Morgunblaðið - 12.03.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.03.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MARZ 1978 33 — Viðræður Framhald af bls. 1. helztu ásreiningsmál Grikkja og Tyrkja, syo sem Kýpur-deiluna, olíuvinnslu á landgrunninu í Eyjahafi ok vandamál tjrískra strangtrúarmanna í Tyrklandi og múhameöstrúarmanna í Grikk- landi. Þessar viðræður tóku lengri tíma en gert var ráð fyrir og hefur það vakið bjartsýni um árangur. Ecevit sagði við fréttamenn í morgun að tekizt hefði að koma á gagnkvæmum trúnaði, og Kara- manlis lýsti því yfir að hann væri sannfærður um einlægni Ecevits, sent átti frumkvæði að fundinum. — Frestað dómi Framhald af bls. 1. að því að forsætisráðherrann fvrrverandi gæti ekki varið sig í þessum sökum fyrr en dæmt hefði verið í öðru máli, sem búið hefur verið á hendur honum viðvíkjandi fyrirskipun morðs á pólitískum keppinaut. Er úrskurðar að vænta í því ntáli innan fjögurra daga. Herstjórnin i landinu hélt nokkur hundruð stuðnings- mönnum 'Bhuttos í gæzluvarð- haldi í vikunni sökuni ótta um kröftug mótmæli ef dómstóll- inn dæmdi hann til hegningar. Þótt Bhutto hafi verið undir lás og slá síðan í september sl. hefur hann ennþá talsvert fylgi, einkum í Punjab-héraði. Sterkar líkur þóttu á því í október að Bhutto ynni í kosningum og kæmist þannig aftur til valda, en Zia-ul-Haq, aðalhershöfðingi, ákvað að fresta kosningunum og láta Bhutto fyrst svara til saka fyrir meint afbrot á fimm og hálfs árs stjórnartímabili sínu. — Bayern Framhald af bls. 48 orði að sekta Ásgeir. Ekkert hefur orðiö af því. Ásgeir leikur mikil- vægan leik með Standard í deildarkeppninni í dag en næsta sunnudag leikur Standard gegn helzta andstæðingi sínum FC Brúgge. Þann leik getur Ásgeir ekki leikið, þar sem hann hefur verið dæmdur í leikbann í einn leik fyrir að hafa hlotið tvær bókanir í vetur. Loks spurði Mbl. Ásgeir um oröróm, sem gengiö hefði þess efnis að hann hygðist hvíla sig á atvinnuknattspyrnu í eitt ár og gerast leikmaður með íþrótta- bandalagi Vestmannaeyja í sumar. Ásgeir kvað það rétt vera að hann hefði íhugað þennan möguleika. Hins vegar mælti svo margt í móti því að hann hætti í atvinnuknatt- spyrnunni að hann hefði algerlega hætt að hugsa um þennan mögu- leika. - Peningaútgáfa Framhald af bls. 48 Þröstur hafa lagt fram tillögur, sem eru til athugunar. Vegna hinnar rniklu verðbólgu á seinni árum er oröin brýn þörf á útgáfu nýrra seðla. 5000 króna seðillinn var fyrst gefinn út í apríl 1970 og má til fróðleiks nefna að ef gefa ætti út í dag seðil, sem væri jafnviröi 5000 króna seöilsins 1970, þyrfti sá seöill að vera að upphæð rúmar 82 þúsund krónur. Er þá miðað við hækkun framfærslu- vísitölu á tímabilinu en hún hefur hækkað úr 145,5 stigum árið 1970 í 930 stig hinn 1. fehrúar s.l. Má af þessu sjá að 10.000 króna seðill leysir ekki nema að litlu leyti úr þeirri þörf sem orðin er á útgáfu hærri peingaseðla. Ef gripið verður til jtess ráðs að skera tvö núll aftan af verðirr útgafa 10.000 króna seðils óþörf því eftir breytinguna yrði