Morgunblaðið - 01.04.1978, Page 8

Morgunblaðið - 01.04.1978, Page 8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1978 Myntsöfnun fyrir byr jendur í sex síðastliönum þáttum um mynt hefi éj; fjallað um það hvernin menn geta hafið mynt- söfnun með því til dæmis að halda saman m.vnt lýðveldisins okkar, þ.e. mynt frá árinu 1946 og til dat;sins í dat;. Hefi ég fjallað urn einstakar mynt- stærðir, hvenær hver mynt- stærð kom fyrst fram og rakið þróunina. Einni}; hefi ég fjallað um undirstöðuret;lur fyrir myntsafnara, nefnilet;a að velja eftir RAGNAR BORG sem bezta penint;a, óslitna, hvernit; bezt er að varðveita þá, vara við því að hreinsa peninga ot; sat;t söt;u eins merks penings, o.s.frv. Ef við t;erum nú ráð fyrir því að það hafi heppnast að ná saman safni af gangmyntinni frá 1946 til 1978 þá er spurning- in hvar á að bera niður næst? Því er til að svara að margar leiðir eru til og margar vel færar og að sjálfsögðu margar erfiðar. Ein leið er að halda afturábak og halda áfram með gangmyntina og safna kórónu- myntinni, en þá mynt köllum við myntsafnarar svo, sem slegin var á árunum 1922 til 1942, en á peningunum var kóróna Kristjáns 10. Danakonungs á framhliðinni. Það er enn hægt að ná saman söfnum af þessari mynt þó erfitt sé með einstök ártöl af 10 og 25 eyringunum frá þessum árum. Önnur leið er að reyna að ná saman safni af seðlunum sem gefnir hafa verið út frá um 1957 en nokkrir þeirra eru þegar komnir úr umferð svo sem 5, 10 og 25 krónu seðlarnir. Það má til dæmis byrja á því að safna einum seðli af hverri tegund sem er í umferð í dag. Munið að safna bara spánnýjum seðlum, ekki seðlum sem koma í veskið. Af öðrum leiðum má benda á söfnun á gömlum peningaseðlum, gömlum vöru- seðlum, vörupeningum, brauðpeningum, adressumerkj- um eða þá því sem nú er að fara í tízku að safna síldarmerkjum frá hinum ýmsu síldarsöltunar- stöðvum víðsvegar um landið. Til þess að átta sig sem bezt á þeim möguleika sem eru til myntsöfnunar vil ég benda á bókina íslenzkar myntir 1978 sem nú er nýútkomin, og kostar 950 krónur. Þar er að finna uppiýsingar um nánast allt sem viðkemur myntsöfnun á ís- lenzkri mynt, seðlum, vörupen- ingum o.s.frv. Auðvitað er bókin ekki alfullkomin ennþá því í hana vantar til dæmis skrá um vöruávísanirnar, en það kemur ekki að sök því þær sjást hvort eð er ekki meðal safnara, varla einu sinni á söfnum. I bókinni er verðskrá og myntin flokkuð á sama hátt og hjá m.vntsöfnur- um. Þótt sumum þyki verðið hátt á sumum peningum í bókinni er þess að geta þótt 10 eyringur frá 1925 sé skráður þar á 9500 krónur í flokki 0 er ég viss um að hann færi á hærra verði á uppboði því þessir peningar eru hreint ekki til. Tveggja krónu peningur frá 1929 er skráður á 12.000 krónur, sömuleiðis í flokki 0. Ég er viss um að svona túkall er miklu meira virði ef hann er þá til. Aftur á móti er ég ekki viss um að það fengjust 1000 krónur fyrir sama pening í flokki 1 eins og skráð er í bókinni. Það er vandi að geta sér til um verðmæti peninga og ég er ekki að fullyrða hér að neitt ósam- ræmi sé í verðskráningunni í bókinni. Þvert á móti finnst mér mjög skynsamlega á þeim mál- um haldið þar. Seðlarnir hafa sýnilega verið endurmetnir og er það að vonum því þeir voru Kramhald á bls. 45. ÍSLENZKAR MYNTIR 1978 Verðlistinn íslenzkar Myntir 1978 er kominn út. Verð kr. 950.