Morgunblaðið - 12.03.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.03.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MARZ 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavík. Haraldur Sveinsson Matthias Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6. simi 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. é mánuBi innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Mildandi ráðstafanir Iþeim umræðum, sem fram hafa farið um efnahagsráð- stafanir ríkisstjórnarinnar hefur athygli að vonum beinzt mest að þeim þáttum, sem varða skerðingu kaupgjalds- vísitölu. Hins vegar hafa þær ráðstafanir, sem gerðar voru til þess að milda þessa skerð- ingu fallið í skuggann. Ekki er úr vegi að rifja þær upp enda eru þær til marks um vilja ríkisstjórnarinnar til þess að draga úr áhrifum vísitölu- skerðingar á hag þeirra, sem við lökust kjör búa. í löggjöfinni um efnahags- ráðstafanir eru ákvæði um lágmarksverðbætur á laun, sem miða að því að tryggja, að yísitöluskerðingin komi ekki fram af fullum þunga gagnvart þeim, sem lægstar tekjur hafa. Með þessum hætti er sérstakt tillit tekið til þeirra lakast settu. Þá gerir löggjöfin ráð fyrir tvenns konar aðgerðum til þess að styrkja kaupmátt ráð- stöfunartekna heimilanna. Barnabætur eru hækkaðar um 5%, sem léttir skattbyrði barnmargra fjölskyldna. Jafn- framt er vörugjald lækkað úr 18% í 16%, sem dregur úr hækkun vöruverðs vegna gengisbreytingar en þetta hvort tvegrja þýðir þúsund milljón króna tekjutap fyrir ríkissjóð. Bætur almannatrygginga munu hækka í samræmi við kaupgjald og á sömu dögum en tekjutrygging og heimilisupp- bót hækkuðu hinn 1. marz sl. umfram launahækkanir. Þann- ig hækkuðu allar bætur al- mannatrygginga um síðustu mánaðamót um 5,5% en tekju- trygging og heimilisuppbót hækkuðu um 7,5%. Eftir jjess- ar hækkanir verða hámarks- bætur einstaklings rúmiega 73 þúsund krónur á mánuði en hámarksbætur hjóna verða tæplega 128 þúsund krónur á mánuði. Loks var sú ákvörðun tekin með efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar að auka niðurgreiðslur um 1300 milljónir króna. Allar þessar mildandi ráðstafanir þýða, að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna eykst um tæplega 1 Vt % frá því sem annars hefði orðið. Með þessum aðgerðum er að því stefnt, að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann á þessu ári verði mjög svipaður því og hann varð á síðasta ári eða nær því jafnmikill og hann varð mestur á árinu 1974 en eins og menn muna stóðst sá kaupmáttur ekki nema skamma hríð. Nú er hins vegar von til, að hann verði varan- legri. Eins og sjá má hefur ríkis- stjórnin lagt áherzlu á að draga úr áhrifum vísitölu- skerðingar á þá, sem við lökust kjör búa, láglaunafólk og þá sem njóta hámarksbóta al- mannatrygginga. Er þetta í samræmi við þá grundvallar- stefnu, sem jafnan hefur verið fylgt af ríkisstjórnum, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt hlut að, að bæta kjör Bersýnilegt er, að þær ólöglegu verkfallsaðgerð- ir, sem ASÍ og BSRB stóðu fyrir um síðustu mánaðamót hafa valdið miklu umróti innan launþegasamtakanna sjálfra. Á aðalfundi Verzlunar- mannafélaga Suðurnesja fyrir skömmu var samþykkt álykt- un, þar sem því var beint til Landssambands ísl. verzlunar- manna að það segði sig úr ASI, þar sem verzlunarmenn hefðu náð minni árangri í kjarabar- áttu eftir inngöngu í ASÍ en áður. Athyglisvert er, að öll verzlunarmannafélögin munu greiða til ASÍ nokkuð á annan tug milljóna, þen það fé er m.a. notað til þess að greiða her- kostnað ASÍ í pólitískri her- þeirra, sem við bágastan hag búa. En reynslan hefur hins vegar sýnt, að það er hægara sagt en gert og valda því fyrst og fremst aðstæður innan verkalýðshreyfingarinnar, sem hvað eftir annað á undanförn- um árum og áratugum hafa komið í veg fyrir, að hægt væri að bæta hag láglaunafólks umfram aðra. ferð þess gegn ríkisstjórninnf Á fulltrúaráðsfundi Starfs- mannafélags Reykjavíkurborg- ar fyrir skömmu var einnig samþykkt tillaga þess efnis, að athugað yrði um stofnun Sam- bands bæjarstarfsmanna og jafnframt, að athugað yrði, hvort slíkt samband ætti að eiga aðild aÚ BSRB. Stars- mannafélag