Morgunblaðið - 12.03.1978, Side 21

Morgunblaðið - 12.03.1978, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MARZ 1978 21 99 Kvenprestar hafa fengið nafhlaus hótanahréf þar sem þœr eru kallaðar verkfœri djöfulsins (SJÁ: Kristmenn) Dr. Gernot Hoffmann breyta sér í konu, kom fram í sjónvarpsþætti og sagði sögu sína. Þetta var ung kona, læknir að mennt, hét Gernot Hoff- mann, og höfðu yfirvöld meinað henni að breyta nafni sínu til pg Suleiman grófst undir brak- inu. Svo var ýtunni ekið yfir og áfram að næsta húsi. Vélarnar gengu uppihalds- laust, nótt sem dag, þar til 22. apríl að hverfið var allt í rústir lagt. Þá var mesta brakinu mokað upp á vörubíla, því ekið nokkurn spöl og fleygt. Var þar búin mikil veizla sjakölum og öðrum hrædýrum og urðu haug- arnir fljótlega krökkir af þessum kvikindum. En menn máttu varla nærri koma fyrir megnri ýldu- lykt, sem upp gaus.“ Þetta kann að virðast ýkju- kennd frásögn. En flestir þeir, sem bjuggu í Nýju-Delhi á neyðarástandstímanum mundu samt reiðubúnir að leggja nafn sitt við hana. Þeim ber yfirleitt saman um það, að aðfarir yfir- valda, einkum lögreglunnar og skipulagsyfirvalda, hafi verið hinar óhugnanlegustu. Þeir íbúar fátækrahverfisins við Tyrkjahliðið sem eftir lifa hafast nú við í öðru hreysahverfi, sem hrófað var upp einum 15 kílómetrum utan við borgina. Þeir eru sýnu verr settir, en þeir voru; handiðnaðarmenn þeir, sem unnu úr brotamálmi sem til féll fá nú hvergi smíðaefni, þeir sem lifðu á betli hafa nú ekkert upp úr krafsinu því að engir aflögu- færir eiga leið þarna um, og sulturinn sverfur enn fastar en fyrr' að börnunum sem áður höfðu þó altént matarleifar og ávexti úr göturæsunum. Ríkisstjórn Jantaílokksins hefur heitið því að byggja aftur yfir fólkið á rústum hverfisins þar sem það bjó. Tók hún sig til og lét setja þar niður hornstein einn mikinn — en þar með var framkvæmdum lokið í bili. Aftur á móti er alltaf verið að byggja utan við borgina — ný fátækra- hverfi úr kassafjölum og brotn- um múrsteini sem til fellpr. Eins og spildan við Tyrkjahliðið stend- ur enn auð og umgirt gaddavír, og hyrningarsteinninn eins og minnisvarði um þá sem féllu í skipulagsherferð fyrri stjórnar. - TIIE GUARDIAN kvenkyns. Hún var skráð karl- maður eftir sem áður. Hafi maður verið skráður karlkyns í bækur hins opinbera skal hann vera karlkyns upp frá því! Hafði þetta valdið Hoffmann ómæld- um erfiðleikum. Hún var t.d. neydd til þess að klæðast karlmannsfötum í starfi og láta sem hún væri ennþá karlmaður. Líkt fór fyrir karlmanni í Múnchen; hann lét breyta sér í konu, en þegar hún sótti um vinnu rak hún sig á það, að yfirvöld viðurkenndu ekki kyn- skiptin. Hún sótti um starf við framleiðslu í veitingahúsi. En ráðningarstofur settu henni stólinn fyrir dyrnar: henni var sagt, að eigendur veitingastaða vildu að framleiðslustúlkur væru konur en ekki karlar, sem litu út eins og konur og var henni ráðlagt að sækja heldur um þjónsstöðu! Konur, sem áður voru karlar, fá ekki heldur að ganga í hjónaband vegna þess, að hið opinbera heldur því statt og stöðugt fram að þær séu karlar — og samkynja menn mega ekki giftast! Aftur á móti væri hinu oþinbera sama þótt konur þessar giftust kon- um. Meinið er að þær langar ekkert til þess... Nú er liðinn nærri aldarfjórð- ungur frá því, að kyni manns var fyrst breytt með skurðað- gerð. Það var í Bandaríkjunum. Þar í landi skipta nærri 100 manns um kyn á hverju ári. Þetta er dýrt fyrirtæki og hefur ofðið ýmsum læknum að mikilli féþúfu. Læknir einn í Casa- blanca hefur t.d. breytt kyni nærri 800 manna, og kostar hver aðgerð jafnvirði 10.000 vesturþýzkra marka (u.