Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 63 Neytendasamtökin 25 ára; Hyggja á samstarf vid verdlagsstjóra um eftirlit í DAG, fimmtudag 23. marz, eru liöin 25 ár frá því Neytendasamtök- in hér á landi voru stofnuð. Áttu forgöngu að því Sveinn Ásgeirsson, Jónína Guðmundsdóttir og Jóhann Sæmundsson og var undirbúnings- nefnd komið á laggirnar og bráða- birgðastjórn kosin í janúar 1953. Samtökin voru síðan formlega stofnuð þann 23. marz 1953 og var Sveinn Ásgeirsson kjörinn fyrsti formaður, en alls skipuðu stjórnina 25 manns. Á afmælisárinu eiga nú sæti í stjórni Reynir Ármannsson formaður, Jónas Bjarnason vara- formaður, Rafn Jónsson ritari, Sigríður Friðriksdóttir gjaldkeri og meðstjórnendur eru Árni B. Eiríksson, Gunnlaugur Pálsson, Guðmundur Einarsson og Steinunn Jónsdóttir. Af helztu nýmælum í starfi samtakanna, sem nú er leitast við að hrinda í framkvæmd, má nefna verðlagseftirlit í samvinnu við verð- lagsstjóra. Eru hafnar viðræður milli samtakanna og embættis verð- lagsstjóra um áð hefja samstarf á þessu sviði. Hafa Neytendasamtökin boðið fram aðstoð sína er verði t.d. á þann hátt að sjálfboðaliðar úr röðum félagsmanna starfi að verð- lagseftirliti er skipulagt verði af verðlagsstjóra og samtökunum. Hugsanlegt er að þessu verði hrund- ið í framkvæmd síðla sumars eða í haust. Sögðu forráðamenn Neyt- endasamtakanna í samtali við Mbl. að með þessu móti gæfist tækifæri fyrir félagsmenn að gerast virkari þátttakendur í starfi samtakanna. Nefndu þeir að í Danmörku hefði á s.l. ári verið skipulagt slíkt starf þegar verðstöðvun stóð þar yfir og hefðu um 5000 meðlimir Neytenda- Reynir Ármannsson, formaður Neytendasamtakanna. samtakanna í Kaupmannahöfn tekið þátt í því. Helztu markmið samtakanna eru þessi: „Að gæta hagsmuna neytenda í þjóðfélaginu. Tilgangi sínum hyggj- ast samtökin ná m.a. með því: Að vaka yfir því að sjónarmið neytenda almennt séu virt þegar ákvarðanir eru teknar eða reglur settar er varða hagsmuni neytenda. Að reka útgáfu- og fræðslustarfsemi til aukningar á verð- og vöruþekkingu neytenda og til skilningsauka á málum er varða hagsmuni þeirra. Að veita félags- mönnum sínum leiðbeiningar og fyrirgreiðslu ef þeir verða fyrir tjóni vegna kaupa á vörum og þjónustu." Neytendasamtökin gerðust í upp- hafi starfs síns aðili að Alþjóðasam- bandi neytendafélaga og eru samtök- in háð lögum þess. Hafa samtökin gefið út Neytendablaðið, en útgáfa þess hefur gengið erfiðlega að sögn forráðamanna samtakanna, þar sem félagar eru of fáir til að standa undir útgáfunni og ekki má taka við auglýsingum í blaðið skv. lögum Alþjóðasambandsins. Félagsmenn eru nú rétt rúmlega 3000 en þyrftu að vera um 10 þúsund sögðu þeir ef t.d. starfsemin ætti að vera eins öflug og í Belgíu, þar sem neytenda- samtök eru óháð ríkisvaldi en njóta styrkja frá verkalýðshreyfingunni. Örn Bjarnason á skrifstofu sam- takanna. en hún er að Baldurs- götu 12. Einnig bentu þeir á hve fjárhagur samtakanna væri erfiður, styrkir ríkis og borgar næmu nú 1.350 þúsund krónum en ættu að vera yfir 8 milljónir sé borið saman við Noreg og miðað við tölu félagsmanna. Um helztu verkefni félagsins sögðu þeir eftirfarandi: — Mjög umsvifamikill þáttur í starfi Neytendasamtakanna er kvörtunarþjónusta þeirra og að ýmsu leyti sá mikilvægasti. Berast skrifstofunni mörg mál til