Reykjavíkurborg- ar og önnur félög bæjarstarfs- manna greiða stórar fjárhæðir til BSRB en það fé er m.a. notað til þess að greiða her- kostnað BSRB-forystunnar í pólitískum hernaði hennar á hendur ríkisstjórninni. Skilj- anlegt er, að launþegar velti því fyrir sér, hvort þeir eigi að leggja fram fjármuni í þessu skyni. Umrót í launþega- samtökum Rey kj aví kurbréf Laugardagur 11. marz^ Að leiðarlokum Karl Kristjánsson, fyrrum al- þingismaður, er genginn til feðra sinna. Hann var farsæll forystu- maður í héraði sínu, enda naut hann vinsælda og náðu þær langt inn í raðir þeirra, sem voru á öndverðum meiði við hann í stjórnmálum. Hann var hæglátur maður, dagfarsprúður og kurteis, en fastur fyrir, ef því var að skipta. Hann átti hvað mestan þátt í, að sveitungar hans gátu haldið í horfinu, þegar kreppan skall á, og ekki síður þegar hann var sparisjóðsstjóri á Húsavík og síðar bæjarstjóri og tók að ráða fram úr málefnum þessa vinalega höfuðstaðar Suður-Þingeyinga. Karl var atkvæðamikill nefndar- maður á þingi og hverju máli var vel borgið, sem hann tók að sér. Hann var þingmaður Framsóknar- flokksins og naut virðingar í þinginu, enda friðsæll maður og forðaðist deilur að óþörfu. Síðustu árin var Karl Kristjánsson for- maður Almenna bókafélagsins, sem er ein sterkasta stoðin í menningar- og þjóðmálabaráttu lýðræðisflokkanna, og gekk hann mjög upp í því starfi, enda hafði hann yndi af fögrum bókmenntum og öllu því, sem til menningar horfði. Sem betur fer sér þess einnig stað, nú þegar hann er horfinn af sjónarsviðinu, ekki síður en starfa hans að stjórnmál- um. Annar sérstæður Islendingur er nú einnig allur, Snæbjörn Jónssön, rithöfundur og bóksali. Hann lét á sínum tíma mikið að sér kveða, skrifaði fjölda greina um menn- ingarleg efni og þá helzt gamlar bókmenntir íslenzkar og enskar og önnur efni af svipuðum toga. Hann stofnaði merka bókaverzlun, sem átti rætur í þessum áhuga hans. Hann lagði ungur ást á brezka menningarhefð og reyndi eftir beztu getu að kynna hana hér á landi, en gróin og hefðbundin íslenzk menning stóð hjarta hans þó næst og sýndi hann það í verki, m.a. með fagurri útgáfu af ijóðum Gríms Thomsens, svo að dæmi sé nefnt. Sjálfur var Snæbjörn hag- orður vel og gaf út ljóðmæli, auk ritgerða sinna. Verk hans voru eins og hann sjálfur: nokkuð utan við alfaraleið, en þó nógu sérstæð til að eftir þeim væri tekið. Lærum af þeim sem betur kunna Margir hafa áreiðanlega rekið augun í fyrirsögn á frétt nýlega, þar sem.segir eitthvað á þessa leið: I Sviss hækkar allt nema verðbólg- an. Þar í landi er verðbólgan nú um 17r á ársgrundvelli og í Þýzkalandi mun hún vera undir 67r. Víðast annars staðar hefur verið reynt að stemma stigu við verðbólgu, s.s. í Bretlandi, Dan- mörku og víðar og hefur þessum nágrannaþjóðum okkar orðið tals- vert ágengt í þeim efnum, a.m.k. munu Bretar vera komnir um eða undir 15''/< verðbólgu, en voru með um 30 '7, dýrtíð, þegar verst gegndi, eins og menn muna. I þessum löndum hafa allir lagzt á eitt um að draga eins úr yerðbólg- unni og frekast er unnt, enda gera menn sér grein fyrir því, hvaða skaðvaldur hún getur orðið, þegar hún er komin yfir 10%, svo að ekki sé talað um mikla verðbólgu eins og hér, en hún veldur því m.a. að kostnaðurinn við útflutningsfram- leiðslu okkar er orðinn svo mikill, að verðlag á erlendum mörkuðum stendur ekki undir að greiða þennan kostnað. Okkur er því lífsnauðsynlegt, að unnt sé að draga úr yerðbólgunni. Nauðsyn- legt er, að allir leggist á eitt um að þrýsta henni niður, svo að unnt sé t.a.m. að reka frystihúsin hallalaust, halda fullri atvinnu, ná viðskiptajöfnuði við útlönd og halda kaupmætti ráðstöfunar- tekna, en það er eitt mesta hagsmunamál launþega í landinu. Forystumenn launþegasamtaka ættu ekki sízt að leggja hér hönd á plóginn í stað þess að efna til ólöglegra eða pólitískra verkfalla, sem að sjálfsögðu eru illa þokkuð ekki sízt af launþegum. Hér að framan var minnzt á Þjóðverja og hvernig þeim hefur tekizt að halda verðbólgunni undir 6% , og flestijm er kunnugt um þær ráðstafanir í efnahagsmálum, sem Svisslendingar hafa gert til að koma í veg fyrir að eigin gjaldmið- ill hækkaði svo mikið, að