Morgunblaðið - 12.03.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.03.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MARZ 1978 47 Límiaflinn ráðandiá Hornafirði V HEILDARAFLI Hornafjaröar- báta frá áramótum til febrúarloka var 1920 tonn í 300 sjóferðum. Á sama tíma í fyrra var aflinn 986 tonn og þá voru sjóferðir aðeins 122 en þá var aðeins einn bátur með línu en nú 8 mest. Af afla þessum er línufiskur 1725 tonn. Hæsti bátur er Hvanney með 300 tonn í 41 sjóferð eða 7.3 tonn í róðri. Allir bátar eru nú byrjaðir með net en afli er lítill. Fiski- mjölsverksmiðjan hefur tekið á móti 12 þúsund tonnum af loðnu miðað við daginn í dag og fryst hafa verið 25 tonn. Loðnumagn á land komið er nær það sama og var á sama tíma í fyrra. Gunnar. Vitni vantar UM klukkan 9,30 í gærmorgun varð árekstur milli tveggja fólks- bifreiða á gatnamótum Hring- brautar og Njarðargötu. Þetta voru Subaru-bifreið á leið austur Hringbraut og Datsun-leigubif- reið, sem ók suður Njarðargötu í áttina að Umferðarmiðstöðinni. Ökumönnum ber ekki saman um stöðu umferðarljósa þegar árekst- urinn varð og vantar því vitni að atburðinum. Eru vitni vinsamleg- ast beðin að gefa sig fram við slysarannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík. — Frakkland Framhald af bls. 1. hefur orðið tilefni óánægju vinstri manna, sem telja að forsetinn eigi að virða þá hefð að hafa ekki afskipti af flokkapólitík. Kommúnistar hafa enn ekki lýst því yfir afdráttarlaust, að þeir muni draga sig í hlé í þeim kjördæmum þar sem fram- bjóðendur jafnaðarmanna fá fleiri atkvæði, og er vart búizt við slíkri yfirlýsingu fyrr en eftir helgi. Maréhais kommúnistaforingi, sem undanfarnar þrjár vikur hefur haldið uppi látlausum árásum á jafnaðarmenn, lýsti því yfir í gær, að kommúnistar og jafnaðarmenn gætu jafnað ágreining sinn á einum degi, en það eru aðallega þjóðnýtingarmál sem valda ósætti þessara flokka. Þessi yfirlýsing Marchais er túlkuð þannig að samkomulag við jafnaðarmenn sé skammt undan. — Kúfiskur Framhald af bls. 48 ómerktum svæðum, en þar er um að ræða verra hráefni vegna þess að það er minna. Við höfum því ákveðið að taka til við kúfiskinn, en það er álíka dýr fjárfesting og í sambandi við hörpudiskinn og það er ekki spennahdi í þeim* lánaerfiðleikum sem nú eru og með þá vaxtabyrði sem fylgir afurðalánunum.“ Ágúst kvað þá þurfa 23—27 tonn af óunnum hörpudiski 5 daga vikunnar til þess að unnt væri að endar næðu saman og með miklu magni af kúfiski kvað hann unnt að ná tiltölulega hagstæðu verði. 5—6 bátar stunda þessar veiðar að staðaldri, en 7 menn eru á hverjum báti. 60—70 manns vinna að staðaldri við vélavinnsluna í landi, en flest hefur starfsfólk orðið 235 við hörpudiskvinnsluna þegar úrskeljað var með handafli og þá var m.a. úrskeljað á Rifi. Morgunblaðið ræddi einnig í gær við Óttar Yngason hjá ís- lenzku útflutningsmiðstöðinni og spurði hann um flutningsleiðir og möguleika. Hann kvað Eimskipafélagið hafa flutt út um 95% af þeim 600 tonnum af hörpudiski sem fyrir- tækið hefði selt úr landi, en einnig kvað hann þá hafa gert tilraun með flutninga í frystivögnum með Bifröst og væri slíkur farmur nú á leiðinni. Þessi farmur var settur í frystivagna í Stykkishólmi inni í frystiklefum þar, síðan ekið um borð í Bifröst og í Bandaríkjunum verður farmurinn fyrst hreyfður þegar frystivagninn er kominn á áfangastað. Bifröst flytur hörpu- diskinn til Norfolk en Eimskip til Gloster og kvað Óttar það hag- stæðari löndunarhöfn. Óttar kvað óskiljanlegt það misræmi sem væri á flutnings- gjöldum á þessum vettvangi. „Fyrir tonnið af frystum þorsk- flökum hefur þurft að greiða með Eimskip $102,30; fyrir tonnið