Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 23. marz Bls. 33-64 NIÐURSTOÐUR BENDA LANGTUM FREMUR TIL FRAMHALDSLÍFS EN HINS segir dr. Erlend- ur Haraldsson í vidtali við Mbl. um rannsáknir hans og dr. Karl Osis á sýnum fólksá banabeði Eftir FREYSTEIN JÓHANNSSON „Ég ætla engan veginn að halda því fram að við höfum sannað framhaldslíf. cn að okkar mati benda niðurstöður þessara um- fangsmiklu rannsókna iangtum fremur til framhaldslífs en hins. Með öðrum hætti sýnist okkur erfitt að útskýra meirihluta sýna á dánarbeði", sagði dr. Erlendur Haraldsson, er Mbl. ræddi við hann um rannsóknir á sýnum fólks á banabeði, sem þeir Karlis Osis og Erlendur hafa framkvæmt í Banda- rikjunum og á Indlandi, en fyrir nokkru kom ut í Bandaríkjunum bók eftir þá félaga um þessar rannsóknir og niðurstöður þeirra. „Um þessar sýnir fólks á banabeði hafa menn lengi vitað og ýmsir hafa veitt þeim athygli," sagði Erlendur, er við báðum hann fyrst að segja okkur sögu slíkra rannsókna, ef einhver væri. „Um og fyrir síðustu aldamót höfðu forvígismenn gamla brezka sálarrannsóknafélagsins sem aðallega voru háskólamenn í Cambridge, orðið varir við þessar sýnir, sem einstaka maður sá á banabeði sinu. Engar skipulagðar rannsóknir fóru þó fram á þessum sýnum, en brezkur maður, Sir William Barrett, þekktur eðlisfræð- ingur, safnaði saman þó nokkrum gögnum um ofskynjanir og sýnir deyjandi manna. Það var upphaflega fyrir tilstilli konu hans, að hann sinnti þessum sýnum. Hún var fæðingarlæknir, að ég held, og komst í kynni við tilfelli, þar sem deyjandi kona virtist sjá látna ættingja sína og skyfði viðstöddum frá því. Það sem vakti athygli Baretts var það, að í þessum hópi sá konan meðal annarra systur sína, sem var látin, en dauða hennar hafði verið haldið leyndum fyrir þessari konu vegna hennar eigin veikinda. Barrett safnaði svo saman nokkru efni um þessi mál og að honum látnum kom það út á bók árið 1926 sem þýdd var löngu seinna á islenzku og kom út undir heitinu Sýnir við dánarbeði. Rannsóknir Bandaríkjunum _______og á Indlandi Ýmsir fleiri tíndu saman eitt og annað um þessar sýnir, en fystu skipulögðu rannsóknina fram- kvæmdi dr. Karlis Osis í Banda- ríkjunum á árunum 1959—60. Hann einskorðaði sína könnun við reynslu eða kynni lækna og hjúkrunar- kvenna af þessum sýnum og sendi út spurningalista til 5000 lækna og 5000 hjúkrunarkvenna á austurströnd Bandaríkjanna. Hann fékk upplýs- ingar um sýnir fólks á banabeði frá Dr. Erlendur Haraldsson. 640 læknum og hjrúkrunarkonum og skrifaði hann bækling um niðurstöð- ur þessara rannsókna sinna. Síðar framkvæmdi Osis aðra og umfangsmeiri könnun í Banda- ríkjunum og safnaði saman ítarleg- um upplýsingum um rétt innan við 500 tilfelli sýna á banabeði. Úr þessari rannsókn var þó ekkert unnið að sinni". — En hvernig komst þú til sögunnar? „Ég starfaði í Bandaríkjunum í ein fimm ár, þar af þrjú ár hjá American Society for psychical research. Áður en ég kom til þeirra hafði ég verið við ýmsar aðrar rannsóknir í dulsálarfræði við Institute for Parapsychology í Durham í Norður-Karólínu, þar sem ég starfaði undir stjórn prófessors Rhines, sem oft er nefndur faðir Sjá nœstu síðu J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.