— Frímerkjamiöstööin, Laugavegi 15. Sími 23011. Frímerkjamiðstödin, Skólavörðustíg 21A. Sími 21170. AKUREYRI tt-0007 Iti 's 3on fiðaeijn/jánsson Geitastekk 9, 109 Reykjavík. FRÍMERKJASAFNARA Á AKUREYRI FDC I * Fyrstadagsumslag F.F. A. I frímerkjaþætti 11. marz sl. var sagt frá umslagaútgáfu frímerkjasafnara í Þingeyjar- sýslu og birt um leið mynd af umslagi þeirra. Fáum dögum síðar barst mér svo í hendur nýtt umslag og nú frá Félagi frímerkjasafnara á Akureyri. Einsætt er að birta hér mynd af þessu umslagi, en ætlun þeirra norðanmanna er að nota þetta umslag undir ný frímerki og láta stimpla á Akureyri á útgáfudegi þeirra. Á umslaginu er hið nýja merki F.F.A., en það er í íslenzku fánalitunum. Ritari félagsins, Jón Geir Ágústsson, hefur teiknað merkið, og birtist hér skýring hans á merkinu og hvað úr því á að lesa. Hann segir svo: „Leitazt var við að hanna fremur einfalt en táknrænt merki. Táknrænt á þann veg að það minnti á póstsögu og frímerki, samvinnu og tengsl safnara um víða veröld. — Undirstöðutáknin eru póstlúður með íslenzku fánalitunum og heimskringlan. Dökki hluti heimskringlunnar skal vera tákn hinna þeldökku, en hinn ljósi tákn hvítra manna. Jaðar dökka hlutans myndar frí- merkjatökkun og skal minna á frímerkið og frímerkjasöfnun. Jaðar ljósa helmingsins, sem fellur að hinum dökka, merkir órofatengsl, samvinnu í frí- merkjasöfnun.“ Merkið er að mínum dómi stílhreint, en ég hlýt að játa, að ég hefði seint áttað mig á táknmáli þess — a.m.k. út í æsar, ef ekki hefði fylgt skýring höfundar þess. Ekki kæmi mér á óvart, að margir umslagasafn- arar hefðu hug á að eignast þetta umslag með fyrstadags- stimplun á Akureyri, og því var sjálfsagt að segja frá því hér í þættinum. Í framhaldi af þessu fer vel á því að geta örlítið um starfsemi F.F.A., en þeir norðanmenn hafa látið þættinum í té stutta greinargerð um starfsemi sína. Fundi halda þeir reglulega síðasta fimmtudag hvers mán- aðar að vetri til. Er reynt að hafa fræðsluefni á hverjum fundi, en auk þess fara fram frímerkjaskipti, og er stefnt að því að auka þennan þátt félags- starfsins. Þá eru frímerkjaupp- boð vinsæl og kosin uppboðs- nefnd fyrir hvern fund. Þá er happdrætti á hverjum fundi, og rennur söluverð miða óskert til félagsins, því að þeim, sem hljóta vinning, er skylt að leggja til happdrættisvinninga á næsta fund á eftir. Aðalfundur F.F.A. var hald- inn 2. marz sl. og voru eftirtald- ir menn kjörnir í stjórn: Sveinn Jónsson formaður, Árni Frið- geirsson varaformaður, Jón Geir Ágústsson ritari, Þorsteinn Frimerkl eftir JÓN AÐAL- STEIN JÓNSSON Eiríksson gjaldkeri og Jón Sigurjónsson meðstjórnandi. Hið nýja merki félagsins var- kynnt á aðalfundinum, en stjórn félagsins hafði valið það úr nokkrum öðrum tillögum, sem Jón Geir hafði einnig gert og lagt fram. Þá var rætt um það á fundinum að útbúa þetta nýja félagsmerki sem barmmerki, en þar ræður eðlilega kostnaður, hvort úr getur orðið. Næsti fundur F.F.A. verður 8. apríl nk. að Hótel Varðborg og þá um leið frímerkjauppboð, sem reynt