Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 35 ara tilfella þánnig að erfitt er að dæma um þeirra hlut Hins vegar má segja, að það sem þeir höfðu sagt um reynslu sína var oft á tíðum nokkuð svipað því, sem fyrir kom í sýnum hinna, sem dóu.“ — Fannst þeim gott „að deyja"? „Já, einhvers konar sælureynsla var ekki fátíð meðal þeirra sem eitthvað töldu sig muna, sem minnir á sagnir hér á landi um drukknandi menn. Og dæmi voru um að menn brygðust illa við björgun. Dauðafró virðist ekki fátíð, að það komi yfir menn einhver sælukennd rétt fyrir andlátið. Oft er hún tengd þeim blæ, sem er á sýnunum, en þó dauðafró fylgi of^sýnir, þá virðist hún líka koma fyrir án þess að um neinar sýnir sé að ræða, svo vitað ' U se. Upplýsingar studdu pá kenningu aö and- látið sé aðeins breyt- ing til annars lífs — Hvernig unnuð þið svo úr þessum upplýsingum? „Áður en við hófum úrvinnslu þeirra fjölbreytilegu upplýsinga sem við höfðum um þau nær 900 tilfelli sem rannsóknin náði yfir, gerðum við eins konar líkan eða stilltum upp röð andstæðra tilgátna; til dæmis við hverju mætti búast um einkenni og orsakir þessara sýfta ef andlátið væri endalok allrar vitundarstarf- semi vegna eyðileggingar heila og taugakerfis og hinsvegar ef dauða- stundin væri aðeins breyting til annars lífs. Stöfuðu þessar sýnir af óstarfhæfni heila eða taugakerfis eða var um einhvers konar dulskynj- un á einhverjum annars ósýnilgum veruleika að ræða? „Móðirin sá að barni hennar hrakaöi svo hún kallaði á okkur hjúkrunarkonurnar. Hún sagði, að barnið hefði rétt í bessu sagt, að engill væri kominn til Þess og tækí í hönd pess — og svo dó barniö samstundis. Við vorum mjög undrandi, því ekkert hafði bent til pess að barnið ætti svo skammt eftir.“ Ef hið fyrrnefnda væri rétt, þá mætti búast við því, að þessar sýnir væru sérstaklega tíðar, þegar fyrir hendi væru ofskynjunarvaldar, eins og til dæmis morfín, hár sótthiti og sumir heilasjúkdómar. Ef hér væri um einhvers konar dulskynjun að ræða í þessum sýnum, myndi ekki ástæða til að ætla að slíkum sýnum fjölgaði fyrir áhrif ofskynjunar- valda, þar sem ekkert hefur fundist í rannsóknum með almenna dul- skynjun sem bendir til þess að ofskynjunarvaldar auki dulskynjun í einni eða annarri mynd. Þannig stilltum við upp mörgum andstæðum tilgátum varðandi ýmsa læknis- fræðilega, sálfræðilega og trúarlega þætti sem gætu hugsanlega mótað þessar sýnir." — Og hver varð niðurstaðan? „Varðandi nær allar þessar tilgát- ur varð niðurstaðan sú að upplýs- ingarnar um þennan stóra hóp tilfella sýna á dánarbeði studdu þá kenningu að andlátið sé aðeins breyting til annars lífs. Því má bæta við að við höfðum okkur til ráðgjafar marga þekkta lækna, geðlækna og sérfræðinga á ýmsum sviðum bæði um það hvaða upplýsinga skyldi aflað og eins varðandi úrsvinnsluna sjálfa. En því verður líka að bæta við að þessar rannsóknir okkar Osis geta ekki talizt nema á byrjunarstigi og um margt er þörf áreiðanlegri upplýsinga en við gátum fengið." „Sjúklingurinn var dáinn og ættingjar hans farnir að hugsa til útfararinnar. Skyndilega komst hann til meðvitundar aftur. Hann kvartaði um eymsli í líkamanum. Þegar hann var spurður um pau, sagöi hann aö sér hefði verið hrint niður og hann Þá meitt sig. Hann kvaðst muna að Það hefði verið farið með hann upp langan stiga. Þar fyrir ofan sá hann yndislegan stað með grænum blómum. Þar sá hann hvítklæddan mann sitja meö opna bók fyrir framan sig. Maður Þessi leit í bókina og sagði peim, sem meö sjúkling- inn komu, aö Þeir hefðu komið með rangan mann. Og Þá hrintu sendibo jarnir sjúklingn- um niður aftur.