Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 41 lengur en hitt man ég að ég var ákveðinn í því að ná hærra gripi en heimsmeistarinn og ég byrjaði að æfa mig með 4,25 metra gripi. Auðvitað gekk þetta allt á aftur- fótunum til að byrja með og ég komst ekki nema hálfa leið upp í loftið þá henti stöngin mér aftur til baka. En með þrautseigju tókst mér þetta og um tíma hafði ég hæsta grip í heimi! Eg man enn í dag undrunarsvipinn á útlendu stangarstökkvurunum þegar ég keppti erlendis á þessum tíma er þeir sáu gripið. Þeir trúðu því hreinlega ekki að einhver náungi frá íslandi notaði svona hátt grip. Það gekk á ýmsu þegar ég var að reyna að ná tökum á háa gripinu og ég man að ég braut hvorki meira né minna en sjö stangir. Það var ekki fyrr en ég fékk úrvalsstálstöng frá Ameríku að þetta fór virkilega að ganga hjá mér. Árangur á heimsmælikvarða — Fyrstu árin einbeitti ég mér að stangarstökkinu. Eg bætti mig á hverju ári og þegar mér tókst að stökkva 4,37 metra náði ég Is- landsmetinu. Ég átti eftir að bæta árangur minn töluvert og árið 1961 stökk ég 4,50 metra. Á þessum árum var þetta góður árangur miðað við heimsmæli- kvarða og ég vann oft fyrstu verðlaun á mótum erlendis. Meðal annars vann ég Evrópumeistar- ann á nokkrum mótum. Hann átti Þessar myndir af keppnismannin- um Valbirni Þorlákssyni eru teknar meö rúmlega 20 ára millibili. grípum hér niður í frásögn eins þeirra af vormóti ÍR: „Á fyrsta frjálsíjjróttamóti sumarsins — Vormóti IR — náðist ágætur árangur í nokkrum grein- um, en hæst ber þó árangur Valbjarnar Þorlákssonar, IR, í stangarstökki. Vitað var, að Val- björn er í mjög góðri þjálfun, en að hann myndi stökkva yfir 4,25 m hefir víst fáum dottið í hug, enda er það jafnt bezta árangri, sem Torfi Bryngeirsson náði hér á íþróttavellinum." Og síðar í sömu grein: „Þessi árangur Valbjarnar — 4,25 metrar — er jafn vallarmeti Torfa, en honum tókst aldrei að stökkva hærra hér á vellinum. Hins vegar stökk hann nokkrum sinnum yfir 4,30 metra erlendis og einu sinni 4,30 metra í Vest- mannaeyjum. Er Svíinn Lund- berg, sem varð þriðji á Ólympíu- leikunum 1952, keppti hér 1954 stökk hann hæst 4,20 m, enda eru aðstæður fyrir stangarstökk ekki góðar hér á vellinum. Árangur Valbjarnar er af þeim sökum enn athyglisverðari, svo og, að fremur kalt var í veðri, er vormótið var háð. Stíll Valbjarnar í.stangarstökk- inu er frábær og í því jafnast hann á við beztu stangarstökkvara heimsins. Hann er afar mjúkur og Valbjörn sippar sér yfir 4,20 metra á móti orlendis. 4,58 metra en ég man ekki lengur hvað hann hét. Það vakti að vonum mikla athygli landsmanna þegar Val- björn var að reyna að ná Islands- metinu af Torfa Bryngeirssyni því Torfi hafði verið sérstaklega vinsæll íþróttamaður enda Everópumeistari. Sumari 1956 var Ólympíuár, leikarnir voru haldnir í Melbourne í Ástralíu og Val- björn, sem þá var 22 ára gamall, hafði að sjálfsögðu mikinn hug á að komast til Melbourne. Hann æfði vel um veturinn með sínu nýja félagi, ÍR, og á vormóti ÍR um vorið stökk Valbjörn 4,25 metra en óiympíulágmarkið var 4,30 metrar. Hann gerði á þessu móti atlögu að meti Torfa en mistókst. Blöðin voru yfir sig hrifin af afreki Valbjarnar og við liðugur, og notfærir sér það út í yztu æsar. Fáum hefur sennilega dottið í hug fyrir tveimur árum, er Torfi hætti keppni, að hið frábæra met hans kæmist í hættu næstu árin, — en met Torfa er bezti árangur, sem íslenzkur frjáls- íþróttamaður hefur náð.