Morgunblaðið - 01.04.1978, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1978
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI — EFNAHAGSMÁL — ATHAFNALÍF.
Erlendir punktar
Að kunna sitt fag
Hiö norska fyrirtæki
International School
Technology á að byggja upp
þjálfunarmiðstöð fyrir um
50 milljónir norskra kr. og
er kaupandinn ríkisrekið
olíufélag í Víetnam. Fram-
kvæmdin er fjármögnuð af
NORAD en það er sú
stofnun í Noregi er fer mað
aðstoð þeirra við þróunar-
löndin.
Kína
Fyrir stuttu var sagt frá
því hér á síðunni að
markaðir austan járntjalds
væru að opnast vestrænum
fyrirtækjum. Sama virðist
vera upp á teningnum í
Kína því þeir hafa gert
samning við Nippon Steel í
Japan um byggingu stál-
iðjuvers í Shanghai. Þá
hefa og borist fréttir af því
að Kínverjar hafi lagt inn
„smá pöntun" hjá Volvo,
sem hljóðar upo á m.a. 700
börubíla. Pöntunin er alls
að upphæð um 200 millj.
danskra króna eða um 9.6
milljarða ísl. króna.
Svíþjóð
Samkvæmt upplýsingum
frá Stokkhólmi hefur
neyzluvöruverðlag þar í
landi hækkað frá desember
s.l. til janúar um 2,3%. Sé
miðað við 12 mánaða tíma-
bilið janúar 1976 — janúar
1977 nam hækkunin alls um
14%.
Kaffiuppskeran
Eftir fréttum frá Brasilíu
að dæma má búast við
minni kaffiuppskeru þar í
landi, í ár m.v. síðasta ár.
Aætlað var að uppskeran
yrði um 20 millj. sekkja en
nú er vart búist við meiru
en 17 millj. sekkja.
Aðalorsakir þessa eru
sagðir vera þurrkar og
einnig að áður óþekktur
sjúkdómur hefur herjað á
kaffiplönturnar að undan-
förnu í nokkrum héruðum
Brasilíu.
Meiri bílasala
Samband bandarískra
bílaframleiðenda hefur til-
kynnt að sala meðlima
sinna væri um miðjan
febrúar 12% meiri en á
sama tíma í fyrra. Segja
má að þetta sé enn eitt.
dæmið um batnandi horfur
á efnahagslífi Bandaríkj-
anna.
Engin áhætta
Stjórnunarfélagiö full-
yrðir aö því fylgi engin
áhætta að taka þátt í
námskeiði sem það stendur
fyrir og hefst á þriðjudag-
inn. Námskeiðið nefnist
„Fyrirtækið í óstöðugu um-
hverfi“ og verður þar fjall-
að m.a. um hvernig hag-
ræða megi sölu- og
markaðsmálum í óstöðugu
umhverfi. Rætt verður um
á hvern hátf meigi nýta
rekstrar- og markaðs-
áætlanir til r að minnka
óvissuna og þar með áhætt-
una fyrir fyrirtækið. Einn
af athyglisverðari þáttun-
um er fjalla undir
markaðsáætlanir er hvern-
ig ný tækifæri opnast við
óstöðugar aðstæður. Til að
tryggj a þátttakendum sem
ferskastar upplýsingar hef-
ur fyrirlesari verið sóttur
til Bretlands en það er John
Winkler framkvæmda-
stjóri. Sími Stjórnunar-
félagsins er 82930, og er
skrifstofa félagsins opin í
dag laugardag milli 11 og
12.
Úr þjóðarbúskapnum
Nú í vikunni sendi Þjóðhags-
stofnun frá sér rit er nefnist
„Úr þjóðarbúskapnum — fram-
vindan 1977 og horfur 1978“.
Eins og titillinn ber með sér er
fjallað um helztu þjóðhags-
stærðir, þ.e.a.s. þróun þeirra á
síðasta ári, um leið og reynt er
að gera sér grein fyrir þróun-
inni á yfirstandandi ári. Hér á
eftir mun m.a. verða gerð grein
fyrir nokkrum efnisatriðum
þessa rits en rétt er að geta
þess strax í upphafi að tölur
frá 1977 cru hráðabirgðatölur
en 1978 áætlaðar.
Hlutfailsleg magnaukning frá f.
