Morgunblaðið - 01.04.1978, Page 3

Morgunblaðið - 01.04.1978, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1978 3 Heimilað að veiða 35 þús- und lestir af síld n.k. haust — lOþús. t meira en í fyrra Ráðstefna um heil- brigðisþjónustu fyrir aldrað fólk Eins og fram kom í Morgun- blaðinu eftir áramót, þá lagði Ilafrannsóknastofnunin til við sjávarútvegsráðuneytið, að heim- iluð yrði veiði á 35 þúsund lestum af síld á hausti komanda. og nú hefur ráðuneytið ákveðið að svo vcrði. í fyrra var heimilað að veiða 25 þús. lestir, en veiðin Færðin vegum VÍÐA á landinu eru vegir nú vel færir flcstum bflum, en reyndar var færð farin að versna sums staðar á ný. sagði Arnkell Einars- son hjá vegaeftirlitinu þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. í gær var greiðfært frá Reykja- vík um Borgarfjörð í Dali og allt vestur í Reykhólasveit, nema hvað Brattabrekka var ófær. Af Vestfjörðum var það. að frétta, að fært var frá Patreksfirði á Barðaströnd. Þá var í gær veitt aðstoð yfir Hálfdán, milli Bíldu- dals og Patreksfjarðar, en búizt var við að vegurinn lokaðist fljótlega. Ófært var fyrir Dýra- fjörð, en fært um Gemlufallsheiði og um Önundarfjörð til Flateyrar. Annars 'voru fjallvegir á norðan- verðum Vestfjörðum ófærir, að- eins var fært frá Isafirði til Bolungarvíkur og Súðavíkur. Greiðfært var í gær yfir Holta- vörðuheiði til Hólmavíkur og reyndar var greiðfært milli Reykjavíkur og Akureyrar. Lokið var við að moka veginn til Siglufjarðar í gær, ennfremur var verið að moka veginn um Ólafs- fjarðarmúla og út frá Akureyri var verið að ryðja veginn um Dalsmynni til Húsavíkur. Frá Húsavík var síðan fært í Mývatns- sveit. Vegurinn um Tjörnes var ruddur í fyrradag, en í fyrrinótt Messuklæði ófundin EKKI hefur tekizt ennþá að hafa upp á messuhökluni Fríkirkjunnar í Reykjavík, sem stolið var fyrir rúmlega viku. Messuhöklarnir eru þrír og er það tilfinnanlegt tjón fyrir kirkjuna að tapa þeim. Allt kapp er lagt á að upplýsa þennan þjófnað, sem mun vera einsdæmi á Islandi. reyndist alls 328 lestir. Jafnframt hefur verið ákveðið, að hring- nótabátar fái að veiða á tímabil- inu 20. september til 20. nóvem- ber. en gert er ráð fyrir, að reknetabátarnir fái að veiða á tímabilinu 20. ágúst til 20. nóvembcr. Skipting heildarafla- magns milli hringnótabáta ann- góð á í gær skóf á nesinu og var vegurinn orðinn ófær á ný í gærmorgun. A austanverðu Norðurlandi var versnandi veður, en vegurinn úr Kelduhverfi til Þórshafnar var þó talinn fær í gær. Austan Þórs- hafnar voru allir vegir ófærir og í Vopnafirði er mikil ófærð. A Austfjörðum voru flestir vegir á Héraði færir stórum bílum og jeppum, en ófært var um Vatns- skarð til Borgarfjarðar og enn- fremur um Fjarðarheiði. Odds- skarð var einnig ófært en verið var að ryðja það. Suður með fjörðum var greiðfært og það alla leið til Reykjavíkur. TÍU frambjóðendur eru í próf- kjöri Alþýðuflokksins sem fram fer í Grindavík nk. sunnudag. Atkvæðisrétt hafa allir Grindvík- ingar sem hafa náð 18 ára aldri þegar kosningar til bæjarstjórn- ar fara fram, og ekki eru flokksbundnir í öðrum stjórn- málasamtökum. Kjörstaður verður í félagsheim- ilinu Festi og stendur kjörfundur yfir frá kl. 10-22. Frambjóðendurnir eru: Guð- brandur Eiríksson skrifstofu- stjóri, sem býður sig fram í öll sæti, Jón Gröndal kennari, sem býður sig fram í 4. og 5. sæti, Jón Hólmgeirsson bæjarritari, í öll sæti, Jón Leósson, sem býður sig fram í öll sætin, Lúðvík Jóelsson verkamaður, sem býður sig fram í öll sætin, Pétur Vilbergsson sjó- maður, býður sig fram í öll sætin, ars vegar og reknetabáta hins vegar hefur enn ekki verið ákveðin. í fréttatilkynningu frá sjávarút- vegsráðuneytinu segir, að veiðar með reknetum verði áfram leyfis- bundnar, og veiðar með hringnót verði einnig háðar sérstökum leyfum ráðuneytísins eins og veriö hefur síðan síldveiðar í hringnót hófust aftur hér við land haustið 1975. Verða veiðileyfin háð skil- yrðum um framkvæmd veiðanna og um meðferð afla, Þá segir, að við úthlutun leyfa til hringnótaveiða gildi eftirfar- andi reglur. 1. Þeir bátar, sem fengu leyfi til hringnótaveiða s.l. ár og nýttu þau, sitja í fyrirrúmi um leyfi á næstu vertíð. 