þ.b. 1 milljón og 250 þús. ísl. kr.). Ekki er vitað enn hvað veldur því, að sumir menn fæðast í „rangri mynd“. Ymsa vísinda- menn grunar, að orsakanna sé að leita í röskun litninga, en einnig þykir hugsanlegt, að hormónatruflunum á með- göngutíma sé um að kenna. Kynskiptingum finnst eins og fyrr var sagt, að þeir séu fæddir í röngu kyni. Spretta af þessari tilfinningu, sem er mjög áleitin, ótaldar sálarflækjur, og sjálfs- morð eru að tiltölu mjög algeng meðal kynskiptinga. Margt hefur verið reynt til þess að „lækna" þá, en það hefur allt reynzt árangurslaust. Kynskiptingar leggja jafnan á það mikla áherzlu, að þeir séu hvorki kynvillingar né heldur klæðskiptingar, sem svo eru nefndir vegna þess að þeir hafa ríka þörf til að klæðast fötum af hinu kyninu og hegða sér líkt og það. En kynvillingar og k'.æðskiptingar hafa yfirleitt ekki hug á því að skipta um kyn. Kynvillingar haga sér sumir líkt og konur, en tilgangurinn með því er sá einn að laða að sér aðra sama eðlis. Og klæð- skiptingar klæða sig einungiá eins og hitt kynið, en þá langar ekkert að breyta um kyn. Það vilja kynskiptingar hins vegar, og gera það í stórum stíl en reka sig þá á það, að vandi þeirra er ekki leystur heldur hefur hann aukizt, ef nokkuð er, þótt það standi nú vonandi til bóta. - THE GERMAN TRIBUNE þetta gerdist líke .... Offramleiðsla Nýjustu skýrslur bílaiðnaðarins leiða í ljós, að liðlega fjórði hver bíll sem framleiddur er í veröldinni kemur enn sem fyrr frá Detroit í Bandaríkjunum. Sautján prósent af öllu stáli sem Bandaríkjamenn nota fer enda í bílana, og af hverjum dollar sem landsmenn eyða í verslunum fara 26 sent til bílsala. Hreinsun Dagblað í Georgíu í Sovétríkjunum upplýsti í síðastliðinni viku að hvorki meira né minna en 260 háttsettum embættismönnum í birgða- og tæknimálaráðuneyti lýðveld- isins hefði verið sagt upp á einu bretti. Sumir voru rekn- ir fyrir hyskni og vinnusvik, aðrir fyrir hnupl eða fjár- drátt. Blaðið bætir við að stjórnskipuð nefnd, sem rannsakaði mál þessa fólks, hafi lagt til við yfirvöld að ■=> o ^ stjórnendum ráðuneytisins yrði stranglega refsað. Fjöldamorð Samkvömt gögnum, sem Amnesty International hefur látið fjölmiðlum í té, er vitað um 113 manns í Guatemala sem morðsveitir undir verndarvæng stjórnvalda sáu fyrir á síðasta ársfjórðungnum 1977. Sveitir þessar voru upphaflega stofnaðar til höfuðs vinstrisinnuðum skæruliðum og hafa alla tíð verið einskonar ríki í ríkinu. Amnesty áætlar að yfir 20.000 borgarar í Guatemala hafi orðið fórnarlömb morðsveitanna á síðastliðnum tólf árum. Þær hafa einkum lagst á smábændur til sveita og verkafólk í þéttbýlinu. Harðýðgi Sjö af starfsmönnum sjónvarpsstöðvar ríkisins í Peshawar í Pakistan vorú fyrir nokkru dæmdir til þrælkunarvinnu og húðláts að auki fyrir tilraun sem þeir gerðu til þess að leggja undir sig stöðina til þess að leggja áherzlu á kröfur sínar um launabætur. Aðrir ódælir sjónvarpsmenn á öðrum stöðum í landinu höfðu þá þegar hlotið svipaða dóma að hermir í sömu Guardian-frétt. Háaloftshátíð Samtals fimmtíu og sex fjallgöngumenn hafa nú sigrast á Everest, og stjórnvöld í Nepal hyggjast bjóða þeim öllum með Itölu að heimsækja landið vegna Ihátíðarhaldanna sem þar verður |efnt til í maí næstkomandi, en þá íverður tuttugu og fimm ár liðin síðan þeim Sir Edmund Hilary (mynd) og Tenzing Norgay tókst fyrstum manna að klífa hinn sögufræga tind. Tvær konur