verður aö vanda til. Félagsmönnum er heimilt að taka með sér gesti á fundinn, og þar verða á boðstólum kaffiveit- ingar. I Félagi frímerkjasafnara á Akureyri eru nú 40 félags- menn, bæði af Akureyri og úr næsta nágrenni. Ný frímerki 2. maí nk. Póst- og símamálastofnunin hefur tilkynnt næstu frímerkja- útgáfu sína. Verða það tvö Evrópumerki, 80 og 120 króna, og koma út 2* maí. Er hér um að ræða hina sameiginlegu frímerkjaútgáfu CEPT-landa, en þá útgáfu þekkja allir safnar- ar svo vel, að hér gerist ekki þörf að fjölyrða um hana. Hvert aðildarfélag ræður myndavali sínu, en þó innan ákveðins efnis. í fyrra var það sérkennilegt landslag, en að þessu sinni eru það sérstæðar byggingar — eða eins og það er orðað í tilk.vnn- ingu póststjórnarinnar: Merkis- byggingar (Monumenter). Hafa orðið fyrir valinu Viðeyjarstofa og Húsavíkurkirkja, en merkin hefur Þröstur Magnússon teikn- að. Eru þau marglit og sólprent- uð í Sviss. Þar sem um er að ræða myndir af byggingum, tel ég misráðið að hafa ekki valið hér stálstungu, því að dýpt myndarinnar nyti sín þá vel, en með sólprentun verður myndin flöt. Póststjórnin virðist nú vera farin að átta sig á þessu í sambandi við mannamyndir, sbr. síðustu merkin, og vonandi lærir hún þetta einnig fljótlega í sambandi við hús og minnis- merki. Val myndanna er ekki óeðli- legt, því að Viðeyjarstofa er elzta steinhús á íslandi, reist á árunum 1752 — ‘54 að frum- kvæði Skúla Magnússonar land- fógeta sem bústaður landfógeta. Þar bjó Skúli til dauðadags árið 1794. Húsið teiknaði danskur húsameistari, Nicolai Eigtved, en hann var kunnar á sinni tíð, og meðal verka hans var kon- ungshöllin Amalienborg. Svo sem segir í tilkynningu Póst- og símamálastofnunarinnar, braut bygging Viðeyjarstofu blað í sögu húsagerðar á íslandi, þar sem hún var bæði fyrsta stein- húsið og jafnframt hið lang- stærsta íveruhús á 18. öld. Er hún því hin merkasta bygging á landi hér. Er nú unnið að breytingum á húsinu, þar sem það er fært nær sínu uppruna- lega útliti. Við það er mynd frímerkisins að sjálfsögðu mið- uð. Húsavíkurkirkja var reist á þessari öld — eða árið 1906. Er hún vafalaust valin á frímerki, þar sem hún er teiknuð af fyrsta íslenzka húsameistaranum, Rögnvaldi Ólafssyni, og jafn- framt hið fyrsta verk hans. Kirkjan er svonefnd kross- kirkja, byggð úr timbri. Eru tvær aðrar kirkjur með þessu lagi hér á landi, að því er ég bezt veit. Húsavíkurkirkja er ein af merkisbyggingum þjóðarinnar á timburhúsaöld, sem talin er standa frá því skömmu fyrir aldamótin 1800 og til 1918. Rögnvaldur Ólafsson varð því miður skammlífur, en stærsta hús frá hans hendi var Vífils- staðahælið, þar sem hann dvald- ist sjálfur sém sjúklingur síð- ustu æviár sín. Kílóvara póststjórnarinnar hefur nú verið auglýst til sölu, og skal tilboðum í hana skilað fyrir 1. maí nk. í ábyrgðarbréfi til Frímerkjasölunnar, Pósthólf 1445, 121 Reykjavík. Skaí merkja umslagið með orðunum: „Tilboð í kílóvöru". Eins og venjulega verður kílóvaran í 250 gramma pökkum, og má hver einstaklingur gera tilboð í einn pakka og mest 12 pakka (3 kg). Þess er getið til skýringar, að Kramhald á bls. 37.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.