Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 49 sjávar, eins og ísjakana og sum skipin þeirra. Kannski átti hann aldrei eftir að sjá þennan litla bústna kút, heyra hann hlæja geta slegist við hann í gamni, lofa honum að vinna af því hann var svo lítill. Hann reyndi að horfa út þótt það væri myrkur og aftur komin snjómugga — og honum varð kaldara og hann fann myrkur inni, þótt það væri ljós. Hann reyndi að hugsa. Fór í huganum upp með ánni, þangað sem þeir bræðurnir höfðu stundum leiðst á sumrin. Þar efra var önnur brú miklu stærri en hin brúin. Um þá brú fóru stórir bílar. Fyrir ofan þessa stóru brú voru djúp gljúfur. Pabbi hafði einu sinni sagt þeim að í mörg hundruð ár hafi áin runnið þennan sama farveg og smám saman grafið þessi djúpu gljúfur. Á einum stað niður í glúfrinu meðfram ánni var gamall vegur. Þar hafði fyrir löngu siðan verið byggð lítil rafstöð og lá vegurinn að rafstöðvarhúsinu. Þar sem vegurinn lá niður voru dálítii göng inn í klettana. Þar var lítill hellir. Það var ekkert vont að komast inn í hann. Þangað höfðu þeir bræðurnir oft farið á sumrin og setið þar inni þegar rigning var. Þá þóttust þeir vera útilegumenn. Kannski hafði Guðjón farið þang- að. Hann hrökk upp úr þessum hugleiðingum sínum við það að mamma hans kom inn. Hann hljóp á móti henni. Hún var grátandi. Hún þrýsti honum að sér eins og hún ætti hann einan eftir. Hann sagði henni hvað hann var að hugsa um hellinn þeirra. Hún hætti ekki að gráta, en reyndi að segja: „Við getum svo sem farið þangað." Þau hittu pabba og tvo aðra menn á leiðinni. Mamma sagði þeim hvert þau væru að fara. Þeir sögðu ekki neitt, en komu með þeim. Þau gengu troðninga upp með ánni og þegar þau komu að stóru brúnni, fóru þau veginn niður að stöðvarhúsinu. Hörður fór á undan inn í hellinn. Pabbi ætlaði líka, en hellirinn var svo lítili að hann gat aðeins lýst með ljóskeri um Jeið og Hörður skreið inn. Það var autt-inni og þarna lá Gaójón litli sofandi á strigapoka, seni þeir bræðurnir höfðu skilið eftur um sumarið. Hann hrökk upp þegar stóri bróðir kom við hann. Fyrst áttaði hann sig ekki, svo kallaði hann: „Mamma, mamma mín komdu." Hörður rétti pabba hann og eftir litla stund var hann kominn í fangið á mömmu sinni. Þau voru fljót heim og þvílík gleðí hafði aldrei verið heima hjá þeim. Fólkið úr húsunum í kring kom og allir voru svo glaðir. AUir komu sem voru að leita að Guðjóni litla. Húsið þeirra varð fullt af glaðværu fólki. Og mamma hitaði kaffi, tók upp allar páskakökurnar sínar og allt það gott er hún átti. Og í rúminu sínu sat Guðjón litli á náttfötunum með páskaeggið sitt brotið niöur á disk og gaf bróður sínum og börnunum úr nágrenninu með sér. Stóri bróðir var búinn að setja páskaeggiö sitt á litla borðið við rúmið hans. Hann mátti eiga það líka. Hann varð endilega að þiggja það. Stóra bróður þótti svo gaman að gefa honum það. Fólkið fór og þegar bræðurnir voru háttaðir komu pabbi og mamma inn í herbergið til þeirra. - Mamma kraup við litla rúmið og bað bænirnar með þeim. Hún var vön að gera það. Pabbi bað líka. Hann hafði aldrei beðið með þeim fyrri. Þau þökkuðu guði fyrir að fá litla drenginn heilan heim. „Það er föstudagurinn langi í dag og Jesús dó á föstdaginn langa,“ sagði Hörður. Mamma og pabbi urðu þögul —. Þau fundu nú best hve mikið þeim hafði verið gefið þennan dag. Föndur Páska- blóm úr eggjabökkum 1. Klipptu fyrst eggjaformin hvert frá öðru og gerðu kantana alveg jafna 2. Því næst skaltu klippa fjögur skörð í formið eins og sýnt er á mynd nr. 2. og bretta þau aðeins út á við. 3. Nú klippurðu hvert blað fyrir sig og gerir það ávalt. 4. Þú getur klippt þrjú slík form og þá er þessu því kem næst lokið. Það eina, sem þú verður að athuga vel er, að þau eiga öll að vera í mismunandi stærðum. Lítið, stærra. stærst — og það geturðu gert með því að taka að eins meira af krónblöðunum. 5. Þú getur málað blómið ýmsum litum. Minnsta blómið. sem á að vera undir, gæti verið grænt, stærsta blómið rautt og það næst stærsta t.d. gult og hvítt. Einnig er unnt að setja bómull í miðjuna. 6. Næst seturðu stilkinn á blómið og gæti hann t.d. verið úr pípu- hreinsara. Þú stingur honum gegnum tvö neðri formin og límir hann fastan, áður en síðasta blóm ið (hvíta og gula) er límt á hin. 7. Það er á ýmsan hátt unnt að finna ýmsa lögun á blóm. En hér sérðu einn möguleikann. sem þú hefur. Nú getur þú sjálf(ur) fundið upp á ýmsu til tilbreytingar. Og nú þegar vorið er í nánd er þetta einmitt tilvalið verkefni. Við vonum. að ykkur gangi vel við verkefnið. — Fáeinar skemmtigátur 1. Ilvað er hægt að gera til þess að verða ekki bitinn af fióm í rúminu sínu? 2. Hverju getur maður haldið. án þess að þreifa á því? 3. Ilvað er það. sem er rauðgló- andi. en verður svart. þegar það kemur niður í vatn? 1. Eru til einhvers konar páfar út um allan heim? 5. Á hvaða hesti er það. sem úmögulegt er að fara í út- reiðartúra á? fi. Ilvað er það. sem þú getur. en foreldrar þínir ekki? 7. Ilvenær sérðu stjörnur skýr- astar? 8. Ilvaða sannindi eru hrein lygi? 9. Ilvernig er hægt að skrifa Ilaraldur með tveimur bók- stöfum? 10. Ilvað er líkt með bifreið. sem hefur ekið út í skurð og klukku sem hefur stansað? 11. Hvernig geta 2 og 2 orðið meira en 4? (Svör annars staðar)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.