Morgunblaðið - 12.03.1978, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MARZ 1978
Jónína Gísladótt-
ir—Minningarorð
Fædd 21. apríl 1894
Dáin 3. marz 1978
Nú er góö kona gengin og verður
kvödd frá Fossvogskirkju á morg-
un, mánudaginn 13. marz kl. 1.30
síðdegis.
Þann þriðja þessa mánaðar
andaðist á heimili sínu, Brávalla-
götu 44, Herdís Jóhannesdóttir á
átttugusta og fjórða aldursári.
Herdís var fædd að Dunk í
Hörðudal, Dalasýslu, 21. apríl
1894. Foreldrar hennar voru hjón-
in Anna Guðmundsdóttir og Jó-
hannes Einarsson er þar bjuggu.
Þau hjónin eignuðust fimm börn,
fjóra syni og eina dóttur, Herdísi.
Heimasætan að Dunk ólst upp hjá
ástríkum foreldrum, ásamt þræðr-
um sínum.
Að kvöldi miðvikudags 1. þ.m.
komum við tvær vinkonur hennar
í heimsókn, og tók hún vel á móti
okkur eins og hennar var vandi.
Tveim dögum sðar var hún öll,
hafði lagt sig um miðjan dag og
vaknaði ekki aftur til þessa lífs.
Gekk á fund feðra sinna sæl og
glöð, sátt við allt og alla. Þannig
vildi hún hafa það.
Hún hafði á orði við okkur að
mikið væri gott að fá að sofna
svefninum langa, þegar maður
væri orðinn það lítilfjörlegur, að
vera upp á aðra kominn með alla
aðdrætti. Hún fékk svo sannarlega
ósk sína uppfyllta, svo er Guði
fyrir að þakka.
Herdís var einstaklega nett og
fínleg kona, hlédræg, heiðarleg og
trúverðug. Vann öll sín verk
hávaðalaust.
Herdís fór fljótt að vinna. Um
tvítugt yfirgaf hún æskuheimili
sitt og sveitina sína, sem hún alla
tíma unni svo mjög og minntist
með virðingu og stolti.
Leiðin lá fyrst í Stykkishólm,
þar sem hún lærði karlmannafata-
saum. Síðar fór hún hingað suður
og réð sig í vistir á góð heimili,
m.a. á heimilum Geirs Thorsteins-
sonar og Lofts Guðmundssonar
ljósmyndara. Hún minntist oft á
hvað hún hefði verið heppin með
húsbændur. Einnig vann hún
nokkur ár á Elliheimilinu Grund
og mötuneytinu á Gimli. Því næst
tíu ár í eldhúsinu á Vífilsstöðum.
En síðustu níu árin í Melaskóla,
þar til hún hætti um sjötugt.
011 verk hennar voru unnin af
einstakri nákvæmni og vandvirkni
að undrun sætti, hvort sem það
var matargerð, bakstur eða handa-
vinna. Og munu mörg heimili í
Reykjavík og víðar bera vot um
hennar fagra handbragð, sem var
listaverki líkast.
Herdís giftist aldrei né eignaðist
börn, en frændliði sínu var hún
einstök og bar mikla umhyggju
fyrir öllu sínu fólki. Ekki síst fyrir
nöfnu sinni Herdísi Leópoldsdótt-
ur og hennar fjölskyldu, sem býr
í Bandaríkjunum. Ég veit hún
þakkar þeim, er lögðu henni lið,
Ágústu mágkonu hennar og Siggu
og ekki síst bróðursyninum Baldri
Leópoldssyni, sem annaðist
frænku sína til hins síðasta —
þökk sé þeim öllum.
Ég veit að Herdísi hefði ekki
líkað nein lofræði um sig. Til þess
var hún of lítillát. Ég veit hún
fyrirgefur mér, því þetta er aðeins
fátæklegur þakklætisvottur fyrir
alla tryggð og góðvild er hún sýndi
mér.
Um leið og ég kveð og þakka
Herdísi samfylgdina í 22 ár,
þökkum við Sigurlaug allar yndis-
legu stundirnar, sem við áttum
áheimili hennar. Við biðjum henni
Guðs blessunar.
Eg votta öllum aðstandendum
samúð mína.