af blokkfrystri rækju $121; fyrir tonnið af blokkfrystum hörpudiski $154 og fyrir tonnið af lausfryst- um hörpudiski $220. Þetta er misræmi sem við höfum verið að reyna að fá leiðrétt, því það er okkur óskiljanlegt að sinn hvor taxtinn sé á nákvæmlega sömu pakkningu, sömu þyngd. Mismunurinn t.d. fyrir einn framleiðanda eins og þá í Stykkis- hólmi getur verið æði mikill og ef við tökum þau 600 tonn sem Sigurður Ágústsson hf.f. hefur flutt út á tæpu ári þá þarf fyrirtækið að borga um 8 millj. kr. meira til Skipafélagsins en ef t.d. hefði verið um að ræða sama magn af þorski. _ ______ — Flugræningjar Framhald af bls. 1. fluttir til Bandaríkjanna. Sam- kvæmt fyrirliggjandi heimildum er vandamálið það, að flytja hóp manna, sem talinn er hættúlegur. Að sögn deildu bandarískir embættismenn og fulltrúar flug- félagsins um ástæður þess að snurða hljóp á þráðinn. Einnig kom fram að sexmenningarnir hafa um langt skeið látið á sér skilja að þeir vildu snúa heim og hafa nokkrir þeirra þegar verið í fangelsi á Kúbu um nokkurt skeið. Talsmaður flugfélagsins kvaðst ekki vita hvort flugræningjarnir yrðu fluttir heim um Kanada eða ekki en sagði að ef svo yrði þá kæmi „Air Canada“ ekki við sögu. Það var í febrúar 1973 að Kúba og Bandaríkin undirrituðu samn- ing um að reisa skorður við flug- og skiparánum milli landanna, en alls fundu um 150 stolnar flugvél- ar athvar á Kúbu á sjöunda áratugnum og fram til 1973. — 10% hækkun Framhald af bls. 48 markaðurinn hefði verið mjög iíflegur í lok janúar og allan febrúarmánuð en eftir átökin 1. og 2. marz hefði komið verulegur afturkippur í söluna aftur og sama svartsýnishljóð komið í almenn- ing. Hann kvað hafa orðið nokkra hækkun á fasteignum á síðustu tveimur mánuðunum eða svo, líklega um 10% hækkun, þannig að venjulegar 3ja herbergja fjölbýlis- húsaíbúðir væru nú komnar upp í um 10—11,5 milljónir, 2ja her- bergja íbúðir í 8,5 milljónir og 4ra herbergja íbúðir í 12,5 til 13,5 milljónir króna. — Er kenningin Framhald af bls. 25. inn sé málflutningur þeirra vísindamantia, sem telji sjálfa sig til kennivalds á þessu sviði, að með ólíkindum sé. Það hafi svo allt hjálpazt að — heilsu- verndarsamtök, fituefnafram- leiðendur og framagjarnir vís- indamenn hafi lagzt á eitt með að breyta þessari vægast sagt vafasömu kenningu í trúar- kenningu. Læknar hafi einfald- lega ekki staðizt þessa leiftur- árás, heldur hafi afleiðingin orðið sú að ráðleggingar um fitusnauða fæðu með lágu kólesterólinnihaldi hafi orðið eins sjálfsagðar í samskiptum þeirra við sjúklinga og kurteis- leg kveðja. Mann segir, að raddir þeirra vísindamanna, sem vildu fara varlega í sakirnar og reyna til þrautar kenningar og aðferðir áður en farið var út á þá braut að ráðleggja fólki í stórúm stíl að líta á fitusnautt mataræði sem helzta vopnið í baráttunni gegn kransæðastíflu, háfi hreinlega kafnað í öllum æs- ingnum. Hafi þessum skoðun- um vaxið fylgi jafnt og þétt, meðal annars fyrir tilstuðlan Amerísku hjartaverndarsam- takanna, en skýrsla Intersoci- ety Commission for Heart Desease Resources hafi þó rekið smiðshöggið á trúarkenn- inguna og gefið henni nokkurs konar gæðastimpil. Sú skýrsla hafi orðið til með þeim hætti að efnt var til atkvæðagreiðslu meðal þeirra manna, sem áttu að ganga frá skýrslunni, og þannig hafi þetta hreinrækt- aða vísindalega málefni verið afgreitt, — með atkvæða- greiðslu þar sem meirihluti réð niðurstöðunni. Slikt telur Mann vera ótæk vinnubrögð þegar vísindi séu annars vegar. Mann segir, að „kreddukenn- ingin“, sem hann nefnir svo, hafi smám saman orðið drjúg tekjulind ýmissa aðila, sem áttu beinna hagsmuna að gæta. Ýmsar greinar matvælaiðnað- arins