Morgunblaðið - 01.04.1978, Síða 17

Morgunblaðið - 01.04.1978, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1978 17 Ordí tíma tölud í öðru tölublaði fréttabréfs Eimskipafélags íslands sem nefnist Eimskip, gerir Valtýr Hákonarson skrifstofustjóri félagsins að umtalsefni mikil- vægi þess að ávallt séu til óháðir íslenskir farmflytjendur til að tryggt sé að frjáls verzlun haldi velli. í upphafi þessarar greinar ræðir Valtýr þó um þær breyt- ingar sem orðið hafa i þjóðfélag- inu almennt og afleiðingar þess að umskiptin hafa ekki ávallt notið nægiiegrar viðurkenning- ar. Þar sem Viðskiptasíðan er þeirrar skoðunar að þessi upp- hafsorð Valtýs eigi erindi til sem flestra birtast þau hér. „Liingum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur. kennarinn. kerra. plógur. hestur.“ Þessi víðfleyga staka íslenzks bónda, sem kveðin var vestur í Kanada, lýsir eftirminnilega þeirri fjölhæfni, sem forðum var lífsnauðsynleg til þess að hinn heimafengni baggi yrði þeim hollur, er hans varð að afla. Samtíð okkar hefur gert þessa gömlu búvizku að öfugmæli. Hagsæld nútíma þjóðfélags byggist á víðtækri verkaskipt- ingu inn á við og miklum samskiptum við aðrar þjóðir. Öflun sérþekkingar og einbeit- ing að hagnýtingu hennar er í dag arðvænlegra þjóðfélaginu en fjölfræði þúsundþjalasmið- anna og þess vegna þjóðhollari stefna. Nútíma velferðarþjóðfélag fær vart þrifizt án stöðugs hagvaxtar, og þó að hugtakið hagvöxtur sé misjafnlega vin- sælt í seinni tíð þá virðist enginn vilja missa af ávöxtum hagvaxtar. Við verðum þess vegna að samræma aðgerðir okkar stefnu samtímans til aukins hagvaxtar, hverfa frá gamalli búvizku einyrkjans til hagfræði nútímans, sérhæfing- ar og verkaskiptingar. Þessi gerólíka stefnumörkun krefst algers endurmats gamalgróinna hugmynda. Þau áttaskipti eru oft tímafrek og torveld. Má víða sjá þess merki í þjóðfélagi okkar, að hagvöxtur hefur beðið hnekki vegna þess að miklvægi verkaskiptingar og sérhæfingar var vanmetið." markaðinum sagði Sig- urður að lokum. Guðjón Guðjónsson verzlunarstjóri í Glæsi- bæ sagði að ekki bæri mikið á þjófnaði hjá sér enda væri starfsfólkið vel á verði og eins væri gott útsýni yfir verzlun- ina. Mest eru þetta ung- lingar en þó virtist sér sem allir aldursflokkar ættu hlut að máli. Nýlega var t.d. tekin kona með vörur fyrir um 11 þúsund krónur. Guð- jón taldi að ein ástæða fyrir því hversu fáir væru teknir væru góðir starfshættir lögreglu en þeir hefðu lagast mikið að undanförnu sagði hann að lokum. Atli Heimir Sveinsson: Brottvikning Ragn- ars Björnssonar Það er mjög óvanalegt þegar þekktasta organleikara okkar er fyrirvaralaust vikið frá störfum við Dómkirkjuna í Reykjavík. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar hefur reynt að gera grein fyrir ástæðum uppsagnarinnar í blöðum nýlega, en sú greinargerð var að mínu mati sambland af sparða- tíningi, dylgjum og hálfsannleik. Ragnar Björnsson hefur líka svarað þeim skrifum í Mbl. á skírdag s.l. En það er ýmislegt undarlegt við uppsögn þessa. Var sóknarnefnd hér ein að verki, eða var yfirmönn- um kirkjumála tilkynnt hvað til stóð? Hér á ég við dómprófast, biskup, ráðherra kirkjumála, söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og fleiri aðila, sem málið hlýtur að vera skylt, og hefðu væntanlega getað tekið í taumana, áður en í slíkt óefni er komið.sem nú er. Halldór Laxness hefur sagt eitthvað á þá leið, að er íslending- ar deila, þá þrátti þeir endalaust um einskisverð aukaatriði en fyllist skelfingu, þegar minnst sé á aðalatriði. Slíkt virðist mér vera að gerast í þessu máli. Málefni Dómkirkjunnar eru raunar ekki einkamál sóknar- nefndarinnar eða prestanna, heldur mál er varðar landsmenn alla. Dómkirkjan er höfuðkirkja landsins. Þar fara fram allar mikilvægustu kirkjuathafnir ríkisins, og augu fjölmiðla beinast einkum að henni á öllum stór- hátíðum. Enginn virðist hugsa um hag kirkjunnar —' þeirrar stofnunar, sem allir þykjast þjóna, en að þessu máli standa. Slík