Einkaneysla
Samneysla
Fjármunamyndun
Útfl. vöru og þjónustu
Innfl. vöru og þjónustu
Þjóðarframl. brúttó
Þjóðartekjur
En hvers vegna nýttist batinn
1976 og 1977 ekki betur spyr
sjálfsagt einhver. í sem stytstu
máli má skýra það með mynd úr
riti Þjóðhagsstofnunar þar sem
viðskiptajöfnuðurinn er sýndur
<v VIÐSKIPTAJÖFNUOUR SEM I
1970-197H
ári. 1976 1977 1978
% % %
1,0 8,0 3,0
5,0 2,0 2,0
+2,6 7,5 +2,0
11,9 10,3 10,5
+1,2 18,7 1,5
2,4 4,8 3,0
5,9 7,9 3,0
sem hlutfall af þjóðarfram-
leiðslunni. Á myndinni kemur
skýrt fram hin neikvæða þróun
1971—77 og þá sérstaklega 1974
og 1975.
JTFALl AF ÞJÓÐARFRAMLEIÐSLU
Gert er ráð fyrir að einka-
neyzlan, en hún nam um 62%
þjóðarframleiðslunnar 1977,
hafi aukist að magni um 8% á
síðasta ári á móti 1% aukningu
1976. I ár er aukningin áætluð
um 3%. Þróun samneyzlunnar
var sú, að árið 1976 nam
magnaukningin 5% en hins
vegar aðeins um 2% á árunum
1977 og ‘78.
Mikil breyting hefur átt sér
stað í samsetningu fjármuna-
myndunar. í stað síminnkandi
þáttar atvinnuveganna á árun-
um 1970—‘76 brá svo við á
síðasta ári að hlutdeild atvinnu-
veganna jókst um 37% meðan
hlutdeild hins opinbera dróst
saman um 16%. í heild hefur
þróun fjármunamyndunar mið-
að við fyrri ár verið þessi: 1975
+8,4%; 1976 +2,6%; 1977 7.5% og
1978 +2%. Hlutdeild atvinnuveg-
anna í þessari síðustu tölu
hljóðar upp á 4—5% aukningu
m.v. 1977 en ef hlutur járn-
blendiverksmiðju er undanskil-
inn þá er raunverulega um
samdrátt að ræða í fjármuna-
myndun atvinnuveganna. Af
öðrum þáttum þjóðarframleiðsl-
unnar má nefna að á meðan
útflutningur vöru og þjónustu
jókst um 10.3% 1977 nam
aukning innflutnings sömu
þátta 18.7%. Á þessu ári er hins
vegar gert ráð fyrir að dæminu
verði snúið við þ.e.a.s. aukning
innflutnings verði 1.5% en
aukning útflubnings verði
10.5%. Niðurstöður af saman-
tekt þessara og annarra þátta
eru m.a. þær að þjóðarfram-
leiðslan hafi á árinu 1976 aukist
um 2.4%, 1977 um 4.8% en falli
niður í 3% á þessu ári, en allar
eru tölurnar miðaðar við fast
verðlag. Breytingar á því sem
raunverulega er til skiptanna,
þ.e. þjóðartekjunum, urðu þó
ekki hinar sömu vegna breyttra
viðskiptakjara. 1976 jukust þær
um 5.9%, 1977 um 7.9% og í ár
aðeins um 3%. I heild má setja
eftirfarandi töflu upp til
einföldunar.
-1Z J
JB70 '71 -72 -73
•74 ’7S '76 '77 %pá '78
Því má síðan skjóta hér inn að
ein afleiðing þeirrar þróunar
sem myndin lýsir var stóraukin
lántaka erlendis. Afleiðingin er
hins vegar sú að hlutfallslega
minna er nú til skiptanna en
áður þar sem greiða þarf meira
í afborganir og vexti af þessum
lánum en áður hefur þekkst.
Sem dæmi má nefna að endur-
greiðslur erlendra lána á síðasta
ári eru taldar nema um 11.1
milljarði kr. að mati Seðlabank-
ans. Það skal tekið fram að þessi
orsök er engan veginn sú eina en
engu að síður þýðingarmikil og
því sett hér fram til skýringa.
Af öðrum þeim þáttum sem
fjallað er um í riti Þjóðhags-
stofnunar má nefna sem dæmi
þróun kauptaxta, framfærslu-
vísitölu og kaupmáttar.
Meðaltalshækkun kauptaxta
milli áranna 1977 og 1976 var
44% á móti 26% milli áranna
1976 og 1975 en aftur á móti er
áætlað að milli ársins í ár og
þess síðasta nemi hækkunin að
meðaltali 41%. Meðaltals-
hækkanir framfærsluvísitölu á
þessu tímabili eru sem hér segir:
1970=100 VÍSITÖLUR KAUPMÁTTAR
1501 RÁÐSTÖFUNARTEKNA Á
1976 32%; 1977 30% og 1978
36—37%, þannig að augljólega
gengur erfiðlega að glíma við
verðbólgudrauginn. Kaupmátt-
urinn er síðan venjulega
reiknaður út frá þessum tveim-
ur stærðum. Eftir 15% rýrnun
hans 1975 og 5% rýrnun hans
1976 jókst hann hins vegar um
10% á síðasta ári. í ár er gert
ráð fyrir 3—4% aukningu m.v.