Far þú í friði,
friður Guðfi þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
t
Faðir okkar
KONRÁÐ ÞORSTEINSSON
andaðist föstudaginn 10 þ m
Marta Konráðsdóttir
Sigrún Konráðsdóttir
Steinunn Ósk Konráðsdóttir.
t
Útför föður míns, vinar og bróður,
BÖÐVARS GRÍMSSONAR,
rafvirkjameistara,
frá Hörðuvöllum,
fer fram frá þjóðkirkjunni i Hafnarfirði þriðjudaginn 14 marz kl 2 e h
Ásmundur Böðvarsson,
Sigriður Hjálmarsdóttir
Sigurður Grfmsson.
t
Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
JÓNÍNU GÍSLADÓTTUR,
Glaðheimum 4,
fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 1 3 marz kl 3 e h
Blóm afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hinnar látnu láti líknar-
stofnanir njóta þess
Ólöf Elíasdóttir, Árni Sigursteinsson,
Margrét Eliadóttir, Jón Björgvinsson
Dagbjört Eliasóttir,
Gisli Steinsson, Ólöf Thorlacius.
Hjartkær eiginkona mín,
SIGURÁSTGUÐVARÐSDÓTTIR,
Laugateig 58.
sem lézt í Borgarspítalanum 6 þ m verður jarðsett frá Fossvogskirkju,
þriðjudaginn 14 þ m kl 3 00
Þeim er vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið
Þorvaldur Brynjólfsson,
IngibergB. Þorvaldssson, Inga Valdis Pálsdóttir
Guðlin Þ. Linnet, Hans R. Linnet
Kolbrún Þorvaldsdóttir, Guðmundur H. Gislason
Ásta Þorvaldsdóttir, Halldór Waagfjörð
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
föður okkar, tengdaföður og afa,
ÓSKARS ÁGÚSTAR S.'GURGEIRSSONAR.
fyrrverandi skipstjóra, I
Hörpugötu 8
Margrét Óskarsdóttir, JensJónsson,
Sigrún Óskarsdóttir, Sigurður Albert Jónsson
og barnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför föður okkar,
JÓNS EINARSSONAR,
frá Höfðabrekku,
Ásbjörg og Karl Jónsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
sonar mins, föður okkar, tengdaföður og afa,
ÞÓRARINS HALLBJÖRNSSONAR,
rnatsveins,
Vesturgötu 50 A,
Hallbjörn Þórarinsson,
Hallbjörn Þórarinsson, Helga Sigurðardóttir
Matthildur Þórarinsdóttir, Þórir Svansson,
Hllf Þórarinsdóttir, Ólafur Ólafsson
og barnabörn.
Vilborg Ólafsdótt-
ir—Minning
Vinir hennar — en þeir voru
margir — kölluðu hana Minnie.
Vilborg hét hún réttu nafni og var
Ólafsdóttir.
í rausnargarði foreldra ólst hún
upp á glæsilegu og virtu heimili
kaupmannshjóna í Keflavík, Ólafs
Ófeigssonar frá Fjalli á Skeiðum
og Þórdísar Einarsdóttur frá
Kletti í Geiradal. Mannkosti sótti
hún til þeirra beggja. Ólafur faðir
hennar var, að sögn þeirra er
þekktu, höfðingsmaður, ljúfur í
viðmóti, ávarpsgóður og kurteis.
Gilti einu hvort hann ræddi við
valdsmenn eða alþýðu. Það breytti
ei fasi né framkomu. Þórdís móðir
hennar var rómuð fyrir gæði sín,
hlýju og góðvild, trygglyndi og
vinfestu. Hún var virt af öllum er
hana þekktu. Unni góðum bókum
og skáldskap. Var sjálf hagorð
þótt hún sakir hógværðar héldi því
lítt á loft.
Gestkvæmt var jafnan á heimili
þeirra hjóna. Ólafur stundaði
umsvifamikinn atvinnu- og verzl-
unarrekstur. Hús þeirra opið
gestum og gangandi. Heimilið
mannmargt. Börn þeirra og upp-
eldisbörn ásamt glöðum hópi vina
og skólasystkina þeirra.
Strax í æsku þótti Minnie hafa
yfirburða þyek og þrótt. Jafnöldr-
um hennar og leiksystkinum er í
minni forysta hennar í leikjum og
starfi. Hvort heldur var í fjöru, þá
er könnunarferðir voru farnar um
undraheima flæðarmáls og kletta,
numið staðar við naust, eða
hlaupið léttum fótum um tún og
stakkstæði, þá var Minnie ávallt í
fararbroddi og hvatti hópinn með
horskri framgöngu sinni, gleði og
drengskap. Um vaskleika þótti
henni kippa í kyn Fjallsættar, en
þaðan koma þrekmenni er þjóð-
kunn hafa orðið í fangbrögðum
mörgum og forystu. Á heimili
Minniear var siðavendni til orðs og
æðis i heiðri höfð og brá ei frá því
í leikjum hennar né starfi. Þar
gekk drengskapur jafnfætisdjarf-
mennsku. Skapgerð hennar og
stefnufesta varð snemma augljós.
