Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 57 „Hér gengur afít sinn vanagang" — IIÉR GENGUR allt sinn vanaganK, sagöi Benedikt Sigurðsson er við slógum á þráðinn til hans í vikunni. — Snjórinn hefur þó oft verið meiri um þetta leyti árs en eigi að síður er ófært með öllu hingað til okkar nema á vélsleða. en slík farartæki notum við einmitt til að fara niður í Reykjahlíð og sa kja póst og nauðsynjar einu sinni í viku. I>að má segja að það séu einu reglulegu tengsl «>kkar við annað umhverfi og mér þykir heldur ólíklegt að við fáum heimsóknir um páskana að þessu sinni. en það hefur þó stundum gerzt, sagði Benedikt. Um þessar mundir vinna menn á Grímsstöðum að vetrarrúningi fjár og þó svo að allt sé vélrúið þá er það töluvert verk. Héraðslæknir fyrir fólkið á Hóisfjöllum er á Ilúsavík og það er því um langan veg að fara ef nauðsyn er á þjónustu hans. Sagði Benedikt að í vetur hefði heilsufar fólks verið gott og því sjaldan þurft á honum að balda. við, þiljur voru barðar, þrifið í fólk- og hundar héldu vöku fyrir mönnum með óttaýlfri, sáu eitt- hvað sem gerði sæluhúsið að litlum sælustað. Margar sagnir eru til um drauginn í sæluhúsinu og þó sennilega fleiri, sem lýsa þessu fyrirbæri sem ófreskju ófrýnilegri en skepnum, sem þekktar eru í nútímanum. Augun glóandi, hljóð- in skerandi svo jafnvel garpar eins og Fjalla-Bensi og Drauma-Jói fóru helzt ekki í sæluhúsið ótil- néyddir. ■ Þegar Benesikt byrjaði sinn búskap á Grímsstöðum á Fjöllum var þar mun fleira fólk en þar er nú. Og margar jarðir á Fjöllunum Sem voru myndarbú í eina tíð eru nú komnar í eyði, t.a.m. Víðihóll, Kirkjujörðin, Fagri dalur og Grundarhóll. En það er enginn uppgjafartónn í Benedikt Sigurðs- syni og hans fólki, en þó langt í frá að hann sé ánægður með allt og alla: Byggðaáætlun á voðalega fínum pappír — Ungu bændurnir hérna á Grímsstöðum hafa ræst fram 40 í kvennaskólanum, Ólöf Erla lengst til vinstri, Lára Ósk og Ingunn Karen frá Hólsseli, Bergrún frá Möðrudal og Halla frá Grímsstöðum. það var í byrjun desember, sem Morgunblaðsmenn heimsóttu Benedikt og hans fólk. — Það má eiginlega segja að þetta sé tilraun hjá okkur og dæmið verði síðan skoðað á ný í vor. Ef svo heldur sem horfir er ekki ólíklegt að við ákveðum að setjast að hérna á Fjöllunum og verðum hérna, ja hvað ég að segja? Næstu 50 árin? — Því er ekki að neita að það eru mikil viðbrigði að flytjast á svona stað, en ég kann vel við mig hérna. Hér er man'neskjulegt og gott að vera. Verkefni hefur mig ekki skort, hef þvert á móti haft meira en nóg að gera allan tímann, sem ég hef verið hér. Ég horfi meira á sjónvarp en í Reykjavík og þá aðallega á fréttirnar. Blöðin les ég hins vegar síður, enda koma þau í slöttum og maður kemst ekki yfir að lesa þau þegar þau koma. SAMTAKA FJÖLSKYLDA Benedikt Bragi heitir átta mán- aða gamall sonur Olafar og Sigurðar Axels, fæddúr í maímán- uði síðastliðnum. Fimm dögum áður eign.uðust Bragi, eldri sonur hektara lands og nýlega sáð í 10 hektara, segir Benedikt. — Það þýðir ekki annað en að vera stórhuga og fyrir tveimur árum voru reist hér fjárhús, vönduð og nýtízkuleg hús fyrir 800 fjár. Hlaða var byggð hér síðastliðið sumar, mikil bygging, um 3.000 rúmmetrar. Ætli mér sé ekki óhætt að segja að við