Morgunblaðið - 12.03.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MARZ 1978
17
Frá kristniboðsstarfi.
Kristniboðsvika
í Reykjavík
NU um helgina hefst hin árlega 12.—19. marz kl. 20i30. Kristni-
kristniboðsvika í Reykjavík en boðar sjá að miklu leyti um efnið
hún er haldin á vegum Sambands að venju með frásögnum. mynda-
ísl. kristniboðsfélaga. Verða al- sýningum og predikun og ungt
mennar samkomur í húsi KFUM fólk tekur til máls og syngur.
og K að Amtmannsstíg 2b dagana S.Í.K. áformar að hpfia starf í
Kenya á næstunni en þar búa um
12 milljónir manna af ýmsum
þjóðflokkum. Þar hefur kristin trú
verið boðuð lengi, segir i frétt frá
S.I.K. og enn eru þar stór byggðar-
lög sem íbúar vita engin deili á
kristnum sið. Síðar á þessu ári
fara íslenzk kristniboðahjón er
lengi hafa starfað í Eþíópíu til
Kenya og hefja nám í svahili.
Starf S.Í.K. í Konsó í Eþíópíu er
nú nærfellt 25 ára en ófriðurinn
þar og óvissan um ástand þar
hefur valdið því að Kristniboðs-
sambandið ákvað að hasla sér völl
á nýjum stað. „íslenzkir kristni-
boðsvinir hafa þó engan veginn
sagt skilið við Eþóópíu en vona að
aðstæður breytist svo að unnt
verði að efla kristniboð í landinu
að nýju. Kristniboðahjon, sem
komu frá Eþíópíu í fyrra bíða þess
albúin að fara þangað aftur þegar
dyr opnast."
Um þessar mundir starfar einn
íslendingur í Eþóópíu, Jóhannes
Ólafsson læknir og verður hann í
Gídole, 50 km frá Konsó, í þrjá
mánuði. Á fyrstu samkomu
kristniboðsvikunnar tala Einar
Hilmarsson menntaskólanemi,
Margrét Hróbjartsdóttir
safnaðarsystir og Benedikt Arn-
kelsson guðfræðingur. Æskulýðs-
kór KFUM og K syngur undir
stjórn Sij;urðar Pálssonar náms-
stjóra. Á samkomunum verður
veitt viðtaka gjöfum til
„Snjógrip er lausnin"
Senn fer að snjóa.
Enginn þarf lengur að skríða undir
bílinn, tjakka hann upp eða færa úr
stað tjl þess að koma á keðjum.
„Snjógrip er lausnin"
Eitt handtak, síðan ekur þú brosandi af
stað, án átaka og erfiðis.
Bílavörubúðin Fjöðrin h.f.
Skeifunni 2, sími 82944.
Hvernig líst þér á
14 daga á Flor ida og 3 á Bahama?
Flogið verður frá íslandi til sólskinslandsins Florida, um Bahamaeyjar.
Dvalið á Konover — glæsihóteli á sjálfri Miami ströndinni.
Þar er búið í tveggja manna herbergjum með útvarpi, síma, baði,
kæliskáp og litsjónvarpi, þar sem hægt er að velja um margar stöðvar.
Við hótelið er sundlaug og skjannahvít baðströnd sem teygir sig mílu
eftir mílu frá norðri til suðurs þar sem þú getur notið hvíldar og
hressingar í sól og hlýjum ómenguðum sjó.
Frá Konover er hægt að fara í skoðunarferðir til Disney World, sem
telja má eitt af undrum veraldar, Seaquarium, stærsta sædýrasafns í
heimi, Safari Park, þar sem frumskógar Afríku birtast þér ljóslifandi,
Everglades þjóðgarðsins sem á engan sinn líka. Og ekki má gleyma
sólbökuðum og litríkum kóralrifjum Florida Keys eða hinum ein-
stæða neðansjávar þjóðgarði á Key Largo.
Einnig er unnt að stunda sjóstangaveiði ásamt ýmsum öðrum íþróttum
á sjó og landi.
Og þar kostar sjálfskiptur bílaleigubíll aðeins 19—23 þúsund krónur í
heila viku án kílómetradaggjalds.
Að lokinni Floridadvölinni er flogið til Bahamaeyja. Þar er dvalið á
Flagler Inn hótelinu á Paradise Island. Þaðan er aðeins 6—8 mínútna
sigling með hótelbátnum til miðborgar Nassau, höfuðborgar eyjanna,
sem jafnframt er miðstöð verslunar og hins fjölbreytta skemmtana- og
næturlífs.
Verðkr. 189.095.-
Brottför 7. apríl. Komudagur 25. apríl.
Upplýsingar og pantanir hjá söluskrifstofu okkar Lækjargötu 2 sími
27800, farskrárdeild, sími 25100, umboðsmönnum okkar um allt land
og ferðaskrifstofunum.
KonoverHotel
FLUGFÉLAG LOFTLEIDIR
LSLAJVDS