hafi farið að byggja afkomu sína á kenningunni, og hún hafi orðið bandarísku hjartaverndarsamtökunum drjúg tekjulind, auk þess sem fituefnafræði hafi orðið blóm- legur atvinnuvegur. Hafi allt þetta stuðlað að því að þeir, sem reyndu að mótmæla, m.a. þekktir vísindamenn austan hafs og vestan, hafi ekki fengið hljómgrunn. í greininni í The New Eng- land Journal of Medicine gerir Mann grein fyrir helztu rök- semdum sínum, og skiptir þeim í fjóra aðalþætti: I fyrsta lagi nefnir hann niðurstöður tveggja rann- sókna, sem kenndar eru við Framingham og Tecumseh,- og telur báðar mjög áreiðanlegar. Hafi þær meðal annars sýnt fram á að blóðfitugildi standi ekki í sambandi við matarvenj- ur þeirra, sem rannsóknirnar tóku til. Þeir, sem mæli matar- æðiskenningunni bót véfengi á hinn bóginn niðurstöður þess- ara rannsókna og tilgreini þá ástæðu að almenningur í Bandaríkjunum neyti fitu og kólesterols, sem sé fyrir ofan mörk, sem teljast verði hættu- leg. Mann telur hinsvegar að tölulegar upplýsingar taki af öll tvímæli um að þessi skýring sé ósenniíeg. í öðru lagi, segir Mann, gefa dánartölur sjúkrahúsa frá ár- inu 1950 ekki til kynna að hinn gífurlegi mataræðisáróður hafi haft áhrif. Sé tekið tiHit til þess að tækjabúnaður hafi auðveldað mjög greiningu kransæðastíflu, frá því sem áður var, svo og þeirrar stað- reyndar að áhugi á líkamsrækt og hollustuháttum hafi aukizt mjög verulega á síðari árum, þá sé fráleitt að halda því fram að nokkurn veginn óbreytt hlutfallsleg dánartala s.l. 27 ár gefi tilefni til að ætla að kenningar um breytt mataræði hafi stuðlað að bættu heilsu- fari. Þvert á móti sýni tölur um neýzlu hinna ýmsu fæðuteg- unda, að neyzla fjölómettaðrar fitu í Bandaríkjunum hafi tvöfaldazt frá síðustu aldamót- um, en á sama tíma hafi neyzla mettaðrar fitu eða kólesteróls haldizt nokkurn veginn óbreytt. Á sama tíma hafi kransæðastífla aukizt, enda liggi engar sannanir fyrir um að meðaltalsblóðfita hafi minnkað í Bandaríkjunum á árunum 1962—1973 þegar út- breiðsla mataræðiskenningarinnar hafi verið með öflugasta móti. I þriðja lagi nefnir Thomas V. Mann tölulegar upplýsingar sem fengnar séu úr sjúkrahús- skýrslum um mataræði sjúkl- inga, sem skiptist í tvo hópa: Þá, sem ekki er vitað til að hafi kransæðastíflu, og þá, sem séu Örugglega haldnir sjúkdómn- um. Niðurstöðurnar úr sjúkra- hússkýrslunum telur Mann engan veginn benda til þess að með matarkúrum, sem inni- haldi fljótandi fitu eða olíur, sé hægt að koma í veg fyrir kransæðastíflu eða lækna hana. Hins vegar telur hann sannanir liggja fyrir um að slíkir kúrar tvöfaldi tíðni gallsteinasjúkdóma og ýmis- legt bendi einnig til að þeir kunni að valda krabbameini. I fjórða lagi nefnir hann niðurstöður tilrauna með lyfja- meðferð. Verulegur árangur hafi náðst í því að lækka blóðfitu með því að gefa sjúklingum niacin og Clofi- brate, en þrátt fyrir það hafi hvorugt lyfið haft mælanleg áhrif á kransæðastíflu eftir fimm ára samfelldar tilraunir. Þessar staðreyndir telur Mann sérstaklega mikilvægar með tilliti til þess að þessi lyf hafi reynzt um það bil helmingi áhrifaríkari við lækkun blóð- fitunnar en ströngustu matar- kúrar, en hann telur þó að ekkert það lyf sé til, sem með öruggum hætti geti haldið niðri blóðfitu án þess að hættulegar aukaverkanir komi til. allra nýjasta tízkunni Vekjum athygli á tízkusýningu okkar á Útsýnarkvöldi aö Hótel Sögu í kvöld TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS WKARNABÆfí laogaveg 20 Laugaveg 66 Austu>sti»n 22 Glaasibje Simi 28155 LÆKJARGOTU 2 SlMI FRA SKIPTIBOROI 2815Þ á VK ^ Austurstræti 22, ’ , 2. hæö, sími 28155.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.