séum með 1200 fjár í vetur, kýr erum við engar með, en hross til gangna og gamans. — Þeir settu a sínum tíma byggðaáætlun niður á voðalega fínan pappír háu herrarnir á skrifstofunum, en mér virðist nú sem ekkert ætli að standast af því, sem þar var skrifaö. Með henni fóru að vísu ákveðnar fram- kvæmdir af stað, en botninn má síðan ekki detta úr henni, eins og mér virðist ætla að verða raunin. — Okkur finnst að við eigum kröfu til sómasamlegs lífs. eins og aðrir, en t.d. í rafmagnsmálum okkar og samgöngumálum er-alls ekkert gert. Við erum sérstaklega Sjá nœstu síðu A Benedikts, og kona hans stúlku og eru þau yngst í fjöldkyldunni á Grímsstööum. Ekki verður annað sagt, en að fjöldkyldan sé samtaka því ekki var vika á milli barnanna. TímiÖlafar hefur eðlilega að miklu leyti fariö að sinna frum- burðinum og listsköpunin hefur því frekar setið á hakanum. Hún hefur mestan áhuga á keramik, en rafmagnsleysi gerir þá iðju mjög erfiða í þessari afskekktu sveit. — Það er helzt núna upp á síðkastið að ég er farin að leika mér við keramikina að nýju og nú er verið að smíða fyrir mig rennibekk, en án hans er lítið hægt að gera. í Myndlistarskólan- um var ég fyrst tvö ár í forskóla, en síðan eitt ári í keramik. Ég á enn eitt ár eftir í skólanum og ætla mér að Ijúka því, að minnsta kosti er það hugmyndin. — Vegna rafmagnsleysis hér , verður að nota ljósavélar til að fá rafmagn, en það kostar peninga og þær gera ekki mikið meira en að framleiða fyrir nauðsynlegustu þarfir. - Ég gæti þó notað næturnar til að’ brenna gripina í ofni, en hef ekki farið út í það enn sem komið er, segir Ólöf. . Við rekum augun í mikinn kindahóp og þreklegan fjármann, haglega gert listaverk, sem stend- ur á einni hillunni í stofunni. Við spyrjum Ólöfu hvort þetta sé eitt af listaverkum hennar. í — Jú, mikið rétt. Þetta var mótunarverkefni í skólanum á sínum tíma. Kannski er fjár- maðurinn sambland af þeim bræðrum Kristjáni og Benedikt á Grímsstöðum. í upphafi fæddist þessi hugm.vnd án þess að vera tengd búskapnum hér, en síðar þróaðist verkiö upp í að tengjast persónulegum kynnum. Sjálf átti ég að lokum eina roliu í hópnum, ■6egir Ólöf og brosir. Þegar við lítum í kringum okkur í stofunni má sjá fleiri gripi eftir Ólöfu á hillum, borðum og skápum. Hún segist þó enn bara vera að æfa sig og vera ósköp löt við þessa iðju. KVENNA- SKÓLINN Skóli er á Grímsstöðum og sér Ólöf um kennsluna. Þó er ekki rétt að segja að skólinn sé á Grims- stöðum, hann var þar í desember, en um farskóla er að ræða, sem flyzt á milli bæja í sveitinni. Skólinn hefur þá sérstöðu að vera einn af fáum kvennaskólum á landinu, því nemendur skólans, fjórir að tölu, eru allir kvenkyns ,á aldrinum 8—12 ára. — Tvær þær elztu eru frá Hólsseli, ein úr Möðrudal á Efra-Fjalli og ein héðan frá Grímsstöðum, segir Ólöf. — Ég var hálfrö’g við að taka að mér ænnsluna í haust, þar sem ég hafði aldrei kennt áður. Það var talsvert erfitt að byrja á þessu og hér er enginn lærður kennari tii að segja mér til. Ég hef reynt að ráðfæra mig við skólamenn í nágrannasveitunum og það er bara gaman að spreyta sig á þessu. Stelpurnar spjara sig ágæt- lega í nárninu og þær elztu eru t.d. á undan sínum jafnöldrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.