1977.'
Þjóðhagsstofnun tekur fram
að kaupmáttur reiknaður út á
þann hátt er að framan greinir
sé ekki nákvæmur mælikvarði á
breytingu á lífskjörum almenn-
ings. Þar sé betra að miða við
kaupmátt ráðstöfunartekna
heimilanna pr. mann m.v. verð-
lag einkaneyslu. Á þann hátt
megi taka tillit til atriða eins og
yfirborgana, vinnutíma og mis-
munandi þróunar tekna hinna
ýmsu tekjuhópa.
Á meðfyljandi mynd má sjá
hvernig kaupmáttur þessara
ráðstöfunartekna hefur aukist
mun meira en kaupmáttur
kauptaxta.
KAUPTAXTA OG
MANN 1970-1978. Rádstöfunartekjur
á mann
140 -
130 -
120 -
110-
100 -
1970 71 ‘72 '73 '74 '75 '76 77 spá '78
Að lokum skal tekið fram að fóðlegt enda vel að útgáfunni
hér er engan veginn um tæm- staðið af hálfu Þjóðhagsstofn-
andi lýsingu að ræða á innihaldi unar.
þessa 36 síðna rits, sem er mjög
Daglegur þjófnaður
EINS og sjálfsagt flestir
hafa heyrt eiga sér dag-
lega stað smáir og stórir
jófnaðir í verzlunum.
umir kalla þetta reynd-
ar bara hnupl en í
öðrum tilfellum er um
of miklar upphæðir að
ræða til að nota megi
það orð með réttu.
Þjófnaður þessi getur
verið í ýmsum myndum.
Starfsfólk getur t.d. átt
í hlut eða viðskiptavin-
urinn stelur vörum
beint eða að hann ein-
faldlega gefur út falska
ávísun til að leysa
vörurnar út. Til að afla
nánari frétt af stöðu
þessara mála ræddi
Viðskiptasíðan við
verzlunarstjóra þriggja
matvöruverzlana.
Olafur Torfason í
Kaupgarði sagði að mjög
lítið hefði borið á þjófn-
aði hjá sér. Hann sagðist
hins vegar hafa verzlað
áður í gamla bænum og
þar hefði borið á þjófn-
aði. Aðallega var um
unglinga og eldra fólk
en þessi seinni „ hópur
væri ekki stór. í þeim
tilfellum sem upp komst
um þjófnaðina var haft
samband við lögreglu og
gaf það mun betri raun
en að standa sjálfur í
persónulegum samskipt-
um við þetta fólk. Ólafur
sagði að þeir hefðu nú
gert ráðstafanir til að
sett yrði upp sjónvarps-
kerfi til eftirlits en
einnig vonuðust þeir
eftir því að það þjónaði
þeim tilgangi að byrgja
brunninn áður en fallið
væri ofan í hann.
Ragnar Haraldsson í
Hagkaup kvað það dag-
legt brauð að standa fólk
að verki, mest unglinga
10 til 15 ára og eins væri
eldra fólk töluvert
áberandi. Eldra fólkið er
lang flest um eða yfir
fimmtugt og bæði karlar
sem konur en
upphæðirnar væru ekki
stórar í flestum til-
fellum. Ragnar sagði að
þeir treystu mest á
starfsfólk varðandi eftir-
lit og þegar upp kæmist
um fólkið þá væri lög-
regla kölluð til ef
viðkomandi er yfir 12 ára
aldri. Er við spurðum
hann hvort sama fólkið
ætti í hlut þá sagði hanr.
að svo væri í nokkrum
tilfellum og sér virtist
sem eldra fólkið væri þar
í meirihluta.
Sigurður Tryggvason
í Vörumarkaðinum sagði
að þeir treystu mjög á
sjónvarpskerfi til eftir-
lits og einnig til að
fyrirbyggja þjófnað og
væri t.d. einn sjónvarps-
skermur rétt við inn-
ganginn. Hann sagði að
reynslan af þessu fyrir-
komulagi væri mjög góð.
Þegar upp kemst um þá
fáu þjófnaði sem fram-
kvæmdir eru væri um
fólk á öllum aldri að
ræða en þó mest um
unglinga og eldri konur.
Sér virtist sem allar
vörutegundir hefðu að-
dráttarafl en magnið
væri í flestum tilfellum
óverulegt. Ekki væri um
sama fólkið að ræða en
aftur á móti væri þetta í
sumum tilfellum fólk
sem verzlað hefði áður í
langan tíma í Vöru-