sviss- neskar vörur yrðu ekki samkeppn- isfærar á heimsmarkaði. Forsenda þess er að sjálfsögðu, að verð á svissneskum vörum sé sem hag- stæðast. Svisslendingar vita, að ekkert er eins nauðsynlegt og halda niðri verðbólgu í landinu, ef þeim á að vera unnt að standast samkeppni á heimsmarkaði. En ef það tekst ekki, dregur að sjálf- sögðu úr útflutningi, framleiðslu- fyrirtæki stöðvast og atvinnuleysi blasir við. Þeir tvínóna ekki við að gera þær ráðstafanir, sem þarf til þess að búa eins vel að útflutnings- framleiðsl'u þeirra og nauðsynlegt er. Og þeim hefur tekizt þetta ekki síður en Þjóðverjum, einmitt vegna þess, að almenningur í landinu veit, hversu fáránlegt það er að grafa undan útflutnings- verzluninni með kapphlaupi milli kaupgjalds og verðlags, sem leiðir ekki til annars en gífurlegrar verðbólgu, útflutningsbrests og atvinnuleysis. Þær þjóðir, sem hér hefur verið minnzt á, þekkja verðbólgudraug- inn af eigin raun. Engin þjóð hefur t.a.m. farið eins illa út úr verð- bólgu og Þjóðverjar, enda hefur engum tekizt betur að halda verðbólgunni í skefjum en þeim, ef Svisslendingar einir eru undan- skildir. Þjóðverjar hafa kynnzt því, hvernig verðbólgan hefur grafiö undan öllu efnahagslífi þjóðarinnar og leikið einstakling- ana svo grátt, að menn urðu að eiga hestvagn af peningum til að greiða eina máltíð; í verðbólgunni miklu í Þýzkalandi varð allt að engu, peningar urðu vita verðlaus- ir, fátækt og örbirgð urðu alls ráðandi. En í- krakkinu voru Þjóðverjar bólusettir fyrir þessum vágesti og búa þeir enn að þessari bólusetningu og mundu t.a.m. aldrei taka þá áhættu, sem Islend- ingar hafa gert í kaupgjalds- og efnahagsmálum á þessum síðustu og verstu tímum. Þjóðverjar vita, að án efnahagslegs sjálfstæðis er sjálfstæði landsins eins og hvert annað pappírsgagn. Veröld sem var — eða hvað? Fáir eða engir hafa skrifað eins vel um verðbólguna í Þýzkalandi og Austurríki og Stefan Zweig í sjálfsævisögú sinni, Veröld sem var. Þessi einstæða bók Zweigs er eitt af gullaldarritum okkar tíma og ættu menn að lesa hana spjaldanna milli sér til fróðleiks og þroska, ekki aðeins kaflana um verðbólguna, heldur allt sem þar stendur. En hér er ástæða til að vitna í verðbólgukaflana og reyna með því móti að minna menn á, til hvers óðaverðbólga getur léitt, enda er fátt betra til lærdóms og viðmiðunar en dæmi úr raunveru- leikanum, eins og hann hefur verið. Það getur verið, að einhverj- ir íslendingar fari að hugsa um ástandið í verðbólgumálum hér á landi, ef við rifjum upp nokkur atriði úr fyrrnefndri bók Zweigs. Hann segir m.á. „Fyrsta merki vantrúar á gjaldmiðilinn var það, að slegin m.vnt hvarf úr umferð, því að mönnum fundust kopar- og. nikkelpeningar hlutkenndara verðmæti en prentpappír. Eftir formúlu Mefistofelesar lét ríkið seðlaprentverk sín keppast við að framleiða sem allra mest af siíkum gervipeningum, en hafði þó ekki við verðbólgunni. Þá fór hver bær og að lokum sérhvert þorp að gefa út „haliærispeninga", sem menn litu ekki við í næstu þorpum og var seinna blátt áfram fleygt, er verðleysi þeirra varð deginum ljósara. Hagfræðingur, sem gæti lýst í lifandi dæmum þróun verðbólgunnar í Austurríki og Þýzkalandi, gæti áreiðanlega skrifað bók, er tæki hverri skáld- sögu fram um fjöruga frásögn, þvi glundroðinn tók á sig æ fáránlegri myndir. Seinast vissi enginn verð- gildi neins. Verðlagið tók loftköst eftir geðþótta seljenda. Hjá glúrn- um kaupmanni, sem hafði hækkað verðið, gat eldspýtustokkur kostað tutttugu sinnum meira en hjá öðrum heilbrigðari, sem seldi vöru sína grandalaus á verðinu frá deginum áður. En hinn síðari hlaut þau laun ráðvendni sinnar, að búð hans tæmdist á svipstundu, því fiskisagan flaug og allir brugðu við’ og keyptu hvaðeina, sem falt var, hvort sem þá vanhagaði um það eða ekki. Gullfiskar eða sjónaukaskrifli taldist jafnvel til „vörú“ og allir vildu vöru fremur en pappír. Hlálegast var ósamræmið varð- andi húsaleigu, en þar hafði stjórnin bannað alla verðhækkun til hagsbóta fyrir leigjendur, sem voru allur þorri manna, en til tjóns fyrir húseigendur. Ársleiga eftir meöalíbúð varð bráðlega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.