slíkur seðill jafnvirði milljón króna seðils í dag. Ef tvö núll verða skorin aftan af myndu aurar aftur konta til sögunnar, aigeng mánaðarlaun yrðu á bilinu 1500—2000 krónur, dollarinn yröi seldur á 2,50 krónur og danska krónan á 45 aura svo að dæmi séu nefnd. Væntanlega þyrfti að endurskoða alla seðla- og myntútgáfuna ef þessi breyt- ing verður gerð. — Ná vinstri menn . . . Framhald af bls. 13. beint samband við kjósendur en að koma fram í sjónvarpi. Marcha- is hefur hins vegar tekizt það, sem fáir mundu leika eftir, — að draga að sér 34% sjónvarpsáhorfenda um leið og sýndar voru tvær Hollywood-myndir á öðrum sjón- varpsrásum. Francois Mitterand er þaul- reyndur stjórnmálamaður og á að baki sér 30 ára feril á þeim vettvangi. Hann er traustvekjandi og rekur málefnalega kosningabar- áttu. Hann þykir standa sig meö afbrigðum vel í kappræðum og yfirheyrslum í sjónvarpi, en leggur enga áherzlu á að gera sér dælt við kjósendur í návígi, og virðist allt að því feiminn í margmenni. Mitlerand hefur setið á þingi í 32 ár samfleytt, og gegndi dómsmála- og innanríkisráöherraembætti áður en de Gaulle komst til valda árið 1958. — Á.R. — Fyrri umferð Framhald af bls. 12 Giscards aukið fylgi sitt verulega frá pví í síðustu kosningum, en Þá hlaut hann rúm 12%. Nú benda skoöanakannanir til pess að flokkur forsetans geti gert sér vonir um 19% atkvæða. Þetta fylgi kemur sjálfsagt frá Gaullistum og öðrum hægri flokkum, en Gaullístar fengu í síðustu Þingkosningum 34,5% en hinar títtnefndu skoðanakannanir benda til Þess að Gaullistar fái að Þessu sinni aðeins 22%. Vert er að geta Þess að hér er átt við úrslit fyrri umferöar, en síðari umferð gefur ekki vísbendingu um fylgi einstakra flokka. Ný bóla sem leysir gamlan vanda Vandlnn er þungt loft - eða lykt. Innilokað loft eða reykmettað. Matarlykt, allskonar lykt sem angrar. Hér er góð lausn. Lítil kúla, kölluð Airbal. Inni í henni er lítil plata.unnin úr ferskum náttúruefnum, sem hreinsa andrúmsloftið. Virkni kúlunnar er hægt að stjórna með því að færa til hettu ofan á henni. Þegar lyktarefnin eru þrotin er ný plata sett í kúluna. Einn kostur i viðbót - kúlan er ódýr. Fæst á bensínstöðvum Shell og í fjölda verslana. Oliufélagið Skeljungur hf Heildsölubirgðir: Olíufélagið Skeljungur. _ II Smávörudeild Shell Simi 81722 :• j; Sólarlandaíerð iyrir25.000kr. útborgun Ferðaskrifstofan Úrval hefur nú tekið upp sérstakt afborgunarkerfi til að gera sem flestum kleift að njóta úrvalsferða til sólarlanda. Ef þú greiðir 25.000 króna innborgun fyrir þann 1. maí næstkomandi geturðu fengið að greiða eftirstöðvamar með fimm jöfnum afborgunum eftir heimkomu þína. Meðalverð á 2ja vikna sólarlandaferð Kr. 115.000.00 Innborgun — 25.000.00 Eftirstöðvar Kr. 90.000.00 Mánaðarleg afborgun ca Kr. 19.000.00 Tilboð þetta stendur til 30. apríl 1978 í sólarlandaferðir farnar í april, maí, júní og júlí. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu okkar. FERÐASKRIFSTOFAN URVAL Eimskipafélagshúsinu simi 26900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.