Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 Valbiörn Þorláksson hefur sett mörg íslandsmet um ævina en ætli betta só ekki heimsmet. Þaö er með ólíkindum aö nokkur annar íÞróttamaöur eigi jafn glæsilegt safn verðlaunagripa. Ljósm. Mbl. RAX. fíætt vid Valbjörn Þorláksson; sem keppt hefur í frjálsum íþróttum í 27 ár og orðid Islands- meistari í yfir 100 skipti Eftir SIGTRYGG flokki. Það voru margir prýðilegir SIGTRYGGSSON knattspyrnumenn í Keflavík á þessum tíma, t.d. hann Páll í Sparisjóðnum. Svo var það sumar- ið 1951 að haldin var bæjarkeppni í frjálsum íþróttum á Selfossi milli Selfoss og Keflavíkur. Það vantaði algjörlega mann til þess að taka þátt í stangarstökkinu fyrir Keflavík og einhverjir höfðu pata af því að'eg hefði einhvern tíma haft uppi tilburði í þá átt að stökkva stangarstökk. Eg lét tilleiðast að keppa. Þetta var fyrsta keppnin mín og í fyrsta skipti, sem ég snerti alvörustöng og tók þátt í alvöru keppni. Mér gekk alveg framar vonum þótt ég væri alger nýgræðingur í faginu og ég stökk 3,35 metra í þessari fyrstu keppni. Sigurvegari varð Kolbeinn Kristjánsson, sem þá var næst bezti stangarstökkvari landsins. Hann stökk 3,40 metra. Stökk á árahlaði Valbjörn er fæddur í Siglufirði og þar átti hann heima til 14 ára aldurs. — A unglingsárunum í Siglu- firði fékk ég merkilegt nok gífurlegan áhuga á stangarstökki, segir Valbjörn. Þetta var á árunum 1945—‘47 þegar frjáls- íþróttirnar stóðu með hvað mest- um blóma og Torfi stangarstökkv- ari Bryngeirsson var aðalnúmerið. Ég las um stangarstökksafrek hans í blöðunum og heyrði sagt frá þeim í útvarpinu. Ég útbjó sandgryfju fyrir framan húsið heima og síðan varð ég mér út um árarblað, sem ég heflaði svo það yrði mjórra. Þá var ekki annað eftir en grafa holu við gryfjuna og þá gat ég byrjað að stökkva. Ég æfði stökk alveg eins og vitlaus maður en auðvitað var þetta leikur en engin alvara að baki enda vissi ég ekki hvernig ég átti nákvæmlega að bera mig að þessu og enginn sagði mér til. Draumúr- inn var að ná í bambuss þess að. stökkv« -* en bambusinn var íllfáanlegur á þessum árum. Það var helzt að maður gæti krækt sér í bambus um borð í útlendum skipum og skútum. Það var töluverður íþróttaáhugi í Siglufirði á þessum árum og nokkrir allgóðir frjálsíþrótta- menn, t.d. Bragi Friðriksson prestur, sem var góður kúluvarp- I FREMSTU RÖÐ IALDAR FJORÐUNG — Það hefur farið alvegr óskaplegfur tími í fþróttirnar hjá mér. Svo mikill að það þyrfti rafeindaheila til að reikna það út. En ég sé alls ekki eftir þessu, þetta hefur verið mjög skemmtilegur tfmi í ævi minni. S4 sem þetta mælir er íþróttamaðurinn kunni Valbjörn l»orláksson. í»eir eru fóir íþróttamennirnir, sem geta státað af jafn glæsilegum íþróttaferli og Valbjörn. Hann keppti fyrst 4 frj41sfþróttamóti sumarið 1951 og nú 27 4rum seinna er hann enn að keppa. Og enda þótt kappinn verði 44 4ra í júnf n.k. eru þeir ekki margir íþróttagrarparnir, sem standast honum snúning í sumum greinum frj41su fþróttanna