I afli andstreymis fullorðinsára
mótaðist sá niálmur er hún hafði
að heimanfylgju frá ætt sinni og
uppruna.
Um fermingáraldur Minniear
skipti sköpum í lífi fjölskyldunnar.
Þá lést faðir hennar, Ólafur
Ófeigsson og fluttist Minnie þá
með móður sinni til Hafnarfjarð-
ar. Þar stundaði hún nám í
Flensbortzarskóla og síðan í Reyk-
holti.
Það er til marks um fjölhæfni
Minniear og verkkunnáttu að
hvert það starf er henni var falið
leysti hún af stakri prýði og
reglusemi. Sömu eðliskostir réðu
ferð hennar í starfi sem leikjum.
Ég minnist hennar frá þeim árum
er hún gekk um beina í Iðnó.
Kurteisi og glaðværð hennar,
snyrtimennska og hreinskilni
hvort sem var við gesti í veitinga-'
sölum eða starfsmenn að tjalda-
baki er geymd í huga þeirra er
niuna þau ár. Seinna réðst hún til
margvíslegra og misjafnra starfa.
Hún var í hópi fyrstu og fremstu
kvenna er lagði stund á bifreiða-
akstur. í því starfi varð hún
mörguni minnisstæð er hún ók
sendiferðabifreið. Þar sem í öðrum
störfuni var forsjálni í fylgd með
kappi og hollum metnaði. Sú
bifreið sem Minnie ók var í góðum
höndum, og vegfarendur vissu að
þar fór traustur og öruggur
ökumaður sem vildi heilum vagni
heim aka, en einnig og ekki síður
" engan meiða á vegferð sinni.
Urn störf hennar önnur, af-
greiðslu í apóteki, hljóðfæraverzl-
un, kjólabúð, blómasölu og annað
er hún lagði stund á meðan heilsa
leyfði má segja hið sama. Hvar-
vetna var einkenni hennar trú-
mennska og reglusemi, skynsam-
legar ályktanir og jákvætt lífsvið-
horf, kryddað kímni og góðvild.
Himnasmiður sá er för ræður
gaf henni gjörvuleika og atorku í
vöggugjöf, gæddi hana góðum
gáfum og hýrri lund, en kaus
henni jafnframt hlutskipti heilsu-
tjóns og þjáninga. Létti ei þeirri
byrði fyrr en á banastund. Þolin-
móð bar hún byrði sína og kaus að
sveigja umræðu að ilmi blóma og
angan rósa fremur en þyrnum
þeim er stungu við fótamál hvert.
Pétur Pétursson.
Á stundum milli stríða var
tónlistin hennar hugðarefni.
Hvíld frá veruleikans þunga
dómi. Dómgreind og þekking á
bókmenntum var henni stuðning-
ur í þjáningum er hún leið.
Trygglyndi og hreinskilni aflaði
henni góðra vina. Höfðingslund
og höfðingsbrag bar hún ætíð,
jafnt ung og heil og er hún sjúk
og vanmáttug beið við dauðans
dyr.
Minningar bernsku og æsku, er
allt lék i l.vndi, varð okkur tíðrætt
um og var þá oft horfið á vit þeirra
glöðu daga, út við sjó og upp við
heiðarnar, þar sem fuglarnir
bjuggu, þar sem við tíndum okkur
ber í tínur og svanga munna.
Við sjóinn okkar, í víkinni
okkar, þar undum við börnin, við
leiki og störf. Svipmót þeirra daga
og eldur þess brims batt sálirnar
föstum, heitum böndum.
Allar minningarnar eru svo
tendraðar gleði, og þegar hlekkirn-
ir slitna, þá verður tómið svo
mikið og söknuðurinn svo sár.
í djúpum söknuði þessara daga
minnist ég bernsku okkaT og
horfinna vona, þeirra voná, sem
voru bundnar við sólaruppkomu.
Við sólarlag kveð ég vinu mína
frá bernsku og þakka hinni
hugdjörfu hetju fyrir samfylgdina
í fjörunni, heiðinni og úti á
berginu.
Blessuð sé hennar minning.
Birna Jónsdóttir.
Afmælis- og
minningar-
greinar
Að marggefnu tilefni skal
athygli vakin á þvf, að af-
mælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á f mið-
vikudagsblaði, að berast f sfð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera í sendibréfsformi eða
bundnu máli.
Sé vitnað til Ijóða eða sálma
skal höfundar getið. Greinarn-
ar þurfa að vera vélritaðar og
með góðu Ifnubili.