Morgunblaðið - 01.04.1978, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.04.1978, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ. LAIJGARDAGUR 1. APRÍL 1978 Haukur Viggósson kennaranemi: ^ Kennaraháskóli Islands — Glansmynd og veruleiki Kennaraháskóli íslands er ekki einangruö stofnun, þó svo hann starfi nokkuð sjálfstætt. Hann tengist ótalmörgum stofnunum, beint og óbeint. Starf hans og stefna snerta nánast hvert manns- barn í landinu sem menntastofnun kennara barna. Þess vegna er starf hans, innri bygging og stefna ekkert einkamál starfsliðs hans og nemenda. Allir eiga fullan rétt til að vita hvað verið er að aðhafast í Kennaraháskóla íslands. Flestar tilraunir til að segja frá starfi hans hafa orðið yfirborðskenndar kurteisisgreinar sem gefa í skyn að allt sé í lagi — allt sé á réttri leið — fádæma eining ríki — og allir séu næstum því ánægðir. Ein slík tilraun er viðtal Morgunblaðsins 22/3 við Baldur Jónsson rektor KHI sem birtist ásamt viðtali við tvo nemendur skólans; Eirík Hermannsson og> mig undirritaðan. Vegna þeirrar meðferðar sem viðtal okkar Eiríks sætti hjá ritstjórn Morgunblaðs- ins, vil ég gera eftirfarandi athugasemdir: 1. Sakir þess hversu flókið mál var hér til umfjöllunar, fórum við Eiríkur fram á að fá að lesa viðtalið yfir áður en það birtist í blaðinu. Sú ósk var þó ekki uppfyllt heldur var handritið, að sðgn blaðamanns, rifið úr höndum hans og birt hálfunnið. Því gætir þar mikils misskilnings á mikii- vægum atriðum. Einnig eru víða meinlegar villur sem auðvelt hefði verið að leiðrétta hefðu'm við fengið tækifæri til yfirlesturs. 2. Dregin eru út aukaatriði og gerð að aðalatriðum: sbr. fyrir- Ég er alveg sammála Baldri um það að skólinn þarf sinn um- þóttunartíma. En það er ekki aðeins ein nótt sem liðin er frá breytingunum heldur 7 ár! Á þeim tíma hefði mátt gera margt og allt innan ramma laganna. Sennilega má finna margar skýringar á því að svo hefur þó ekki orðið og nefnir Baldur meðal annars eina þeirra: „... Sú hætta er fyrir hendi að í skóla sem breytt er úr skóla á menntaskólastigi í skóla á há- skólastigi í einu vetfangi, séu kennsluaðferðir í fyrstu um of miðaðar við nemendur á fyrra stiginu. Þ.e. að kennarar haldi áfram að kenna á svipaðan hátt og áður...“ Þetta er alveg rétt hjá Baldri og ér þetta ein af veigameiri ástæð- unum fyrir seinagangi á nauðsyn- legum framförum. Orsaka þessa er að leita í lögum að KHÍ frá 1971, 24 gr. 4 mgr, sem gerir ráð fyrir því að allir fastir bóknámskennar- ar við gamla kennaraskólann hafi forgang að lektorsstöðu við kennaraháskólann. Ég hef ekki grafist fyrir um hverjir sömdu þessi lög en hafi verið farið að á svipaðan hátt og með þau lög sem nú liggja fyrir Alþingi, er ekki ólíklegt að einhverjir þeirra semj- enda hafi verið að verja stöðu sína og er það skiljanlegt. Hins vegar verða menn að gera sér grein fyrir því að ekki er nóg að breyta nafni og fræðilega kennaramenntun s.s. uppeldis-, sálar- og kennslufræði og síðast en ekki síst samhengi Isl. grunnskólans og þjóðfélagsins. Éinnig er óttalega mikið um endurtekningar gegnum öll náms- árin sem bendir til lélegrar samvinnu kennara. Þessi atriði sem hér eru að framan talin, hafa öll átt stóran þátt í að skapa stirðleika í endurbótaátt. En fleira kemur til. Gefum Baldri orðið: „Við tókum eiginlega við stærri hópi nemenda í skólann í haust en við vildum fyrir tilmæli ráðuneyt- isins en hér er orðið mjög þröngt". Enn hittir Baldur naglann á höfuðið. Fjöldinn í skólanum er orðinn starfsliði hans ofviða. Strax í byrjun síðasta námsárs var undan þessu kvartað en þá voru teknir 105 nemendur á fyrsta ár. En núna voru teknir 160. Full ástæða hefði verið í þessu sam- hengi að krefjast aukningar á starfsliði en slíkt var þó ekki gert með neinum árangri. I það minnsta hafa ekki fengist nauðsynlegar stöðuheimildir. T.d. eru nú aðeins 4 lektorsstöður við uppeldisfræðiskor en þyrftu minnst að vera 7, þar sem uppeldisfræðiskor (deild) þarf að sjá fyrir ‘A allrar kennslu við skólann. Eitthvað vantar hér á myndugleika skólayfirvalda. Nú hef ég aðeins skýrt það sem er á bak við svör rektors. En þó Almenn óánægja