framkoma Dómkirkjunnar gagnvart einum besta og þekktasta tónlistarmanni þjóðarinnar hlýtur að vera henni mikill álitshnekkir og torvelda samvinnu hennar í framtíðinni við alla listamenn landsins. Dómkirkjan í Reykjavík hefur átt því láni að fagna, að á undanförnum áratugum hefur hún ekki eingöngu haft í þjónustu sinni merka kennimenn, heldur einnig mikla listamenn. Ég þarf væntan- lega ekki að minnast á hið mikla starf Sigfúsar Einarssonar, og síðar dr. Páls Isólfssonar, en hann jók hróður og álit dómkirkjunnar víða um lönd með snilldarlegum orgelleik sínum, og kynnti löndum sínum trúarlegar tónbókmenntir. Ragnar Björnsson er verðugur arftaki dr. Páls, og hefur fetað í fótspor hans. Hann hefur haldið tónleika víða um lönd og hvar- vetna verið velkominn gestur, enda hlotið frábæra dóma fyrir orgelleik sinn. Hann nýtur mikils álits meðal starfsbræðra sinna erlendis, enda listamaður á alþjóðamælikvarða. Um þetta er mér persónulega kunnugt. Hann hefur einnig staðið fyrir flutningi fjölmargra trúarlegra kórverka í Dómkirkjunni. Sóknarnefnd virðist ekki kunnugt um neina verðleika Ragnars sem listamanns — allavega verður það ekki ráðið af greinargerð hennar varðandi uppsögnina. Ég vona að sóknarnefnd láti sig einhverju skipta hvort fyrsta flokks organisti eða fjórða flokks situr í sæti dr. Páls Isólfssonar. Menn á borð við Ragnar Björnsson liggja ekki á lausu á Islandi. Og ég vona einnig að sóknarnefnd heyri mun á góðum og lélegum orgelleik. Og að lokum þetta: Hér er um leiðindamál að ræða sem komið er í hnút, en hann verður að leysa. Kirkjan predikar umburðarlyndi, sáttfýsi og skilning meðal manna. Nú er tækifæri að reyna á þetta í verki, því ekki stendur á Ragnari, samkvæmt ítrekuðum yfirlýsing- um hans í blöðum, að leysa þetta leiðindamál. Atli Heimir Svcinsson. Vortónleikar Karlakórsins Stefnis KARLAKÓRINN Stefnir í Mos- fellssveit heldur árlega vortón- leika sína nú í aprílbyrjun. Á efnisskrá eru lög eftir innlcnda og erlenda höfunda, m.a. Gunnar Thoroddsen ráðherra en lag hans „Nú til hvíldar halla ég mér“ við ljóð Steingríms Thor- steinssonar hefur ekki fyrr verið flutt af karlakór hér. Fyrstu tónleikarnir verða í Félagsgarði í Kjós laugardag 1. apríl. Miðvikudag 5. apríl verða tónleikar að Fólkvangi. á Kjalar- nesi og í Hlégarði í Mosfellssveit föstudaginn 7. apríl. Síðustu tónleikarnir verða þar mánudag 10. apríl og hefjast allir tónleik- arnir kl. 21. Stjórnandi karlakórsins er Lár- us Sveinsson trompetleikari og Guðni Þ. Guðmundsson annast undirleik. Einsöngvarar eru Þórð- ur Guðmundsson og Halldór Vilhelmsson. Mikið um að vera í Akraneshöfn Akranesi, 31. marz. ÞAÐ ER óvenjulega mikið um að vera í Akraneshöfn þessa dagana. Öll loðnuskipin eru komin að austan. sum með slatta, en önnur tóm og beðið er cftir veðri til vesturs, þaðan sem menn eiga von á loðnugöngu. Vöruflutningaskip koma með kísilgúr til sementsverksmiðjunn- ar, byggingavörur fyrir Grundar- tangaverksmiðjuna og mörg vöru- flutningaskip hlaðast sjávarafurð- um til útflutnings. — Það er engu líkara en að menn óttist hafnbann á íslandi á næstunni, líkt og Þjóðverjar settu á Bretland í stríðinu. — Skarðsvík, eitt þeirra skipa sem skemmdust mest í höfninni á Akureyri í óveðrinu þegar loðnuflotinn sigldi til hafnar í vetur, er hér einnig og býst til þorskveiða, en kemur síðar inn til viðgerðar hjá Skipasmíðastöð Þor- geirs og Ellerts h.f. Afli hefur verið tregur á línu og í net að undanförnu. Júlíus AICI.VSINCASIMINV ER: 22480 JHoremibloöib Allterþá þrennter! NÝSMURSTÖÐ við Stórahjalla í Kópavogi \m Á 8Íða8tliðnu ári opnaði Esso nýja og gUesUega bensínstöð og verslun við Stórahjalla í Kópavogi. ■ Einnig var tekin í notkun stórgóð þvottaaðetaða á bifreiðum. m Nú laugardaginn 1. apríl kemur 8VO rúsínan, sem er ný smurstöð á sama 8tað. MEÐ ÞESSARIÞRENNINGU ERUM VIÐ STAÐRÁÐNIR ÍAÐ VEITA ÞJÓNUSTU SEM VIÐ ERUMSTOLTIR AF OG GERIR ÞIG ÁNÆGÐAN. VERTU VELKOMINN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.