Morgunblaðið - 12.03.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.03.1978, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MARZ 1978 vtw MORölJN/ ■ KAFP/NU ' \ \A' 2____ !Lj '0 n r> 3 c'- _ <, I ,'-o- ' 7V GRANI göslari Voruð þið að spila póker í kaffitímanum? Þér hljótið að vera snarvit- laus, maður — berja hér upp um hánótt. — Viðtalstími minn er á daginn! Þú hefur vonandi munað eftir að skipta um nærföt í morg- un? Hélt fyrirlestur um lyfjameðferð við gaUsteinum NÝLEGA dvaldi hér á landi í boði Landakotspítalans prófessor R. Hermon Dowlinj; og hélt fyrirlest- ur um á hvern hátt gallsteinar myndast og hvernig leysa megi þá upp með lyfjameðferð. Var þessi heimsókn í tilefni 75 ára afmælis Landakots s.l. haust, en af henni gat ekki orðið þá vegna verkfalla. A laugardagsmorgun hélt prófessor Dowling fyrilestur um ofangreint efni og var til hans boðið læknum og læknanemum. Að fyrirlestri loknum voru um- ræður og fyrirspurnir. R. Hermon Dowling er prófessor við Guy‘s Hospital í London en hann er sérfræðingur á sviði meltingarsjúkdóma. Er hann eftirsóttur fyririesari og kennari. Hann er meðal frumkvöðla l.vfja- meðferðar við gallsteinum, en þá aðferð er hægt að nota í tak- mörkuðum mæli hjá þeim sjúkl- ingum er hafa gallsteina. Ölvaður? — Já, af ánægjunni yfir því að vera kominn heim aftur, til þín! Hverjir komast áfram? „Kæri Velvakandi. Um leið og ég þakka þér öll þín ágætu skrif og vakningar um- ræðna um holla (og óholla) þjóð- félagsþætti langar mig að biðja þig um að leita svara hjá alþingis- mönnum okkar, þeirra er í stjórnarflokkunum eru, við þeirri áleitnu spurningu hvort það sé staðreynd að velflestir þeirra eða jafnvel allir séu heildsalar í einhverri mynd. Ástæðan fyrir þessari fyrir- spurn minni er sú að svo virðist sem heildsalar séu þeir einu sem komist hafi áfram í lífinu, ef marka má hjal stjórnarandstæð- inga þessa dagana. Þeir halda frarn þeirri „staðreynd" að allar aðgerðir stjórnarinnar miðist við það að skara eld að eigin köku. Og það er reyndar sama hverjir hafa setið í ríkisstjórn í gegnum árin, alltaf heyrast þessar fávísu raddir, sem breiða út óhróður um ríkis- stjórnina og telja hana gera þjóðinni allt til bölvunar. Og nú finnst mér tími til að spýta þessari margþvældu tuggu svo að saklaust fólk sem lítið eða ekkert hefur leitt hugann að því að það er ekki aðeins einstaklingar heldur hluti af þjóðarheild, hætti að láta telja sér trú um hvað sem er og leiðist út í aðgerðir sem má flokka undir múgsefjun. Það er vissulega gott að setja markið hátt og stefna á tindinn, en við skulum vera minnug þess að það er ekki fjallinu að kenna þótt við hrösum og rennum, heldur okkar eigin óvarkárni. Margrét Ólafsdóttir.*4 Margrét beinir hér fyrirspurn- um til alþingismanna og Velvak- andi kemur henni áfram til þeirra, en um leið má spyrja hvort það sé rétt að heildsalar séu eina stéttin sem hafi „komist áfram“ og einnig má spyrja hvað sé nánar átt við með því orðalagi. Annars mun Velvakandi ekki hætta sér út í umræður um hvaða stétt manna hérlendis hefur bezt komið undir sig fótunum en snúið skal að næsta máli um: • Ballett- sýningar Aðdáandi balletts skrifar nokkrar línur þar sem hann ræðir um starfsemi og hlut íslenzks balletts. „Sem kunnugt er var íslenzki dansflokkurinn nýlega með merk- ar sýningar í Þjóðleikhúsinu þar sem sýndir voru fimm ballettar en þeir voru reyndar ekki nema fjórir síðara kvöldið. Vel hefði mátt geta þess í auglýsingum þann dag að þyrfti að fækka um einn lið sýningarinnar, því annars hefðu sýningargestir síður orðið óánægðir með það, en örlítið fann ég fyrir því á umræddri sýningu. Annars var það ekki ætlunin að halla neitt á þessa ballettsýningu frernur en aðrar, heldur var það meiningin að vekja smá athygli á Embætti vararann- sóknarlög- reglustjóra auglýst EMB.ETTI vararannsóknar- lögreglustjóra ríkisins hefur ver ið auglýst laust til umsóknar og ennfremur stiiður tveggja liig- lærðra deildarstjóra við Rann- sóknarliigreglu ríkisins. Umsókn- arfrestur er til 3. apríl n.k. Embætti vararannsóknarlög- reglustjóra er nýtt samkvæmt löguni, sem samþykkt voru nýveriö á Alþingi. Þórir Oddsson deildar- stjóri hefur verið staðgengill Hallvarös Fiinvarðssonar rann- sóknar lögreglustjóra frá því Rannsóknarlögregla ríkisins tók til starfa. Þau Erla Jónsdóttir og Örn Höskuldsson hafa verið sett > stöður deildarstjóra ásamt Þóri nú um nokkurn tíma. Þórir og Erla hyggjast halda áfram störfum við Rannsóknarlögregluna en Örn lét þar af störfum í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.