“ Sigursæll á mótum erlendis Á þessum árum gerði Valbjörn víðreist um Evrópu eins og margir aðrir íslenzkir frjálsíþróttamenn og keppti á mörgum stórmótum. Blaðaúrklippur frá þessum árum bera það með sér svo og verð- launasafn Valbjarnar að hann hefur verið ákaflega sigursæll á þessum mótum og smám saman bætti hann íslandsmetið eftir að hann hafði náð því frá Torfa. Einnig er það áberandi þegar 4 blaðaúrklippurnar eru skoðaðar hve vinsæll Valbjörn hefur verið meðal áhorfenda. Hann virðist oftast hafa stolið senunni þegar hann var að keppa jafnvel þótt frægir heimsmeistarar væru með- al þátttakenda. Skal nú hér tilfært eitt dæmi úr íslenzku blaði frá árinu 1958 en það er frásögn af stórmóti í Varsjá: „Stangarstökkskeppnin var dálítið söguleg, sérstaklega hvað snerti Valbjöm. Keppendur voru alls 10, 8 Pólverjar, tékkneski meistarinn og Valbjörn. Eins og kunnugt er eiga Pólverjar 3—4 beztu stangarstökkvara Evrópu, Wasny (4,47), Krezinski (4,45) og Janiewski (4,40). Þessir kappar voru allir skráðir og mættir til leiks. Byrjunarhæðin í keppninni var 3,80 og reyndu allir nema Val- björn og Wasny. Þeim tókst1 flestum að fara yfir stórslysa- laust. Næst er hækkað í 4 m og fara allir yfir í fyrstu tilraun nema Valbjörn og 3 aðrir. Það skal tekið fram, að aðstaða var ekki sem bezt, misvinda, og því erfitt að fá atrennu til að passa. I annarri tilraun tókst tveimur af þessum fjórum að fara yfir, en Valbirni og einum Pólverja mis- tókst, þó að litlu munaði hjá Valbirni. Nú var útlitið orðið alldökkt, aðeins ein tilraun eftir og ef hún mistækist, þá var Valbjörn úr keppni, án þess að fara nokkra hæð og Valbjörn ætlaði aðeins að reyna, ef allt passaði. Valbjörn leggur af stað í þriðju tilraun, hann sér að ekki passar og snýr við. Augu hinna 40 þúsund áhorfenda nema næstum öll á Valbirni, þegar hann leggur af stað aftur, en í þetta skipti heppnaðist allt Og Valbjörn flaug yfir a.m.k. 40 sm. Fagnaðarlæti áhorfenda voru slík, að það var eins og hann hefði sett met eða eitthvað þess háttar. Nú fór allt að ganga betur, á 4,10 féllu nokkrir úr, en 6 eða 7 reyndu við 4,20. Valbjörn sleppti 4,10 og fór hátt yfir 4,20 í fyrstu tilraun. Aðeins fjórir stukku 4,20 þ.e. Valbjörn og Pólverjarnir þrír. Var nú hækkað í 4,30. Wasny stökk fyrstur og fór vel yfir. Sjá næstu síðu /A Valbjörn og Hilmar Þorbjörnsson koma í mark í boðhlaupi. Valbjörn vakti ætíö mikla athygli á mótum bæöi vegna góös árangurs og einnig vegna Þess hve brúnn hann var á hörund. Valbjörn í hópi fagurra fljóóa frá Panama.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.