Naumast finnst sá skóli þar sem ekki eru óánægðir nemendur. í næstum hverjum skóla er réttur nemandans meira og minna for- smáður. Rótgróin íhaldssöm öfl koma í veg fyrir lýðræðislega þátttöku nemandans í stjórn skólans og mótun starfs hans. KHÍ hefur ekki verið nein undantekkn- ing frá þessari reglu. En fyrir þrýsting frá nemendum og vegna skilnings framfarasinnaðra manna innan stofnunarinnar, tókst að skapa þær aðstæður að nemendur og kennarar gætu hist og ræðst við á jafnréttisgrundvelli. En hvað eru nemendur óánægðir með? Þeir eru óánægðir með uppbyggingu námsins, kennslu- aðferðir, áherslu á efnisþætti og efnismeðferð. í þessum fjórum þáttum felast í raun og veru þau meginatriði sem hafa afgerandi áhrif á gæði kennaranámsins. Er þá horft framhjá þeim ytra búningi sem skólinn hefur verið færður í með öllum sínum „stór- fenglegu" starfsheitum (prófessor, lektor, aðjúnkt, dósent o.s.frv.) Uppbygging Námið í KHÍ hefur byggst á þrem þáttum: Uppeldisfræði, undirbúningi fyrir bekkjarkennslu (kjarnagreinar og æfingakennsla) og valgreinum. Það er ljóst að uppeldisfræði er nú ekki sá kjarni í náminu sem hún ætti að vera. komandi greina. Hér er fyrst og fremst um að ræða viðhorf þeirra til uppeldisfræða og markmiða kennaranámsins, þ.e. þeir taka allt of lítið tillit til þess að nemend- urnir sem þeir eru að kenna, munu með væntanlegu starfi sínu sem grunnskólakennarar fyrst og fremst vera leiðbeinendur og uppalendur barna. Viðhorf þetta má rekja til hlutverkaskilningsins, þ.e. hvernig kennaraháskólakenn- ararnir líta á starf sitt. Margir þeirra líta á sig sem sérfræðinga sem eiga að miðla sérfræðiþekk- ingu sinni til nemenda með hefðbundnum aðferðum háskóla- kennarans án tillits til markmiða kennaranámsins (uppalandi, leiðbeinandi). I þessu samhengi er vert að gera sér grein fyrir nútíma víðhorfum í kennaramenntun sem ofaná hafa orðið hjá vestrænum uppeldis- frömuðum og skólamönnum. En í grófum dráttum má segja að þau byggist á því að þekking sé ekki markmið í sjálfu sér, heldur tæki til að ná fram andlegum þroska og leikni í vinnubrögðum, sem auka hæfni til þekkingaröflunar og hagnýtingu hennar. Á þetta við um öll skólastig. Það er því mín skoðun að ofangreindur skilningur margra kennara KHI sé tæpast æskilegur við stofnunina nema í vissu samhengi (þ.e. varðandi uppeldis- fræðilegar rannsóknir og tilraun- ir). Slíkur skilningur á aðeins heima innan hefðbundinna há- skóla sem hafa þessi sérfræðilegu markmið. Meðan þessi skilningur ríkir í KHÍ verður hann aðeins til trafala framgangi og þróun uppeldislegra viðhorfa. Endurreisn Hugsanlegt er að bæta úr þessari kreppu sem skólinn er í með verulegu samstarfsátaki. Hér þarf að koma til miskunnarlaus sagnir. 3. Greinilegt er að nemendum og rektor er gert mishátt undir höfði. Kemur sá mismunur fram í því að Baldur fær sitt viðtal til yfirlest- urs en við ekki. Af ofangreindum ástæðum tel ég að skoðunum okkar nemenda, hafi ekki verið gerð heiðarleg skil og því er full ástæða til að gera nánari grein fyrir ástandi mála í KHI frá sjónarhorni nemanda. Engar breytingar! Megn óánægja hefur verið með KHÍ svo lengi sem ég hef verið þar, en ég er nú á 2. námsári, auk þess sem ég var 2‘/2 ár við aðfaranám skólans. Ég hef því lifað það að kynnast nokkuð fulltrúum allra þeirra árganga sem útskrifast hafa þaðán með B.Ed gráðu. Óánægjan hefur magnast ár frá ári og komið hefur til átaka milli kennara og nem- enda. Er skemmst að minnast verkfallsins 1975 er nemendur neituðu að gangast undir próf. Þessi verkfallskreppa leystist en við sem á eftir komum, fáum ekki séð að nokkuð hafi breyst að neinu marki. Að undanskildu því að mætingarfrelsi fékkst í greinum sem ljúka skal með prófi. Þessi breyting var ekki fastsett, heldur er hún endurnýjuð frá ári til árs með undanþágu frá reglugerð. Nú í vetur voru nemendur orðnir úrkula vonar um að nokkrar endurbætur yrðu gerðar og sáu fram á að grípa þyrfti til róttækra aðgerða, og hafa nú um nokkurt skeið haldið uppi umfangsmikilli gagnrýni á skólann með nokkrum árangri. En of langt mál yrði að skýra frá því hér. Enda virður- kennir Baldur Jónsson nokkra veigamikla