær milljónir dugá skammt. Loksins tók til máls heiðursgesturinn, Wim Wenders, yfirlætislaus og geðfelldur ungur maður. Frjálslegur og án allrar til- gerðar í framkomu. Þó heimsfrægur. Óþarft er að kynna Wenders eða verk hans nánar hér á síðunni, þeim hafa verið gerð ítarleg skil. En Wenders er einn úr þeim fámenna hópi ungra, þýzkra leikstjóra, sem á ör- fáum árum hafa endur- heimt virðingu umheims- ins á þarlendri kvikmynda- list með frábærum verkum sínum. Heiðursgesturinn eyddi aðeins örfáum orðum í verk sín, en gat þess að hann kannaðist við flestar myndanna á hátíðinni og benti viðstöddum einkan- lega á tvær þeirra: STROZEK, nýjasta verk vinar hans (og félaga i þýzku endurreisninni) Werners Herzog, og á mynd Cassavetes, KONA UNDIR AHRIFUM, sem hann álítur eitt af meistaraverkum nútíma kvikmyndalistar. Þetta beinir huga manns að þvf kvikmyndavali sem boðið er uppá á hátfðinni. í fljótu bragði virðist það arla gott, hér er mikið af -orvitnilegum myndum víðs vegar að. Myndum sem flestar hverjar hefðu tæpast rekið á fjörur okkar nema fyrir tilstuðlan Kvik- myndahátíðar. Af miklu er að taka og aðalatriðið er að myndirnar séu vel fram- bærilegar — yfir höfuð. Þó má telja það víst að ein- hverjar grátkonur eiga eft- ir að hneykslast. Það er kannski affarasælast að taka það strax fram, að FRISSI KÖTTUR og VELDI TILFINNING- ANNA er ekki við hæfi * „húsmæðra í Vesturbæn- um“. • ^ í fljótu bragði virðist mér að það megi skipta myndunum í tvo hópa: í þeim forvitnilegri flokka ég allar fjórar myndir Wenders; STROZEK, KONA UNDIR ÁHRIFUM, sem er ein kunnasta mynd hátíðarinnar að VELDI TILFINNINGANNA undanskilinni — en þessi umdeilda mynd er sann- kallaður hvalreki. V.T. hef- ur óviða fengið náð fyrir augum kvikmyndaeftirlits yfirvalda, hefur næstum eingöngu verið sýnd í kvik- myndahátíðum. Djarft og grimmilegt innihald henn- ar hefur hvarvetna slegið áhorfendur útaf laginu — er þetta harðsoðin klám- mynd eða eitt af snilldar- verkum japanskrar kvik- myndalistar? Nú er komið til okkar kasta að finna svar við því. Þá er hér á ferðinni óum- deilanleg klámmynd, teiknuð. Það er hin af endemum fræga banda- ríska FRISSI KÖTTUR. Hafa fáir velt fyrir sér list- rænu gildi hennar til þessa — utan nefndarmenn þeir sem völdu hana á Reykja- vfkurhátið nr. 1. Ég er þó alls ekki að fordæma absúrdan tilverurétt henn- ar hér, fjarri því. Nú, og svo er hún öruggt „kassa- stykki". Af öðrum einkar at- hyglisverðum myndum vil ég jafnframt nefna FJöT SKYLDULlFZa, „„sis; SÆTA MYND, SEIGLU og ÁNÆGJUDAGA. Og þær, sem ótaldar eru enn, standa þeim vonandi ekki langt að baki. S.V.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.