“ Frakari rannsókn- ir hér á landi? — Hefur þu sjálfur hug á frekari rannsóknum? „Vissulega. Ég hef áætlun um nýja rannsókn hér í skúffunni hjá mér.“ — Og þá hér á landi? „Ég hef áhug á því, já. Það sem ég hef þá í huga er að fá inn upplýsingar um nýorðin tilfelli. Þessar fyrstu rannsóknir okkar hafa óhjákvæmilega beinzt að liðnum atburðum, en ég vildi gjarnan fá tækifæri til samstarfs við lækna og hjúkrunarkonur þannig að allar nauðsynlegar upplýsingar fáist um það leyti að sýnirnar verða." — Kom það fram í viðtölum ykkar við læknana og hjúkrunarkonurnar, hvernig áhrif þessi reynsla sjúkling- anna hafði á þau sjálf? „Þau urðu stundum fyrir veruleg- um áhrifum, sem gátu gjörbreytt viðhorfum þeirra til lífs og dauða. Reyndar verður að. bæta því við að aðeins um helmingur hjúkrunar- fólks, sem sinnir að minnsta kosti stundum deyjandi sjúklingum, virð- ist hafa veitt þessum sýnum eftir- tekt.“ — Ert þú sjálfur viss um fram- haldslíf? „Ég get að minnsta kosti sagt það, að eftir þessar umfangsmiklu rann- sóknir lít ég á framhaldslíf sem mun líklegri raunveruleika en ég gerði áður,“ sagði dr. Erlendur Haraldsson í lok samtals okkar. „Það stendur einhver Þarna. Hann heldur á einhverju spjaldi svo hann hlýtur að vera yamdoot. (Yamdoot er sá, sem guðinn Yama, guð dauðans, sendir eftir fólki. Innskot Mbl.) Hann ættar að taka einhvern með sér. Nú stríðir hann mér og segist ætla aö taka mig með sér. Ég vil ekki fara, mamma, ég vil vera áfram hjá Þér.“ Þessu næst sagði sjúklingurinn að einhver væri að draga hann fram úr rúminu. Hann grátbað okkur: „Haldið mér fast. Ég vil ekki fara.“ Síðan jukust kvalir hans og hann dó.“ Furuhúsgögn r .................J KOMMÓÐUR 4 SKÚFFUR BREIDD 60 CM OG 75 CM 6 SKÚFFUR BREIDD 60 CM OG 75 CM Ólituð fura, brúnbæsaðar Hvítlakkaðar Skrifborð tvær stærðir, hillueiningar og speglasett. Magstætt verð. Opiö laugardag 9—12 Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1A, húsgagnadeild sími 86112. HÉRERHÚN! salkura Sakura er nafnið á þessari frábæru litfilmu, sem gefur þér ótal nýja möguleika (sem þú hefur ekki kynnst áður). Sakuracolor er fram- leidd af Konishiroku-verksmiðj- unum í Japan, sem einnig standa á bak við hinar viðurkenndu Konica ljósmyndavélar. 24 myndir á rúllu. Það er alveg óþarfí að örvænta þegar búið er að taka 20 myndir. Filman er alls ekki búin, þú átt 4 myndir eftir, því Sakura gefur þér meira. Það eru 24 myndir á hverri Sakura- color fílmu í stað 20 hjá öðrum. Og fyrir sama verð. 400% ljósnæmari. Hún er 4 sinnum ljósnæmari en venjuleg litfilma. Þú getur tekið myndir innanhúss án flass, og sólarlagsmyndirnar verða leikur einn. Og auðvitað hentar hún einnig við allar venjulegar aðstæður. Þessi fílma er bylting. Hún gefur þér þúsund nýja möguleika. Tímaritin Amatorfotographer og Foto & Smalfílm dæma þessa fílmu þá bestu á markaðinum í dag. Sakuracolor er fínkornuð. Hkki aðeins er hún Ijósnæm. Hún er líka sérstak- lega fínkornuð. Myndgæðin eru frábær, og gefa möguleika á stórum stækkunum. • . Suðurlandsbraut 20, Hafnarstræti 17, Reykjavík Sími 82733

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.