galla á núverandi kerfi í viðtali sínu. Þar var hann að því spurður, hvernig hafi gengið að breyta skólanum úr menntaskóla yfir í háskólastig. Baldur svaraði m.a.: „Þetta hefur óneitanlega verið mikil breyting. og skólinn þarf sinn umþóttunartíma, það er ekki hægt að skipta á einni nóttu um aðferðir". stofnunar til þess að hún þjóni nýjum markmiðum og verklag starfsmanna. hennar breytist. Oft verður líka að endurnýja starfslið- ið að meira eða minna leyti eða þá að þjálfa það sérstaklega og endurmennta. En ekkert slíkt átti sér stað svo að nokkru næmi. Vinnubrögð sem þessi eiga sér ekki aðra skýringu en þá að ekki hafi verið ætlunin að breyta miklu. Öllu heldur að vinna gamalli stofnun nýtt nafn — auka virðingu hennar vegna minnkandi álits út á við. Enda ef grannt er skoðað hefur hin faglega hlið skólans ekki svo ýkja mikið breyst. Að vísu hefur áhersla á uppeldisgreinar aukist en langt frá því nægilega. Sama dauðhaldi er haldið í hinar svo- kölluðu þekkingargreinar (bekkjarkennslugreinar). Sumar þessar greinar eru bein upprifjun frá menntaskólanáminu og sumar lítið eitt auknar. Margar innihalda þær efni sem hafa lítinn sem engan tilgang í kennaramenntun- inni og tilheyra öðru fremur sérfræðinámi í viðkómandi grein. Að sama skapi skortir svo hagnýta svo allt sem hér að framan er sagt, séu mjög mikilvæg atriði, eru þau aðeins einfaldanir á því alvarlega ástandi sem nú ríkir í KHI. Það ,eru ekki fjárhagsvandræðin, æfingakennslan, húsnæðiseklan og nemendafjöldinn sem skipta mestu máli, heldur innra skipulag skólans og viðhorf þess starfsliðs sem starfar við hann. Grundvallarafl Ljóst er að hinn almenni kenn- ari er undirstaða umbóta og þróunar í skólamálum: Það er því undir menntun hans komið að þróun skólamála á Islandi verði heillavænleg. KHI og endurmennt- unaraðilar eru grundvallarafl þróunarinnar. Kennaramenntun- arstofnun má því aldrei staðna og rótfestast. Hún þarf, öðrum stofn- unum fremur að vera hreyfanleg og vakandi fyrir breyttum aðstæð- um og kröfum þjóðfélagsins. Þess- um grundvallarþætti hefur KHÍ ekki sinnt, öllu heldur keppst við að festa sig í hefðum og venjum — . keppst við að verða íhaldssamur háskóli. Þar að auki eru kolvitlausar áherslur á greinum innan hennar. T.a.m. er tiltölulega miklu meira lagt upp ur lífeðlisfræðilegri sálarfræði, tölfræði, prófagerð og námsmódelum, en þróunarsálar- fræði, persónuleikasálarfræði og félagssálarfræði sem ætti að vera megininntak uppeldisfræðináms- ins. Því það er fyrst og fremst skilningur kennarans á sálarlífi barna, samskiptum þeirra við félagana og þroskamöguleikum þeirra sem ræður úrslitum í starfi hans. En þessir þættir hafa horfið í skuggann fyrir ítroðslu þekk- ingaratriða. Þessu hafa ráðið úrelt viðhorf og röng áhersla á náms- efnisþætti í kennaramenntunar- stofnunum landsins. Hvað varðar aðrar greinar svo sem bekkjarkennslugreinar og valgreinar er meðferð kennara KHÍ á þeim mjög misjöfn. Sumum tekst vel upp en öðrum miður. En alls staðar er úrbóta þörf svo ekki sé meira sagt. Því innan þeirra er að finna hinn djúpstæðasta vanda KHÍ. Þessum vanda er ef til vill best lýst með orðunum viðhorf og hlutverkaskilningur kennara við- sjálfsgagnrýni nemenda og keiin- ara. Kennarar verða að fara að líta á nemendur sem samstarfsmenn sína. Koma verður af stað stór- felldu endurreisnarstarfi með samvinnu við stéttarfélög kenn- ara, skólarannsóknadeild, sál- fræðiþjónustuna, fræðsluskrif- stofur og sérskóla. En umfram allt verður að rjúfa þá einangrun sem ríkt hefur milli námsskora skólans sjálfs og hefja samstarf milli kennara annars vegar og kennara og nemenda hins vegar. Það þarf að rífa burt stöðnunarræturnar, lækka þarf yfirbygginguna og skapa nýjan og betri kennaraskóla. Það er hægt að byggja upp góðan skóla án þess að fjárhagur, nemendafjöldi eða húsnæði hindri. Séu starfsmenn og nemendur samhentir og jákvæðir, opnir fyrir breytingum og nýjum straumum og með fullan vilja til verka, þá má ná langt á framfara- brautinni. (Birt með fullu samþykki skóla- málahóps nemendaráðs KHÍ). Haukur Viggósson, kennaranemi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.