úrlausnar og leitast skrifstofan við að miðla málum og ná sáttum svo að báðir aðilar megi vel við una. í mörgum tilvikum veita samtökin lögfræðilega aðstoð ef þurfa þýkir og er trúnaðar- lögfræðingur í þjónustu þeirra. Flestar kvartanir berast vegna rafmagnstækja og vefnaðarvöru, en einnig vegna húsgagna, gólfteppa og glerísetningar. Bárust á síðasta ári 403 kvartanir og 750 fyrirspurnir. Þá gátu þeir Reynir Armannsson og Örn Bjarnason um helztu -verk- efni er biðu samtakanna í náinni framtíð: Fjölga þarf félagsmönnum og leita eftir auknum stuðningi hins opin- bera við lausn verkefna samtakanna. Skipaðir verði fulltrúar samtakanna sem víðast úti á landsbyggðinni, einkum í þéttbýliskjörnum og stofn- aðar verði matsnefndir og aukið verði samstarf innflytjenda og framleiðenda annars vegar og Neyt- endásamtakanna hins vegar og stofnaður neytendadómstóll svo sem tíðkast víða erlendis. Þá gátu þeir einnig um það að efla þyrfti neytendafræðslu í skólum, en í Noregi hefur slík fræðsla verið um skeið eftir prófanir síðan á árinu 1969. Einnig hyggjast Neytendasam- tökin fara þess á leit við útvarp að þættir um neytendamálefni verði reglulega á dagskrá en hinn 30. marz n.k. verður þáttur í tilefni afmælis- ins. ^rðaverzlun í Grímsbæ Sími 86922. Vorum aö fá mikiö úrval af smyrnavör- um. Eigum einnig falleg veggteppi barnaherbergi. ÁL-GRÓÐURHÚS fyrir heimagarða. Stœröir 8><10 fet, 8x12 fet og 10x12 fet. autoheat FOR ACCURATE GREENHOUSE HEATING • Sjálfvirkir hitablásarar, stærðir 2500 og 300 wött. Ál-sólreitir blómakassar stærðir 122x70 cm. Til afgreiöslu um mánaöamótin. Kynnisbækur sendar ókeypis. Pöntun strax, tryggir hús úr fyrstu sendingu. ÍC S I f f Vesturgötu 2, Sími 2-33-00 l\ll I | | ■ I ■ Reykjavík. Pósthólf 249. . 'v . ■ | Sönglög eftir SIGVALDA KALDALÓNS 03 SELMU KALDALÓNS Söngkona; GUÐRÚN TÓMASDÓTTIR Undirieikur; ÓLAFUR VIGNIR ALBERTSSON SELMA KALDALÓNS A þessan nýju hljómplötu syngurGuðrun Tómasdóttir við undirleik Olafs Vignirs A Ibertssonar 22 lög eftir þau feðgin Sigi'aldaKaldalóns og Se/mu Ka/dalóns. I unisögn þessari á baksíðu plötuumslagsins segir dr. Hallgrimur Helgason m. a. Tóngáfa er oft arfgeng. Þannig hefir einnig Selma Kaldalóns hlotið ríflegan föðurarf. En vant er að feta feðraslóð. Mestu máli skiptir hér samfylgd dóttur með föður. Hann leiðir barn sittog leggur þvi reglur, sem ljúft er að framfylgja í flestum tilvikum. Selma hefír dálæti á valsins þrískiptu hrynjandi og greiðir náttúrlega úr stuttum, haglega stefjuðum tónhendingum. Tónskyn hennar er fjölvíst frekar en fjölbreytið ogjtónminni óskeikult. En þegar allt kemur til alls, þáeru söngræn lög hennar fyrst og fremst lofsemdtil ástriks föður, þakkargjörð honum til handa fyrir arftekna eiginleika. Á þessari hljómplötu birtast nú (1977) þrjú lög (Hrauntöfrar, Sólarlag, Til næturinnar) eftir Sigvalda Kaldalóns, sem áður hafa ekki heyrzt. Um sex áratuga skeið hefír þetta vinsæla söngvaskáld þarmeð gefíð þjóð sinni óslitinn straum laga, sem fyrst báru uppi hljóm „gróandi þjóðlífs“ meðal vormanna íslands, en íklæddust siðan viðhöfn konsertskrúða og urðu loks ígildi þjóðlags og þjóðsöngs. Svo víðfaðma ásláttarflöt hefir íslands lag aldrei fyrr eignazt, og svo miklir eru ómetanlegir verðleikar Sigvalda Kaldalóns. FÁLKIN N ®

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.