2. Bátar 105 rúmlestir og minni Framhald á bls. 26 r Ok á staur UM níuleytið í gærmorgun var fólksbifreið ekið á ljósastaur á Reykjanesbraut gegnt Slökkvi- stöðinni. Skall bifreiðin harkalega á staurnum. Ung stúlka ók bílnum og slasaðist hún töluvert, hlaut ákverka á andliti, höfuðmeiðsl og óttast var að hún hefði slasast innvortis. Var hún lögð inn á spítala. Sigmar Sævaldsson rafvélavirki, býður sig fram í öll sætin, Svavar Árnason bæjarfulltrúi, býður sig fram í öll sætin, Sverrir Jóhanns- son, sem býður sig fram í öll sætin, og Sæunn Kristjánsdóttir, sem býður sig einnig fram í öll sætin. NÚ STENDUR yfir í Domus Medica ráðstefna er fjallar um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða. Er hún haldin á vegum lækna- ráða sjúkrahúsanna þriggja í Reykjavík og heilbrigðis- og tryggjngamálaráðuneytisins. Dalborg seldi í Glasgow RÆKJUTOGARINN Dal- borg frá Dalvík seldi um 75 lestir af rækju í Glas- gow í Skotlandi fyrir helg- ina. Þegar Morgunblaðið hafði samband við Jóhann Antonsson, framkvæmda- stjóra Söltunarfélags Dal- víkinga í gær, sagði hann að endanlegt söluverð fyrir aflann væri enn ekki kom- ið, en myndi liggja fyrir eftir helgi. K.B. Andersen kemur í apríl Utanrikisráðherra Danmerkur K.B. Andersen og frú koma í opinbera heimsókn til íslands dagana 13.—15. apríl næstkom- andi, að því er segir í fréttatil- kynningu frá utanríkisráðuneyt- inu. Skoðana- könnun lok- ið í Borgarnesi Hnrgarnesi 31. marz. SKOÐANAKÖNNUN sjálf- stæðismanna í Borgarnesi um skipan lista til komandi sveitarstjórnarkosninga á vori komanda fór fram í gær. 75 manns tóku þátt í skoðana- könnuninni, og féllu atkvæði þannig, að Björn Arason fékk 59 atkvæði, Örn Símonarson 56, Jóhann Kjartansson 47, Kristó- fer Þorgeirsson 32, María Guðmundsdóttir 21, Guðmund- ur Ingi Waage og Jón Helgi Jónsson 16 atkvæði. Sitja ráðstefnu þessa nála-gt 170 manns. læknar, hjúkrunarfræð- ingar. félagsráðgjafar, stjórnend- ur sjúkrahúsa og dvalarheimila og aðrir sem afskipti hafa aí málefnum aldraðra. Tilgangur þessarar ráðstefnu er að fá fram sem gleggstar upplýs- ingar um uppbyggingu og skipulag öheilbrigðis7jónustu fyrir aldraða áíslandi í dag og kanna möguleika á sameiginlegri stefnumörkun hinna fjölmörgu aðila sem að þessum málum vinna. í gær voru sett 18 erindi eftir að dr. Gunnlaugur Snædal hafði sett ráðstefnuna og Matthías Bjarna- son heilbrigðisráðherra flutt ávarp. Meðal efna er tekin voru fyrir má nefna: Nýting sjúkrahús- anna í Reykjavík, heimilislækna- þjónusta, yfirlit yfir þjónustu Grundar, viðhorf sveitarfélaga, heimahjúkrun, könnun á högum aldraðra í Kópavogi, endurhæfing, félagsaðstoð, tryggingakerfið, geð- verndarmál, fólksfjöldaspár og öldrunarlækningar. I dag eru á ráðstefnunni al- mennar umræður og stefnumörk- un og lýkur henni um hádegið með umsögn læknaráða spítalanna. 2 deildir í eina stofnun FRÁ og með 1. apríl verða sameinaðar í eina stofnun Upp- lýsingaþjónusta Bandaríkjanna og menningarmáladeild banda- ríska utanríkisráðuneytisins. Nefnist stofnunin upp frá því International Communication Agency en það mun engar breytingar hafa í för með sér á starfsemi upplýsingaþjónust- unnar né bókasafnsins hérlend- is. „Aprílgabb” Sinfóníunnar í kvöld Aprflgabb Sinfóníuhljómsveit- ar íslands verða tónleikar í Háskólabíói í dag, laugardag. sem hefjast kl. 23.30 og eins og sæmir þessum degi hefur hljóm- sveitin fengið til liðs við sig fjóra erlenda gesti til að stjórna og taka þátt í gamninu. Einn þeirra er háðfuglinn og tónlistargagnrýnandinn Denby Richards, sem hefur sviðsett áþekka tónleika á þessum degi alls 12 -sinnum í London við mikla hrifningu. Þá er að nefna tón- skáldið og stjórnandann Joseph Horovits, sem hér stjórnar tveim- ur verkum eftir sjálfan sig, m.a. hinum fræga jass-konsert fyrir pianó og hljómsveit, en þar verður einleikari Rhonda Gillespie frá Ástralíu. Þá mun enska tónskáldið Paul Patterson stjórna einu verki eftir sig, er hann nefnir Rebecca. Stefnt er að mjög léttri efnis- skrá á þessum tónleikum, þar sem hljómsveitin á að bregða á leik í orðsins fyllstu merkingu. Grindavík: 10 í framboði í próf- kjöri Alþýðuflokks

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.