Morgunblaðið - 12.03.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.03.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MARZ 1978 Þrír „aipiegir meislarar” í heimsókn Fyrr í þessum mánuði kom hingað til lands á vegum Jazzvakningar píanistinn Horace Parlan ásamt tríói sínu og léku þeir félagar jazz fyrir landann þrjú kvöld í röð. Að sögn Jónatans Garðarssonar hjá Jazzvakningu voru þessir tónleikar mögulegir fyrir milligöngu bassaleikarans margfræga, Niels Henning Örsted Pedersen, sem eins og kunnugt er í fyrra kom hingað til lands til tónleikahalds með tveimur öðrum jazzgörpum. Því ku vera þannig þannig farið að Niels Henning er á samningi hjá Steeple Chase hljómplötuútgáfunni dönsku eins og fyrrnefndur Horace Parlan og með góðum vilja eiganda Steeple Chase, Niels Winther, tókst að koma þessu í kring. Jónatan kvað þetta vera alldýrt fyrirtæki fyrir Jazzvakningu, en félagið hefði mikinn hug á að halda áfram á þessari braut ef þetta gæfi góða raun. Ennfremur sagði Jónatan, að það væri á döfinni hjá Jazzvakningu að koma á fót plötuklúbbi, sem myndi þá væntanlega sérhæfa sig í innflutningi á jazzplötum. Þar sem áður hefur verið fjallað um feril Horace Parlan og félaga hans í Morgunblaðinu, telur Slagbrandur ekki þörf á slíku hér en þó sakar ekki að geta þess að fyrrnefndur Horace Parlan lamaðist á unga aldri á hægri hluta líkamans og hefur þróað mjög sérstæðan stíl í píanóleik af þeim sökum. Hefur þessi lömun ekki háð honum meira en svo að hann hefur leikið með mörgum frægustu jazzleikurum heims. Doug Rany, hinn ungi gítarleikari sem lék með Parlan, er sonur hins þekkta gítarista Jimmy Raney, og hefur þegar leikið inn á sólóplötu fyrir Steeple Chase. Kemur sú plata væntanlega á markað innan skamms. Bassaleikari tríósins, Wilbur Little, hefur eins og Parlan leikið með mörgum þekktustu jazzleikurum heims og er ljóst að allir þessir þrír jazzleikarar, Parlan, Raney og Little eru í fremstu röð í jazzheiminum nú á dögum. Slagbrandur varð þeirrar ánægju aðnjótandi að vera viðstaddur hljómleika þeirra félaga í Menntaskólanum við Hamrahlíð og lýsir hann hér með þakklæti sínu til Jazzvakningar fyrir að gangast fyrir því að fá þetta ágæta tríó hingað til lands, því þrátt fyrir allt er íslenski jazzheimurinn afspyrnu smár vexti og því skemmtileg tilbreyting að heyra í „alþjóðlegum meisturum". Væri óskandi að framhald yrði á heimsóknum sem þessum. Meðfylgjandi ljósmyndir tók sérlegur samstarfsmaður Slag- brands, Kristinn Ólafsson, á tónleikunum ágætu. — SIB Hebbi stóð á ströndn... í liðinni viku var blaðamönnum kynnt ný hljómplata sem Fálkinn gefur út, þar sem Herbert Guð- mundsson (Hebbi) syngur eigin lög og annarra við undirleik hljóm- sveitarinnar Eikar. Platan nefnist „Á ströndinni" og hafa orðið nokkrar tafir á því að hún kæmi út. Herbert sem mörgum er eflaust kunnur fyrir söng sinn með hljómsveitum eins og Tilveru, Eik, Pelican o.fl., tjáði Slagbrandi að textarnir á plötunni væru flestir þannig til orðnir að hann hefði fyrst samið þá á ensku, en síðan hefði Hilmar Örn Hilmars- son endursamið þá á íslensku. Einn texti á plötunni er eftir Þorstein Eggertsson og tvö lög og textar eftir Mike nokkurn Pollock. Herbert sagði að vel hefði gengið að æfa upp efnið á skífuna enda hefðu nokkur laganna verið flutt af Eik hér á árum áður. Sagði hann að það hefði tekið u.þ.b. þrjár vikur að æfa, en síðan hefði platan verið tekin á 130 tímum. Hann kvað ekkert vera á döfinni hjá sér varðandi hljómsveitastarf- semi, en þó væri engan veginn loku fyrir það skotið að hann tæki á ný til við að syngja með hljómsveit, ef slíkt byðist. Herbert stundar nú sjóróðra í Vestmannaeyjum. — SIB. f íjiifflirra tíma kvikmynd Bob Pylans: Hin leiknu atriði myndarinnar eru ekki í reglulegri tímaröð, en engu að síður mun vera nokkuð sterkur heildarsvipur á verkinu. Dylan segir: „Því meir sem ég hef reynt að útskýra myndina þeim mun betur verður mér ljóst að hún útskýrir sig best sjálf. Hún sýnir hvernig sjálfið vinnur og reynir að uppgötva sjálft sig að baki alls konar grímum. Það er aðalatriðið". Dylan hefur þegar lagt drög að annarri kvikmynd, en hann segir að sú mynd verði mjög ólík þessari (hann á vonandi nóg af seðlum því sagt er að „Renaldo and Clara" hafi kostað vel yfir eina milljón dollara). Um Renaldo segir Dylan: „Renaldo kemur mér þannig fyrir sjónir að hann sé alltaf að syngja í hjarta sínu. Þess vegna hefur hann ekki mjög mikið að segja og talar ekki mikið. Það er svo mikið inni í honum „Svnir hvernig sjalfið vinnnr” Sá frægi söngvari og textahöfund- ur, Bob Dylan, lauk hýlega við gerð fjögurra klukkustunda langrar kvik- myndar. Myndin nefnist „Renaldo and Clara" og aðalsöguhetjurnar í myndinni eru Dylan sjálfur og fyrrverandi frú hans, Sara, en þau eru leikin af Ronnie Hawkins og Ronee Blakley. Ástfangna parið í myndinni, Renaldo og Clara, er hins I vegar leikið af Dylan-hjónunum. t Kvikmyndin var gerð á hljómleika- | ferð Dylans og eru hlutar hennar teknir á hljómleikum. Dylan segist sjálfur ánægður með ' þetta sköpunarverk sitt og segir að það hafi verið gersamlega óhugsandi að stytta myndina meira en gert hafi verið. Auk Dylan-hjónanna og leikaranna fyrrnefndu, koma m.a. fram í myndinni skáldið Allen Ginsberg og söngkonan Joan Baez. að það kemur fram í þessu formi. Við Renaldo erum líkir um margt, en við erum ekki einn og sami maðurinn". Greinilegt er að hér er athyglis- verð kvikmynd á ferðinni, en ef að líkum lætur gefst okkur íslendingum ekki tækifæri til að sjá þetta hugverk söngvarans næstu árin. Plöturnar verða að nægja þangað til. SIB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.