eru í hópi hinna sem síðan hafa fetað í fótspor garpanna. Eftirhreytur í Ottawa hefur íhaldsþingmaðurinn Thomas Cossitt valdið talsverðu fjaðrafoki með því að fullyrða opinberlega að fimmtán sovéskir njósnarar að minnsta kosti leiki ennþá lausum hala í Kanada. Eins og menn rekur minnitil var þrettán sovéskum sendiráðsmönnum vísað úr landi þar vestra í síðastliðnum mánuði vegna meintra njósna. Cossitt þingmaður kveðst hafa komist yfir upplýsingar sínar opinberum skjölum, sem stjórnvöld hafi samt kosið að halda leyndum fyrir almenningi. Flugáœtlun Kínverjar hafa birt fimm ára áætlun um stækkun og endurbætur á flugþjónustu sinni. Tilgangurinp er tvíþættur að þeirra sögn: að efla sambandið við útlönd og að laða að erlenda ferðamenn. ✓ Nýir flugvellir verða |y byggðir og gamlir \ stækkaðir og endur- bættir. Þá eru uppi ráðagerðir um bætta þjónustu við flugfar þega með fjölgun starfsfólks við flug vellina og sérþjálfun LENGI TEKUR SJÓRINN VIÐ I Hálf önnur milljón lesta af olíu í london var nýlega haldin ráðstefna um mengun og mengunarvarnir. Hún var haldin á vegum Sameinuðu pjóðanna. Á Þessari ráöstefnu voru lagðar fram tillögur, sem kunna að valda miklu í mengunarmálum ef pær komast í framkvæmd. Það voru Bandaríkjamenn, sem lögöu Þær fram. Þær fjalla um breytingar á smíði olíuskipa og er Þar gert ráö fyrir Því, að smíöi olíuskipa verði hagað Þannig framvegis, að mun minni mengunarhætta stafi af Þeim. En nú er talið, að olíuskip losi nærri hálfa aðra milljón lesta af olíu í sjó á ári hverju. Þaö er til samanburðar, aö „einungis" 300 Þúsund lestir olíu fara árlega í sjóinn af slysni. Hitt er með ráði gert. Olíuskip með tóma tanka eru mjög völt og pví er paö, að vatni er dælt í tankana. En alltaf verður eitthvað eftir af olíu pótt dælt hafi veriö úr tönkunum og blandast vatnið pessum dreggj- um. Þegar vatninu er svo aftur dælt í sjóinn fer olían út með Því og eru Þannig til komin sú hálf önnur milljón lesta, sem nefnd var áðan. Auk Þess er Þaö, að mesta af Þessari olíu fer í sjóinn Þar, sem hann er mengaöastur fyrir, Þ.e. undan ströndum olíuríkja vi; Miðjarð- arhaf og Persaflóa t.d. Árið 1973 var Þaö leitt í lög nokkurra ríkja að Þar eftir skyldu vatns- og olíutankar aöskildir í olíuskipum stærri en 70 Þúsund lestir. Þetta er einfaldasta og öruggasta ráðiö við mengun úr olíuskipum; vatnið og olían blandast Þá aldrei. Því miður hefur Þessu aðeins verið framfylgt í Þremur ríkjum hingað til. í töllögum Bandaríkjamanna, sem getið var áðan, er m.a. kveðiö svo á, aö vatns- og olíutankar skuli aöskildir í öllum olíuskipum stærri en 20 Þúsund lestir. Ýmis ríki hafa lýst sig fylgjandi Þessu og t.a.m. SvíÞjóð, Noregur, Grikkland, Frakkland, Kýpur og Arabarík- in. Aftur á móti eru ýmis önnur ríki andvíg pessu, Bretland, Holland og Vestur-Þýzkaland t.d., og enn fremur ráöamenn í olíuiönaðt víða, og kann Það að tefja framgang tillagnanna nokkuð. Það má og nefna, aö talið er, að mörg próunarríki muni rísa gegn tillögunum. Það er sem sé Ijóst, að Þetta nær ekki fram aö ganga í bráðina. Hafa Bandaríkjamenn Þá hugsað sér að banna jafnvel skipum, sem ekki eru smíðuð, eða Þeim breytt, eftir tillögum Þeirra að taka höfn í Bandaríkj- unum. Og reyndar mun laga- frumvarp pess efnis vera í undirbúningi. Kuwaitmenn hafa látið að Því liggja, að Þeir kunni að bregða á sama ráð. Gæti Þaö valdið miklu. Ef fleiri olíuríki fara aö Því dæmi munu andstæðingar tillagnanna verða aö láta undan. — GEOFFREY LEAN.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.