þótt þeir séu helmin^i yngri. íþróttaferill Valbjarnar er einsdæmi hér 4 landi. Enginn hefur jafnoft orðið íslandsmeistari í íþróttum og hann. Meistaratitlarnir eru orðnir 4 annað hundrað og í einni grein, stangarstökki utanhúss, hefur hann orðið lslandsmeistari í yfir 20 skipti. Landsliðsmaður í frj41sum íþróttum hefur hann verið oftar en nokkur annar eða í 22 4r samfleytt. Allir þeir, sem 4 annað borð fylgrjast eitthvað með íþróttum, þekkja nafn Valbjarnar. Hans er oft gretið í fjölmiðlum þegar skýrt er fr4 íþróttamótum en merkilegra lítið hefur verið skrifað um manninn sj41fan og fþróttaferil hans. Það kann að stafa af þvf að Valbjörn er að eðlisfari lftill4tur ogr tranar sér aldrei fram. Hann varð ljúfmannlega við þeirri bón að svara nokkrum spurningum um fþróttaferil sinn og fer samtaliö hér 4 eftir. ari og spretthlaupari. Fótboltinn var stundaður af kappi og ég spilaði mikið fótbolta á þessum árum. Hins vegar hafði ég engan áhuga á skíðaíþróttum, sem ann- ars voru mjög vinsælar í Siglu- firði. Fótboltinn númer eitt Þegar Valbjörn var 14 ára gamall fluttist hann \ Garðinn og eftir eins árs dvöl þar fluttist hann til Keflavíkur. — Þetta var 1948 eða ‘49, segir Valbjörn. Fótboltinn átti ennþá hug minn allan og ég spilaði bæði í 2. flokki og meistaraflokki með ungmennafélaginu og varð meira að segja Islandsmeistari í 2. Slappaö af í keppnisferö, Jón Þ. Guðmundur Hermannsson. Með hæsta grip í heimi — Þrátt fyrir þessa góðu byrj- un fékk ég ekki stangarstökks- bakteríuna. Ég keppti að vísu á unglingamei'staramótinu í Hafn- arfirði þetta sumar pe> áð frrinTnr7,4Dmétra og dugði það til sigurs. Mér þótti fótboltinn skemmtilegri og hafði ekki áhuga á því að æfa stangarstökkið þótt mér þætti gaman að keppa í því. Það var fyrst og fremst keppnis- gleðin, sem rak mig til þátttöku í stangarstökkinu og þannig hefur það verið allan minn feril. Mér hefur alltaf þótt ákaflega gaman af því að taka þátt í mótum en æfingaínar hafa mér þótt miklu leiðinlegri. Nú það var svo árið eftir, eða 1953, að ég hitti Þorstein Löve kringlukastara suður í Keflavík. Þorsteinn skaut því að mér hvort ég vildi ekki koma til Reykjavíkur og æfa með KR. Eftir nokkra umhugsun sló ég til og fluttist til Reykjavíkur og gekk í KR og byrjaði að æfa undir stjórn Benedikts heitins Jakobssonar, en hann var aðalþjálfarinn á þessum tíma. Ég hafði mjög gott af því en helzta ástæðan fyrir framförum mínum í stangarstökkinu tel ég að hafi verið sú árátta mín að viða að mér öllum þeim stangarstökks- myndum, sem ég gat komizt yfir. Þessum myndum raðaði ég upp og stúderaði nákvæmlega og á æfing- unum, reyndi ég að líkja eftir því, sem kapparnir á myndunum gerðu. Metnaðurinn var alveg óskaplegur og get ég til gamans nefnt eitt glöggt dæmi um þennan metnað. Heimsmethafinn í stang- arstökki á þessum árum hafði grip á stönginni, sem var í 4,23 metra hæð. Ekki man ég nú nafn hans Ólafsson, Úlfar Teitsson, Valbjörn og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.